Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984 21 Eftir ólaf Ormsaon | Svipmyndir úr borginni „Vorið er komið og grundirnar gróa...“ ofan rúmið mitt. Nú veit ég að ég er ekki lengur einn í heiminum. Hann skrifaði síðan tékk og af- henti myndlistamanninum og þeir gengu aftur inní afdrepið, þar sem myndlistamaðurinn hellti uppá rjómakaffi og tók síðan út úr skáp stóra tertu sem hann kallar „hjónabandssælu". Akandi og gangandi vegfar- endur um Skúlagötu í Reykjavík veita því athygli að þar hafa orð- „Vorið er komið og grundirnar gróa, gilin og lækirnir fossa um tún.“ Er vorið loksins að koma? spyrja menn og ekki að ástæðu- lausu. Síðustu daga hefur verið fagurt veður í borginni, sólskin og alls ekki kalt, þó svo að frost hafi mælst allt að fimm stigum. Svolítill snjór er á jörðu þegar þetta er ritað síðustu dagana í marsmánuði. Hann minnir á þann vetur sem senn kveður og hefur verið snjóþungur og rysj- óttur til lands og sjávar. Trillukarlar í borginni eru þegar byrjaðir að veiða rauð- magann og bráðum verður vart við fleiri vorboða. Krían og lóan setjast á hólmann áður en langt um líður og vormenn íslands sem dvalið hafa erlendis árum saman eru komnir til landsins og teknir til starfa. Einn slíkur vor- maður, Ólafur Gunnarsson, rit- höfundur, kom um daginn ásamt fjölskyldu og hann kom beinlínis með sólina og góða veðrið í far- angrinum og hann kom einnig með nýtt handrit að skáldsögu sem hann hefur skrifað erlendis og kemur út fyrstu daga sumars- ins og forleggjarinn spáir heims- frægð, enda forleggjarar í bók- aútgáfu bjartsýnustu menn á ís- landi um þessar mundir. Skáldið sest að í stóru og voldugu timb- urhúsi ekki laiigt frá Geithálsi fyrir ofan Reykjavík, er með út- sýni til allra átta og víðtæka áætlun um stórfellda garðrækt, blómarækt og ræktun á túni og engi í næsta nágrenni. Þegar komið er sumar eru nokkur skáld væntanleg með rútu á staðinn og munu aðstoða við uppbygginguna. Það var vorstemmning í Ás- mundarsal við Freyjugötu um daginn á sýningu Sigurðar Hafnarbíó rifið. Eyþórssonar myndlistamanns. Myndlistamaðurinn settist við flygil í salnum og lék nokkur létt vorlög, t.d. lagið sem Hallbjörg Bjarnadóttir gerði þekkt hér fýrr á árum: „Vorið er komið og grundirnar gróa, gilin og lækirn- ir fossa um tún“, á meðan gestir gengu um salinn og skoðuðu kynlegt umhverfi frá sextándu og sautjándu öld í myndum listamannsins. Um miðjan dag í kringum kaffitímann var tölu- verð aðsókn, og meðal gesta klerkur utan af landi sem lagði blessun sína yfir sýninguna og kvað góða anda í salnum. Mynd- listamaðurinn er með afdrep til hliðar við sýningarsalinn og býð- ur þar uppá ilmandi rjómakaffi á meðan á sýningu stendur til 3. apríl. Einn gestanna, einhleypur piparsveinn, þáði rjómakaffi og gekk síðan með myndlistamann- inum fram í salinn, með rjúk- andi kaffibollann í hægri hendi, og þeir staðnæmdust við mynd á sýningunni af naktri konu sem listamaðurinn nefnir „Klassísk kyrrð“. Piparsveinninn lauk við að drekka kaffið úr bollanum í skyndi, lagði hann frá sér á stól og sagði við listamanninn: — Heyrðu góði, þarna er myndin komin, myndin sem ég hef verið að leita að árum sam- an. Ég spyr ekki um verð, kunn- ingi, ég kaupi þessa mynd þegar í stað og vil fá að hafa hana fyrir ið miklar breytingar síðustu mánuði. Merk hús sem settu svip á umhverfið eru horfin og borgin hefur numið land af sjónum, komin er ný akrein við Skúla- götu og bensín- og þvottastöðin Klöpp er ekki lengur löðrandi í sjávarbrimi þegar áttin stendur þannig uppá í borginni. Hafnar- bíó var lengst af til húsa í gamla hermannabragganum frá stríðs- árunum, á horni Barónsstigs og Skúlagötu. Þessi merki braggi var rifinn síðastliðið haust (blessuð sé minning hans), við hátíðlega athöfn að manni fannst, og birtust myndir í sjón- varpi og í blöðum, þegar hópur iðnaðarmanna réðst til atlögu við braggann með voldugum niðurrifstækjum og jafnaði hann við jörðu á skömmum tíma. í þessu gamla kvikmyndahúsi horfðu kynslóðir á hetjur sinar, Chaplín, Roy Rogers, Tarsan í trjánum og alla gömlu Holly- wood-leikaranna, og Franken- stein og Drakúla greifi skemmtu á síðkvöldum oftast eftir klukk- an ellefu. Einhvern tímann fyrir löngu sá ég ágæta mynd með Ronald Reagan, núverandi Bandaríkjaforseta, í aðalhlut- verki og hann fór á kostum í hlutverki elskhugans. En gamli bragginn varð því miður að hverfa fyrir nýtísku- legri byggingu. Vel hefði mér fundist koma til mála að flytja braggann í heilu lagi upp í Ár- túnsbrekku og setja hann niður á byggðasafninu innan um aðrar fornminjar. Sænska frystihúsið á horni Skúlagötu og Ingólfs- strætis er einnig horfið, það var jafnað við jörðu um svipað leyti og Hafnarbíó hvarf inní eilífð- ina. Húsið var orðið hrörlegt og illa útlítandi og hefur nú vikið fyrir byggingu Seðlabankans sem mun vera með glæsilegri byggingum á jarðkúlunni að sögn þeirra sem séð hafa teikn- ingar. Ekki veit ég hvaðan þetta nafn er komið, „Sænska frysti- húsið", en ég man að eitt sinn var Belgjagerðin hf. með starf- semi í húsinu og framleiddi þar hlífðarfatnað, úlpur, blússur og vinnufatnað. Fyrir um það bil þrjátíu árum þegar ég var tæp- lega tíu ára þá eignaðist ég úlpu frá Belgjagerðinni og mátaði hana einmitt í afgreiðslunni á annarri hæð eða þriðju. Sá góði jazzisti og vinur Vernharður Linnet vann eitt sinn á unglings- árum í fiskvinnu í Sænska frystihúsinu og segist minnast þeirra tíma næstum því með söknuði, slorið af fiskinum hafi verið svo skemmtilegt og lyktin góð. Sumardagurinn fyrsti er 19. apríl í ár sem ber uppá skírdag og lúðrasveitir þorgarinnar munu þegar vera teknar að æfa prógrammið fyrir daginn. Eins og segir í ljóðinu: „Það er vor í lofti, vor í anda, vorlyktin er allsráðandi við Granda.“ Síðustu daga hefur verið vorlegt í borg- inni og með hækkandi sól lifnar yfir mannlífinu. FRÉTTABRÉF FRÁ NOREGI Eyjólfur Guö- mundsson skrifar Eftir að norska leyniþjónust- an handtók Arne Treholt 21. janúar sl., hefir njósnastarfsemi hans fyrir Sovétmenn verið aðal- umræðuefni manna hér í landi. Ljóst er nú að Treholt hefir stundað njósnir fyrir rússnesku leyniþjónustuna KGB í nærri 20 ár. Hann hefir lengst af setið í ábyrgðarstöðum í ráðuneytum. Meðal annars var hann hægri hönd Evensens fv. ráðherra, í samningaviðræðum Norðmanna og Rússa um markalínuna í Bar- entshafinu. Það er þó ekki það versta, verra er að hann hefur haft aðgang að hernaðarleynd- armálum. Honum hefur t.d. ver- ið kunnugt um ýmsar „varnar- áætlanir" Norðmanna og NATO, sem komið hefðu til fram- kvæmda, ef styrjöld skylli á. Þetta eru m.a. áætlanir varðandi það hvernig haga skuli skipa- ferðum um N-Atlantshaf við slíkar aðstæður. Ennfremur mun honum hafa verið kunnugt um staðsetningu birgða sem sér- staklega yrði gripið til í hernaði. Varðandi þetta hefir hann gef- ið upplýsingar til Sovétmanna, svo og upplýsingar varðandi fjarskipta- og sambandstæki norska hersins. Yfirheyrslur standa ennþá yf- ir og gera má ráð fyrir að þær haldi áfram næstu vikur, og jafnvel mánuði. Dómsniðurstöðu verður því ekki að vænta á þessu ári. Atvinnuleysi hefir aukist síð- ustu mánuðina og er tala skráðra atvinnulausra um 80.000. Þrátt fyrir ýmsar ráð- stafanir til að sporna við þessari þróun hefur atvinnulausum fjöl- gað síðustu misserin. í heild er þróunin uggvænleg og hefðu Norðmenn ekki oliuna, væri ástandið enn verra. Síðustu árin hafa mörg iðnfyr- irtæki dregið saman seglin, eða hætt starfsemi. Þetta hefur haft í för með sér að margir hafa misst vinnu sína. Bæði þetta og eins það að sífellt fleiri konur leita eftir vinnu utan heimilis- ins, gerir það að verkum, að at- vinnulausum fjölgar. Sérfróðir menn um efnahagsmál telja að afkoma ýmissa iðnfyrirtækja muni batna. Iðnfyrirtæki í málmiðnaðinum sem rekin voru með tapi á árinu 1982, hafa skil- að hagnaði á árinu 1983. Þrátt fyrir þetta má á vetri komanda gera ráð fyrir að atvinnulausum Stúlkur í norska hernum fjölgi og tala þeirra komist upp í 100.000. Norðmenn eru tvímælalaust meðal bestu skíðamanna í heimi. Skíðaíþróttin þar í landi á sér langa sögu og nýtur mikilla vin- sælda. Ekki er óalgengt að börn byrji að nota skíði um 4—5 ára aldur en nokkuð er misjafnt hversu iðnir menn eru við skíða- göngur, þegar fullorðinsaldri er náð. Frá því að keppni í vetrar- íþróttum hófst (vetrarólym.) munu Norðmenn samanlagt hafa hlotið flest verðlaun, þ.e.a.s gull, silfur og brons. Eðlilega er sjónvarpað frá slíkum kappleikjum og menn sitja víöa æðispenntir fyrir framan sjónvörp sín. Þeir Norð- menn sem komast í úrslit eða verða sigurvegarar eru því sem næst þjóðhetjur og við heim- komuna er þeim fagnað í sam- ræmi við það. Árangurinn í nýafstöðnum vetrarólympíuleikum hvað Norð- menn snertir, er talinn undir meðallagi. Skíðakonurnar norsku stóðu sig hins vegar vel. Fyrir nokkru leituðu herskip og flugvélar að kafbát sem sést hafði í firði einum í N-Noregi. Leitin stóð yfir í nokkra daga og lauk án árangurs. í firði þessum er 900 m dýpi og því góð skilyrði fyrir kafbátinn að leynast og síð- an að komast undan. Aigengt er að kafbáta verði vart í norsku fjörðunum og þá venjulega hafist handa að leita að þeim. Ástæða er til að ætla að hér sé um að ræða sovéska eða a-evrópska kafbáta. Minna má á það að í nóvember 1972 varð vart við kafbáta frá A-Evrópu á Sognfirðinum. Af ástæðum sem almenningi er ókunnugt um, „fylgdu" norsk herskip þessum óboðnu gestum út úr firðinum og út fyrir land- helgi. Hermál eru sígilt umræðuefni hér í Noregi. Mikill meirihluti almennings óskar eftir sem sterkustum landvörnum. Nú eft- ir að atvinnuleysi hefir vaxið heyrast raddir um það að fjölga beri í hernum og efla vopnaiðn- aðinn. Norðmenn framleiða ailmikið af vopnum sínum sjálfir og flytja einnig vaxandi magn úr landi. Fyrirhuguð er nú sala á vopnum til bandaríska hersins, og er þá m.a. um að ræða eld- flaugar til að granda skriðdrek- um. Síðan 1977 hafa konur haft möguleika á störfum innan hers- ins, en þó ekki til allra starfa til jafns við karlmenn. Kvenrétt- indakonur, bæði á norska þing- inu og utan þess, hafa nú látið í ljós þá skoðun að þetta sé mis- rétti. Sömu möguleikar, sömu skyldur, ekkert annað, og ef ekki, þá er það misrétti, sem ekki er hægt að þola. Málið mun verða tekið fyrir á norska þing- 'u nú með vorinu, og verður 'legt að fylgjast með fram- v> þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.