Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984 Weinberger i Hollandi: „Vinir hóta ekki vinum“ Reynir að fá Hollendinga til að taka við NATO-flaugum Haag, 29. marz. AP. CASPAR Weinberger varnarmálaráöherra sagdi aö „vinir hefðu ekki í hótun- um við vini sína“ er hann haföi átt viðræður við hollenzka ráðamenn um staðsetningu nýrra kjarnaflauga Atlantshafsbandalagsins í Evrópu. Weinberger átti m.a. viðræður við Job de Ruiter varnarmála- ráðherra Hollands, en tilgangur viðræðnanna er að telja hollenzka ráðamenn á að leyfa staðsetningu nýju meðaldrægu flauganna í Hollandi. Sagði Weinberger að nýju flaug- arnar væru nauðsynlegar til að vega upp á móti gífurlegum fjölda SS-20-flauga sem Sovétmenn hefðu komið fyrir á skotpöllum í Austur-Evrópu. Bandarískir ráðamenn telja það alvarlegt áfall ef Hollendingar neita að leyfa staðsetningu hiuta flauganna í Hollandi, og að ákvörðun í þá veru mundi einnig draga úr áhuga Sovétmanna að setjast að samningaborði í Genf um fækkun kjarnavopna. Hið eina sem gæti fengið þá að samninga- borði væri samheldni Atlants- hafsbandalagsríkjanna um stað- setningu nýju flauganna. Hollendingar reiddust því er háttsettur embættismaður í bandaríska varnarmálaráðuneyt- inu viðraði þessa skoðun, og sá hollenzka stjórnin ástæðu til þess að vísa á bug hugmyndinni um að ákvörðun hennar um að neita að leyfa staðsetningu flauganna í Hollandi yrði til að minnka líkur á því að START-viðræðurnar hæf- ust að nýju. Annað flugrán á tveimur dögum Miami, 29. marz. AP. FLUGVÉL frá Delta-flugfélaginu var rænt í nótt í áætlunarflugi frá New Orleans til Miami og snúið til Kúbu, þar sem ræninginn var hnepptur í varðhald. Ræninginn réðst skömmu eftir flugtak að flugfreyju, kvaðst vera með eldfiman vökva í flösku innan klæða og hótaði að kveikja í flug- vélinni ef ekki yrði flogið með hann til Kúbu. Þetta er í annað sinn á tveimur sólarhringum sem flugvél er rænt í Bandaríkjunum og snúið til Kúbu, og eru rán af þessu tagi orð- in 13 á 10 mánuðum. Flugvélin var frá Delta-flugfé- laginu og af gerðinni Boeing 727. Ræninginn var spænskumælandi og um 35 ára gamall. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Tízkuhönnuðir eru þegar byrjaðir á að leggja drög að hausttízkunni næsta haust. Þessi sýningarstúlka er klædd blússu og ullarjakka, sem varpað er yfir vinstri öxlina. Það er japanski tízkufrömuðurinn Junko Koshino, sem hannað hefur þennan klæðnað. Sovéskir hermenn í Afganistan Afganístan: mennta nýja valdastöður Rússar menn í Mannaskipti í æðstu stöðum í her og kommúnistaflokki Afganistan benda til þess að ný kynslóð afganskra kommúnista, sem notið hefur þjálfunar í Sovétríkjunum, sé að leysa af hólmi hina eldri leiðtoga flokksins; þá menn sem rændu völdum í landinu áriö 1978. Að mati embættismanna í Pakistan og afganskra útlaga í landinu hafa 15 til 25 þúsund afganskra æskumanna hlotið styrki til námsdvalar í Sovét- ríkjunum á síðustu sex árum. Fyrsti hópur þessara náms- manna er nú að snúa aftur heim til að taka við embættum í hern- um, hjá ríkinu og í kommúnista- flokknum, sem er við völd, auk annarra starfa sem ekki eru jafn áhrifamikil, s.s. hjá pósti og síma. Allir þessir fyrrverandi námsmenn tala nú og skrifa rússnesku og hafa „öðlast skiln- ing“ á marxískum hugmyndum Sovétmanna. Marx-lenínismi verður leiðarljós þeirra í lífi og starfi. Innan kommúnistaflokksins eru tveir armar sem Sovét- mönnum hefur ekki tekist að sætta, Khalk-sinnar og Parch- am-sinnar. Leiðtogar Khalk- armsins, Tarraki og Amin, voru báðir myrtir, og leiðtoga Parcham-armsins, Babrak Karmal, hefur ekki tekist að sameina flokkinn þrátt fyrir stuðning sovéskra hersveita. Ríkisstjórn Karmals á ekki að- eins í stríði við frelsissveitirnar, sem bækistöðvar hafa í Pakist- an, heldur einnig eigin flokks- menn og sú barátta hefur kostað mörg mannslíf. Ráðamenn í Moskvu hafa komist að þeirri niðurstöðu að ef þeim eigi að takast að koma á stöðugleika í afgönskum stjórn- málum verði eldri kynslóðin, með sín innbyrðis deilumál, að hverfa úr valdastöðum og í stað hennar að koma ný kynslóð kommúnista sem stendur utan við ágreining gömlu mannanna. Háskólinn í Kabúl, sem er eini háskóli Afganistan, er nú sagður vera stökkpallur. Bestu stúdent- arnir eru þegar á fyrsta námsári aðskildir frá hinum sem lakari þykja, látnir læra grundvallar- atriði í rússnesku og síðan eru þeir fluttir til háskóla í Sovét- ríkjunum. Erfitt er að afla nákvæmra upplýsinga um fjölda afganskra námsmanna sem lokið hafa námi og þjálfun í Sovétríkjunum á undanförnum árum, en talið er að þeir séu um þrjú þúsund. Heimild: Observer. Hollenzk togskip fengu eiturtunnur í vörpuna Kaupmannahörn, 29. marz. AP. TVÖ hollenzk togskip fundu fyrir tilviljun fyrstu tunnurnar, sem fundizt hafa af 80 tunnum af samanþjöppuðu eiturefni, er týndust á sínum tíma í Norður- sjó. Danskt rannsóknarskip og þrír tundurduflaslæðarar frá hollenzka flot- anum hafa áður leitað að þessum eiturtunnum langtímum saman en árang- urslaust. Preben Stamp hjá dönsku um- hverfismálastofnuninni sagði, að tunnurnar hefðu fundizt á mið- vikudag og fimmtudag. Fundu hollenzku togskipin hvort um sig eina tunnu með 200 kg af eiturefn- itiu, sem nefnist herbicide dinoseb, en 80 tunnur með þessu efni féllu fyrir borð af dönsku flutninga- skipi, er það rak stjórnlaust á Norðursjó í ofsaveðri 13. janúar sl. Hollenzku togskipin Jurie van der Berg og Fokke Grietje fengu tunnurnar í vörpur sínar, þar sem þau voru að toga rétt innan við vestur-þýzku lögsöguna í Norður- sjó. Danska rannsóknarskipið Gunnar Seidenfaden hafði ásamt þremur hollenzkum skipum reynt að kemba hafsbotninn á þessu svæði í sex vikur með nýtízku- tækjum, þar á meðal neðansjávar- sjonvarpstækjum, i því skyni að finna eiturtunnurnar og ná þeim upp. Danska umhverfismálastofnun- in hefur þegar varið 5 millj. d.kr. til þessarar leitar og áformað er að 4 millj. d.kr. til viðbótar fari í þessa leit í apríl nk. Grænlendingar búnir með rækjukvóta sinn Kaupmannahorn. 29. marz. Krá Nils Jörgen Bruun fréiUriUra Mbl. Grænlenzku rækjutogararnir við Austur-Grænland hafa veitt upp í kvóta þann sem þeim var úthlutaður á svæðinu milli Grænlands og ís- lands, og tilkynntu grænlenzk yfir- völd því í dag að veiðunum skyldi hætt þegar í stað. Af þessum sökum eiga togar- arnir ekki annarra kosta völ en halda á miðin við vesturströndina, þar sem enn hefur ekki verið veitt það aflamagn, sem leyfilegt er að taka á þessari vertíð. Rækjukvót- inn við Austur-Grænland var 1.690 smálestir. Samtök sjómanna hafa brugðist hart við þeirri ákvörðun að stöðva rækjuveiðarnar við Austur- Grænland og segja erfitt að kyngja því að þar megi nú aðeins sjómenn frá EBE-ríkjum, Noregi og Færeyjum stunda veiðar. Á sama tíma og grænlenzkir sjó- menn eru beðnir að yfirgefa þess- ar slóðir séu á stími þangað sjó- menn annarra þjóða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.