Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984
Sigurður Helgason sýslumaður afhendir Friðrik Sigurjónssyni gjöf sýslu-
nefndar, skrautritað skjal með yfirskriftinni „Hreppstjóri í hálfa öld“.
Morgunblaöið/BB.
Hreppstjóraskipti
á Vopnafirði
\o<V
•xí' v<v- /
<3V
&
/
Sýning 28. mars-1. apríl 1984 að Skaftahlið 24
Einstök syning: Kynning á tölvuheimi IBM, i
fortíð, nútið og framtið.
Sýningaratriði við allra hæfi:
Sögusýning - Leikþáttur - Camlar og nýjar IBM-
tölvur og tölvubunaður - Kínverskt lyklaborð -
Tölva sem kann að teikna - Tölva sem sýnir
handskrifuð bréf.
Sýningargetraun: IBM PC einkatölva í verðlaun!
Sýningin er obin frá 15.00 til 21.00 virka daga,
og frá 10.00 til 21.00 um helgina.
Sýning fyrir alla fjölskylduna.
Börn yngri en 12 ára i fylgd með fullorðnum.
Ókeypis aðgangur. Verið velkomin.
Vopnafirdi, 27. mars.
Hreppstjóraskipti hafa orðið á
Vopnafirði og er sá atburður í frá-
sögur færandi ekki síst vegna þess
að fráfarandi hreppstjóri, Friðrik
Sigurjónsson, hefur gegnt því emb-
ætti í hartnær hálfa öld. í hófi sem
sýslumannsembættið hélt fráfarandi
hreppstjóra 7. mars síðastliðinn
flutti sýslumaður, Sigurður Helga-
son, Friðrik þakkir embættisins fyrir
gott og heilladrjúgt starf.
Einnig færði sýslumaður honum
gjöf sýslunefndar N-Múlasýslu
sem var skrautritað skjal með
yfirskriftinni „Hreppstjóri í hálfa
öld“. Friðrik þakkaði fyrir sig og
gat þess að hann væri nú búinn að
vera allt of lengi í starfi, eða allt
frá því í júní 1933. Þó sagði hann
að sárast væri kannski að hætta
nú þegar aðstaða hreppstjóraemb-
ættisins væri orðin svona góð eins
og er í dag og sagði það mikinn
mun frá því sem var, þegar hann
var að byrja og þurfti að fá inni
með skrifstofu sína hjá vinum og
vandamönnum ef svo bar undir.
Friðrik óskaði síðan eftirmanni
sínum í hreppstjóraembættinu,
Birnu Einarsdóttur, til hamingju
með nýja starfið, og Vopnfirðing-
um til hamingju með nýja hrepp-
stjórann. Jafnframt því að vera
Birna Einarsdóttir hreppstjóri
ein af örfáum konum í embætti
hreppstjóra á landinu mun Birna
Einarsdóttir vera sú yngsta sem
tekur við slíku embætti, en hún er
25 ára. Þess má að lokum geta, að
hinn 31. desember ’81 fékk Friðrik
Sigurjónsson riddarakross Hinnar
íslensku fálkaorðu fyrir góð og vel
unnin störf sem hreppstjóri Vopn-
firðinga i tæp 50 ár. B.B.
ÞEKKING
EFLIR
tíÖDARHAG
Rok
—ijwwe* ■
meö b\órr
Minnum á
verölaunaafhend-
inguna i Lava
Loppet-mara-
þonskíðakeppninni
á vegum Úrvals 7.
apríl nk.
~~~ssæs!!2ssxz fmassF^.
..._cnoertsso". ** . ■ onsen,
.paKKi F\ug\eiöa
ftið UrónillTtl
rðn?aDúaRvartettinn œ