Morgunblaðið - 26.04.1984, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1984
27
ísland
nn
fara. Ekki bara með því að leysa
aðsteðjandi vanda líðandi stundar,
heldur að menn setji sér markmið
til lengri tíma og það verulega
lengri tíma.“
Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar, var jafnframt á
þessum fundi og hann sagði m.a. um
þetta verkefni: „Ég held að það
blandist fáum hugur um að þetta
vinnulag sem forsætisráðherra
lýsti, að glíma við aðsteðjandi
vanda frá degi til dags, hafi mörg
undanfarin ár sett svip sinn á þjóð-
lífið. Það er áreiðanlega tilraunar-
innar virði að reyna að breyta því
og líta lengra fram.“
Ráðgjafanefndin, sem að sögn
forsætisráðherra á ugglaust eftir að
stækka enn, hittist á sínum fyrsta
fundi í fyrradag. Nefndina skipa
eftirtaldir:
Ágúst Valfells, verkfræðingur,
iðnrekandi,
Alda Möller, matvælafræðingur,
Rannsóknarst. fiskiðnaðarins,
Anna Kristjánsdóttir, stærðfræð-
ingur, Kennaraháskóla íslands,
Frá fundi forsætisráðherra með fréttamönnum í gær. Honum á hægri hönd situr Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhagsstofn-
unar, og á milli þeirra sést Magnús Torfi Ólafsson, blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Ljúsm. Mbi. júIíus.
Árni Bergmann, ritstjóri,
Þjóðviljinn,
Arnþór Garðarsson, dýrafræðingur,
Líffræðistofnun,
Ásmundur Stefánsson,
hagfræðingur, ASÍ,
Séra Bernharður Guðmundsson,
fréttafulltrúi Þjóðkirkjunnar,
Bjarni Einarsson, hagfræðingur,
Framkvæmdastofnun,
Bjarni Þjóðleifsson, læknir,
Landspítalanum,
Björn Friðfinnsson, lögfræðingur,
Samb. ísl. sveitarfél.,
Bolli Héðinsson, hagfræðingur, Far-
manna- og fiskimannasambandið,
Davíð Scheving Thorsteinsson, iðn-
rekandi, Smjörlíki hf.,
Geir Haarde, hagfræðingur, aðstoð-
arm. fjármálaráðherra,
Guðríður Þorsteinsottir, lögmaður
(form. Jafnréttisráðs),
Guðrún Agnarsdóttir, læknir
og alþingismaður,
Guðrún Jónsdóttir, arkítekt,
Reykjavíkurborg,
Haraldur Ólafsson, mannfræðingur,
Háskóla íslands,
Helga Jónsdóttir, lögfræðingur,
aðstoðarm. forsætisráðherra,
Hermann Sveinbjörnsson,
líffræðingur, iðnaðarráðuneytinu
Hjörtur Þórarinsson, bóndi, Tjörn
Ingjaldur Hannibalsson,
verkfræðingur, Iðntæknistofnun,
Jakob Jakobsson, fiskifræðingur,
Hafrannsóknastofnun,
Jón Ormur Halldórsson,
stjórnmálafræðingur,
Hjálparstofnun kirkjunnar,
Jón Sigurðsson, hagfræðingur,
Þjóðhagsstofnun
Jónas Haralz, hagfræðingur,
Landsbanka íslands,
Lilja Ólafsdóttir, deildarstjóri,
SKÝRR,
Magnús Gunnarsson, viðskipta-
fræðingur, VSÍ,
Magnús Torfi Ólafsson, blaða-
fulltrúi ríkisstjórnarinnar,
Sigmundur Guðbjarnarson, verk-
fræðingur, Háskóla íslands,
Sigurður R. Helgason,
viðskiptafræðingur, Björgun hf.,
Sigurður Líndal, lögfræðingur og
sagnfræðingur, Háskóla Islands,
Sveinbjörn Björnsson, eðlisfræðing-
ur, Raunvísindastofnun,
Tryggvi Gíslason. skólameistari,
M.A.,
Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri,
KEA,
Vilhjálmur Lúðvíksson, verkfræð-
ingur, Rannsóknarráði
Þór Jakobsson. veðurfræðingur,
Veðurstofu Islands,
Þórður Friðjónsson, hagfræðingur,
forsætisráðuneyti,
Þorsteinn Gíslason, fiskimálastjóri
Þorvaldur Gylfason, hagfræðingur,
Háskóla íslands.
Fjárfestingahand-
Á blaðamannafundi sögðu útgef-
endur tilganginn með útgáfu Fjár-
festingahandbókarinnar vera að
veita öllum þeim, sem ávaxta þurfa
fjármuni eða leggja í fjárfestingar,
almennar og greinargóðar upplýs-
ingar um þá möguleika sem fyrir
hendi eru og gefa góð ráð. Jafn-
framt sögðu þeir bókina ætlaða
þeim, sem hafa það að starfi að
veita öðrum ráð og einnig telja þeir
hana hentuga til kennslu. Þeir lögðu
áherslu á að ekki þurfi sérfræði-
þekkingu til þess að geta notfært
sér bókina, heldur sé hún þvert á
móti ætluð öllum almenningi og
hafi verið lögð áhersla á að hafa
framsetningu efnis og uppsetningu
aðgengilegt og auðskiljanlegt.
Bókin skiptist í 13 kafla og eru
helstu kaflarnir þessir: Að fjár-
festa, Fjármagn á íslandi, Vá-og líf-
eyristryggingar, Varðveisla fjár í
innlánsstofnunum, Spariskírteini
ríkissjóðs, Happdrættisskuldabréf
ríkissjóðs, Veðskuldabréf, Hluta-
bréf, Fasteignir og Bílaviðskipti.
Útgefendur greindu frá því að
fjölmargir aðilar hefðu lagt lið við
samningu bókarinnar og að kapp-
kostað hefði verið að fá sérfræð-
inga, hvern á sínu sviði, til þess að
fjalla um þá málaflokka er þeir
höfðu mesta og besta þekkingu á.
Bókin er 328 bls. að stærð. Hún er
sett, umbrotin filmuunnin og prent-
uð í Prentstofu G. Benediktssonar
og bundin hjá Arnarfelli. Kápu
hannaði Birgir Andrésson en ljós-
myndir í bókinni eru teknar af Lofti
Ásgeirssyni og Jens Alexanders-
syni.
Gunnar Helgi Hálfdánarson, framkvæmdastjóri Fjárfestingarfélags lslands,
kvnnir fréttamönnum Fjárfestingahandbókina. Honum við hlið situr Gunnar J.
Friðriksson, stjórnarformaður Fjárfestingarfélags íslands, og lengst til hægri er
Magnús Hreggviðsson, framkvæmdastjóri Frjáls Framtaks. Ljósm. Mbl. Emelía.
nýrri
bókin í
Fjárfestingarfélag íslands hf. og
Frjálst framtak hafa sent frá sér Fjár-
festingahandbókina, og er þetta í ann-
að sinn sem bókin er gefin út, en hún
kemur nú út í endurskoðaðri útgáfu,
þar sem verðtrygging og breytingar á
skattalögum hafa verið aðlöguð að
efni bókarinnar. Ritstjóri bókarinnar
er Gunnar Helgi Hálfdánarson, fram-
kvæmdastjóri Fjárfestingarfélags ís-
lands, og ritstýrði hann jafnframt
fyrstu útgáfu.
útgáfii
Gunnar Helgi Hálfdánarson, framkvæmdastjóri Fjárfestingarfélagsins:
„Bankaskírteinin tví-
mælalaust góð fjárfesting“
„Bankaspariskírteinin eru tvímæla-
laust góð og mjög samkeppnishæf fjár-
festing í augnablikinu og miðað við
verðbólguhorfur næstu 6 mánuði verð-
ur þar engin breyting á,“ sagði Gunn-
ar Helgi Hálfdánarson, framkvæmda-
stjóri Fjárfestingarfélags íslands, m.a.
á blaðamannafundinum, þar sem Fjár-
festingahandbókin var kynnt.
Gunnar vildi þó ekki taka afstöðu
til þess hvaða innlánsmöguleikar
bankanna væru hagkvæmastir, þó
sagðist hann tvímælalaust telja að
IB-lán Iðnaðarbankans væru góð
fjárfesting. Gunnar benti á að þeir
sem notfærðu sér þennan skamm-
timafjárfestingarmöguleika sem
væri fólginn í innlán9spariskírtein-
um bankanna yrðu að halda vöku
sinni hvað það snertir að taka féð
út, þegar bindiskyldu væri lokið.
Hann sagöi í því sambandi: „Ef
menn taka ekki féð út, þegar það
losnar, þá er það sett á almenna
sparisjóðsreikninga og ef féð liggur
þannig, þá er ársávöxtun fljót að
fara niður.“
Utlaginn sýndur í Svíþjóð:
Fær góða dóma
IITLAGINN, kvikmynd Ágústs Guð-
mundssonar, hefur að undanförnu feng-
ið góða dóma í sænskum dagblöðum.
Morgunblaðinu hafa borist umsagnir
fjögurra blaða og eru þær allar á svipaða
leið: lltlaginn sé mjög athyglisverð
kvikmynd og í henni takist leikstjóran-
um vel að koma til skila því hatri og
þeim hefndarhug, sem einkennir söguna.
í Aftonbladet segir m.a.: „Þrátt
fyrir nokkra tæknilega galla á mynd-
inni hefur leikstjóranum, Ágúst Guð-
mundssyni, tekist vel að draga upp
sterka og trúverðuga mynd af forfeðr-
um okkar. Það kemur vel fram í tnynd-
inni, að þetta voru menn sem létu
verkin tala. Einhverjir kunna kannski
að fetta fingur út i ofbeldisatriði
myndarinnar, en mynd, sem á að lýsa
víkingatímanum, verður hvorki fugl
né fiskur án vígaatriða."
Hin blöðin þrjú, Dagens Nyheter,
Expressen og Svenska Dagbladet, taka
í sama streng og kvikmyndagagnrýn-
andi Aftonbladet. í því fyrsttalda er
leikstjóranum m.a. hælt á hvert reipi
fyrir hvernig honum tekst að halda
uppi stöðugri spennu í myndinni.
Expressen segir, að eftir á að hyggja
sé efnisþráður myndarinnar líkari
martröð en raunveruleika, en loka-
atriði hennar sé í senn óvænt og þó
eðlilegt.
Skákmót í New York:
Portisch slapp fyr-
ir horn gegn Helga
Helgi Olafsson gerði jafntefli við ung-
verska stórmeistarann Lajos Portisch í I.
umfcrð á alþjóðlegu skákmóti í New
York. „Helgi missti sennilega af vinningi
í endataflinu, en staöan var mjög flókin
og erfíð," sagði Jóhann Hjartarson í
samtali við blm. Mbl.
Jóhann tefldi við Bandaríkjamann-
inn Kevin Spragget, sem hefur 2.540
Elo-stig, og tyktaði viðureign þeirra
með jafntefli. „Ég fékk erfiða stöðu, en
tókst að halda jafntefli," sagði Jó-
hann. Spragget vann alþjóðlega mótið
í New York um páskana, skaut skák-
mönnum eins og Yasser Seirawan ref
fyrir rass.
Önnur helstu úrslit í mótinu urðu
þau, að Bent Larsen tapaði fyrir
bandaríska stórmeistaranum Andy
Zoltis. Larsen fékk betri stöðu en lék
illa af sér og gaf skákina eftir 27 leiki.
Ljubomir Ljuboejevic vann Tim Tayl-
or, Walter Browne gerði jafntefli við
Michael Rhode, Adorjan vann Merc-
had Shariff, Dmitry Gurevich vann
Victor Rrias og Ivanov frá Kanada
vann Arthur Bisguier. Alls taka um 25
stórmeistarar þátt í mótinu. „Þetta er
sterkasta skákmót, sem haldið hefur
verið í Bandaríkjunum f 50 ár,“ sagöi
Allen Kaufmann, forseti bandaríska
skáksambandsins, við blaöamenn áður
en mótið hófst. Fyrstu verðlaun eru 10
þúsund dalir.