Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984 37 „Þú ert miklu betri núna Valdi eftir að hafa verið hér", gaeti Andri J. Heidi verið að segja við Þorvald Daníelsson, báðir úr „Sela" í Seljasókn. notalegt og gaman. Þótt við höfum misst röddina eftir allan sönginn, þá var það gaman. Við erum trúaðri eftir að hafa dvalið á mótinu. Umræðurnar voru svo góðar. rætt um margt, sem aldrei hefur gefizt tækifæri til að ræða um áður. Það einhvern veginn gefast svo fá tækifæri til þess að ræða mál sem þessi í líf- inu. — Hvaða not hafið þið af mót- inu? Það er svo margt, sem við getum haft gagn af og notað, þegar heim er komið, efni til að hafa á fund- um, leiki og síðast en ekki sízt hugsar maður meira um Krist eft- ir veru sem þessa. Við höfum eignast fullt af kunn- ingjum á mótinu og getum heim- sótt þeirra félög og hitt krakka sem eru líka að velta þessum mál- um fyrir sér. Við hófum uppbyggzt sjálfar mikið og þorum að ræða þessi mál meir en áður, þar sem við höfum fengið fræðslu. — Hvað fannst ykkur um mess- una, sem allir undirbjuggu? Það er miklu skemmtilegra að taka þátt í messunni en sitja og hlusta allan tímann. Hérna undir- bjuggu allir messuna. Það er stundum eins og að maður sé við jarðarför, þungir sálmar, kórinn syngur þá allt of hátt uppi og úti- lokað er að syngja með. Það þyrfti að vera meira af hressum söngv- um. Eins þessir rólegu. Þeir eru frábærir. Þá mætti klappa með einstöku sinnum í messunni. Við skiljum messuna betur eftir á, þar sem við vitum til hvers hver liður er. Einnig skapar þetta meira og betra samfélag í kirkjunni, ef allir vinna að einhverju sameiginlegu. Náungakærleikurinn vex í samfélagi eins og hér „Úr „Sela", æskulýðsfélaginu í Seljasókn, komu þeir Andri J. Heide og Þorvaldur Danielsson. Við bjuggumst við því, að hér yrðu eintóm verkefni á verkefni ofan og gerðum ekki ráð fyrir svona miklum söng. Þetta varð því aldeilis öðruvísi en við héldum. Söngblöðin voru í hæsta klassa. Það kom okkur mest á óvart, hvað söngurinn átti mikinn þátt í fjör- inu á mótinu. Þetta mót styrkir mikið samfé- lagið við Guð. Við kynnumst krökkum í gegnum mótið sem eru að starfa að þessu sama. Þá finnst okkur eins og að náungakærleik- urinn hafi aukizt á mótinu. Það er vægast sagt frábært að fá að vera með. — Nú eigið þið að fermast í vor. Ætlið þið að halda áfram með „Sela" næsta vetur? Jáhá. Það ætlum við að gera, örugglega. Við ætlum að vinna með þeim, sm verða með næsta vetur í starfinu. Ekki nema staðar við ferminguna, sem er eins konar útskrift úr kirkjunni fyrir marga, því miður. — Ef annað mót verður haldið næsta vetur. Verðið þið með þá? Þegar maður upplifir þennan fögnuð hérna á mótinu, þá er ekki annað hægt en að vera hress og kátur. Er það ekki einmitt það, sem allir vilja vera? Við hófum lært svo margt um Guð og sjálfa okkur, að það er ekki annað ger- legt en að vera með. Eftir mótið elskar maður Guð meir en áður, hefur opnað hjarta sitt fyrir hon- um og leyft honum að hafa áhrif á sig. Það er alveg gefið, að við mæt- um á næsta mót. Hvar hefur þú séð fólk vera hresst og kátt í messu fyrr? Menn hlógu í mess- unni og voru lifandi, þegar þeir sungu söngvana við gítarundir- leikinn. Hér fengum við lífsfyll- ingu. -pþ Pétur Þorsteinsson er guöfræoing- ur. auki frá árinu 1982. Framfarir hljóta því augljóslega að hafa orðið hjá Queensrýche. Lögin fjögur eru hvert öðru betra og það verð ég að segja eins og er að ég hef ekki heyrt öllu betri tilþrif í þessa áttina af hálfu vestanhafssveitar. Finnst mér með ólíkindum að sveitin skuli ekki hafa aflað sér meira fylgis en raun ber vitni því þetta er nefnilega skrambi skemmti- leg sveit. Þegar þetta er ritað voru allar líkur taldar á því að Queens- rýche myndi sækja okkur íslend- inga heim á næstu vikum eða mánuðum á vegum Fálkans. Ef marka má þessa plötu ættu menn ekki að verða sviknir af því að heyra í þeim á sviði. Arnór Ragnarsson Bridgefélag kvenna Mánudaginn 26. marz var spil- uð þriðja umferð í parakeppni félagsins. Þessi pör urðu efst: Ragna Ólafsdóttir — Ólafur Valgeirsson 579 Sigrún Pétursdóttir — Óli Andreasson 570 Kristjana Steingrímsd. — Þórarinn Sigþórsson 545 Esther Jakobsdóttir — Valur Sigurðsson 543 Júlíana Isebarn — Örn Isebarn 527 Halla Bergþórsdóttir — Jóhann Jónsson 524 Sigríður Pálsdóttir — Óskar Karlsson 521 Erla Eyjólfsdóttir — Gunnar Þorkelsson 516 Valgerður Kristjónsd. — Björn Theodórsson 514 Jóhanna Kjartansdóttir — Bernharður Guðmundsson511 Kristín Þórðardóttir — Jón Pálsson 504 Næst verður spilað mánudag- inn 2. apríl. Frá hjónaklúbbnum Nú er barometerkeappninni lok- ið og sigruðu Ester og Sigurður nokkuð örugglega eins og sýnt þótti fyrir síðasta kvöldið, annars varð röð efstu para þannig: Ester Jakobsdóttir — Sigurður Sigurjónsson Dúa ólafsdóttir — Jón Lárusson Sigríður Ottósdóttir — Ingólfur Böðvarsson Ólöf Jónsdóttir — Gísli Hafliðason Valgerður Eiríksdóttir — Bjarni Sveinsson Guðrún Reynisdóttir — Ragnar Þorsteinsson Dóra Friðleifsdóttir — Guðjón Ottósson Erla Eyjólfsdóttir — Gunnar Þorkelsson 242 Valgerður Kristjónsdóttir — Björn Teódórsson 221 Margrét Guðmundsdóttir — Ágúst Helgason 211 Næsta keppni félagsins verður sveitakeppni með Monrad-fyrir- komulagi, spilaðir verða tveir 14 spila leikir og er þegar fullskipað í hana. Mót á vegum Bridgesambands íslands 1984 1. fslandsmót í sveitakeppni, und- anúrslit, með þátttöku 24 sveita unnið hafa sér rétt til svæðamótum fer apríl 1984 á Hótel sem þátttöku í fram 6.-8. Loftleiðum. íslandsmót 606 512 407 334 298 295 266 sveitakeppni, úr- slit 8 sveita sem komast áfram úr undanúrslitum, fer fram á Hótel Loftleiðum 19.—22. apríl. 3 íslandsmót í tvímenningi, und- ankeppni, er öllum opin sem eru félagar í einhverju aðildar- félagi Bridgesambands íslands fer fram 5.-6. maí á Hótel Esju. Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borist skrifstofu BSl fyrir kl. 17 mánudaginn 30. apríl. 4. íslandsmót í tvímenningi, úrslit 24 para sem hafa unnið sér rétt til þátttöku úr undankeppni, fer fram 26.-27. maí. 5. Bikarkeppni Bridgesambands íslands er spiluð yfir sumar- mánuðina og lýkur með undan- úrslitum og úrslitum á haustin. Hún er öllum opin og þurfa þátttökutilkynningar að hafa borist fyrir kl. 17 mánudaginn 28. maí. Sigurvegarar í keppn- inni í ár vinna sér að öllum lík- indum rétt til að spila í Bik- armeistarakeppni Norðurlanda sem fyrirhugað er að verði haldin i Svíþjóð sumarið 1985. 1. umferð. Ljúka þarf leikjum fyrir 7. júlí. 2. umferð. Ljúka þarf leikjum fyrir 12. ágúst. 3. umferð. Ljúka þarf leikjum fyrir 16. sept. Undanúrslit og úrslit verða spiluð á Hótel Loftleiðum 29. og 30. sept. Sveitirnar í 1.—3. um- ferð koma sér sjálfar saman um spiladag. 6. tslandsmót kvenna í tvímenn- ingi sem er opið fyrir allar kon- ur fer fram 6.-7. okt. á Hótel Hofi. 7. íslandsmót í blönduðum flokki, þar spila maður og kona saman, er opið öllum. Fer fram á Hótel Hofi 13. og 14. okt. Norðurlandamót í karlaflokki og kvennaflokki Norðurlandamót í sveitakeppni fer fram í Helsingör í Danmörku dagana 10.—17. júní. Fyrirhugað er að senda lið í báða flokka þann- ig að Bridgesamband íslands mun styrkja þau lið sem þangað kynnu að fara um flugferðir. Tekið verður við umsóknum frá þeim pörum sem áhuga hafa á að fara á mótið hiá skrifstofu Bridgesambands íslands, sími 18350, Jón, mánudaginn 16. apríl. Landsliðsnefnd Bridgesam- bands íslands mun síðan velja úr umsóknum og tilkynna val sitt fyrir mánaðamót apríl-mai. Evrópumót yngri spilara Evrópumót yngri spilara fer fram í Hasselt í Belgíu dagana 20.-29. júlí. Sent verður lið á mótið. Þeir unglingar sem fæddir eru 1. janúar 1959 og síðar eru gjaldgengir á mótið. Tekið verður við umsóknum frá þeim pörum sem áhuga hafa á að fara á mótið hjá skrifstofu Bridgesambands fslands, sími 18350, Jón, til 17 mánudaginn 16. apríl. Landsliðsnefnd Bridgesam- bands íslands mun síðan velja úr umsóknum og tilkynna val sitt fyrir mánaðamót apríl-maí. Lesefni ístórum skanmtum! \ ynningar- dagur " a § Stýrimannaskólari&% m í Reykjavík ¦¦¦¦¦^¦¦¦¦¦^^¦¦¦^^¦^¦¦¦^^¦¦B ~^A Siglingar eru nauðsýrS8 ISLENSKU SKIPAFÉLÖGIN EIMSKIP HAFSKIP H.F. NESSKIP HF SKIPADEILD SAMBANDSINS SAMBANDSHÚSINU REYKJAVIK SÍMI 28200 minna á að siglingar og Stýrimannaskólinn eru íslendingum lj 5f SÉRSTÖK NAUDSYN IÉ mí Skipafélögin vilja minna á kynningardag Stýrimannaskólans í Reykjavík, laugardaginn 31. mars frá kl. 13.30—17. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.