Morgunblaðið - 26.04.1984, Síða 45
MORGÚNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1984
‘ 45
Sálmurinn „Eg er á
langferð um lífsins haf ‘
Fjölmargir lesendur höfðu sam-
band við Velvakanda í kjölfar
fyrirspurnar um sálminn „Ég er
á langferð um lífsins haf“ sem
birtist í þættinum fyrir páska.
Meðal annars kom í ljós að
sálmurinn er mikið sunginn í
guðsþjónustum hjá Fíladelfíu-
söfnuðinum og oft við jarðarfar-
ir þar. f heild er sálmurinn
þannig:
Ég er á langferð um lífsins haf
og löngum breytinga kenni.
Mér stefnu Frelsarinn góður gaf.
Ég glaður fer eftir henni.
Mig ber að dýrðlegum ljósum löndum,
þar lífsins tré gróa’ á fögrum ströndum,
við sumaryl og sólardýrð.
Og stundum sigli ég blíðan byr
og bræðra samfylgd þá hlýt ég.
Og kjölfars hinna, er fóru fyrr,
án fyrirhafnar þá nýt ég.
í sólarljósi er særinn fríður,
og sérhver dagurinn óðar líður,
er siglt er fyrir fullum byr.
En stundum aftur ég aleinn má
í ofsarokinu berjast.
Þá skellur niðadimm nóttin á
svo naumast er hægt að verjast.
Ég greini’ei vita né landið lengur
en Ijúfur Jesús á öldum gengur
um borð til mín í tæka tíð.
Mitt skip er lítið, en lögur stór
og leynir þúsundum skerja.
En granda skal hvorki sker né sjór
því skipi'er Jesús má verja.
Hans vald er sama sem var það áður,
því valdi’er særinn og stormur háður.
Hann býður: „Verði blíðalogn!“
Þá hinsti garðurinn úti er.
Ég eygi land fyrir stöfnum.
Og eftir sólfáðum sæ mig ber
að sælum, blælygnum höfnum.
Og ótal klukkur ég heyri hringja
og hersing ljósengla Drottins syngja:
„Verið velkominn hingað heim til vor!“
Lát akker falla! Ég er í höfn.
Ég er með frelsara mínum.
Far vel, þú æðandi, dimma dröfn,
vor Drottinn bregst eigi sínum.
Á meðan akker í ægi falla
ég alla vinina heyri kalla,
sem fyrri urðu hingað heim.
Textinn er eftir Henry
Trandberg og Valdimar V.
Snævarr þýddi hann. Lagið sem
nóturnar eru af, er eftir Klaus
Östby. Bæði Trandberg og Östby
gengdu á sínum tíma foringja-
stöðu hjá Hjálpræðishernum í
Noregi. Fyrr á öldinni var sálm-
urinn prentaður og lagið með á
blað, þar sem Valdimar Snævarr
skráði einnig upplýsingar um
sálminn. Blað þetta var gefið út
af og selt til styrktar Hjálpræð-
ishernum í Reykjavík.
í blaðinu segir Valdimar með-
al annars: „H.A. Trandberg, for-
ingi í Hjálpræðishernum í Nor-
egi, hefir ort sjómannasöng eða
sálm, sem mér er sagt að trú-
hneigðir sjómenn víðsvegar um
Norðurlönd hafi miklar mætur á
og telji að hann hafi orðið mörg-
um til blessunar.
... En nú ber þess að gæta að
hér er um líkingu að ræða. Þann-
ig er „haf“ höfundar ekki sær-
inn, er fellur að ströndum land-
anna og sýnilegur er, heldur haf
lífsins eða heimsins, djúpið
mikla milli lífsins í synd og lífs-
ins í heilagleika og hreinleika
Guðs. Og langferðin-siglingin,
yfir það mikla haf, er þá barátta
einstaklingsins við syndina og
spillingaröflin.
... Allstaðar kveður við: Vel-
kominn. Hið dýrðlegasta er þó
að sjálfur frelsarinn leyfir hon-
um vist með sér. Þá skilur hinn
þreytti farmaður, að hér er hon-
um gott að vera og lætur akker
falla.
... Mætti svo Guði þóknast, að
láta sálminn verða sem flestum
sálum á Islandi uppörvun til
þess að „leggja út á djúpið"
mikla í nafni Hans, er stefnuna
hefir ákveðið!"
Einn þeirra sem hafði sam-
band við Velvakanda tjáði að
sálmupinn birtist í sálmabók
Valdimars, „Syng guði dýrð",
sem Þorsteinn M. Jónsson gaf út.
Þá væri hann að finna í Söngbók
Hjálpræðishersins frá 1938 und-
ir fyrirsögninni „Farmanna-
söngur", og ennfremur í bókinni
„Söngvar drottni til dýrðar" sem
Betelsöfnuðurinn í Vestmanna-
eyjum gaf út árið 1929. Þar er
sálminn að finna undir kaflafyr-
irsögninni „Heimþrá". Að lokum
skal þess getið að sálminn er
hægt að finna í söngbók Hvíta-
sunnusafnaðarins í Reykjavík.
Samkvæmt upplýsingum frá
lesendum víðs vegar að af land-
inu, var sálmurinn mikið sung-
inn og var sérstaklega vinsæll
meðal sjómanna á árunum
1920-1930.
Þessir hringdu . . .
Morgunleikfimin
á snældum
„Ein öldruð“ hringdi og hafði
eftirfarandi að segja: — Ég
sendi Huldu sem skrifaði í Vel-
vakanda fyrir páska um að hún
gæti ekki fylgst með morgun-
leikfimi útvarpsins, mínar bestu
kveðjur. Ég er henni alveg sam-
mála. Ég gat sjálf ekki lengur
fylgst með leikfiminni, ég er orð-
in fullorðin og þetta var allt of
hratt fyrir mig. En ég varð mér
úti um snældu með leikfiminni
hans Valdimars Örnólfssonar.
Hann kennir leikfimi í Háskól-
anum og ég bendi Huldu bara á
að hafa samband við hann og
vita hvort hún fær ekki snældu
hjá honum með leikfimiæfing-
um.
Ráðherrar
greiði tolla
af bflum sínum
Svanur Karlsson hringdi og
hafði eftirfarandi að segja:
Það er kominn urgur í mig
vegna hins nýja bílaskatts sem
maður heyrir mikið um núna.
Það kemur manni á óvart að nú
skuli vera notuð ráð, sem í fyrra
þóttu alveg ónothæf. Ég hef ver-
ið að vona að nýju þingmenn
Sjálfstæðisflokksins myndu nota
einhver önnur ráð en gömlu
skattpíningarnar, til að fylla upp
í fjárlagagatið svonefnda.
Bensíngjaldinu hefur marg-
sinnis verið stolið. Það hefur
verið notað í aðra hluti en þá
sem ætlast var til. Ég legg til að
forseti íslands verði látinn
greiða tolla og söluskatt af þeim
vörum sem hann notar til eigin
þarfa. Eins ættu ráðherrarnir að
greiða tolla af bílunum sínum.
Þannig væri að minnsta kosti
hægt að fá einhverja peninga í
ríkissjóð.
Gjöf Jóns
Sigurðssonar
Samkvæmt reglum skal veita fé úr sjóönum Gjöf Jóns
Sigurðssonar „til verðlauna fyrir vel samin vísindaleg rit
og annars kostar til þess að styrkja útgáfur merkilegra
heimildarita”. Heimilt er og að „verja fé til viðurkenn-
ingar á viðfangsefnum og störfum höfunda, sem hafa
vísindarit í smíðum”. Öll skulu rit þessi „lúta að sögu
íslands, bókmenntum þess, lögum, stjórn og framför-
um“.
Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar auglýsir hér
með eftir umsóknum um fjárveitingar úr sjóðnum. Skulu
þær stílaðar til verðlaunanefndarinnar, en sendar
forsætisráðuneytinu, Stjórnarráðshúsi, 101 Reykjavík,
fyrir 15. maí nk.
Umsóknum skulu fylgja rit, ritgerðir eða greinagerðir um
rit í smíðum.
Reykjavík 15. apríl 1984,
Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar,
Bjarni Guðnason,
Magnús Már Lárusson,
Sigurður Líndal.
vagnar
til að létta störf in
A.
Bakkavagn nr.41
Bakkavagn nr.41 m. pokagrind
Al STÁLHÚSGAGNAGERO
*\lSTEINARS HF.
SKEIFUNNI 6.SÍMAR: 33590.35110. 39555
Á Seltjarnarnesi eru sjálfstæðismenn,
siðugar konur og braggnar.
Og þetta’ er nú svona með þjóðinni enn
þrátt fyrir ólaf Ragnar.
Svanur Karlsson
Gullkorn
Kvartaóu ekki yfir eymd heims-
ins. Faróu heldur og bættu úr
henni.
— E. Holme
(1865—1927) var nor9k-
ur leikprédikari.
82P SIGGA V/öGA £ itlVZtAH
HVERNIG STENDUR R ÞVI RÐ
MÉR FINNST É6 HRFR SÉD
ÞESSR KVENSU ÖÐUR'?
WO STENDUR
ÞRNNIG ft WÍ.SKRL
K SE6JR ÞÉR, RD
ÞU HEFUR SÉÐ
HRNR f»UR.