Morgunblaðið - 26.04.1984, Síða 32

Morgunblaðið - 26.04.1984, Síða 32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1984 oo 32 Minning: Ásrún Sigurjónsdóttir hjúkrunarkona Fædd 16. júlí 1908 Dáin 13. apríl 1984 í dag verður til grafar borin Ásrún Sigurjónsdóttir. Hún var fædd á Einarsstöðum í Reykjadal, dóttir hjónanna Kristínar Jóns- dóttur og Sigurjóns Friðjónssonar skálds. Mig langar til að minnast Ás- rúnar frænku minnar, því hún var mér ávallt svo góð og best þegar mest á reyndi i veikindum Árons mannsins míns og eftir að hann lést. Ung að árum gekk hún í alþýðu- skólann á Laugum og síðan í hús- mæðraskólann þar. Hún flutti suður til Reykjavíkur og hóf hjúkrunarnám og starfaði sem hjúkrunarkona, lengst af á Hvíta- bandinu. Og þar álít ég að hún hafi verið á réttri hillu í lífinu, því hún var fórnfús og líknandi. Ásrún hafði létta lund og var hlý og þægileg í viðmóti. Hún var vel gefin og hreifst af fallegri tónlist og öllu fögru og var hún sjálf hagmælt og las og kunni mikið af ljóðum. Því finnst mér vel við eiga að helga henni að leið- arlokum þessar ljóðlínur eftir Ar- on: Lánið er ei fyrir landaura falt þótt ieitað sé skammt eða viða en Guðirnir hafa gefið þér allt sem góða konu má prýða. (A.G.) Þegar ég nú að lokinni samferð lít yfir farinn veg minnist ég konu sem var sannur vinur minn frá því ég man fyrst eftir mér. Hún Sar virðingu fyrir lffinu og því sem henni var trúað fyrir. Við sem stóðum næst Ásrúnu söknum nú vinar í stað, en megum vera þess minnug að stundum get- ur dauðinn verið eins og líknandi hönd fyrir þá sem þjást. Ásrún Einarsdóttir 13. apríl síðastliðinn andaðist Ásrún Sigurjónsdóttir á Borg- arspítalanum eftir löng veikindi. Asrún var fædd 16. júlí 1908 á Einarsstöðum í Reykjadal, S- Þing., dóttir hjónanna Sigurjóns Friðjónssonar bónda og skálds og Kristínar Jónsdóttur, en þau bjuggu á Laugum í Reykjadal og átti Ásrún þar heima uns hún fór að heiman til náms í hjúkrun, en áður hafði hún stundað nám við Héraðsskólann á Laugum og við Húsmæðraskólann á Laugum. Ásrún lauk hjúkrunarnámi við HSÍ í maí 1942 og stundaði fram- haldsnám í geðhjúkrun við Kleppsspítalann sumarið 1944. Ásrún starfaði sem hjúkrunar- kona lengst af við Hvítabandið eða þar til það var lagt niður. Þó starfaði hún sem hjúkrunarkona á árunum 1948—49 við Tönsbergs sykehus á lyfja- og farsóttadeild og eins einn vetur á Haukeland sykehus í Bergen, Noregi. Þegar Hvítabandinu var lokað og Borg- arspítalinn var opnaður hóf Ásrún störf þar og var þar um tíma, en færði sig yfir á Landakotsspítal- ann, og vann að lokum 60% vinnu á Vífilsstöðum, og hætti þar störf- um 70 ára að aldri. Ásrún bjó á Víðimel 19, Reykja- vík, en þar átti hún ágætis íbúð. Ásrún hafði áhuga á ferðalögum og ferðaðist hún t.d. mikið um landið og fór oftast á hverju ári á heimaslóðir. Eins ferðaðist hún um Norðurlöndin, Spán og Ítalíu. Árið 1973 fór hún með okkur hjón- unum og krökkunum til Rúmeníu og naut ferðarinnar vel, enda var það óvenjuleg og sérstæð ferð, og að mörgu leyti mjög skemmtileg. Ásrún var móðursystir konu minnar og urðu því kynni náin, hún var sjálfsagður gestur á heimili okkar og hændust börnin okkar mjög að henni, enda sat hún ekki ósjaldan yfir þeim er þau voru ung, svo að við hjónin kæm- umst í bíó eða eitthvað út. Þeir voru heldur ekki fáir vettlingarn- ir, leistarnir og peysurnar er hún prjónaði á þau fyrir utan aðrar gjafir. En það sem mest var áber- andi í fari Ásrúnar var að hún vildi allt fyrir aðra gera en ekkert þiggja á móti. Er ég á þessari kveðjustund horfi yfir farinn veg vil ég þakka Ásrúnu fyrir þá vináttu er hún ávallt sýndi mér. Kona mín og börn kveðja góða frænku með söknuði. Hörður Jónsson í dag er til moldar borin Ásrún Sigurjónsdóttir, hjúkrunarkona. Hún lést 13. apríl eftir erfiða sjúkdómslegu. Þá er dauðinn líkn. En hugurinn reikar til baka. Það var vorið 1943 að ég sá Ás- rúnu fyrst. Ég var nýtrúlofuð fóst- urbróður hennar og frænda, Gísla T. Guðmundssyni, og fórum við í heimsókn til Ásrúnar. Hún kom á móti okkur, björt og heið á svip, og fagnaði okkur innilega og með léttri gamansemi. Við tengdumst fjölskylduböndum en einnig órjúf- anlegum vináttuböndum. Ásrún var fædd 16. júlí 1908. Hún var næstyngsta barn hjón- anna Sigurjóns Friðjónssonar, skálds og bónda á Litlu-Laugum í Reykjadal, og konu hans, Kristín- ar Jónsdóttur. Þau eignuðust tólf börn og tóku auk þess fósturson á fyrsta ári, yngstan barnanna, systurson Sigurjóns. Þetta sýnir hugarþel foreldra Ásrúnar. Hún ólst upp við félagshyggju, þar sem hjálpsemi og góðvild réð ríkjum. Ásrún stundaði nám í Héraðsskólanum á Laugum og út- skrifaðist þaðan 1928. Hún lauk námi í Húsmæðraskólanum á Laugum 1930, en hjúkrunarnámi lauk hún 1942 frá Hjúkrunarskóla íslands. Það var vel ráðið að Ás- rún lærði hjúkrun. Hún virtist hafa köllun til þess starfs. Þetta reyndi ég sjálf þegar ég lá í nokkr- ar vikur hjá henni á Hvítabandinu en þar starfaði hún lengst. Hún gat alltaf gefið sér tíma til að reyna að bæta líðanina, bæði lík- amlega og andlega, því hún hafði einstakt lag á að uppörva sjúkl- inga sína. Hún umgekkst þá með raðauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar húsnæöi óskast Erlent sendiráð óskar eftir að taka á leigu 3ja—4ra herb. hús eða íbúð í Reykjavík eða Kópavogi. Æskileg- ur leigutími 3 ár eða lengur. Upplýsingar veittar í síma 19331 frá kl. 8.30—17.30. Rækjubátar 100—200 lesta bátar óskast í viðskipti til veiða á rækju í Kolluál. Æskilegt að kæld lest sé fyrir hendi. islensk matvæli hf., sími 51455. tilkynningar Sumarhús Félags matreiðslumanna eru hér með auglýst til afnota fyrir félagsmenn. Þeir félagsmenn sem ekki hafa áður dvalið í sumarhúsunum ganga fyrir meö dvöl í sumar. Umsóknir þurfa aö berast fyrir 15. maí. Upplýsingar veittar á skrifstofu félagsins. Stjórn FM. Matreiðslumenn á kaupskipum Atkvæðagreiðsla um nýgerða kjarasamninga fer fram á skrifstofu FM frá og meö 30. apríl til og með 21. maí á skrifstofutíma. Stjórn FM, Óðinsgötu 7. Vörubifreið Volvo F 86 árg. '12 til sölu eftir ákeyrslu. Einnig til sölu Benz 1814 árg. ’67. Uppl. í síma 92-1815. nauöungaruppboö Nauðungaruppboð Aö krö*u tollinnheimtu ríkissjóös i Hafnarfiröi fer fram nauöungar- uppboö á 25 ítölskum leöursófasettum laugardaginn 28. apríl nk. Greiösla viö hamarshögg. Hefst þaö kl. 14.00 aö Melabraut 19, Hafn- arfiröi. Kópavogur— Kópavogur Almennur fundur Almennur fundur veröur haldinn í Sjálf- stæöishúsinu Hamraborg 1, fimmtudag- inn 26. apríl kl. 20.30. Þingmenn Sjálf- stæöisflokksins í Reykjaneskjördæmi flytja stutt ávörp og svara fyrirspurnum fundarmanna. Mætum öll. Matthfas A. Matthíasen Gunnar G. Schram Saloma Ólafur G. Þorkeladóttir Einarmson Bæjarfógetinn i Hatnarfirói Stjórn Sjálfstæóisfélags Kópavogs. Nauðungaruppboð á Langholti I, Hraungeröishreppi, eign Hreggviös Hermannssonar fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 3. maí 1984 kl. 10.00 eftir kröfum Búnaðarbanka Islands og innheimtumanna rikissjóös. Sýslumaóur Arnessýslu Nauðungaruppboð á Tryggvagötu 26, efri hæö, Selfossi, eign Axels Magnússonar, fer fram á eigninni sjálfri miövikudaginn 2. maí 1984 kl. 13.30 eflir kröfum innheimtumanns rikissjóös og lögmannanna Arnmundar Backman og Árna Guöjónssonar. Bæjarfógetinn á Selfossi Nauðungaruppboð annaö og síöasta á íbúö í Háengi 8, 2. hæö III, eign Báru Guönadótt- ur, fer fram á eigninni sjálfri miöviKudaginn 2. maí 1984 kl. 10.00 eftir kröfum Veödeildar Landsbanka íslands og lögmannanna Theódórs S. Georgssonar, Vilhjálms G. Vilhjálmssonar, Jóns Ólafssonar, Gunnars Guömundssonar og Sveins H. Valdimarssonar Bæjarfógetinn á Selfossi. Blönduósingar Aöalfundur Sjálfstæöisfelags Blönduóss veröur haldinn fimmtudaginn 27. apríl nk. kl. 21.00 i félagsheimilinu Blönduósi, efri sal. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin Einvígi Agnesar Bragadóttur og Halldórs frá Kirkjubóli Staöur: GAFL-INN, Dalshrauni í Hafnarfiröi. Stund: Fimmtudaginn 26. apríl, kl. 20—22 Frummælendur auk ofangreindra: Páll V. Danielsson andstæöingur bjórsins. Jón Magnússon lögfræö- ingur og flutningsmaöur bjórfrumvarpsins á þingi. Fundarstjóri: Oddur H. Oddsson. Opnar umræöur aö loknum framsöguerindum. Allír velkomnir meöan húsrúm leyfir. Aögangur ókeypis. s,efrlí> Félag ungra sjálfstæóismanna Hafnarfiröi Mosfellssveit viötalstímar hreppsnefndarmanna Hreppsnefndarmenn Sjálfstæöisflokksins Bernharö Llnn og Hilmar Sigurösson hafa viötalstima í Hlégaröi, uppi, fimmtudaginn 26. apríl kl. 17.00—19.00. Mosfellingar eru velkomnir meö fyrirspurnlr og ábendingar um hreppsnefndarmál. Sjálfstæðisfélag Mosfellinga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.