Morgunblaðið - 26.04.1984, Síða 22

Morgunblaðið - 26.04.1984, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1984 fHtfgtntliltiMfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakiö. Vidbrögð sem vekja spurningar Með lögum skal land byggja. Þetta er grundvallarviðhorf sem þorri þjóðarinnar hefur virt um aldir og vill varðveita til framtíðar. Annað meginatriði í hugum fólks, sem standa vill vörð um þingræði og lýðræði í landinu, er að allir skuli jafnir fyrir lög- unum, bæði fólk og fyrirtæki. Samkvæmt gildandi lögum um vörugjald og söluskatt bar að leggja þessi gjöld á drykkj- arvörur sem blandaðar eru úr mjólk eða mjólkurafurðum og öðrum efnum, svo sem bragð- efnum. Þessi skattakvöð hefur verið lögbundin síðan 1978. Þessari skattheimtu var hinsvegar ekki framfylgt, þrátt fyrir skýlaus lagaákvæði, gagn- vart tilteknum aukaafurðum, unnum úr mjólk, s.s. kókó- mjólk, jóga og mangósopa. Það var ekki fyrr en farið var ofan í saumana á fyrirsjáanlegum ríkissjóðshalla 1984 að í ljós kemur, að lögum um álagningu vörugjalds og söluskatts hefur ekki verið framfylgt að þessu leyti. Albert Guðmundsson, fjár- málaráðherra, gefur síðan fyrirmæli um innheimtu þess- ara gjalda. Hann krefur þau hinsvegar ekki aftur í tímann, frá 1978, eins'Og heimildir stóðu til, heldur frá 1. apríl sl. Það verklag var efalítið valið til að menn gætu orðið sæmilega sáttir, eftir sem áður. Sú varð þó ekki raunin á. Ákvörðun ráðherra um að framfylgja lögum, sem hér um ræðir, hefur mætt hinum furðulegustu viðbrögðum. Viss hagsmunaöfl, tengd búvöru- sölu, hafa gert slíkt uppistand, utan þings og innan, að fá dæmi ef nokkur eru um hlið- stæða framkomu. Þessi við- brögð koma m.a. fram í eftir- farandi: • Býsnast er yfir sjálfsagðri ákvörðun fjármálaráðherra um innheimtu lögákveðinna gjalda. • Þverkallast er við að fram- fylgja lögstuddum fyrirmælum ráðherra á sama hátt og aðrir, sem undir lögin heyra, þurfa að gera, hvort sem þeim er það ljúft eða leitt. • Vörur þær, sem um ræðir, eru teknar af markaði, hvað sem eftirspurn eða vilja neyt- enda líður. • Framsóknarmenn rjúka síð- an til með flutning frumvarpa á Alþingi, sem undanþiggja, ef samþykkt verða, vörur þessar viðkomandi gjöldum. Þessi frumvarpsflutningur felur í raun í sér viðurkenningu á gjaldskyldu vörunnar, að óbreyttum lögum. Engu að síð- ur er gjörningurinn samhang- andi þeim viðbrögðum öðrum hjá hagsmunaöflum „mango- liðsins" — í kjölfar ákvörðunar um að framfylgja lögum á sama hátt gagnvart öllum sem undir þau heyra. • Síðast en ekki sízt segir það sína sögu að fjórir ráðherrar af tíu skuli settir í sérstaka ráð- herranefnd til að fjalla um jóg- ann og mangósopann! „Margt er skrítið í kýrhausn- um“, segir máltækið. Það kem- ur ekki sízt í Ijós þegar tilraun er gerð til að framfylgja lögum gagnvart þeim, sem telja að þau eigi að gilda um alla aðra en þá sjálfa. Sölutækni SÍS að verður að telja eðlilegt að nokkur umframfram- leiðsla kindakjöts eigi sér stað í góðærum, ef við eigum að vera sjálfum okkur nógir um þessa vöru þegar verr árar. Það er hinsvegar ekki eðlilegt að sláturkostnaður né geymslu- kostnaður kjöts sé jafn hár og raun ber vitni. Því var haldið fram af fleirum en einum þing- manni, er geymsla og sala kindakjöts úr landi kom til um- ræðu á Alþingi á dögunum, að „það sé meiri gróðavegur að geyma kjöt en seija það á Is- landi“! Það er heldur ekki rétt að Bú- vörudeild SÍS, sem er nær eini útflytjandi kjöts af landinu, taki söluþóknun af mun hærra „verði" en fyrir það fæst á er- lendum mörkuðum. Söluverð útflutts dilkakjöts var frá tutt- ugu og átta til sjötíu og þrjár krónur á kíló á sl. ári, eftir löndum og vinnslu vörunnar. Engu að síður fékk SÍS sölu- þóknun af reiknuðu verði kr. 75.62 fram til 1. október sl. og kr. 129.32 eftir það. Það er ekki verjandi að reikna þann veg söluþóknun af útflutningsbót- um, sem sóttar eru í vasa skattgreiðenda. Það skapar ekki sterkan hvata til að ná hærra söluverði ef söluþóknun miðast ekki við raunverð heldur tilbúna reikni- tölu. Það ýtir heldur ekki undir þá þróun í vinnslu vörunnar á erlendan markað, sem æskileg er. Það þjónar hvorki hagsmun- um bænda, sem framleiðenda, né skattgreiðenda, sem útflutn- ingsbæturnar borga, að hokra í sama SlS-farinu í þessu efni. Framtíðarkönnun — næsta aldarfjórðungi „ÉG HELD að það sé margt sem bendir til þess að við séum í nokkuð góðri stöðu í þessu sambandi. Við eigum t.d. miklu meira landrými en flestar þjóðir. Varla verður hér vatnsskortur á næstunni. Hér höfum við næga möguleika til þess að framleiða mat bæði fyrir okkur og aðra. Við höfum hér ónýtta orku í ríkum mæli og síðast en ekki síst þá er íslenska þjóðin á háu þekkingarstigi, sem kannski verður okkar mesta auðlind," sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, á fundi með fréttamönnum í gær, þar sem hann kynnti verkefnið „Framtíðarkönnun — ísland næsta aldarfjórðunginn“ sem verið er að hleypa af stokkunum um þessar mundir, en þessi könnun á líklcgri framtíðarþróun og stöðu íslands næsta aidarfjóröunginn verður nú framkvæmd í samræmi við samþykkt ríkisstjórnarinnar frá því 29. desember sl. Tilgangurinn með svona athugun verður sá að gera stjórnvöidum, at- vinnuvegum og einstaklingum kleift að marka stefnu á ýmsum sviðum þjóðmála til iengri tíma, og hefur undirbúningur þessa verkefnis farið fram að undanförnu á vegum for- sætisráðherra. Er gert ráð fyrir að 30 til 40 manns myndi ráðgjafahóp sem leggi drög að því hvernig að könnuninni verði staðið, en úr hópi ráðgjafanefndarinnar hefur aftur verið valin 7 manna framkvæmda- nefnd og veitir Jón Sigurðsson, for- stjóri Þjóðhagsstofnunar nefndinni formennsku en aðrir í nefndinni eru Davíð Scheving Thorsteinsson, iðn- rekandi, Guðrún Jónsdóttir arkí- tekt, Helga Jónsdóttir lögfræðing- ur, Ingjaldur Hannibalsson verk- fræðingur, Tryggvi Gíslason skól- ameistari og Vilhjálmur Lúðvíksson verkfræðingur. Auk þess verður ráðinn starfsmaður/verkefnisstjóri, til tveggja ára, og mun hann hafa aðsetur á Þjóðhagsstofnun. Samkvæmt því sem kemur fram í skipunarbréfi nefndarmanna, þá verður lögð áhersla á eftirfarandi atriði við könnunina: 1. Að greina líklega þróun næsta aldarfjórðungs í nýtingu auðlinda til lands og sjávar, á mannafla, menntun og þekkingu landsmanna, alþjóðlegum viðskiptum og verka- skiptingu, verðlagningu á helstu að- föngum og afurðum, og á áhrifum á atvinnulíf og afkomu landsmanna og samskipta við umheiminn. 2. Að benda eftir föngum á þær þjóðfélagsbreytingar og breytingar á gildismati og viðhorfum, sem lík- legar eru samhliða ofangreindri þróun. 3. Að gera tillögur um megin- markmið á hinum ýmsu þjóðfé- lagssviðum í ljósi framtíðarspár. 4. A-ð greina helstu leiðir, sem til greina koma, til að ná settum markmiðum og draga fram þau at- riði, sem bæta þarf til þess að tryggja sem best stöðu þjóðarinnar á komandi árum. Er stefnt að því að skýrsla þessi verði lögð fyrir ríkisstjórnina fyrir árslok 1985. Forsætisráðherra sagði á fundin- um í gær er hann gerði tilgang svona athugunar að umræðuefni: „Það er sannfæring okkar að betra sé að vita hvert við stefnum, og kannski nauðsynlegt ef vel á að Hér sést hvernig kirkjan er löguð. Tvær álmur teygja sig út frá kirkjuskipinu. Hafnarfjörður: Víðistaðakirkja reist Á SKÍRDAG voru þaksperrur Víðistaöakirkju í Hafnarfirði reistar. Við þann atburð var messað í kirkjunni og fjögur börn skírð. Sr. Sigurður H. Guðmundsson prestur í Víðistaðaprestakalli sagði að gert væri ráð fyrir að kirkjan yrði fokheld í vor, en bygging kirkjunnar hefur tekið þrjú ár. Við athöfnina var kirkj- unni afhent gjöf frá ónefndri konu að upphæð 500 þúsund krónur. Bygging kirkjunnar hefur eink- um verið fjármögnuð með sam- skotum og framlögum úr bæjar- sjóði. I kirkjunni verður góð að- staða fyrir félagsstarfsemi hvers konar, svo sem fermingarundir- búning, og í sjálfum salnum er rúm fyrir 250—300 manns. Öli G.H. Þórðarson teiknaði kirkjuna og listmálarinn Baltasar mun annast veggskreytingu sem verður gerð með svokallaðri Hér messar séra Sigurður H. Guðmund|pon í Víðistaðakirkju, en undir berum himni. fresca-tækni, en þá er málað I blautan múr. Sigurður sagði að mjög góður hljómburður yrði í kirkjunni og mjög auðvelt yrði að koma við hvers konar safnaðar- starfi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.