Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984 ÓRVERUFRÆÐI eftir dr. Ara Kr. Sæmundsen AIDS — Erum við einhverju nær? Nokkuð hefur verið hljótt um AIDS að undanfornu. Þó birtast alltaf annað slagið fréttir af AIDS-tilfellum í ýmsum löndum, ásamt tilheyrandi vangaveltum um sjúkdóminn. Nýlega bárust fréttir af því að tekist hefði að einangra veiru úr rhesus-apa, sem olli sjúkdómseinkennum líkum AIDS, þegar henni var sprautað í heilbrigða apa sömu tegundar. Hafa menn bundið nokkrar vonir við þessa uppgötvun. Bandaríkjamenn sinna AIDS- rannsóknum af miklum móði. Það er ekki óeðlilegt, þar sem sjúk- dómsins varð fyrst vart þar í landi og þar hefur lang flestum tilfell- um verið lýst. Er áætlað að fórn- arlömb AIDS í Bandaríkjunum séu um þrjú þúsund (mynd) og stöðugt taka nýir einstaklingar sjúkdóminn. Enn sem komið er, þá er yfirgnæfandi meirihluti þeirra, sem veikjast hommar, eða á bilinu 70—80% allra tilfella. Er nú svo komið að bandarísk heilbrigðisyf- irvöld hafa lýst AIDS baráttumál númer eitt. Miklum peningum er varið í AIDS-rannsóknir og hafin er útgáfa sérstaks vísindarits „AIDS Research", þar sem vís- indamenn geta kynnt nýjustu niðurstoður sína og viðrað nýjar tilgátur. Fjöldi ráðstefna hafa verið haldnar, þar sem menn hafa kynnt niðurstöður sínar og hug- myndir, og rætt við kollega sína um þetta vandamál. í nóvember síðastliðnum var ein siík ráð- stefna haldin á vegum New York Academy of Sciences. Þar voru saman komnir allir færustu AIDS-sérfræðingar veraldar og reifuðu málið. Engin afgerandi niðurstaða fékkst á þessari ráð- stefnu, en þarna var saman komin töluverð vitneskja um þennan sjúkdóm og verður nú reynt að gera því helsta skil hér. Samanlagdur fjoldi AIDSlilf. Ila i 1983. Bandaríkjunum, samkvæmt tólum Center for Disease ('ontrol, í byrjun september Ekki verður farið nánar út í sjúkdómseinkennin hér, en látið nægja að minna á að upprunaleg orsök AIDS er almenn bæling ónæmiskerfisins, þ.e. frumu- bundna ónæmiskerfisins. Þetta veldur aftur því að líkaminn er næsta varnarlaus og afleiðingarn- ar eru krabbamein og lífshættu- legar sýkingar af völdum ýmissa örvera (Morgunblaðið 20. ágúst 1983). Flestir virðast halda að upprunalega orsök AIDS megi rekja til veirusýkingar. Hafa margar veirur einangrast úr AIDS-sjúklingum, og mætti þar nefna Epstein-Barr-veiruna, cytomegaloveiruna og hepatítis-B- veiruna. Þ6 treystir enginn sér til að benda á eina umfram aðra. Hin ákafa leit að ákveðinni veiru hefur leitt til þess að menn eru farnir að tala um „veiru mánaðarins" í spaugi. Þrátt fyrir það, þá er einn flokkur veira, sem athygli manna hefur beinst meir að á síðustu mánuðum, en það eru svokallaðar retróveirur. Veira sú, sem ein- angrast úr öpum, og nefnd var hér að ofan, er einmitt úr hópi þessara veira. Ein veira önnur, sem hefur verið mikið í sviðsljósinu, er svo- kölluð T-frumu veira (Human T- cell leukemia/lymphoma virus), en sú veira einangraðist fyrst úr sjúklingi með eitlakrabbamein af T-frumu gerð. Það eru einmitt T-eitilfrumur, uppistaða frumu- bundna ónæmiskerfisins, sem verða hvað verst úti í AIDS. Þriðja retróveiran, sem á íslensku mætti kalla eitlabólguveiruna (lymphadenopathy virus), og upp- götvaðist á Pastur-stofnuninni í París, hefur einangrast úr frönsk- um AIDS-sjúklingum. Aðrar veir- ur, sem nefndar hafa verið eru m.a. svínasóttarveiran (African swine fever virus), og sumir vilja halda því fram að hér sé um hæggengan veirusjúkdóm að ræða líkt og Kuru eða Creutzfeldt- Jacob-veikin, sem valda svipuðum sjúkdómseinkennum hjá mönnum og riða í sauðfé (Morgunblaðið 12. október 1983). í þessu sambandi hafa menn bent á hinn langa tíma, sem líður, frá því að fyrstu ein- kenna verður vart, og þar til sjúk- dómurinn blómstrar, ef svo mætti að orði komast. Menn hafa jafnvel ímyndað sér að hér gætu verið að verki svokölluð „Autovirions", þ.e. bútur af erfðaefni einhverrar venjulegrar veiru, sem smeygt hefur sér í próteinkápu úr prótein- um hýsilsins sjálfs. Slík „autovir- ion" myndu sleppa óhindruð fram hjá ónæmisvörnum líkamans, gætu hugsanlega átt greiða leið inn í frumur, m.a. T-frumur, og truflað eðlileg efnaskipti þeirra. Þegar búið væri að veikja ónæm- iskerfið á þennan hátt, þá ættu aðrar veirur greiðan aðgang inn í líkamann, sem leiddi til enn frek- ari veiklunar. Hér gæti því verið um eins konar keðjuverkun að ræða og orsakirnar gætu verið margvíslegar. Hér er þó eingöngu um getgátur að ræða og sýkingar með öllum þeim veirum, sem hér hafa verið nefndar gætu einfald- lega verið afleiðing AIDS fremur en orsök. Það er reyndar trú margra að AIDS sé í raun ekki orsakaður af einum einstökum þætti, heldur sé þarna um að ræða samspil margra umhverfisfræði- legra og líffræðilegra þátta. Og þeir eru reyndar nokkrir, sem ef- ast um að AIDS sé í raun nýr sjúkdómur. Ekki er ósennilegt að einstaka tilfelli hafi þekkst áður, hugsanlega óskilgreind eða undir öðrum nöfnum. Það sem er nýtt við AIDS er sú faraldursmynd, ef faraldur skyldi kalla, sem ein- kennir sjúkdóminn nú. Enn eru menn litlu nær um upp- runalega orsök AIDS, og rann- sóknir halda áfram. Heiinildir: Center for Disease ('ontrol (1983), Morlalit) and Morbiditjr Weekl) Report .12; 465—467. R.D. Smith (1984), The Seiences, 24; 8—10. S. Gesenhues (1983), Zeitsehrin njr Allge- meinmedizin, 59:1865—1869. Svíþjóð — velferðar- ríki eða forræðisríki? Frá Magnúsi Brynjólfssyni, fréttaritara Mbl. í Uppsölum Hin alþjóðlega mynd af Svíþjóð hefur breyst. Hugtakið velferðar- þjóðfélag hefur horfið og í staðinn komið forræðisríki. Dæmi um for- ræði ríkisins fyllir langan lista, allt frá velviljuðum, föðurlegum leiðbeiningum um brauðsneiðar til nærgöngulla spurninga um hvar hinn almenni borgari hefur sinn næturstað eða til þyrluleitar að hugsanlegu lögtaksandlagi (verð- mæti) vegna skattaskulda. Út- lendingar eru undrandi yfir hinni sauðalegu uppgjöf hins almanna Svía. Hvað hefur átt sér stað? Hvað veldur því að Svíþjóð hefur breyst frá fordæmi í það að verða öðrum þjóðum víti til varnaðar? Ekki er þó hægt að tala um neinar stófelldar kollsteypur eins og bylt- ingu eða valdarán hersins. Það, að hið langa valdatímabil jafnaðar- manna var rofið af borgaraflokk- unum eitt kjörtímabil, gerir það enn erfiðara að átta sig á breyt- ingunni. Ef maður kýs að segja að ekkert hafi gerst, er myndin óbreytt í erlendu fjölmiðlunum á þann veg að Svíþjóð hafi breyst frá hvítu yfir í svart. Opinber viðbrögð Svía gegn þessari niður- stoðu erlendra fjölmiðla er ósköp eðlileg. Utanríkisráðuneytið kall- aði til blaðamannafundar til að leiðrétta ýmisskonar misskilning og var þess óskað við blaðamenn umheimsins að þeir snéru hvítu hliðinni fram og segðu að ekkert hefði breyst í velferðarríkinu. Svarta hliðin á myndinni um Sví- þjóð væri óhróður og væru gömlu dyggðirnar enn í góðu gildi. Vel- ferðarsamfélagið væri enn í fullu fjöri og einkenndist ennþá af sömu umhyggjunni fyrir samborg- urunurn sem fyrr. Gallinn er bara sá að umhyggjan hefur orðið uppáþrengjandi. Úrbætur hafa eingöngu beinst að nauðsynlegum lagabreytingum, sem hafa lotið að því að skóla skrifstofubáknið til frekari þjónustuvilja. Þessi tilraun sænskra stjórn- valda að þurra út hina nýju Sví- þjóðarmynd með upplýsingaflæði mistókst hrapallega. Áhrifin urðu þveröfug og juku enn á harkalega gagnrýni. Ef reynt verður á ný að upplýsa erlenda blaðamenn, verð- ur niðurstaðan líklega áfram sú sama. Ástæðan er einfaldlega sú að þessi nýja Svíþjóðarmynd er of sönn. Það verða að eiga sér djúp- stæðar breytingar á sænsku sam- félagi til að breyta þessari nýju sýn. FuIIyrt er að hinn stóri opinberi geiri í Svíþjóð muni sjálfkrafa og stöougt leiða til forræðissamfé- lags. Óverulegur niðurskurður á hlut opinbera geirans í efnahags- lífinu mun að litlu leyti takmarka hið opinbera forræði. Þróun hefur verið eftirfarandi í grófum dráttum: A. Hlutur opinberra útgjalda í BÞF (brúttoþjóðarfram- leiðslu): 1950: 23%, 1970: 44%, 1982:68%. B. Hlutur opinberra tekna í BÞF: 1950:22%, 1970:48%, 1982:61%. Síðustu árin hafa útgjöldin auk- ist að mun umfram tekjurnar. Þetta hefur leitt til umtalsverðra lántaka erlendis, sem aftur hafa valdið útgjaldaaukningu, þar sem vaxtakostnaðurinn hefur aukist. Eftirfarandi uppsetning sýnir í stórum dráttum hverju þegnarnir hafa sjálfir haldið eftir þegar ríki og sveitarfélög hafa fengið sitt: Borgararnir fá til einkaneyslu eftir að hið opinbera hefur tek- ið sinn hlut af tekjum þeirra í formi BÞF: 1950:77%, 1970:54%, 1982:33%. Til viðbótar yfirfærist til þegn- anna frá opinbera geiranum: 1950:7%, 1970:12%, 1982:33%. Yfirfærslurnar virðast hafa í för með sér að opinberi geirinn reyni að komast hjá því að færa hluta af tekjum sinurn til einkaað- ila. Samtímis er stór hluti tekna einstaklinga beinlínis háður ákvörðunum pólitíkusa og stjórn- valda. Á bak við öll opinber gjöld liggja pólitískar ákvarðanir, sem koma fram í lögum og reglugerð- um. En þrátt fyrir gífurlegt magn nýrra lagareglna á áttunda ára- tugnum dekkar útgjaldaaukning- in, sem er afleiðing nýrra ákvarð- ana, ekki nema óverulegan hluta af hinni skjótu opinberu þenslu. Stærsti hlutinn af þenslunni er vegna þess að ríkisstjórnin ár frá ári beitir fyrri ákvörðunum sínum i formi laga. Stíf fjárlagaáætlana- gerð eða skipanir frá fjármálaráð- herranum um niður skurð á öllum fjárframlögum skv. „ostahnífaað- ferðinni" getur aðeins hægt tíma- bundið á sjálfvirku þenslunni. Jafnvel þó maður geri sig ánægð- an með sem takmark að hlutur opinbera geirans í þjóðarfram- leiðslunni fái ekki að aukast meir, þarf fjölmargar ákvarðanir til. Það mætti kalla „samfélagslega afvopnun" og þ.a.l. er hún álitin óframkvæmanleg af kjósendum. Flestir Svíar álitu hina skjótu þenslu á sjötta og sjöunda ára- tugnum mjög jákvæða. Allir póli- tísku flokkarnir voru henni fylgj- andi, þótt sumir væru tækifæris- sinnaðir að þessu leyti. Þjóðar- framleiðslan gat líka borið uppi þensluna, þar sem framleiðslan jókst í takt við skattlagninguna. En á áttunda áratugnum varð sú stóra breyting að opinbera þensl- an notaði meira fé en nam allri þjóðarframleiðslunni. Þetta bjargaðist með lántökum en samt varð ekki komist hjá þvf að minnka rauntekjur borgaranna. Hinn alltof stóri opinberi geiri, sem er afkvæmi ofmetnaðar póli- tíkusanna, getuleysi þeirra á hag- fræðívandamálum ásamt þverr- andi framtíðarsýn, hefur leitt til ýmissa einkenna í þjóðfélaginu. Ef stjórnvöld í einu samfélagi ætla að sjá um, nota eða skipta niður tveimur þriðju hlutum eða meiru af þjóðartekjunum í framtíðinni, dugir ekki annað skattheimtuform en það, sem viðgengst í einræðis- ríkjum. Ef stjórnvöld, án kröfu um endurgjald, sjá stórum hluta samborgaranna fyrir tekjum, þá verður ekki komist hjá hinni svo- kölluðu „ábyrgðstóra bróður". Skriffinnar munu telja sig kallaða og útvalda til þjónustu og ráðgjaf- ar við borgarana og safna þ.a.l. í kringum sig þungu og flóknu for- ræði, sem líkist einna helst óþarfa slettirekuhætti. Ef horft er á þetta fyrirbæri frá alþjóðlegu sjónarhorni, þá var Svíþjóð á árunum 1935—'70 al- þjóðlegt fordæmi. Þá var bryddað upp á meðalvegi milli hagkerfis Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Margir töldu að sænska kerfið ein- kenndist af tillitsemi við einstakl- inginn og sérstaklega við þá veik- ari. í dag hefur hins vegar sú Þórðargleði runnið upp fyrir mönnum, að sænska munstrið misheppnaðist. Framtíðarsýnin hefur t.d. verið orðuð svo að hinn almenni Svíi (Svenson) vilji halda við velferð- arríkinu. Hann elskar velferðina, en það sem hann þráir er annað mynstur e.t.v. minna, aðeins sveigjanlegra, fallegra og ódýrara. Hins vegar er vantraustið á stórar miðstýrðar og sameiginlegar lausnir mikið. Spurningin er bara hvernig hægt er að fá fram þetta eftirlýsta módel. Verður það e.t.v. svo að all- ar tillögur verði teknar sem hótun gegn velferðarríkinu og þ.a.l. hafnað af kjósendum? Er það þess vegna sem enginn flokkanna þorir að taka frumkvæðið að vinna fram tillögur, sem gefa jákvæðari mynd af Svíþjóð en áður? Er einhver til, sem þorir að ráðast á hinar heil- ögu kýr? Á meðan rennur áin að ósi og efnahagslegt hrun verur óumflýj- anlegt. Myndin af Svíþjóð er mynd af landi, þar sem umhyggja póli- tíkusanna fyrir kjósendum leiðir til ófarnaðar þegnanna. Hversu lengi mun þetta halda áfram? Þýtt og endursagt úr Sænska dagblaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.