Morgunblaðið - 26.04.1984, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1984
Hljómsveitin Drýsill á tónleikum.
Tónleikar sex sveita
í Garðalundi í kvöld
SEX hljómsveitir koma í kvöld fram
á tónleikum í félagsmiðstöðinni
Garðalundi í Garðabæ undir yfir-
skriftinni „Garðarokk gegn vímu“.
Það er JC Garðar, sem stendur fyrir
þcssum tónlcikum í samvinnu við
Garðalund. Tónleikarnir hefjast kl.
20 og er verð aðgöngumiða kr. 200,
en kr. 100 fyrir skírteinishafa í
Garðalundi.
Hljómsveitirnar sex, sem koma
fram í kvöld, eru: Frakkarnir,
Drýsill, Dá, Dúkkulísurnar, Sing-
ultus og Rök. Þær tvær fyrsttöldu
eru orðnar vel þekktar á meðal
unglinga og sömu sögu er reyndar
að segja um Dúkkulísurnar, sem
nýverið hafa lokið við upptöku á
fyrstu hljómplötu sinni. Frakk-
arnir leika einkum fönk-tónlist, en
Drýsill hefur vakið athygli fyrir
vel flutta þungarokkstónlist. Dá
er ung hljómsveit, sem vakið hefur
athygli að undanförnu fyrir sér-
stæða tónlist. Tvær síðasttöldu
sveitirnar eru úr Garðabæ. Önnur
þeirra, Singultus, hefur starfað
um hríð, en hin, Rök, er ný af nál-
inni.
Að sögn Hannesar Strange,
starfsmanns Garðalundar, verður
hugsanlegum hagnaði af tónleika-
haldinu varið til kynningar á
þeirri hættu, sem er samfara
notkun vímuefna. Taidi Hannes
jafnframt, að þessir tónleikar
væru þeir umfangsmestu, sem
fram hefðu farið í Garðabæ til
þessa.
Selja kornblöndu til að reisa leikskóla
Félagar í Ananada Marga hafa sett á markað ristaða kornhlöndu,
sem þeir kalla Ananada Granola, og aðra óristaða sem Múslí heitir. í
frétt frá Ananada Marga segir, að þessi framleiðsla sé til þess að
fjármagna byggingu leikskóla, sem kvennahreyfing félagsins ásamt
foreldrum ætlar að reisa á landi félagsins í Skerjafirði við Reykjavík-
urveg.
Gítartónleikar í
Norræna húsinu
Mikið að gera í innanlandsflugi um páska
Sjaldan hefur verið eins mikil andi vel og þurfti aðeins að fella landsflugi.
flugumferð innanlands um páska niður flug til Vestmannaeyja. Sömu sögu var að segja hjá
og nú. Að sögn Sæmundar Guð- Farnar voru fjórar þotuferðir til Arnarflugi og þurfti að fara
vinssonar blaðafulltrúa Flugleiða Akureyrar og á páskadag var flog- margar aukaferðir til að geta
gengu flugferðir Flugleiða skín- ið með um 2.000 manns í innan- annað eftirspurn.
Pierre Laniau
tónlistarnám við Conserva-
toire de Possy og síðan við
Ecole Normale de Musique de
Paris, þar sem hann sótti tíma
hjá Alberto Ponce. Hann hóf
að leika á tíu strengja gítar
árið 1972, sama ár og hann
hélt fyrstu einleikstónleika
sína og 1975 hélt hann áfram
námi undir handleiðslu Narc-
iso Yepes.
Upp frá þessu hefur Pierre
Laniau oft komið fram í út-
varpi og sjónvarpi. Hann hef-
ur einnig leikið á mörgum
listahátíðum, s.s. Parísarsum-
arhátíðinni í Hotel de Sully
1975, listahátíðinni í Marais
1977, Satie-hátíðinni í Róm
1981, Parísarhátíðinni í Con-
ciergerie 1982. Auk þess hefur
hann haldið tónleika í flestum
löndum Evrópu og í Mið-
Ameríku og leikið inn á
hljómplötu helgaða Erik Satie.
Franski gítarleikarinn Pierre
Laniau heldur tónleika í Nor-
ræna húsinu í kvöld, fimmtu-
dagskvöld, og hefjast þeir
klukkan 20.30.
Efnisskráin er þannig:
Luys de Narvaez: Tilbrigði við
„Gardame las vacas“ (1538),
Jean-Philippe Rameau (1683—
1764): Allemande, Tambourin,
les Tricotets, Jóhann Sebastí-
an Bach (1685—1750): Fúga
BWV 1.000, Fernando Sor
(1778—1839): Adagio og Rondo
opus 22, Maurice Ohana
(1914): Planh et Aube, Joa-
chim Rodrigo (1902): En los
Tregales, og Erik Satie
(1866—1925): Premiere Gymn-
opédie. Gnossienne n° 1, 2 og
3. Je te veux (vals). La Diva de
l’Empire.
í fréttatilkynningu um tón-
leikana segir um Laniau:
Pierre Laniau fæddist í Par-
ís árið 1955. Hann stundaði
Félag einstæðra foreldra:
Skorað á Alþingi að samþykkja
frumvarp um breytt fæðingarorlof
Á almennum fundi Félags ein-
stæðra foreldra um kjaramál, sem
haldinn var í Skeljahelli — félags-
heimili félagsins — 28. mars 1984,
voru eftirfarandi tillögur frá stjórn
félagsins samþykktar:
„Almennur fundur Félags ein-
stæðra foreldra um kjaramáí, hald-
inn í Skeljahelli 28. mars 1984,
skorar á Alþingi íslendinga að sam-
þykkja tafarlaust frumvarp Sigríð-
ar Dúnu Kristmundsdóttur, alþing-
ismanns, til laga um breytingu á
lögum um fæðingarorlof."
f greinargerð með frumvarpi Sig-
ríðar Dúnu Kristmundsdóttur kem-
ur fram, að árið 1960 hafi 29%
kvenna unnið utan heimilis, en árið
1982 voru 86,4% kvenna útivinn-
andi. Þá er einnig bent á að sífellt
fari þeim heimilum fjölgandi þar
sem fyrirvinnan er aðeins ein, „en
fjórða hvert barn í landiru mun nú
vera á framfæri einstæðrar móð-
ur“.
Meginbreytingar frá núgildandi
lögum samkvæmt þessu frumvarpi
er lenging fæðingarorlofs úr þrem-
ur mánuðum í sex mánuði, að fæð-
ingarorlofsgreiðslur miðist við full
laun foreldris, þ.e. að miðað sé við
rauntekjur. Þá er gert ráð fyrir að
allar konur fái a.m.k. lágmarks
fæðingarorlof án tillits til atvinnu-
þátttöku, en orðrétt segir í greinar-
gerðinni:
„Hér með er afnumið það óréttlæti
gagnvart heimavinnandi konum sem
viðgengst samkvæmt núgildandi lög-
um og í verki viðurkennd réttarstaða
heimavinnandi móður og gildi starfa
hennar fyrir þjóðfélagið í heild.“
Þá er einnig gert ráð fyrir að fað-
ir eigi þess kost að taka fæðingar-
orlof í tvo mánuði með samþykki
móður og skerðist þá orlof hennar
sem því nemur. í greinargerðinni er
og bent á að ekki sé síður mikil-
vægt, að faðir hafi tök á að tengjast
barni sínu sem nánast og sem fyrst.
Samkv. núgildandi lögum er fæð-
ingarorlof móður einn mánuður. Þá
gerir frumvarp Sigríðar Dúnu ráð
fyrir að kjörforeldrar, uppeldis- eða
fósturforeldrar eigi sama rétt á
fæðingarorlofi og aðrir foreldrar.
„Almennur fundur Félags ein-
stæðra foreldra um kjaramál, hald-
inn í Skeljahelli 28. mars 1984,
skorar á Alþingi og ríkisstjórn að
hækka tafarlaust viðmiðunartekjur
þær, sem stuðst er við í útreikningi
barnabótaauka úr eitt hundrað og
fimmtíu þúsund krónum í tvö
hundruð og fimmtíu þúsund, á árs-
grundvelli."
í félagsmálapakka ríkisstjórnar-
innar, sem fylgdi í kjölfar síðustu
kjarasamninga þann 22. febrúar sl.
kemur fram að barnabótaauki til
einstæðra foreldra verði kr.
12.000.00 pr. barn miðað við 0—150
þús. kr. árstekjur, en lækki um
6,67% fyrir hverjar 10 þús. kr. sem
bætast við árstekjurnar. Miðað við
raunhæfar tekjur eða kr. 250 þús. á
ári, sem þó hrökkva varla til fram-
færslu einstæðs foreldris með eitt
barn, væri barnabótaaukinn sam-
kvæmt félagsmálapakkanum fjögur
þúsund krónur á ári með hverju
barni. Af þessum sökum taldi fund-
urinn að barnabótaaukinn, þ.e. út-
reikningarnir, eins og þeir voru
settir fram í öllum blöðum þann 22.
febrúar sl., væru bæði villandi og
niðurlægjandi fyrir hlutaðeigandi
aðila, enda ljóst að eitthundrað og
fimmtíu þúsund króna árstekjur
eru eitt hundrað þúsund krónum
lægri en hægt er að sætta sig við í
þ.s.
Gestir fundarins voru Steingrím-
ur Hermannsson, forsætisráðherra,
og Björn Þórhallsson, varaforseti
Alþýðusambands íslands.