Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984 Ferlimál fatlaðra á Akureyri: Bæjarstjórn neit- aði nefndarskipun — sem félagsmálaráðuneytið hafði óskað eftir Akureyri, 28. mars. Á FUNDI bæjarstjórnar í gær var synjad ósk félagsmálaráðuneytisins um að bæjarstjórn skipaði 5 manna samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra í sveitarfé- laginu. Fram kom í máli Helga Bergs, bæjarstjóra, þegar erindi þetU var til umræðu, að bæjarráði er farið að ofbjóða fjöldi nefnda á vegum bæjarkerfis- ins, þar sem hlutverk margra þeirra væri bæði óljóst og lítið. Taldi Helgi, að bygginganefnd bæjarins gæti sem best séð um að ferlimál fatlaðra væru tekin til athugunar varðandi aðgang þeirra að opinberum byggingum og öðru því, sem þessari félagsmálaráðuneytisnefnd væri ætlað að sinna. Sigríður Stefánsdóttir, fulltrúi Alþýðubandalagsins í bæjar- stjórn, upplýsti á fundinum að hún hefði fyrir nokkrum árum að- stoðað nemendur í sjötta bekk Menntaskólans á Akureyri við könnun sem þeir framkvæmdu á ferlimálum fatlaðra á Akureyri. Út úr þeirri könnun hefði komið, að aðeins tvær byggingar á Akur- eyri hefðu talist fullnægjandi með tilliti til fatlaðra, þ.e. byggingar Fjórðungssjúkrahússins og Hag- kaups. Taldi hún að lítt myndi hafa miðað síðan og ýmislegt þyrfti athugunar við í þessu sam- bandi, sem ekki beinlínis félli und- ir störf bygginganefndar. Samþykkt var í bæjarstjórninni að vísa því til bygginganefndar, að hún geri tillögur um hvernig þess- um málum mætti best koma fyrir innan bæjarkerfisins með hags- muni fatlaðra í huga í framtíð- inni. G. Berg. Ljósm. Páll Ketilsson. Olsens-gálginn látinn síga í Njarðvíkurhöfn þegar sjálfsleppibúnaöurinn var prófaður á miðvikudaginn. Sjálfsleppibúnaður Olsens: Tilbúinn í báta eftir 1—IV2 mánuð Siglingamálastofnun ríkisins hefur nýlega viðurkennt sjálfsleppibúnað Vélsmiðju O. L. Olsen í Njarðvfkum, eins og frá var greint í Morgunblað- inu á fimmtudag. „Við erum mjög ánægðir með það að Siglingamálastofnun hef- ur viðurkennt búnaðinn. Það hefur tekið nokkra mánuði að hanna sjálfsleppibúnaðinn, hann hefur verið prófaður, og stenzt allar kröfur sem til slíks búnað- ar eru gerðar," sagði Karl Olsen, forstjóri, en sonur hans og nafni hannaði búnaðinn. „Fjöldaframleiðsla á sjálf- sleppibúnaðinum getur ekki haf- ist strax, hann er úr ryðfríu efni, sem er bæði salt- og sýruhelt. Af þeim sökum þarf að panta hluti í hann erlendis frá, sem við vild- um ekki gera, fyrr en búnaður- inn yrði viðurkenndur. Olsens- gálginn er þegar kominn í 250 íslensk fiskiskip, en sjálf- sleppibúnaðinn getum við ekki farið að setja um borð í skip, fyrr en eftir 1 til 1 '/2 mánuð." Blm. ræddi einnig við Karl Olsen yngri og spurði hvernig sjálfsleppibúnaðurinn virkaði. „Membru eða blöðku er komið fyrir í stýrishúsi, eða neðanþilja, þar sem hvorki ísing getur hindrað virkni búnaðarins, né brotsjóir eða hnútar sett hann af stað. Við ákveðirtn þrýsting, til dæmis við það að skip leggst á hliðina eða sekkur, losnar takki, á IV2 m dýpi, Hann er tengdur við membru og flotjárn fer und- an gormi sem togar í vírinn er heldur gálganum." Þá var Karl spurður hvernig eftirliti með búnaðinum yrði háttað. „Siglingamálastofnun hefur engin ákvæði sett um það, en við höfum lagt til við útgerðarmenn, að sjálfsleppibúnaðurinn verði prófaður samhliða þeirri árlegu skoðun sem fram fer á gúmmí- björgunarbátum. Það tekur ekki nema 10 mín. að setja gálgann saman aftur eftir að hann hefur verið sprengdur opinn," sagði Karl Olsen yngri að lokum. Mokfull nótin dregin inn. Ljósm. Mbl. Júlíus. Lodnuveiðar á lóðsbátnum KRÖKKT hefur verið af loðnu í Keflavíkurhöfn síðustu daga og verkamenn við höfnina hafa gert út á hana á lóðsbátnum Silfra, KE 24, á frívöktum. Ljósmyndari og blm. Morgunblaðsins fóru einn túr með Silfra og bátverjum hans, Auðunn Karlssyni, skipstjóra lóðs- ins, sem er 81 árs og jafnframt elstur skipstjóra sem gera út á loðnu hérlendis, Jóhanni Péturs- syni, Hafsteini Guðnasyni og Karli Auðunn Karlsson, skipstjóri Silfra. Sigurbjörnssyni, hafnarverka- mönnum. Túrinn var stuttur, enda var nótin lögð meðfram hafnarbakk- anum og mokfylltist á auga- bragði. Auðunn var spurður hvenær veiðar þessar hefðu hafist í Keflavíkurhöfn og hvernig hefði aflast. „Við hófum loðnuveiðar þessar á sunnudaginn og hefur síðan verið slík mergð loðnu í höfninni að það má grípa hana með ber- um höndum við borðstokkinn. Loðnan gengur árlega í Kefla- víkurhöfn, en afli er meiri nú en venjulega. f fyrra veiddust að- eins 20 þúsund tonn, en nú höf- um við aflað um 80 þúsund tonna, þar af 20 þúsund í dag. Það hefur gengið vel að koma loðnunni á markað og við erum fjallánægðir með aflann," sagði Auðunn að lokum. Hafsteinn Guðnason og Karl Sigurbjörnsson, skipverjar, við loðnulönd- un. Hlutafjárútboð ÚA: Bæjarstjórn óskar skýringa — á til hvers á að nýta hlutaféð og framtíðaráformum Akureyri, 28. mars. Á FUNDI bæjarstjórnar Akureyrar í gær var frestað að taka afstöðu til erindis Útgerðarfélags Akureyringa hf. um að bæjarsjóður neyti forkaups- réttar á hlutabréfum í fyrirtækinu, en Akureyrarbær á nú 73% hlutafjár fyrirtækisins. Fram kom í umræðum um mál- ið, að á sínum tíma gerði við- skiptabanki fyrirtækisins þá kröfu, þegar endurnýjun togara- flotans stóð fyrir dyrum, að hluta- íé félagsins yrði verulega aukið. Voru þá gefin út ný hlutabréf, sem lítið seldist af. Síðan var það þeg- ar verðbólguþróun hafði í raun gert þessi hlutabréf verðlaus, að stjórn félagsins ákvað að gefa út jöfnunarhlutabréf og stöðvaði sölu gömlu hlutabréfanna. Nú er þessa dagana verið að bjóða öllum hlut- höfum félagsins að kaupa bréf á þessu nýja gengi þeirra, en það er um fjörutíufalt miðað við gömlu bréfin. Akureyrarbæ eru því boðin bréf til kaups í samræmi við hlutafjáreign sína eins og öðrum hluthöfum. Bæjarstjórn samþykkti að fresta ákvörðun í þessu efni og láta reyna fyrst á hvort aðrir hluthafar vildu ekki auka hlut sinn umfram það sem þeir eiga kost á. Jafnframt samþykkti bæj- arstjórn að fara þess á leit við stjórn ÚA, að hún gerði bæjar- stjórn og bæjarbúum grein fyrir því til hvers ætti að nýta nýtt hlutafé, jafnfram því sem stjórnin gerði grein fyrir framtíðaráform- um félagsins. GBerg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.