Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984 Afmælismót Bridgefélags Akureyrar: Hörður Blöndal og Jón Baldurs- son sigurvegarar Akureyri, 27. inarH. VEL heppnuðu og skemmtilegu afmælismóti Bridgefélags Akureyrar lauk á sunnudaginn var með sigri Jóns Baldurssonar og Harðar Blöndal frá Reykja- vík. Mótið tókst í alla sUði vel og voru keppendur allir ánægðir með framkvæmd og fyrirkomulag mótsins. Á föstudag hófst mótið sem var með tvímenningsfyrirkomulagi með þátttöku 56 para, þar af var 21 par utan af landi en 35 frá Ak- ureyri. Á föstudag og laugardag var forkeppni en síðan spiluðu 20 efstu pörin til úrslita á sunnudag. Páll Jónsson og Þórarinn B. Jónsson frá Akureyri höfðu for- ystu lengst af á sunnudaginn eða allt fram að 15. umferð, þegar Jón og Hörður skutust upp fyrir þá og héldu forystunni síðan til loka. I siðustu umferðum skutust svo bræðurnir Bogi og Anton Sigur- björnssynir frá Siglufirði upp fyrir Pál og Þórarinn og litlu munaði að Magnús Aðalbjörnsson og Gunnlaugur Guðmundsson frá Akureyri nældu sér í þriðja sætið, því aðeins eitt stig vantaði þá til þess. Fyrstu verðlaun voru 15 þús. kr., önnur verðlaun 12 þús. og þriðju verðlaun 8 þús. kr., fjórðu verðlaun voru helgarferð til Reykjavíkur fyrir tvo, fimmtu verðlaun svefnpokar og sjöttu verðlaun myndataka hjá Norður- mynd hf. Keppnisstjórar voru þeir Guð- mundur Kr. Sigurðsson frá Reykjavík og Albert Sigurðsson frá Akureyri, en Albert hefur ver- ið keppnisstjóri Bridgefélags Ak- ureyrar yfir 20 ár. Reiknimeistari var Margrét Þórðardóttir. For- maður Bridgefélags Akureyrar, sem verður 40 ára 5. júní nk., er Frímann Frímannsson. Röð níu efstu para á þessu af- mælismóti var sem hér segir: stig 1. Jón Baldursson — Hörður Blöndal, Rvík 76 2. Bogi Sigurbjörnsson — Anton Sigurbjörnss., Sigluf. 59 3. Páll Jónsson — Þórarinn B. Jónsson, Akureyri 42 4. Magnús Aðalbjörnsson — Gunnlaugur Guðm.son, Ak.eyri 41 5. Ármann Helgason — Jóhann Helgason, Akureyri 40 6. Valgarð Blöndal — Ragnar Magnússon, Rvík 26 7. Páll Pálsson — Frímann Frímannss., Akureyri 25 8. Valur Sigurðsson — Símon Símonarson, Rvík 17 9. Alfreð Pálsson — Júlíus Thorarensen, Akureyri 4 Meðalárangur var 0 stig. GBerg Borgarfjörður: Kvartað yfir horuðum hrossum á eyðibýli Borgarnesi, 27. marH. „ÞAÐ ER hægt ad finna svona dæmi víða — miklu verri, þar sem hestamenn í Reykjavík eru með hesta sína á eyðibýlum eftirlitslítið. Þetta tilfelli er ekkert hormál, hrossin eru með fullum kröftum," sagði Bjarni Arason ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Borgarfjarðar er hann var spurður um ástandið á hrossum á eyðibýli einu í héraðinu þar sem kvartað hefur verið við sýslumann að hross væru farin að horast. Rúnar Guðjónsson sýslumaður, sagði að ekki hefði borist formleg kæra en sagði að hringt hefði ver- ið og kvartað yfir þessu. Hann hefði í framhaldi af því fengið héraðsdýralækninn og búnaðar- ráðunaut til að fara á bæinn til að skoða hrossin ásamt forðagæslu- manni og gæti hann ekki gefið frekari upplýsingar um málið fyrr en skýrsla frá þeim hefði borist sér, sem von væri á einhvern næstu daga. Bjarni Arason ráðu- nautur sagði aðspurður að þarna hefðu verið 16 hross. Þar af hefðu 4 tryppi verið orðin nokkuð þunn og ekki litið nógu vel út. Sagði hann að eitthvað hey hefði verið til, þó bæði litið og lélegt væri, þannig að tryppin hefðu verið af- étin af hinum hrossunum. Sagði hann að jarðareiganda hefði verið gert viðvart og hann beðinn um að taka tryppin í hús annars staðar og þar með vonast til að málið væri leyst. Eins og áður segir vildi Bjarni ekki gera mikið úr þessu máli, sagði að ástandið væri víða mun verra. — HBj. 17.000 lesta skip lest- aði á Grundartanga Stærsta skip, sem þar hefur lagzt að bryggju; 44,5 metrum lengra en bryggjan STÆRSTA skip, sem lagzt hefur að bryggju við Grundartanga, griska skipið Faethon, lestaði þar dagana 26. til 28. marz. Skipið er byggt 1971 og er 164,5 metrar að lengd, 21,4 að breidd, djúprista er 9,66 metrar og burðargeta 17.070 lestir. Bryggjan á Grundartanga er 120 metrar að lengd. Stærsta skip, sem þar hefur komið áður, er japanskt og 13.000 lestir að burðargetu. Skipið lestaði áður járnblendi í Thamshavn í Noregi, samtals 6.800 lestir og bætti á sig 5.500 lestum á Grundartanga. Faethon gat ekki lestað nema 6.800 lestir í Noregi því djúprista þess er of mikil fyrir höfnina á Grundar- tanga, en þar er dýpi um 7,5 metr- ar á meðalfjöru. Því hélt það frá Grundartanga aftur til Noregs, þar sem það mun lesta 2.000 lestir til viðbótar í Holla við Þránd- heimsfjörð. Farm skipsins á siðan að losa í Kawasaki, Kobe og Miz- ushima í Japan og er áætlaður siglingartími þangað 36 til 38 dag- ar. Dráttarbáturinn Magni frá Reykjavíkurhöfn aðstoðaði skipið við komu og brottför á Grundar- tanga. Skipafélagið Nesskip hf. er umboðsaðili skipsins hér á landi. Þetta er teikning af verðlaunahúsi þeirra Jóhanns Þórðarsonar og Ragnars Jóns Gunnarssonar. Ekki er hægt að segja aö það líti út eins og almennt hefur verið ríkjandi meðal einingahúsa. Verðlaun í samkeppni um einingahúsahönnun Verðlaunahaf- arnir hlutu veg- lega viðurkenningu „HÖFUNDAR þessarar tillögu hafa greinilega góðan skilning á einingahúsaframleiðslu og virðast öll tæknileg vandamál vel af hendi leyst.“ Þetta er álit dómnefndar um teikningu sem hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um hönnun einingahúsa, sem Nýhús hf. stóð fyrir. Jóhannes Þórðarson og Ragnar Jón Gunnarsson hlutu að- alverðlaunin í samkeppninni, en fyrirtækinu Nýhúsum hf. bárust 22 tillögur, en fjórar taldi dómnefnd ekki uppfylla lágmarkskröfur. Aðspurður um ástæður fyrir þessari samkeppni sagði Lárus Blöndal, framkvæmdastjóri Ný- húsa hf., einkum vera tvær. Annars vegar að fá tillögur um hús með staðlaðar einingar sem henta vel til fjöldaframleiðslu án þess að það bitni á útliti hús- anna. Hins vegar að finna hent- ugustu lausnina á að geyma ein- ingarnar á lager. Sala einingahúsa hefur verið mikil, og hafa Nýhús hf. ekki annað eftirspurn. Lárus kvað sölu einingahúsa vera mesta á vorin og sumrin en framleiðslan færi hins vegar að mestu leyti fram á haustin og veturna. Með framleiðslu nýrra gerða húsa sagði Lárus að þessar árstíða- bundnu sveiflur myndu minnka til muna, því geymslutæknin mun breytast með tilkomu nýju húsanna. Frá vinstri Dennis Jóhannesson arkitekt (3. verðlaun), Alena Anderlova og Sverrir Norðfjörð (2. verðlaun), Jóhannes Þórðarson og Ragnar Jón Gunnarsson (1. verðlaun). Hönnuðir einingahúsanna urðu að hafa nokkur atriði í huga sem sett voru fram í keppnislýsingunni. T.d. urðu grunneiningar að vera sem fæst- ar því stórar einingar eru hag- kvæmari en litlar í uppsetningu og framleiðslu. Þeir félagar, Ragnar Jón Gunnarsson og Jóhannes Þórð- arson, voru að vonum ánægðir með verðlaunin. Blaðamaður spurði þá hvað þeir hefðu haft í huga við hönnun einingahússins. Þeir sögðust hafa reynt að hafa fjölbreytileika hússins í fyrir- rúmi svo kaupendur húsanna gætu valið á milli ýmissa kerfa. Þá sögðu þeir, að verðlaunahúsið væri hannað þannig, að því væri skipt í tvo hluta, þ.e. svefnhluta og íveruhluta. Svefnhlutinn er afmarkaður hluti svo fólk geti verið þar út af fyrir sig. Hins vegar er íveruhlutinn mjög bjartur og haft er í huga að þar muni fólk dveljast mestan hluta dagsins. Þeir sögðu að helsti höf- uðverkur þeirra hefði verið hvernig sameina ætti tækniiegar einingar og arkitektúr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.