Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 1
72 SIÐUR STOFNAÐ 1913 75. tbl. 71. árg. FOSTUDAGUR 30. MARZ 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Eldflaugaárás á skip á Persaflóa Nikósiu, 29. mars. AP. GRÍSKT flutningaskip varö í dag fyrir eldflaug á Persaflóa og kom mikill eldur upp í skipinu. Eru þær fréttir hafðar eftir fulltrúa skipafélagsins en sjálfir segjast frakar hafa í dag eyðilagt fjögur írönsk skip og skotið niður tvær þyrlur. Er þetta önnur árás þeirra á skip í Persaflóa á tveimur dögum. Talsmaður gríska skipafélags- ins í Aþenu sagði, að eldflaug, sem skotið hefði verið af landi, hefði lent í vélarrúmi skipsins en ekki væri vitað hve miklar skemmdirn- ar væru. Áhöfnin, 16 menn, yfir- gaf skipið og komst heilu og höldnu um borð í íranskan drátt- arbát. írakar hafa lýst botn Persaflóa bannsvæði en grískir út- gerðarmenn, sem hafa orðið illa úti í samdrættinum og minni sigl- ingum, hafa þrátt fyrir það sent skip sín þangað. Utanríkisráðherra írans, Ali A. Velayati, kallaði erlenda sendi- herra í Teheran á sinn fund í dag og fór þar hörðum orðum um „geð- veikislegar árásir Iraka á skip á alþjóðlegri siglingaleið". Útvarpið Svona var umhorfs víða í borgum og bæjum í Suður- og Norður-Karólínu í Bandaríkjunum eftir að hver fellibylurinn á fætur öðrum æddi yfir ríkin. Þessi mynd er frá bænum Newberry og sýnir það, sem eftir er af dansskólanum þar. í Bagdad sagði, að snemma í morgun hefði sést til fjögurra ír- anskra skipa á leið til borgarinnar Bandar Khomeini og hefðu þá ír- ösk skip og herþotur ráðist á þau. Hefðu öll skipin orðið fyrir sprengjum og að auki hefðu tvær íranskar þyrlur verið skotnar niður þegar þær voru sendar áhöfnum brennandi skipanna til hjálpar. í fréttum frá íran segir, að 47 manns hafi fallið og enn fleiri særst þegar írakar hafi gert árás- ir á þrjú þorp fyrr í vikunni. El Salvador: OVENJULEGT BONORÐSBREF Paul William, 28 ára gamall leiksviðstæknimaður í London, og unnusta hans, Karine Pearce, 24 ára gömul hjúkrunarkona, standa hér fvrir framan tveggja hæða strætisvagn og mjög nýstárlegt bónorðsbréf frá William. Þegar Karine fór í vinnuna í gærmorgun blasti þessi mikla áletrun við þegar strætisvagninn kom: „Eg elska þig — viltu giftast mér, Karine?" Karine tók sér far með vagninum og sagði já þegar hún hitti William. D'Aubuisson játar ósigur fyrir Duarte San Salvarlor. 29. mars. AP. ROBERTO D'Aubuisson, forseta- frambjóðandi hægrimanna í El Salvador, viðurkenndi í dag ósigur sinn fyrir Jose Napoleon Duarte, frambjóðanda kristilegra demó- krata, í fyrri umferð forsetakosn- inganna. Þegar 25% atkvæða höfðu verið talin hafði Duarte gott forskot á D'Aubuisson og er búist við, að það aukist þegar á líður talninguna. Endanleg úrslit verða þó ekki kunn fyrr en eftir helgi. Á fréttamannafundi í dag sagði D'Aubuisson, að flokkur hans, Arena-flokkurinn, fengi um 31% atkvæða en kristilegir demókratar 44%. Óskaði hann Duarte til ham- ingju með sigurinn og kvaðst í seinni umferðinni mundu leita stuðnings þeirra fjögurra hægri- flokka annarra, sem tekið hefðu þátt í kosningunum. Þegar fjórðungur atkvæða hafði verið talinn hafði Duarte fengið 40%, D'Aubuisson 31% og Guerr- ero, leiðtogi Þjóðarsáttarflokksins 22,8%. Talið er víst, að Duarte muni auka forskot sitt þegar farið Danmörk: Henrik prins leiöist að vera launalaus drottningarmaður KaupmannahóTn, 29. mars. Frá Ib Bjbrnbak, fréltaritara Mbl. UM ENGAN mann er nú meira talað í Danmörku en Henrik prins, eiginmann Margrétar Danadrottningar. Ekki vegna þess, að hann hafi hagað sér eitthvað illa, heldur af því að hann vill vera matvinningur og ekki bara á framfæri konu sinnar. Hafa orðið um þetta mál nokkuð heitar umræður á þingi og utan þess. Henrik, sem verður fimmtug- ur á sumri komanda, sagði í dagblaðsviðtali nú fyrir nokkru, að það tæki meira en lítið á taugarnar að vera í raun algjör öreigi og þurfa að biðja aðra um allt, sem hann vanhagaði um. „Jafnvel í gamla daga, sem nú eru stundum kenndir við karl- rembu, hafði drottning ríkjandi konungs sinn eigin fjárhag," sagði Henrik. Henrik hefur ekki aðrar tekj- ur en þá vasapeninga, sem kona hans lætur hann fá, en hún fær frá danska ríkinu rúmlega 72 milljónir ísl. kr. á ári. Af þeim verður hún hins vegar að greiða laun 175 manna, halda við fjöl- mörgum höllum og greiða allan kostnað við opinberar heimsókn- ir í útlöndum. Það er því yfirleitt lítið afgangs enda eru dönsku hátignirnar ekki í hópi neinna auðkýfinga. Henrik prins er eini drottn- ingarmaðurinn í Evrópu, sem er algjörlega upp á konu sína kom- inn. T.d. er Philip prins í Eng- landi og Klaus í Hollandi ætlað- Henrik Margrét ur sérstakur framfærslueyrir í fjárlögum en í dönsku fjárlögun- um er Henrik ekki til, fellur bara undir drottninguna. Um þetta mál hafa orðið nokk- uð fjörugar umræður á þingi og sýnist sitt hverjum, þ.e.a.s. kon- um og körlum. Karlmennirnir benda á, að hann hafi unnið mik- ið og gott starf fyrir land og þjóð, kynnt danskar framleiðslu- vörur og verið fulltrúi þjóðar- innar við ýmis tækifæri, og þess vegna ekki nema eðlilegt, að honum verði greidd einhver laun. Konurnar hins vegar, jafnt til hægri sem vinstri og allt þar á milli, eru sammála um, að Henrik eigi engin laun að fá og að hann hafi bara gott af því að sækja peningana til konu sinnar. Málin standa nú þannig, að stjórnin mun hlynnt því að Henrik fái einhver laun en vill þó bíða eftir áliti drottningar sjálfrar. verður að telja atkvæði frá stærstu borgunum enda sækir hann fylgi sitt einkum til mið- stéttarfólks og bænda. Úrslit í kosningunum verða ekki endanlega ljós fyrr en í næstu viku og kennir yfirkjörstjórn um árásum skæruliða, sem með skemmdarverkum ollu rafmagns- leysi í höfuðborginni og víðar um landið á kjördag. Salvador-búar margir, starfsmenn bandaríska sendiráðsins og erlendir frétta- menn segja hins vegar, að aðal- lega sé um að kenna nýjum lögum, sem áttu að koma í veg fyrir kosn- ingasvindl. Samkvæmt þeim var kjósendum öllum gert að kjósa á ákveðnum stöðum, þar sem þeir eru skráðir, en það reyndist mikl- um erfiðleikum bundið vegna þess, að tugþúsundir manna hafa orðið að flýja heimili sín vegna óaldar- innar í landinu. Bandaríkin: Neyðar- ástand New York, 29. mars. Al'. NEYÐARÁSTAND ríkir nú í Norð- ur- og Suður-Karólínu í Bandaríkj- iinuiii eftir að 16 fellibyljir gengu yflr ríkin. 73 hafa látið lífið, 600 slas- ast og þúsundir manna eru heimilis- lausar. Sjúkrahús í ríkjunum báðum eru víða yfirfull af fólki, sem hef- ur slasast í veðurofsanum, en í sumum þorpum stendur varla steinn yfir steini. „Sum húsanna eru hér bara ekki lengur. Bara fokin út í veður vind," sagði Luth- er W. Haggins, lögreglustjóri í Red Springs í Norður-Karólínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.