Morgunblaðið - 26.04.1984, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1984
18
allir miklir persónuleikar, sem lifa
enn í hugum nemenda sinna og
verkum sínum. Yngri kynslóðir
komast ekki hjá að gefa gaum
rannsóknum þeirra, jafnvel þótt
þær fallist ekki á skoðanir þeirra
nema að nokkru leyti.
Einar Ólafur kenndi mér aðeins
eitt misseri, haustið 1933, í forföll-
um bókmenntakennara míns, Sig-
urðar Nordals. Við kynntumst því
lítið á þessum tíma. Við vorum þó
málkunnugir, og auðvitað las ég
rit hans og ritgerðir. Kunnings-
skapur okkar Einars Ólafs hófst
ekki að ráði fyrr en 1951, er ég
gerðist starfsmaður Háskólans.
Mig grunar, að Einar — og Sig-
urður Nordal — beri höfuðábyrgð
á því, að ég var valinn úr mörgum
umsækjendum til þess að gerast
eftirmaður Björns Guðfinnssonar
við Háskólann.
Þó að við Einar kenndum ekki
sömu grein við Háskólann, æxlað-
ist það svo, að stuttu eftir að ég
tók við starfi, varð hann nánasti
samstarfsmaður minn einhver við
stofnunina. Það er erfitt — líklega
ógerningur — að skýra, hvernig á
þessu stóð. Við vorum mjög ólíkr-
ar gerðar, að mér fannst.
En einhver sameiginleg áhuga-
mál drógu okkur saman. Það kann
að hafa verið afstaðan til íslenzks
máls. Við höfðum báðir mikinn
áhuga á málrækt. Einar var einn-
ig mjög fróður og áhugasamur um
höfuðviðfangsefni mitt í fræðun-
um, skýringu orða og orðtaka.
Þetta varðaði textafræðilegar
rannsóknir hans og athuganir
hans á þjóðháttum. Eitthvað
fleira hefir verið hér á ferðinni.
Líklega er oftast ógerningur að
segja, hvernig eða hvers vegna
vináttubönd hnýtast meðal
manna.
Við Einar Ólafur áttum saman
sæti í ýmsum nefndum á vegum
Heimspekideildar, skömmu eftir
að ég tók þar við starfi. En sam-
vinna okkar hófst að marki, þegar
ég var ráðinn starfsmaður Orða-
bókarnefndar (nú Orðabókar-
stjórnar) Háskólans. Nefndin
hafði með höndum söfnun og
smíði nýyrða á vegum Mennta-
málaráðuneytis. Þetta mun hafa
verið 1953, því að fyrsta safnið,
sem ég sá u:n útgáfu á (Nýyrði II),
kom út 1954. Einar ólafur átti
sæti í Orðabókarnefndinni til 1962
og starfaði af lífi og sál að nýyrða-
málunum. Hann átti mikinn þátt í
öllum söfnunum, sem út komu
(Nýyrði I—IV og Tækniorðasafn
Sigurðar Guðmundssonar). Yfir-
gripsmikil þekking Einars ólafs á
íslenzku máli — ekki aðeins bók-
máli, fornu og nýju, heldur einnig
alþýðumálinu, einkum skaft-
fellsku — ásamt óvenjunæmum
málsmekk og kunnáttu í ger-
manskri málfræði gerðu hann að
afburðagóðum nýyrðasmiði. Ég
hygg, að alþýðumálið hafi reynzt
honum drýgst ásamt næmleika
fyrir því, sem lífvænlegt væri.
Einar ólafur Sveinson var
skipaður forstöðumaður Hand-
ritastofnunar 1962 og jafnframt
formaður stjórnar hennar. Ég átti
sæti í stjórninni um tíu ára skeið
(1962—1972). Eðlilega áttum við
Einar mikið samstarf að þessum
málum og raunar handritamálinu
almennt. Ég minnist þess ekki, að
okkur sinnaðist utan einu sinni, en
það jafnaðist fljótlega og varð
okkur ekki að flaumslitum. Mörg
erfið mál þurfti að leysa. Ég vil
aðeins minnast á, að menn voru
ekki á eitt sáttir um samastað
Handritastofnunar. Sumir vildu
koma henni fyrir í Landsbóka-
safni, þar til Þjóðarbókhlaða risi.
Við Einar vorum á öðru máli og
raunar margir fleiri. Niðurstaðan
varð sú, að Arnagarður var reistur
með samvinnu Háskólans og ríkis-
ins. Þetta er löng saga, sem hér
verður ekki rakin.
Einar lagði mikla vinnu í að
ákveða fyrirkomulag húsnæðis
stofnunarinnar, og áttum við
Valgarð Thoroddsen marga ferð
heim til hans til þess að bolla-
leggja um ýmsa hluti, sem þetta
varðaði. Þá voru aðalstöðvar
stofnunarinnar á heimili Einars,
þó að starfsmenn ynnu í Lands-
bókasafni. í öllum stjórnarstörf-
um sýndi Einar hyggindi og lagni.
En oft var honum þungt í skapi.
Hér að framan hefi ég aðeins
minnzt á tvö mál, sem við Einar
ólafur unnum að saman. En vita-
skuld voru þau miklu fleiri. Hér er
aðeins tóm til að geta þess, að
fræðileg samvinna okkar var mik-
il, enda höfðum við gagnkvæman
áhuga hvor á annars verkum.
Um ritverk Einars ólafs ætla ég
ekki að fjalla sérstaklega. Ég hefi
áður gert þeim nokkur skil, sbr.
Vísi, 12. des. 1964. En mig langar
til að minnast almennt á fræði-
manninn. Einar ólafur var um-
fram allt textafræðingur — fílólóg
— í víðustu merkingu þess orðs.
Viðfangsefni hans var textar —
framar öllu er hann kunnur af
rannsóknum sínum á Njálu. Hann
rannsakaði texta frá öllum hugs-
anlegum sjónarmiðum, athugaði
handrit þeirra, skýrði orð þeirra
og orðasambönd frá málfræðilegu
og merkingarlegu sjónarmiði, bar
þá saman við aðra texta, reyndi að
ákveða aldur þeirra og finna bók-
menntalegt samhengi þeirra. Auk
þess var hann glöggur á list text-
anna og skrifaði margt skemmti-
legt um hana.
Einar ólafur leit aldrei á verk-
efni sitt frá einu sjónarhorni,
heldur mörgum, og dró ekki álykt-
anir nema eftir víðtæka rannsókn.
Þess vegna voru niðurstöður hans
traustar, eftir því sem unnt er í
mannlegum fræðum. Einar kallaði
þá „grillufangara", sem aðeins litu
á málin frá einu sjónarmiði. Það
var ljótasta orð í hans munni.
Einar Ólafur fékkst aðallega við
íslenzka miðaldatexta, en ein-
skorðaði sig þó ekki við þá. Hann
var jafnframt þjóðfræðingur og
þjóðháttafræðingur. Hann var yf-
irleitt einn af fróðustu mönnum í
íslenzkri menningarsögu.
Einar ólafur var frumlegur
fræðimaður, sem lét ímyndunar-
aflið ekki hlaupa með sig í gönur,
heldur lét skynsemina hafa
taumhald á því.
Einar ólafur Sveinsson var
fæddur í sveit. Það hefir að líkind-
um verið honum styrkur að ýmsu
leyti. En hann varð — og hefir ef
til vili í eðli sínu alltaf verið —
heimsborgari. Hann ferðaðist
víða, vestur til Kaliforníu og aust-
ur til Kína. Hvarvetna bar hann
með sér íslenzka menningu, flutti
fyrirlestra og fræddi aðra um bók-
menningu lands síns.
Heimili Einars Ólafs var opið
vinum hans og starfsbræðrum,
innlendum sem erlendum. Kona
hans, frú Kristjana Þorsteinsdótt-
ir, var mikil húsfreyja í góðum og
gömlum stíl. Enga konu hefi ég
þekkt, sem annarra hefir verið um
velferð og heiður manns síns.
Á engu heimili hefi ég hitt fleiri
gesti, íslenzka sem erlenda vini
þeirra hjóna. Þar var alltaf vel
veitt og tekið á móti gestum með
hlýju handtaki og góðum hug. Þar
voru veizlur tíðar og margt spjall-
að í gamni og alvöru. Rausn og
höfðingsskapur sat í fyrirrúmi, og
af þessum fundum fóru menn
glaðir og reifir.
En Einar ólafur var ekki vinur
allra. Hann gat verið þungur á
bárunni, þó að hann væri friðarins
maður framar öllu. Hann hafði til
að bera mikinn metnað. Án hans
hefði hann ekki komizt svo langt
sem hann komst. Hann var minn-
ugur á alla hluti og þá ekki sfður á
misgerðir en annað. En jafnframt
var hann vinur vina sinna og
tryggðatröll.
Að lokum vil ég minnast sér-
staklega margra stunda, sem við
Sigríður áttum ein með Einari og
Kristjönu á heimili þeirra. Þá var
talað af hreinskilni og hlýjum hug
— ef til vill yfir góðum veigum.
Slíkir vinafundir gleymast aldrei.
Við sendum Sveini Einarssyni
og fjölskyldu hans kveðjur, um
leið og við minnumst heimilisins á
Oddagötu 6.
Halldór Halldórsson
Halló, er þetta fjórir þrátíu og
einn? Er hann Einar frændi minn
heima? Þannig hófust samtöl mín
við frænda minn um nítján hundr-
uð og þrjátíu í samskiptatæki þess
tíma, sem var síminn, en ég var
ekki sérlega sterkur í málinu á
þeim árum. Svarið var hlýlegt og
þægilegf, og alla þá tíð, sem ég
man eftir Einari, var svarið það
sama, hlýlegt og þægilegt.
Einar átti ekki langt að sækja
þessa sérstöku eiginleika. Foreldr-
ar hans voru Sveinn Ólafsson,
bóndi og orðlagður smiður í Mýr-
dal, og Vilborg Einarsdóttir. Sem
dæmi um snilli Sveins sem smiðs
má taka fram, að hann frétti eitt
sinn, að komin væri saumavél á
bæ nokkurn í Rangárvallasýslu.
Morgun einn fór hann á Mercedes
þess tíma, úrvals hesti, og reið
Jökulsá og kannske Markarfljót
til að skoða gripinn. Að kvöldi
þess dags kom hann heim, og með
rósemi og góðri yfirvegun smíðaði
hann saumavél handa Vilborgu.
Slík gersemi þótti vélin, að hún
var sýnd á iðnsýningu sennilega
árið 1907, og týndist þar. í leitirn-
ar kom hún siðar, en týndist að
nýju þegar Sveinn lézt og það í
marga áratugi og var þó mikið
leitað, en er nú í góðri varðveizlu.
Sveinn var afi minn, og man ég
hann vel, þvf að ég var níu ára,
þegar hann féll frá. Hann var
mjög rólyndur maður, prúðmann-
legur og öll framkoma hans bar
vott rólegri yfirvegun. Hann fór
kannske hægt áfram, en þurfti
ekki við að snúa.
Einar fæddist að Höfðabrekku í
Mýrdal og ólst þar upp, yngstur f
hópi þriggja bræðra. Vilborg og
Sveinn vissu, að þau áttu ekki
annan auð en þess þrjá drengi og
dugnað sinn. Þau virðast hafa sett
upp það sem á nútímamáli heitir
langtimaáætlun og reyndar gilti
sú áætlun fyrir fleiri kynslóðir
eftir þau. Til þess þurfti miklu að
fórna og var það gert af stakri
ósérhlífni. Fyrst var jörðin Höfða-
brekka seld og fór hún til að kosta
nám elzta sonarins, Karls, en
hann lauk verkfræðiprófi í Þýzka-
landi, en lézt síðan úr spönsku
veikinni. I Mýrdalnum var fylgzt
vel með þessu, og slíkar voru vin-
sældir þessa fólks, að eftir lát
Karls voru skírðir eftir honum
nokkrir drengir, sem vel hefur úr
rætzt.
Þegar Höfðabrekkan var seld,
keyptu þau Suður-Hvamm í Mýr-
dal, ræktuðu jörðina upp, en jafn-
framt var annazt um skólagöngu
hinna tvegga sonanna, Gústafs
Adolfs (föður míns) og Einars
ólafs. Skólinn var fyrst Flensborg
í Hafnarfirði, en síðar Mennta-
skólinn í Reykjavfk og loks Kaup-
mannahafnarháskóli. Af þessu
sést, að myndarlega var staðið að
menntun bræðranna. Á hverju
hausti fór amma með synina suð-
ur á hestum, en á vorin gengu þeir
heim aftur, tæplega 200 kílómetra
óraveg, og voru þá ekki komnar
brýr á flestar ár. Ég hef uppi á
Hellisheiði séð stíga klappaða í
hraunhellurnar eftir þessi fótspor
og horfi á þau með virðingu fyrir
þvi, sem fólk hefur viljað leggja á
sig til að afla menntunar og sorg-
legt er að horfa á, að fólk skuli
ekki nenna að afla sér menntunar
nú á tímum, þótt góðum gáfum sé
gætt.
Þar eð ekki var hægt að kaupa
nema eitt sett af bókum, voru þeir
saman í bekk, Einar og faðir
minn, og fylgdust þeir að í gegnum
Flensborg og Menntaskólann. Ég
hef séð einkunnaskrár föður míns,
og þær einkunnir, sem Einar fékk,
voru hliðstæðar. Bera þær með
sér, að ekki var orku afa og ömmu
á glæ kastað, þótt miklu væri
fórnað.
Mótlæti reyndu þau Vilborg og
Sveinn. Fyrst misstu þau elzta
soninn, svo sem áður er sagt, en
síðan veiktist Einar af berklum,
en hann var þá við nám í Kaup-
mannahöfn. Var honum vart hug-
að líf, enda var þá lítið um lækn-
ingu annað en liggja og hvílast.
Fór þá amma til Kaupmannahafn-
ar, mállaus með öllu á dönsku, til
að vera hjá honum unz yfir lyki.
Brá þá svo við að honum batnaði
sóttin, og er ekki vitað, hvort áhrif
ömmu hafi verið um að ræða eða
önnur áhrif, en amma var mjög
trúuð kona og hafði samband við
aðrar verur. Á því kann ég þó ekki
deili.
Upp reis Einar og lauk sínu
námi með miklum heiðri. Námið
endaði á doktorsritgerð, sem hann
varði við Háskóla íslands. Eru
gerðar þar strangari kröfur en
annars staðar, þar sem kaupa má
doktorstitla í búð eins og sælgæti.
Á starfsævi sinni var hann orð-
lagður vísindamaður í fornum
fræðum og fór það orð víða um
lönd. Hann var boðinn til að halda
fyrirlestra í fjöldamörgum lönd-
um og var alls staðar foreldrum
sínum, fjölskyldu og landi til
sóma. Lengra er ekki hægt að
komast.
Um vísindastörf hans ætla ég
ekki að hafa mörg orð, enda tel ég
flesta færari um að fjalla en mig,
en í einkalífi sínu átti hann gæfu
að fagna. Hann kvæntist konu,
sem reyndist honum vel, Krist-
jönu Þorsteinsdóttur, og eignuðust
þau son, Svein Einarsson, sem er
landsþekktur maður á bezta aldri,
og hefur m.a. gegnt starfi Þjóð-
leikhússtjóra um langt árabil. í
slíku starfi veitir ekki af rósemi-
erfðaeiginleikum þar eð allir
kunna betur að stýra en sá, sem
við stýrið situr. Hann er kvæntur
Þóru Kristjánsdóttur listfræðingi,
sem veitir Kjarvalsstöðum for-
stöðu, og eiga þau eina dóttur,
Ástu Kristjönu, og ber hún vel
með sér ættarmót afa síns og
langömmu.
Eins og öll afabörn, var þessi
litla stúlka mikill augasteinn af-
ans og ömmunnar, enda eru góð
afabörn mikill auður og ómetan-
legur.
Síðustu árin var Einar heilsulít-
ill. Þó var alltaf sama hlýjan, sem
frá honum stafaði og breyttist það
aldrei frá fyrstu tíð. Hann var
góður maður og vandaður og mér
finnst mikið skarð fyrir skildi, að
hans skuli ekki njóta lengur við.
Það gleður mig þó mjög, að stund-
um er rödd hans í útvarpinu og les
úr Njálu. í þeirri framsögn kemur
fram sá Einar, sem allir þekktu,
og væri sannarlega athugandi
fyrir Ríkisútvarpið, að taka sig nú
til að gefa út „hljóðbók" á kassett-
um af upplestri hans úr Njálu.
Þarf slíkt tiltæki ekki að kosta
mikið, en gæti verið verðugt
þakklæti þeirrar stofnunar fyrir
það, að hann gat með þeim upp-
lestri gert þann fjölmiðil áheyri-
legri en ella.
Einar skilaði góðu lífi og er ég
þakklátur fyrir að hafa fengið
tækifæri til að njóta hluta þess.
Sveinn Torfi Sveinsson
„Lesandinn hefur sigrazt á sál-
arkvölinni, hugur hans hefur að
nýju hiotið nokkuð af hreinleika
og heiðríkju barnshugans, og hann
er, þrátt fyrir allt, aftur til þess
búinn að lifa lífinu áfram, glaður,
með góðan vilja og óhryggur."
Með þessum orðum lauk Einar
Ólafur kaflanum um lífsskoðanir í
formálanum fyrir útgáfu sinni á
Brennu-Njáls sögu.
Ef þannig má lifa af mikinn
harmleik, hversu óhrygg og vilja-
góð megum við ekki vera, þá lokið
er miklu, auðugu og farsælu lífi
aldins höfðingja?
Þegar við, vinir og lærisveinar
Einars Ólafs, kveðjum hann í dag
erum við að kveðja heila öld.
Við kveðjum öld þeirra evr-
ópsku húmanista sem ólust upp í
heilum heimi pósitívismans en
uppgötvuðu takmarkanir hans,
virkjuðu í þess stað heima draums
og fantasíu, dul og óræði myrkra
meginlanda mannssálarinnar, og
skiluðu öllum þessum arfi inn í
sundraðan nútímann.
Eftir þá Njálsbrennu var það
ekki öllum gefið sem Einari Ólafi
að sigrast á sálarkvöl og öðlast
aftur heiðríkju barnshugans.
Við, yngsta kynslóð manna, sem
erum þó orðnir nógu gamlir til
þess að hafa um hríð verið sam-
starfsmenn Einars ólafs við
Heimspekideild Háskóla íslands,
kveðjum líka með honum öld
þeirra manna sem í öndverðu
reistu merki íslenskra fræða við
þá stofnun. Það var „feðranna
frægð", fornar bókmenntir ís-
lenskar, sem á æskudögum Há-
skólans varp mestum Ijóma á við-
fangsefni íslenskra hugvísinda.
Þar unnu þeir að hver af öðrum
Björn M. Ólsen, Sigurður Nordal
og Einar Ólafur Sveinsson.
Allir höfðu þeir ungir hlotið vís-
indalega þjálfun og útsýn til Evr-
ópumenningar i skjóli okkar
„gömlu móður", Kaupmannahafn-
arháskóla í borginni við Sundið.
1 þeirra hlut kom að reisa hér
heima nýtt virki fræðanna og þar
var Einar Ólafur yngsti bygg-
ingameistarinn, og oft er hann sá
sem mestu ræður um ásýnd hverr-
ar hallar.
f þessum fáum kveðjuorðum
verða ekki rakin embættis- eða
vísindastörf Einars Ólafs, því að
það þykist ég vita að verði gert af
öðrum sem er nákomnari og kunn-
ugri sérfræðasviði hans, íslensk-
um bókmenntum fornum.
Aðeins skal það sagt að þar voru
afköst hans með ólfkindum mikil
og spönnuðu allar greinar fornra
bókmennta eins og fjölmörg sér-
stök rit hans um íslenskar forn-
bókmenntir, formálar hans og út-
gáfur á mörgum sögum og hið
mikla verk um Eddukvæði bera
vitni um. En þjóðsögur og -kvæði
áttu einnig ást hans og elju, og í
þjóðsagnafræðum gerðist hann
brautryðjandi sem er í hávegum
hafður alls staðar þar sem þau
fræði eru iðkuð við vestur-evrópsk
menntasetur.
Þá samdi hann og nokkrar
greinar um islenskan skáldskap
frá síðari timum sem og um ein-
stök sígild evrópsk verk og höf-
unda.
Hann þýddi útlendan skáldskap
á íslensku, var sjálfur Ijóðskáld og
samdi húmanískar ritgerðir utan
fræðasviða sinna.
í fáum orðum sagt var hann
fágætlega fjölhæfur og víðfeðmur
vísindamaður og margslunginn og
listrænn rithöfundur.
Atvik höguðu því svo að ég naut
ekki beinnar handleiðslu Einars
Ólafs við fræðilega þjálfun á
skólaárunum því að verkefni mín
voru ekki á hans sérsviði. En þeg-
ar ég kynntist honum og viðhorf-
um hans betur persónulega síðar,
mat ég hann æ meir.
Þekking hans var ótrúleg og
minnið með. Ást hans á skáldskap
og fegurð orðlistar var ástríðu-
þrungin. Þetta ásamt langri þjálf-
un og stöðugri hugsun gaf honum
meira innsæi í heim bókmennta
en flestum var gefið.
Hann vissi að sérhvert mikils-
háttar skáldverk er flóknari ver-
öld og á sér margbrotnari sköp-
unarsögu en svo, að því hæfi ein-
faldar skýringar. Hann féll heldur
aldrei fyrir ódýrum lausnum.
Hann, sem átti flestum næmari
tilfinning fyrir draumum og dul
og skynjaði fantasíu og ævintýr
lífs og skáldskapar öðrum betur,
lét ávallt ráða í vfsindaverki sínu
skarpa athugun og heiða dóm-
greind. Þess vegna lét hann aldrei
ljómann af stórum allsherjar-
kenningum blinda sjón sína.
Einhvern tíma bar á góma í
samræðu okkar glæsta kenning
sem virtist leysa vanda með ein-
földum hætti, og ég spurði hann
þá hvort mann með alla hans yfir-
sýn og miklu þekking hefði aldrei
langað til að smfða eitthvert þess
háttar bókmenntafræðilegt lása-
gras er upp lyki flestum leyndar-
dómum.
Hann sat hljóður um stund,
smáhló svo og sagði: — Æ, mér
hefur alltaf leiðst öll vitleysa.
Hann trúði ekki á allsherjar-
lausnir á flóknum vandamálum en
mat þeim mun meir vel unnin verk
sem þokuðu fræðunum spölkorn
áleiðis.
„Allir höfðu þeir góðan vilja,"
sagði hann um þá er unnið höfðu
að rannsóknum á Brennu-Njáls
sögu á undan honum.
Og fátt mat hann hærra en góð-
an vilja. Svo vitur maður og lang-
menntaður sem hann var, vissi
hann að öllu lífi mannanna og
allri viðleitni þeirra eru takmörk
sett, ekki síst þekkingunni. Með
góðum vilja má þó ná langt og án
hans verður ekkert gott verk unn-
ið. Hann, sem þokaði úr vegi fleiri
þungum björgum en flestir menn,
sætti sig vel við þá austurlensku
speki að sá, sem hrærir eitt sand-
korn á hafsins strönd, hreyfir um
leið allan heiminn.
Einar ólafur hlaut ungur vís-
indaþjálfun við trausta fræðastóla
Hafnarháskóla og bar alla ævi