Morgunblaðið - 26.04.1984, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1984
7
Hópferð
á hestum
verður farin aö Hlégarði laugardaginn 28. apríl.
Lagt veröur af stað kl. 14.00 frá Fákshúsunum á
Víðivöllum.
Félagar fjölmenniö.
Hestamannafélagið Fákur.
Mínar bestu þakkir færi éy öllum sem ylöddu miy oy
heiörudv, med heimsóknum, yjöfum, skeytum oy samtöl-
um á 70 ára afmœli mínu þann 15. apríl síöastliöinn.
Guö blessi ykkur öll
Greipur Gudbjartsson,
Flateyri.
íbúð til leigu
í þrjá mánuði
Norskur tölvufræðingur óskar eftir að
leigja íbúö í Reykjavík mánuöina júlí,
ágúst og september.
Húsnæðiö veröur aö uppfylla eftirfarandi
skilyröi: íbúöin leigist meö húsgögnum,
hún veröur aö vera staðsett nálægt miö-
borginni og henni veröur aö fylgja sími.
Fyrirframgreiösla.
Tilboð sendist Morgunblaöinu merkt:
„ND — 500“.
Verið
velkomin.
ópavoesbúár
athugið!
Við bjóðum alla almenna hársnyrtingu svo sem:
Permanent, klippingu, lagningu, hárþvott, litun,
lástur, strípur, skol, djúpnæringu o.s.frv.
Opið fra kl. 9—18 á virkum dögum
og kl. 9—12 á laugardögum.
Pantanir teknar í síma 40369.
HÁRGREIDSLUSTOFAN
ÞINGHÓLSBRAUT 19.
Bindindisfélag
ökumanna
Reykjavíkurdeild
heldur góöaksturskeppni laugardaginn
28. apríl nk. Hefst viö Templarahöllina
kl. 14.
Skráning keppenda fer fram í síma
83533, fimmtudag og föstudag kl. 9-17.
Þridjudagur 24. april 1984 15
Malsvari frjalslyndis,
samvinnu og frjálshyggju
Útqefandr Nútímmn h.f.
Midvikudagur 25. april 1984_______13
Málsvari frjálslyndis,
samvinnu og felaqshyciqju
Utgefandi Nutiminn h.f
Ritstjorar Magnus Ólafsson (ábm)
og Porarmn Þorarmsson
Ritstjorn. skrifstofur og auglysmgar
Siðumuli 15 Reyk|avik Simi
86300 Auglysingasimi 18300
Kvoldsimar 86387 og 86306
Ve'ð i lausasolu 25 kr.
Askrift 250 kr
Setntng og umbcot Tækmdetld NT.
Prentun Blaðaprent ht.
Sendibréf til
framsóknarmanna
í Fréttabréfi Framsóknarflokksins frá því í
apríl 1984 segir svo í tilefni af fataskiptum
á Tímanum:
„Eftir breytinguna verður blaðið yngsta
blaðið í tvennum skilningi. í fyrsta lagi
verður útlit blaðsins í mjög svipuðum stíl
og þeirra blaða, sem best ganga nú á 9.
áratugnum á meðan t.d. DV er blað liðins
áratugar. i öðru lagi er starfslið Tímans
ungt og kraftmikið undir forystu tveggja
þrítugra manna, Magnúsar Ólafssonar, rit-
stjóra, og Sigurðar S. Sigurðssonar,
framkv.stjóra, á meðan t.d. DV er stjórnað
af eldri mönnum og af annarri kynslóð."
Um NT er fjallað í Staksteinum í dag.
Nýtt blað —
eða gamalt?
í fyrsta tölublaöi NT cða
Nýja Tíma varð sögulcg
prentvilla þar scm stóð í
haus blaðsins: Málsvari
frjálslyndls, samvinnu og
frjálshyggju. Magnús
Ólafsson, ábyrgðarmaður
og ritstjóri, lét orð um það
falla í fréttatíma útvarps
þegar hann var spurður um
stefnu blaðsins að það yrði
hlutlaust, aö vísu ætti
Kramsóknarflokkurinn
töluverðan hlut í því en
blaöiö yrði hlutlaust. f leið-
ara fyrsta tölublaösins stóð
svo: „Ritstjórn blaðsins
mun í stjórnmálaskrifum
sínum leggja megináherslu
á að styðja þær stjórnmála-
stefnur, sem eru í anda
frjálslyndis, umbóta, sam-
vinnu og félagshyggju. Við
munum hins vegar berjast
af alefli gegn þeim stjóm-
málastefnum, sem eru
öfgafullar hvort sem þær
nefnast hrein markaðs-
hyggja eða sósíalismi."
I>essi yfirlýsing ritstjóra
stóð sem sé undir þeim
haus að Nýi Tími væri mál-
gagn frjálshyggju. I»eir á
hjóðviljanum sem hrökkva
jafnan í kút þegar þeir sjá
orðið „frjálshyggja"
hringdu auðvitað strax í
Magnús Ólafsson og
spurðu hann hvað í ósköp-
unum það ætti að þýða að
Nýi Tími væri málgagn
frjálshyggju. Magnús svar-
aði þannig í l'jóðviljanum í
gæn
„Meinlegasta prentvilla
sem komið hefur I íslensku
daghlaði var í haus síðdeg-
isútgáfu NT þar sem kom
fram að við værum mál-
svarar frjálshyggju í stað
félagshyggju. Frjálshyggja
og hrein markaöshyggja
eru óalandi öfgar sem hafa
ekkert erindi á sker okkar
íslendinga. Stjórnmála-
stefna NT verður frjálsynd
og umbótasinnuð I anda
samvinnu og félags-
hyggju.1
Prentvillupúkinn varð
þannig til þess strax á
fyrsta degi Tímans í nýjum
búningi að koma TNT-
sprengiefni fyrir í haus
blaösins og splundra á öðr-
um degi yfirlýsingum
Magnúsar, ritstjóra, um að
blaðið væri hlutlaust.
Frjálshyggjan er að mati
ritstjórans jafn óalandi
öfgastefna og hrein mark-
aðshyggja eða sósíalismi.
Öllum er Ijóst að Nýi Tími
er gefinn út í sama tilgangi
og Gamli Tími, að boða
fagnaðarerindi Framsókn-
arllokksins og J»á við-
skiptahætti sem SIS eru að
skapi, þannig að tónninn
sem gefinn var í síöasta
leiðara Gamla Tíma um
Samvinnutilboðið á líklega
eftir að setja meiri svip á
Nýja Tíma þegar fram líöa
stundir. Skortur ritstjórans
á umburöarlyndi í garð
frjáLshyggjunnar ber þess
jafnvel merki að biaðið
ætli í nýju fbtunum aö
verða enn andvígara frjáls-
um viöskiptum þar sem
markaðsöflin ráða en
Gamli Tími.
Hve gamalt?
I>etta er ekki í fyrsta
sinn sem Tíminn skiptir
um fot á tiltölulega
skömmum tíma. Hvað þá
heldur þegar litið er til
sögu hans. Annars virðist
aldur Tímans eitthvað vera
á reiki hjá hinum nýju
stjórncndum. í leiðara
fyrsta tölublaðs NT er vitn-
að í grein sem Jónas frá
Hriflu reit í „fyrsta tölu-
blað Tímans 17.mars
1917“ og réttilega talað um
orð sem rituð voru fyrir 67
árum og þar með ættu
menn væntanlega að vera
með tölublað úr 67. ár-
gangi Tímans í höndunum,
en fyrir neðan hinn nýja
haus NT á forsíðu stendur
að þar sé á ferðinni 95.
tölublaö 69. árgangs og sé
það alhugað við hvaða
dagsetningu sé þar miöað
lenda menn í miklum
ógöngum því aö samkvæmt
því sem lesa má á forsíöu
Tímans hófst 69. árgangur
hans með 92. tölublaði
þriðjudaginn 17. apríl síö-
astliðinn.
Eins og áður sagöi er
þetta ekki í fyrsta skipti
sem Tíminn skiptir um fot
í þeirri von að með því tak-
ist blaöinu að tolla í tísk-
unni. l>etta hefur meira að
segja áður verið gert á 9.
áratugnum þ.e. á árinu
1981 með þeim árangri að
nú hefur verið skipt um þá
áhöfn sem til þess var ráð-
in. í einhverju óðagotinu
hlvtur fæðingardagur
málgagns Framsóknar-
flokksins að hafa týnst
nema prentvillupúkinn hafi
komist í leiðarann líka.
Bylting?
Á undanfornum tíu ár-
um hefur orðið mikið um-
rót í íslenskum blaðaheimi.
Blöð hafa fæðst og dáið,
klofnað og runnið saman á
nýjan leik og samhliða hcf-
ur orðið tæknibylting sem
á sér enga hliðstæðu. I‘eir
NT-menn vita greinilega
ekki af þessu enda að
byrja nýjan tíma og með
Nýjum Tíma verður að
þeirra hógværa mati „ein
mesta bylting íslenskrar
blaðasögu". ()g hógværðin
heldur áfram: „Eftir nær
áratugs stöðnun í íslensk-
um blaðaheimi" á nú að
gera „tilraun til að rífa
þennan heim (!) upp úr
djúpum öldudal". Fæstir
hefðu líklega átt von á því
að Tíminn yrði byltingarafl
með tilstuðlan SÍS. Að
stjórnendur Tímans skuli
standa í þeirri trú er þó
auövitað bylting.
ASÍ, VSÍ og Landsvirkjun við samningaborðið:
Einn kjarasamningur
fyrir allar virkjanir
200 milljónum varið til framkvæmda við Blönduvirkjun í sumar
„OKKUR þykir ekki vænlegt að byrja
framkvæmdir við Blöndu í sumar án
þess að Ijúka samningagerðinni viö
starfsmenn. I>ví er stefnt að því að
hraöa henni eins og kostur er,“ sagði
Páll Olafsson, aðstoöarbyggingar-
stjóri Landsvirkjunar, í samtali við
blaðamann Mbl. um yfirstandandi
samningaviöræður um kaup og kjör á
virkjunarstöðum um allt land. Að
samningagerðinni standa Landsvirkj-
un, Vinnuveitendasamband íslands
og Alþýðusamband íslands.
Samningar þessir hafa verið
lengi á döfinni en viðræðurnar lágu
niðri um tíma í vetur á meðan ASÍ
og VSÍ gerðu heildarsamkomulag
sitt. „Rammi þessa samnings er
samkomulag um kaup og kjör á
Þjórsár- og Tungnaársvæðinu,"
sagði Páll Ólafsson. „Hann mun ná
til allra starfsgreina og fela í sér
samræmingu á ýmsum atriðum,
sem varða aðbúnað og fleira á
virkjunarsvæðum. Þetta er góður
rammi en það á eftir að víkka hann
talsvert út, svo að samningurinn
geti gilt um allt land. Vonandi tekst
það á næstu vikum."
Sverrir Hermannsson, iðnaðar-
ráðherra, sagði í samtali við blaða-
mann Mbl., að í sumar yrði unnið
við jarðgangagerð fyrir væntanlegt
stöðvarhús Blönduvirkjunar. I
sumar verður unnið fyrir um 200
milljónir króna, sem er um þriðj-
ungur þess er upphaflega var áætl-
að að vinna fyrir á þessu ári.
Ákvörðun um niðurskurðinn var
tekin sl. haust, eins og lesendur
kann að reka minni til. „Það er ver-
ið að athuga tilboð, sem hafa komið
í þessa vinnu," sagði iðnaðarráð-
herra, „og ég held að mér sé óhætt
aö fullyrða að það hafi komið ágæt-
lega hagstæð tilboð."
Hann sagði að að óbreyttu yrði
ekki varið meira fjármagni til
virkjunarinnar en þessum 200
milljónum. „Ef takast samningar á
næstunni um 50% stækkun álvers-
ins þá þyrfti að setja meiri hraða í
framkvæmdirnar," sagði iðnaðar-
ráðherra. „Þeirri samningagerð
hefur seinkað nokkuð vegna veik-
inda aðalsamningamannsins þeirra
í Sviss og því er erfitt að segja
nokkuð um horfur í því máli sem
stendur. Það er augljóst, að það
gæti orðið mjög dýrt að auka hrað-
ann í þessum framkvæmdum, það
þyrfti m.a. að fjármagna með aukn-
um erlendum lánum, en af því verð-
ur ekki nema samið verði fljótlega
um stækkun álversins. Mín skoðun
er nefnilega sú, að það sé óheppilegt
að eiga virkjanir án þess að geta
ráðstafað orkunni, sem þær fram-
leiða," sagði Sverrir Hermannsson.
Kæra Kristjáns send saksóknara
KÆRA Kristjáns Péturssonar,
deildarstjóra í tollgæzlunni á
Keflavíkurflugvelli, hefur verið
send ríkissaksóknara til umfjöllun-
ar. Svo sem fram kom í Mbl. í gær
hefur Kristján kært Guðmund Karl
Jónsson, forstjóra Fríhafnarinnar,
fyrir það sem hann telur ólöglega
sölu til ferðamanna á bjór í Frí-
höfninni á Keflavíkurflugvelli.
Kristján telur bjórsöluna brjóta í
bága við 7. málsgrein 82. greinar
laga frá 1969 um sölu á áfengu öli
yfir 2U%. Þá leggur hann fram
kæru á hendur Þorgeiri Þorsteins-
syni, lögreglustjóra á Keflavíkur-
flugvelli, fyrir að hafa gefið toll-
þjónum fyrirmæli um að afgreiða
bjór í blóra við gildandi lög.