Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984 25 . jK : w Æ ílJI t^BÉjL ^ JJH í 9-riH^^^^F -9m * - * ^ft *^ ^M^f-. W -^H ^^^^^ ^ Wtmt * á ^-****~ f. . "^- ^^^^^| *]jjlj^J K **"** bkL ^.ifl K^^^L. ¦ H jH ^El -^^1 Kr ji * -':'¦<:¦¦¦/..., BtC R| ^ BHHHhHHM j El ^^^1 í ,,**", ^^fN^I 1 HlS^V' ' Á blaöamannafundi sem Flugleiðir héldu á Hótel Loftleiðum fyrir aðalfund í gær. F.v. Sigfús Erlingsson, Leifur Magnússon, Sigurður Helgason, Grétar Br. Kristjánsson, Björn Theódórsson, Erling Aspelund, Sigurður Helgason jr. og Sveinn Sæmundsson. Sigurður Helgason kjör- inn stjórnarformaður — Grétar Br. Kristjánsson varaformaður KOSIN var ný stjórn á aðal- fundi Fhigleiða í gær. Sigurður Helgason sagði af sér sem for- stjóri en var kjörinn stjórnar- formaður. Hann gegnir áfram fullu starfí hjá félaginu. Grét- ar Br. Kristjánsson var kjör- inn varaformaður. Aðrir í stjórn eru Ólafur Ó. Johnson sem kemur í stað Arnar Johnson, sem sagt hefur af sér störfum hjá félaginu vegna van- heilsu. Hörður Sigurgestsson, sem kemur inn í stjórn í stað Óttars Möller, sem lætur af störfum að eigin ósk vegna persónulegra ástæðna. Halldór H. Jónsson og E. Kristinn Olsen voru endur- kjörnir. Þeir tveir ásamt Grétari Br. Kristjánssyni áttu að hverfa úr stjórn en voru endurkjörnir til tveggja ára. Ennfremur eiga sæti í stjórn Flugleiða Kristjana Milla Thorsteinsson, Sigurgeir Jónsson og Kári Einarsson, sem Albert Guðmundsson fjármálaráðherra hefur tilnefnt. Tillaga kom fram um Agnar Kristjánsson í stjórn en Hörður Sigurgestsson og ólafur ó. John- son fengu yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða. I varastjórn eiga nú sæti Jó- hannes Markússon, Einar Árna- son og Páll Þorsteinsson, sem fengu yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Ennfremur kom fram tillaga um Dagfinn Stefánsson. Aðrir í varastjórn eru Þröstur Ólafsson og Geir Zöega, sem fjár- málaráðherra tilnefndi. Endurskoðendur féiagsins verða áfram Endurskoðun hf. Sigurður Helgason, nýkjörinn stjórn- arformaður Flugleiða. Endar að ná sam- an í innanlandsflugi Staða innanlandsflugsins lagaðist verulega á sl. ári þó enn sé tap á rekstri þess. Veru- legur samdráttur varð í flutn- ingum á innanlandsflugleið- um. Heildarfarþegafjöldi á innan- landsleiðum var 202.201. Sæta- nýting varð 60,9 prósent sem er aðeins hærra en árið áður. Verið er að kanna hugsanlega endurnýj- un flugflota innanlandsflugsins. Engar ákvarðanir hafa enn verið teknar í því efni. Verði fjárhags- legt bolmagn Flugleiða slíkt mun félagið ráðast í endurnýjun svo fljótt sem auðið verður. Forráða- menn félagsins telja ástand í flugvallamálum innanlands al- gjörlega óviðunandi. Aðeins tveir vellir eru malbikaðir. Malar- brautir stórauka viðhaldskostnað vegna skemmda á vélum af grjótkasti. Gert er ráð fyrir jákvæðri af- komu innanlandsflugs Flugleiða í fyrsta sinn á þessu ári sl. tólf ár. Hagnaður Flugleiða tilkominn m.a. vegna eldsneytislækkunar og lækkunar vaxta á alþjóðamörkuðum FLUGLEIÐIR skiluðu 107 milljón króna hagnaði í rekstri sl. árs. í ræðu Sigurðar Helga- sonar, stjórnarformanns fé- lagsins, á aðalfundi félagsins í Flugleiða, flylur ræðu sína i aðalfundi félagsins í Kristalssal Hótels Loftleiða í gær. besta sem gerist: Norður-Atlantshafsfluginu gjöld Flugleiða á þessari leið eru 34,5 prósent lægri en meðalfar- gjöld þeirra Evrópufélaga sem að- ilar eru að Sambandi Evrópuflug- félaga. Samkeppnin frá leiguflug- inu er gífurleg og þar sem vissir annmarkar eru á þessari flugleið, millilending á íslandi þýðir tíu prósent lengri leið, miðað við beint flug, verða flugfargjöld að vera lág til að ná flutningum. Þó flug yfir Norður-Atlantshafið sé enn rekið með tapi má þó þakka því þann árangur, sem náðst hef- ur að sögn forráðamanna Flug- leiða, að fluginu er nú hagað öðru- vísi en var á sl. ári. Nú er flogið til Chicago og Baltimore en þar er minni samkeppni en í fluginu til New York. Nýlega var tekið upp flug til Detroit og verið er að íhuga hugsanlegt flug til Orlando á Florída. gær kom fram að helstu ástæður eru eldsneytislækkun, sem varð veruleg á árinu 1983, miðað við árið áður. I öðru lagi hafa vextir lækkað á alþjóða- mörkuðum. Öll fjármögnun fé- lagsins hefur verið í erlendum gjaldmiðli. Fargjöld á Atl- antshafsflugleiðum hafa lækk- að örlítið, erlend verkefni fé- lagsins hafa verið arM»a>r og afkoma í hótelrekstri hefur batnað. Rekstrartekjur árið 1983 hækk- uðu um 98,8 prósent frá árinu áð- ur en rekstrargjöld um 87,9 pró- sent. Afskriftir á árinu urðu sam- tals 129 milljónir króna, en höfðu á árinu áður verið 84 milljónir króna. Á sl. ári var afskrifuð heildar- eign félagsins í Cargolux, þar sem allt hlutafé þess félags var tapað. Á sama hátt hefur nú verið af- skrifaður eignarhluti félagsins í Arnarflugi þar sem hlutaféð er allt tapað. Nemur upphæðin 8,6 milljónum króna. Fjármagnskostnaður var nettó 113 milljónir króna á sl. ári, geng- istap félagsins stjórnast af verð- falli íslensku krónunnar og nam á sl. ári 648 milljónum króna. Bókfært verðmæti eigna Flug- leiða í árslok 1983 var samkvæmt efnahagsreikningi 2.008 milljónir króna. Talan fyrir 1982 var 1.389 milljónir króna. Bókfært eigið fé fyrirtækisins í árslok er neikvætt um 162 milljónir króna. Hjá Flugleiðum störfuðu í árs- lok 1.049 manns á íslandi en 172 erlendis. Niðurfelling lendingargjalda nauðsyn: Flugleiðir standa höllum fæti í samkeppninni í Norð- ur-Atlantshafsfluginu í RÆÐU scin Sigurdur Helgason, stjórnarformaður Flugleiða, hélt á aðalfundj félagsins í gær gerði hann að umtalsefni niðurfellingu lendingargjalda. Hann sagði að yfirvöld í Lúxemborg hefðu boðist til að fella niður lendingargjöld af lendingum flugvéla félagsins í Lúxemborg fyrir árið 1984 að því tilskildu að stjórnvöld á íslandi geri slíkt hið sama. Sigurður kvað ríkisstjórn Islands hafa beitt sér fyrir niðurfellingu þessara gjalda á íslandi og hefur fjármálaráð- herra heimild til að endurgreiða félaginu þau. Sigurður kvað Flugleiðir þurfa á þessum stuðningi að halda þrátt fyrir að hagnaður hafi orðið af rekstri félagsins upp á 107 milljónir sl. ár, þar sem samkeppnisstaða fé- lagsins sé mjög veik hvað snerti Norður-Atlantshafsflugið. Flugleið- ir þurfi að lenda fjórum sinnum meðan samkeppnisflugfélögin, sem fljúgi beint, lendi tvisvar. Þessu fylgi mikill viðbótarkostnaður. Auk þess sé flugleiðin um ísland að með- altali tíu prósent lengri en hjá sam- keppnisflugfélögunum. Sigurður kvað af þeim sökum hafa verið farið fram á að þarna kæmi leiðrétting þannig að félagið fái að búa við sama kost og samkeppnisfélögin. Sigurður þakkaði þann stuðning sem ríkisstjórnir hafa þegar veitt Atlantshafsrekstri félagsins undan- farin þrjú ár. Hann kvað þennan stuðning fram kominn vegna þess hve þýðingarmikill þessi rekstur sé þjóðhagslega, bæði fyrir ísland og Lúxemborg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.