Morgunblaðið - 26.04.1984, Síða 34
34
MORGUNBLAÐiÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1984
AF ERLENOUM VETTVANGI
eftir GUÐM. HALLDÓRSSON
BRETAR í LÍBÝU
LÁTNIR ÓÁREITTIR?
BRETAR hafa slitið stjórnmálasamhandi við Líbýu vegna skotárásar-
innar úr líbýska sendiráðinu í Lundúnum og treysta því að 8.000
Bretar, sem búa í Líbýu, verði látnir óáreittir.
i
jÁjf. |
Brezkir lögreglumenn á verði við sendiráð Líbýu í Lundúnum.
að er von Breta að Khadafy
Líbýuleiðtogi sjái sér hag í
því að tryggja öryggi brezku
borgaranna svo að viðskipti
landanna geti haldið áfram. {
fyrra seldu Bretar Líbýu-
mönnum vörur að verðmæti 274
milljónir punda og keyptu af
þeim vörur að verðmæti 224
milljónir punda, aðallega olíu.
Líbýumenn hafa sýnt áhuga á
auknum viðskiptum.
Bretar hugga sig við að banda-
rískir borgarar í Líbýu hafa ekki
sætt ofsóknum, þótt grunnt hafi
verið á því góða í sambúð Banda-
ríkjanna og Líbýu.
I ágúst 1981 flugu líbýskar
orrustuþotur í veg fyrir flugvél-
ar bandaríska sjóhersins yfir
Sidraflóa, sem Líbýumenn gera
kröfu til, og tveimur líbýskum
flugvélum var grandað. í des-
ember sama ár var tilkynnt að
líbýskar árásarsveitir hefðu ver-
ið sendar út af örkinni til að
myrða Reagan forseta. Öllum
fulltrúum Líbýustjórnar var vís-
að úr landi og Bandaríkjamönn-
um í Líbýu ráðlagt að fara það-
an, en margir hlýddu ekki kall-
inu. Enn búa 5—600 Bandaríkja-
menn í Líbýu og sæta góðri með-
ferð.
Khadafy hefur reynt að þagga
niðri í andstæðingum sínum er-
lendis og líbýskar dauðasveitir
hafa myrt marga andstæðinga
hans í öðrum löndum. Árið 1980
skipaði hann útlægum andstæð-
ingum að snúa heim og hótaði að
útrýma þeim, ef þeir hlýddu
ekki. Það ár voru 11 andstæð-
ingar Khadafys myrtir í Róm,
Aþenu, Mílanó, Bonn og Beirút.
Olíuauður Líbýu gerir Khad-
afy kleift að veita uppreisnar-
mönnum í Chad, múhameðskum
skæruliðum á Filippseyjum og
írska lýðveldishernum (IRAj á
N-Irlandi fjárhagsaðstoð. Sam-
búðin við önnur Arabaríki hefur
verið stormasöm. Hann hefur
stutt stjórnarandstæðinga í Súd-
an og viðsjárvert ástand, jafnvel
stríðsástand, hefur ríkt á landa-
mærum Líbýu og Egyptalands.
Hann hefur tekið þátt í fimm
tilraunum til að sameina Líbýu
öðrum löndum — Egyptalandi,
Súdan, Sýrlandi, Túnis, Alsír og
Chad.
Khadafy hefur óttazt einangr-
un í Afríku og Arabaheiminum.
Á leiðtogafundi OAU í fyrra tók
enginn undir tillögu hans um að-
ild Polisario. Eftir þennan ósig-
ur heimsótti hann leiðtoga
Saudi-Arabíu, Norður-Jemen,
Jórdaníu og Marokkó, sem Polis-
ario berst gegn. Khadafy hefur
oft hvatt til byltingar gegn
Hassan konungi, sem styður
óvini hans í Chad.
í orði kveðnu fylgir Khadafy
óháðri utanríkisstefnu, en hann
er náinn bandamaður Rússa,
sem selja honum hergögn. Khad-
afy á 3.000 sovézka skriðdreka og
500 bardagaflugvélar, aðallega
sovézkar. Mikill fjöldi sovézkra
ráðunauta og tæknimanna er í
Líbýu. Fyrir sex árum voru þeir
1700, fleiri en í nokkru öðru Ar-
aba- eða Afríkuríki nema Sýr-
landi.
Rússum þykir Khadáfy erfiður
bandamaður og gagnrýndu hann
eftir innrás ísraelsmanna í Líb-
anon 1982, þegar hann neitaði að
sækja Ieiðtogafund Araba í Fez.
Enginn kommúnistaflokkur
starfar í Líbýu og Rússar hafa
ekki gert öfiugt bandalag við
ríki, sem lúta ekki stjórn flokka
marxista og lenínista. Auk þess
fylgir Líbýustjórn harðri, is-
lamskri stefnu.
Þegar forsætisráðherra Líbýu,
Jalloud majór, kom til Moskvu í
marz í fyrra var tilkynnt að
Rússar og Líbýumenn hefðu
komizt að samkomulagi „í aðal-
atriðum“ um vináttu- og sam-
starfssamning. Rússar hafa selt
Líbýumönnum kjarnaofn og til-
kynnt var að viðræðum um sam-
vinnu í kjarnorkumálum yrði
haldið áfram.
í Chad hafa Líbýumenn
raunverulega innlimað norður-
hluta landsins, eins og Khadafy
hefur staðfest með því að lýsa
því yfir að norðurhluti Chad sé
„framhald" af Líbýu. „Alþýðu-
nefndir" eru langt komnir með
að gera norðurhlutann að Suð-
ur-Líbýu.
Um 6—7.000 Líbýuhermenn
eru fyrir sunnan Aozou-land-
ræmuna í Norður-Chad, málm-
auðugt svæði sem Líbýumenn
hertóku 1973. Lítið hefur verið
barizt síðan franskt herlið
skarst í leikinn í ágúst 1983 til
að stöðva sókn uppreisnarmanna
og líbýskra brynsveita og flug-
véla. Frakkar hafa enn um 3.000
hermenn í Chad, en segjast ekki
ætla að sækja í norður og vilja
pólitíska lausn.
Síðan 1980 hefur öllum líbýsk-
um sendiráðum nema tveimur
eða þremur í Afríku verið breytt
í „alþýðuskrifstofur", sem Khad-
afy notar til að hafa strangt eft-
irlit með líbýskum andstæðing-
um sínum í öðrum löndum. I
febrúar tók nefnd fjögurra
„byltingarstúdenta" við stjórn
sendiráðsins i Lundúnum, en sú
breyting hefur enn ekki verið
gerð á öðrum „alþýðuskrifstof-
um“ Líbýumanna.
Talsmaður nefndarinnar,
Omar Sodani, sagði þegar breyt-
ingin var boðuð að Bretar yrðu
að gjalda þess að skjóta skjóls-
húsi yfir líbýska andófsmenn.
Breytingin gæti bent til þess
að Khadafy telji Bretland aðal-
bækistöð andstæðinga sinna.
Um 7.500 Líbýumenn búa í
Bretlandi, þar af 5.000 stúdent-
ar, sem njóta styrkja frá Líbýu-
stjórn og eru þar með meðlimir
„stúdentaþings", Jamahiriya.
Líbýskir útlagar eru einnig bú-
settir í flestum ríkjum Vestur-
Evrópu og Bandaríkjunum.
Margir Líbýumennn í Bret-
landi eru í samtökum, sem eru
andvíg Khadafy. Önnur samtök
andstæðinga hans starfa m.a. í
írak, Súdan og Egyptalandi.
Áagreiningur ríkir í röðum and-
stæðinga Khadafys, ekki síður
en stuðningsmanna hans, en yf-
irlýst markmið þeirra eru að
steypa Khadafy, binda enda á
stjórnleysi, endurreisa stjórn-
arskrá, sem Khadafy nam úr
gildi 1969, efna til kosninga og
ákveða nýtt stjórnarform.
Líbýumenn í Bretlandi óttast
að ný hryðjuverkaherferð sé haf-
in. Margir þeirra hafa notið
lögregluverndar síðan 26 særð-
ust í sprengjuárásum 11. marz í
Lundúnum og Manchester (fjór-
ir líbýskir stúdentar hafa verið
handteknir). Eftir árásirnar var
hundruðum líbýskra stúdenta í
Bretlandi skipað að taka þátt í
aðgerðum til stuðnings Khadafy
og hótað að þeir yrðu sviptir
námsstyrkjum og vegabréfum.
Um 25 til 30 Líbýumenn eru í
líbýska sendiráðinu og ekki er
ljóst hve margir þeirra eru stúd-
entar. Andstæðingur Khadafys
sagði í viðtali við BBC að a.m.k.
átta menn úr þrautþjálfaðri
árásarsveit væru í sendiráðinu.
Hann taldi að hæglega gæti
komið til skotbardaga í sendi-
ráðinu.
Tripoli-útvarpið hefur sent út
dulbúna viðvörun um að öryggi
Bretanna í Líbýu geti komizt í
hættu, ef málið leysist ekki. Síð-
asti forsætisráðherra landsins
fyrir byltingu Khadafys 1969,
Ábdul Hamid Bakoush, spáir því
að sendiráðsmálið leiði til þess
að Khadafy hafi tiltölulega hægt
um sig í tvo til þrjá mánuði og
taki síðan aftur til við hryðju-
verkastarfsemi í Evrópu.
UYNOB
ATVINNULEYSI, REIKNAÐ SEM
HLUTFALL AF MANNAFLA
ARIÐ 1981
ilH >i,o%
>0.6%,<1.0%
I; I''i'fl'l »0.3% < 0.6%
I I ”0.3%
VINNUMALADEILD
FÉLAGSMALA-
raouneytisins
Atvinnuleysi á Norðurlandi:
Helmingi meira
en landsmeðaltal
Koibrún Jónsdóttir (BJ) og
átta aórir þingmenn úr Noró-
urlandskjördæmum flytja til-
lögu til þingsályktunar um
atvinnumál á Norðurlandi.
Samkvæmt tillögunni skal
ríkisstjórnin „láta vinna nú
þegar að tillögum til úrbóta í
atvinnumálum á Norður-
landi. Tekið verði á eftirfar-
andi atriðum: 1) Leiðum til
úrbóta á þessu ári, 2)
Markmiðum sem stefna beri
að í náinni framtíð, 3) Fjár-
mögnun atvinnuuppbygg-
ingar, 4) Uppbyggingu iðn-
Stuttar þingfréttir
garða þar sem fyrirtækjum
gæfíst kostur á að leigja at-
vinnuhúsnæði.
í greinargerð segir að atvinnu-
leysi á Norðurlandi 1983 hafi
verið 2,05% á móti 1,1% lands-
meðaltali. Samdráttur í fiskveið-
um hafi verið afgerandi mestur í
þessum landshluta: 31,3% hjá
bátum og 27,4% hjá togurum
1983. Bæði Norðurlandskjör-
dæmin hafi orðið fyrir búsetu-
röskun næstliðin ár og hafi hún
verið mest í aldurshópnum
20—30 ára, þ.e. hjá því fólki sem
er að velja sér búsetu til fram-
búðar og fjárfesta í húsnæði.
Skuldabréfakaup lífeyrissjóða:
840 milljónir
króna 1983
Skuldabréfakaup
lífeyrissjóða 1983
Heildarkaup lífeyrissjóða á
veðskuldabréfum af fjárfest-
ingasjóðum 1983 námu 840,6
m.kr., sem er 79% hækkun frá
1982. Skuldabréfakaup af hinum
opinberu fjárfestingarsjóðum
námu 653,5 m.kr., sem er 81,9%
hækkun frá 1982, en af öðrum
187,1 m.kr., sem er 71% hækkun.
Þetta kom fram í svari Alberts
Guðmundssonar, fjármálaráð-
herra, við fyrirspurn frá Helga
Seljan á Alþingi.
Endurskoðun laga
um lausafjárkaup
BIRGIR ÍSLEIFUR GUNNARS-
ON (S) og JÓN BALDVIN
HANNIBALSSON (A) flytja til-
lögu til þingsályktunar um
endurskoðun laga um lausafjár-
kaup nr. 39/1922. Sérstaklega
skal endurskoða ákvæði um fyrn-
ingarfresti þegar seldur varning-
ur verður hluti af fasteign, svo og
önnur þau ákvæði laganna sem
úrelt mega teljast vegna breyttra
viðskiptahátta og margvíslegra
tækniframfara í framleiðslu og
sölu varnings. Leita skal álits
Iagadeildar Háskólans, sem og
verkfræðideildar og Rannsókn-
arstofnunar byggingariðnaðar-
ins á viðfangsefninu. Frumvarp
um þetta efni verði lagt fyrir
næsta Alþingi.
Samkeppnishömlur —
frjáls verðlagning
Frumvarp til breytinga á lög-
um um verðlag, samkeppnis-
hömlur og óréttmæta viðskipta-
hætti (eftir 2. umræðu í neðri
deild) kveður svo á að 13. grein
viðkomandi laga (nr. 56/1978)
skuli orðast svo:
„Verðlagsstofnun skal í því
skyni að örva verðskyn neytenda,
efla verðsamkeppni, og til að
tryggja sanngjarna verðlags-
þróun rannsaka verð, verðmynd-
un og verðþróun á einstökum
vöru- og þjónustuflokkum og
gera samanburðarkannanir á
verði milli seljenda. Skal stofn-
unin rannsaka sérstaklega verð-
myndun og verðþróun í þeim
þjónustugreinum þar sem verð-
lagning er fráls en þjónustan
seld skv. samræmdri, leiðbein-
andi verðskrá. Verðlagsstofnun
skal birta opinberlega greinar-
gerðir og fréttatilkynningar um
framangreindar kannanir á þann
veg að þær séu öllum aðgengi-
legar, svo og að upplýsa helztu
breytingar á hinu opinbera verð-
myndunarkerfi".