Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984 KR-ingar í úrslit — lögðu ÍBK í gær í bikarkeppni KKÍ • Hart barist undir körfu Laugdaala f gærkvöldi. Karl Ólafsson skorar tVÖ SeX Stiga SÍnna í leiknum. Morgunblaölö/Friöþjófur KR-INGAR sigruöu Keflvíkinga í Keflavík í gærkvöldi 74:72 í bik- arkeppni karla í körfuknattleik og leika því til úrslita gegn Val eða Haukum en þau liö mœtast á næstunni í hinum undanúrslita- leiknum. Leikurinn í gærkvöldi var góöur af hálfu beggja liöa, varnirnar voru sérstaklega góöar — og um hnífjafnan og spenn- andi leik var að ræða. Staðan í hálfleik var 41:38 fyrir Keflvík- inga. Eins og áður sagöi var um hníf- jafnan leik aö ræða — eftir sex min. munaði aöeins fjórum stigum ÍBK í hag — einni mín. siðar var jafnt og síðan var jafnt á öllum töl- um þar til sjö mín. voru eftir af fyrri hálfleik. KR-tók þá góöan sprett: skoraöi fimm stig í röð, staðan þá 31:26, en heimamenn undu því illa og skoruöu næstu ellefu stig. Staöan þá 37:31 þeim í hag. KR saxaöi jafnt og þétt á forskotiö og er tvær sekúndur voru til leikhlés stóö 38:39. Þessar tvær sekúndur nægöu ÍBK þó til aö skora: eftir innkast fékk Jón Kr. Gíslason knöttinn, rak hann örlítið fram og skaut rétt framan miöju vallarins. Flautan gall er boltinn var á leiö- inni og hafnaöi hann í körfunni: staöan sem sagt 41:38 í leikhléi. Mikiö jafnræöi var meö liöunum í seinni halfleik sem þeim fyrri. Mesti munurinn var aöeins sex stig, 66:60 fyrir KR, er átta mín. voru eftir. ÍBK komst aftur yfir er fjórar mín. voru eftir, 70:68, en jafnt var síöan á öllu tölum næstu tvær mín. KR náöi forystu, 74:70, er tvær mín. voru eftir — og liöin náöu ekki aö skora aftur fyrr en tíu sek. voru eftir er Keflvíkingar skor- uðu síðustu körfuna. KR-ingar héldu svo boltanum síöustu tiu sek. leiksins. Sigurinn hefði getaö lent hvor- um megin sem var í þessum leik — svo jafn var hann og ekki Ijóst fyrr 'en alveg í lokin hvort liðið stóð uþþi sem sigurvegari. Jón Kr. Gíslason var langbestur Keflvík- inga en Þorsteinn Bjarnason — í fyrri hálfleik — og Guöjón Skúla- son léku einnig vel. Páll Kolbeins- son var bestur KR-inga, Jón og Garðar voru einnig góðir. Dómarar voru Davíð Sveinsson og Kristinn Albertsson og dæmdu þeir heldur lítiö. Þaö bitnaöi þó jafnt á liöun- um. Stigin skiptust þannig: ÍBK: Jón Kr. 24, Þorsteinn Bjarnason 16, Björn Skúlason 12, Guöjón Skúla- son 12, Óskar Nikulásson 6, Sig- urður Ingimundarson 2. KR: Páll Kolbeinsson 18, Jón Sigurðsson 16, Garöar Jóhannsson 14, Krist- ján Rafnsson 12, Guðni Guönason 7, Ágúst Líndal 3, Birgir Guðbjörnsson 2, Ólafur Guö- mundsson 2. —ÓT/SH. „Við verðum að sigra Bielefeld" — segir Ásgeir Sigurvinssoní Kicker Stúdentar tryggðu sér sæti í úrvalsdeildinni: „Farsæll endir á skemmtilegum vetri" »»¦ „ÞETTA er svo sannarlega far- sæll endir á erfiöum en jafnframt skemmtilegum vetri. Ég held aö við séum vel að sigrinum komnir eftir að hafa sýnt góðan körfu- bolta nú undir lok tímabilsins," sagöi Kristinn Jörundsson þjálf- ari ÍS eftir aö lið hans haföi sigraö Laugdæli með 76 stigum gegn 63 í frekar slökum leik. Með þessum Árni Lárusson: Égerhálf- smeykur við úrvalsdeildina" „Það er stórkostlegt að liðiö hefur tryggt sór sæti í úrvals- deildinni eftir frekar slaka byrjun í mótinu. Viö náöum upp góöri baráttu og höfum unnið alla okkar leiki frá áramótum. Engu að síöur er óg hálf smeykur við úrvalsdeildina, við veröum aö fá nýja menn í okkar raöir ef við eig- um aö standa okkur þar, en þetta verður allt að koma í Ijós. Aöal- atriöið er það að við höfum sigraö hér í kvöld," sagði Árni Lárusson fyrirliði ÍS eftir leikinn í gær. — BJ. Úrslitakeppnin heldur áf ram ONNUR umferö úrslitakeppni efri liða 1. deildar í handbolta hefst í Digranesi í Kópavogi í kvöld kl. 20 með leik Vals og Víkings og strax é eftir leika FH og Stjarnan. sigri tryggðu ÍS-menn sér sigur í fyrstu deildinni og þar með rétt til aö leika í úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili. "Það voru miklar sveiflur í þessu móti, allir unnu alla og á tímabili vorum við allt aö því afskrifaöir. En meö mikilli baráttu tókst okkur aö rífa okkur upp og sýna okkar rétta andlit." Eins og fyrr segir var leikurinn frekar slakur, og var þaö varla fyrr en undir lok hans aö fjör fór aö færast i mannskaþinn. Byrjunin lofaöi ekki góöu, mönnum gekk illa aö finna réttu leiðina ofan í körfuna og eftir sjö mínútna leik var staöan 6—3 fyrir ÍS. Fljótlega fór þó að rætast úr hittninni og á 15. mínútu var staðan 21—20. Upp frá því fór aö skilja í sundur meö liðunum og þær fimm mínútur sem eftir voru af hálfleiknum skoruöu IS-menn 14 stig en Laugdælir 8 og staöan í hálfleik þvi 35—28. ÍS hélt áfram á sömu braut í st'ö- ari hálfleik og var aldrei spurning um hvort liðiö færi meö sigur af hólmi. ÍS var einfaldlega betri aöil- inn í leiknum og veröskuldaöi sig- ur. Kristinn Jörundsson og Árni Guðmundsson voru langbestu menn ÍS í þessum leik, börðust báðir af krafti og spiluöu léttan og skemmtilegan körfubolta. Hjá Laugdælum bar mest á þjálfaranum Ellert Magnussyni, spilaði hann félaga sína oft skemmtilega uppi og skoraoi auk þess 11 stig. Þeir Salómon Jóns- son og Unnar Vilhjálmsson áttu ágætan leik, einkum þó sá fyrr- nefndi sem skoraði grimmt í síðari hálfleik. Stig ÍS: Kristinn Jörundsson og Árni Guömundsson 21 stig hvor, Gunnar Jóakimsson 10, Ágúst Jó- hannesson 8, Karl Ólafsson og Björn Leósson 6 stig hvor og Guð- mundur Jóhannsson og Eiríkur Jó- hannesson tvö stig hvor. Stig Laugdæla: Salómon Jóns- son 20, Unnar Vilhjálmsson 13, Ell- ert Magnússon 11, Snæbjörn Sig- urösson 10, Lárus Lárusson 7 og Þorkell Þorkelsson 2 stig. Dómarar voru Gunnar Bragi og Jón Otti. Dæmdu þeir sæmilega. — BJ. ASGEIR Sigurvinsson hefur leikið frábærlega vel meö Stuttgart í undanförnum leikjum og um síð- ustu helgi var hann besti maöur vallarins er liöið gerði jafntefli viö Köln eins og við höfum áöur sagt frá. Asgeir var i liöi vikunnar hjá Kicker í sjötta sinn í vetur og einn- ig var hann í liöi vikunnar hjá fleiri blööum. Asgeir segir í viötali viö Kicker, í nýjasta hefti blaösins: „Viö verðum aö sigra Bielefeld nú um helgina til aö vera í góöri stöðu í deildinni er viö förum til Múnchen og leikum viö Bayern (um næstu helgi)". Stuttgart mætir Bielefeld á heimavelli sínum þannig aö sigur- möguleikar liösins eru miklir. „Þetta gekk betur heldur en þaö hefur gert undanfarnar vikur," seg- ir Ásgeir í Kicker, greinilega ánægöur meö leik liösins gegn Köln. Stuttgart er nú í fjóröa sæti Bundesligunnar meö 34 stig — aöeins einu stigi minna en Bayern, Hamburger og Borussia Mönch- engladbach. ^¦^^H ¦orewka(l) Hujm(2) MtotoaW EMnarioh(l) L— efc{1) Stqyrvin—owlO Rsduc*nu(7) IMohart(l) MW(4) VWIarffl | • Lid siöustu helgar í Kicker. Ásgeir er í sjötta sinn í liöi vik- unnar hjá blaöinu. Víðavangs- hlaupi frestað Víöavangshlaupi íslands hefur verið frestaö þar sem eigi er unnt að halda þaö á Miklatúni nú um helgina, samkvæmt upplýsingum víðavangshlaupanefndar FRÍ. Verður hlaupiö háð annaðhvort 13. eða 14. apríl næstkomandi, en nánar veröur tilkynnt um þaö síö- Meistaramót íslands í sundi um helgina: Allt besta sundfolk landsins tekur þátt MEISTARAMÓT Islands í sundi hefst í Sundhöll Reykjavíkur í kvöld kl. 20. Allt okkar besta sundfólk tekur þátt í mótinu — bæði þeir sem dvaliö hafa erlend- is við æfingar og keppni aö und- Sigurður skoraði tvö SIGURÐUR Grétarsson, knatt- spyrnumaöur úr Kópavogi, skor- aði tvö mörk fyrir lið sitt Twnnis Borussia í vestur-þýsku áhuga- mannadeildinni um síöustu helgi. Liöiö hefust átt mikilli velgengni aö fagna í vetur og er efst í sinni deild, „Oberliga Berlin", meö 35 stig og hefur liöiö aöeins tapað fimm stigum í vetur. Liöiö sigraöi TuS Makkabi 5:0 á útivelli um síö- ustu helgi. Þess má geta aö markatala Tennis Borussia i deild- inni í vetur er 70:18. Blau-Weiz 90 er í ööru sæti í þessari deild meö jafn mörg stig og liö Sigurðar en lakara markahlutfall. — SH. • Siguröur Grétarsson anförnu og að sjálfsögöu þeir sem hafa verið á „heimavelli". Keppni verður svo fram haldiö í fyrramáliö kl. 8.30. Þá fara fram undanúrslit og úrslit hefjast kl. 15 á morgun. Frá þeim veröur sjón- varpaö þeint. Á sunnudagsmorgun hefsjast undanúrslit svo kl. 9.30 og úrslit hefjast kl. 16 á sunnudag. Búast má við geysiharöri keppni í velflestum greinum á mótinu — og margir munu reyna viö „viðmiö- unartölur" Ólympíunefndarinnar íslensku. Meöal þeirra sem komnir eru til landsins til þátttöku í mótinu eru systkinin Ragnar Guðmunds- son og Þórunn Kristín Guömunds- dóttir frá Danmörku, Ragnheiöur Runólfsdóttir og Tryggvi Helgason frá Svíþjóö, Smári Kr. Harðarson frá Danmörku og Árni Sigurösson frá Bandaríkjunum. Þess má geta aö lágmörk voru nú sett fyrir þátt- töku í Meistaramótinu i fyrsta skipti og er greinilegt að mikil framför hefur oröiö í sundinu frá því í fyrra. Sem dæmi má nefna aö í 100 metra skriösundi er lágmark- iö 1:12,79 mín. 16 stúlkur syntu á þeim tíma eöa betri fyrir ári en nú eru keppendur 36 í greininni. Keppendur á mótinu eru 170 og hafa aldrei veriö fleiri á Meistara- móti. —SH. L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.