Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984 17 Hraftiinn flýgur — eftir Hannes H Gissurarson Það er sjaldan, að í listaverki tekst að sameina gaman og alvöru, þannig að menn geti gert hvort tveggja, skemmt sér við það og hugsað um það. En þetta hefur Hrafni Gunnlaugssyni tekist í kvikmyndinni Hrafninn flýgur, sem sýnd er þessa dagana í Nýja bíói í Reykjavík. Mér fannst ánægjulegt að koma til landsins, geta sest inn í sýningarsal og notið alíslenskrar kvikmyndar, sem er mjög „spenn- andi" eins og sagt er, en einnig sönn í skilningi skáldskaparins. Hvenær er kvikmynd sönn? Hún er það, þegar söguhetjurnar eru ljóslifandi, en ekki daufar skuggamyndir af fólki, þegar sögusviðið er í heimi mannanna, en ekki í þeim hlátraheimi, sem sumir hörfa inn í á flótta frá til- verunni; þegar söguþráðurinn er öllum skiljanlegur, því að hann liggur um þær tilfinningar og ástríður, sem ráða þrátt fyrir allt gangi mannlífsins. Frá tæknilegu sjónarmiði séð er þessi mynd jafnfullkomin og fyrri myndir Hrafns Gunnlaugssonar, Refaskinn á uppboði í Lundúnum Refaskinnauppboð fór fram hjá Hudson's Bay fyrirtækinu í Lui\dún- um sl. mánudag þar sem boðin voru upp 25.181 blárefaskinn og 3.7S1 „shadow" refaskinn. fslensk refa- skinn af tegundunum tveimur voru um 2.700 talsins á uppboðinu, mest blárefaskinn, og seldust þau svo til öll, að sögn Skúla Skúlasonar, um- boðsmanns Hudson's Bay á íslandi. Meðalverð fyrir blárefaskinn var 37,16 sterlingspund, eða 1.553 krónur íslenskar. Er það um 15% verðhækkun frá síðasta uppboði hjá Hudson's Bay í febrúar sl. Á „shadow"-refaskinnum var meðal- verð 36,27 sterlingspund, um 1.516 íslenskar krónur, sem er 26% hækkun frá febrúaruppboðinu. Á uppboðinu seldust 97% allra blá- refaskinna sem boðin voru upp og 85% „shadow"-refaskinnanna. Helstu kaupendur voru frá Aust- urlöndum, Kanada, Italíu og Spáni. þjóðarinnar frá fyrri tíð, og bætt við hana á þessari öld? Vissulega eru mannvirki fyrri kynslóða góðra gjalda verð, líka þau sem eiga ekki ennþá aldargamla minn- ingu. En — er mannlífið — mað- urinn sjálfur — ekki að okkar áliti dýrmætasta eign þjóðarinnar? Er ekki rétt að þeir njóti fjár- muna þjóðarinnar, sem skópu þá með lífsstarfi sínu, þeir sem lögðu fram krafta sína og eyddu þeim í því skyni að búa framtíðinni betri og bjartari heim? Eigum við að gleyma þeim á ævikvöldi þeirra? Forgangsverkefni er að „gæða ell- ina lífi". Hér í borg er það B-álma Borgarspítalans, sem kallar á fjármagn og framkvæmdir. Um allt land bíða framkvæmdir við vistheimili og verndaðar íbúðir fyrir fatlaða og aldna þegna þjóð- arinnar. Framkvæmdir þessar kalla á fjármuni, sem eru betur komnir í þeim en verslunarhöllum eða vistarverum fyrir villta ketti. Við skulum taka til hendinni við Fjalaköttinn og þvílíkar hugstæð- ar hreinsanir, þegar gamla fólkinu er borgið í mannsæmandi íbúðum og fullgerðum dagvistar- og sjúkraheimilum. Guðjón B. Baldvinsson er íorntaó- ur Santbands lífeyrisþega ríkis og bæja. „Ég held, að Hrafn skilji skipulag þjóðveldisaldar hárréttum skilningi: Þetta er frumbyggjaskipulag, „villta vestrið" átta hundruð árum á undan tímanum." enda er höfundurinn útfarinn í fræðum sínum. En munurinn er sá, að við þjálfunina hefur bæst þroski, skarpskyggni á eðli og takmörk viðfangsefnisins, til- raunablærinn, ungæðishátturinn er horfinn. Ég held, að Hrafn skilji skipu- lag þjóðveldisaldar hárréttum skilningi: þetta var frumbyggja- skipulag, „villta vestrið" átta hundruð árum á undan tímanum. Kvikmynd um þjóðveldisöldina verður þess vegna að vera „vestri" — saga um hetjur, fóstbræður og hefndarskyldu og í baksýn allt að því ónumin náttúra. Hrafn notar efnið, en lætur það ekki nota sig, skapar eftir þörfum, en er ekki rígbundinn af einhverri einni ís- lendingasögu. Hann kemst þannig hjá því að vera þurr og þreytandi eins og sumir norrænufræð- ingarnir, brýst út úr hefðinni og bætir með því við hana. (Gott dæmi er, hvernig heyra má í myndinni gamalt íslenskt lag í nýrri útsetningu.) Kvikmyndin er hið nýja undra- tæki, sem er að breyta lífi okkar á sama hátt og bókin gerði, eftir að hún varð almenningseign við upp- götvun Gutenbergs. Hrafn notar þetta tæki til þess að kasta nýju ljósi á fortíð okkar — þessarar undarlegu þjóðar í veiðistöðinni norðlægu, sem Ketill flatnefur hét að koma aldrei í. Hann er að vinna svipað verk með þessari kvikmynd og Halldór Laxness með bókinni Gerplu: auðvelda okkur að líta á sögu okkar í raunsonnu ljósi, losa okkur undan fargi hinnar róman- tísku söguskoðunar, sem varð til í sjálfstæðisbaráttunni á nítjándu öld. Afstaða kallar á andstöðu, og saman leiða þær til niðurstöðu. Sjaldan er allur sannleikurinn í öfgunum. Að sjálfsögðu var sitt hvað til í hinni rómantísku sögu- skoðun. Mér finnst kvikmynd Hrafns líkari hófsamlegri niður- stöðu en þeirri skilyrðislausu and- stöðu, sem gat að líta í Gerplu. Hrafni hefur tekist ágætlega að koma til skila hinum hrjúfa ein- faldleika íslendingasagnanna, en nota til þess nútímatækni. Hann brá á rétta ráðið til þess að gæða sögu okkar lífi. Hann setti sér erf- iðara verkefni en þeir, sem kvik- mynda verk annarra án þess að skapa neitt sjálfir — en hann fékk valdið verkefninu. Við þurfum ekki að örvænta um íslensku kvikmyndina, á meðan mönnum eins og Hrafni Gunnlaugssyni tekst svo meistaralega að nota hana til þess að hnýta ramma taug til fortíðarinnar og skemmta okkur í leiðinni. FRíSKk /MÍN Nýr heilsuvökvi fyrir böm og fulloröna. Frískamín er blanda rík af A-, B-, C- og D-vítamínum. Hæfilegur skammtur uppfyllir vítamínþörf allraaldurshópa. Dagleg notkun Frískamíns kemur íveg fyrir vítamínskortávaxtarskeiði barna og unglinga. Frískamín meö fersku ávaxta- bragði fæst í næstu matvöruverslun. YSI HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.