Morgunblaðið - 26.04.1984, Qupperneq 48
Opið aíla daga frá
kl. 11.45-23.30.
AUSTURSTRÆTI 22.
INNSTRÆTI,
SÍMI 11633.
OpiO öll flmmtudags-, föstu-
dags-, laugardags- og sunnu-
dagskvöld.
AUSTURSTRÆTI 22.
(INNSTRÆTI)
SiMI 11340.
FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1984
VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR.
Mjólkurdrykkjaráðherranefndin:
Fjórum sérfræð-
ingum bætt við
„ÉG GLEYPI ekkert við þessum út-
reikningi mjólkurbúsins," sagði Al-
bert Guðmundsson fjármálaráðherra,
er hann var spurður álits á upplýsing-
um Mjólkurbús Flóamanna um verð-
myndun framleiðsluvara sinna kókó-
mjólkur, Jóga og Mangó-Sopa. Fjög-
urra ráðherra nefnd ríkisstjórnarinn-
ar, sem skipuð var í fyrradag til að
reyna að ná sáttum innan stjórnarliðs-
ins vegna máls þessa, var útvíkkuð í
gærmorgun með skipan fjögurra sér-
fræðinga, einum tilnefndum að hverj-
um ráðherranna.
Fjármálaráðherra sagði af og frá
að hann gleypti við þessum upplýs-
ingum og væri það hlutverk sér-
fræöinganna fjögurra að kanna
þessa útreikninga sjálfstætt. Út-
reikningarnir voru fengnir að
beiðni forsætisráðherra, eins og
Mbl. skýrði frá í gær. Fjármálar-
áðherra sagði ennfremur athugun-
arefni, að ætíð þegar verðmyndun
landbúnaðarvara væri til umfjöll-
unar þættu framleiðendur fullgildir
upplýsingaaðilar, en annað væri
upp á teningnum, þegar framleið-
endur annarra vara ættu í hlut.
„Þetta er mál sem ég ætla að taka
sérstaklega til athugunar," sagði
ráðherrann að lokum.
Sjá Innlendan vettvang: „Þrætu-
eplið Kókómjólk, Jógi og
Mangó-Sopi“ á bls. 14.
Suðurnes hf. í Garði:
Kanna möguleika
á nýtingu hrogna
úr ígulkerum
FYRIRTÆKIÐ Suðurnes hf. í Garði er
um þessar mundir að kanna möguleika
á veiðum á ígulkerum hér við land.
Hugmyndin er að nýta úr þeim hrognin
og selja söltuð eða fryst til Japan. Slík-
ar veiðar og vinnsla hafa verið stund-
aðar með góðum árangri við Kanada
og C'hile. I*á munu einhverjir fleiri aðil-
ar hér á landi hafa velt þessum mögu-
leika fyrir sér.
Torfi Steinsson, framkvæmda-
stjóri Suðurnesja hf., sagði í samtali
við Morgunblaðið, að þetta mál hefði
verið í undirbúningi og könnun á
annað ár og hann reiknaði með því,
að það tæki um eitt ár tii viðbótar
áður en það lægi endanlega fyrir
hvort veiðar og vinnsla gætu orðið
arðbærar. Tilraunir með veiðar
hefðu verið gerðar í samvinnu við
Hafrannsóknastofnun, bæði með
kafara í Hvalfirði og skelbátum á
Breiðafirði. í ljós hefði komið að
þúsundir lesta af ígulkerum væru
við landið og veiðarnar með skel-
plógnum hefðu gefið góða raun. Svo
virtist að hrogn væru í ígulkerunum
frá því I marz og fram í september
og við tilraunaveiðarnar hefði komiö
í ljós að magnið væri um 10% af
heildarþunga og hráefnið væri gott.
Torfi sagði, að markaður fyrir
hrognin væri I Japan og hefði fyrir
skömmu farið tilraunasending þang-
að.
Trjónukrabbi fœr páskaegg
ÞAÐ ERU ekki bara landkrabbarnir, sem verða þeirr-
ar ánægju aðnjótandi að fá páskaegg um páskana. Það
hljóp nefnilega á snærið hjá þessum myndarlega
trjónukrabba þegar hann rakst á páskaegg á 18 metra
dýpi í mynni Hvalfjaröar á dögunum.
Þar sem krossfiskur var einnig í nágrenni við
góðgætið, þótti krabbanum vissara að leggjast sem
fyrst á eggið og var ekkert á því að krossfiskurinn
fengi að njóta þess líka. Ekki dró það úr lyst
trjónukrabbans, að í stað konfektsins var úldin
loðna í egginu, en ekki fylgir sögunni hvaða máls-
háttur var í því.
Annars tala meðfylgjandi myndir Stefáns Hjart-
arsonar, kafara, beztu máli um þennan sjaldséða
atburð.
Dagsbrún hafnar forseta ASÍ
sem aðalræðumanni á 1. maí
GuÖmundur J. Guðmundsson verður aðalræðumaður — „Munum ekkert
aðhafast þennan dag,u segir Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Sóknar
Þrír leikir
sýndir beint
ÞRÍR knattspyrnuleikir
verða sýndir beint í ís-
lenska sjónvarpinu í maí-
mánuði.
16. maí verður sýndur úr-
slitaleikur Evrópukeppni bik-
arhafa í Basel, milli Juventus
frá Ítalíu og portúgalska liðs-
ins Porto. Síðan verður leikur
Everton og Watford í ensku
bikarkeppninni á Wembley-
leikvanginum í Lundúnum 19.
maí sýndur beint og 30. maí
verður bein útsending frá leik
Roma og Liverpool í úrslitum
Evrópukeppni meistaraliða.
FULLTRÚI Dagsbrúnar í 1. maí-nefnd verkalýðsfélaganna í Reykjavík hefur
lagst gegn því, samkvæmt ósk stjómar félagsins, að forseti ASÍ, Ásmundur
Stefánsson, verði aðalræðumaður hátíðahaldanna á Lækjartorgi nú á þriðju-
daginn, þann 1. maí, og gerði fulltrúinn það að tillögu sinni að formaður
Dagsbrúnar, Guðmundur J. Guðmundsson yrði aðalræðumaður dagsins.
Þetta hefur Morgunblaðið eftir áreiðanlegum heimildum og að undirbún-
ingsnefnd 1. maí-hátíöahaldanna hafi ákveðið að verða við þessari ósk
Dagsbrúnar, eftir talsverðar umræður.
Ekki munu allir aðilar málsins
hafa verið jafnsáttir við þessa
lausn, því forystumenn Starfs-
mannafélagsins Sóknar lita þann-
ig á að með þessu sé verið að bola
Asmundi Stefánssyni, forseta ASf
frá, og segjast því munu halda að
sér höndum, hvað varðar þátttöku
í sjálfum hátíðahöldunum. Aðal-
heiður Bjarnfreðsdóttir, formaður
Starfsmannafélagsins Sóknar,
hafði verið beðin um að stýra há-
tíðahöldunum á Lækjartorgi, en í
kjölfar þess að Dagsbrúnarmenn
höfnuðu Ásmundi Stefánssyni
sem ræðumanni, afþakkaði hún
þann heiður að fá að stjórna há-
tíðahöldunum. Aðalheiður sagði í
samtali við blm. Mbl. í gærkveldi:
„Auðvitað ráða félagsmenn því
sjálfir hvort þeir taka þátt í
hátíðahöldunum, en ég álít að við
sem helst stöndum í forsvari fyrir
Sókn munum ekkert hafast að
þennan dag, úr því þannig þarf að
fara að í sambandi við hátíðahöld-
in.“
„Það er ekkert leyndarmál, að
það kom ósk um það frá stjórn
Dagsbrúnar, að formaður Dags-
brúnar yrði beðinn um að tala á
Lækjartorgi," sagði Sigfinnur Sig-
urðsson, fulltrúi VR í undibún-
ingsnefnd 1. maí-hátíðahaldanna,
í samtali við blm. Mbl. um þetta
mál. Sigfinnur sagðist sjálfur
hafa haft áhuga á því að annað
hvor þeirra Asmundar Stefáns-
sonar, forseta ASÍ, eða Björns
Þórhallssonar, varaforseta ASÍ,
flyttu ávarpið 1. maí en sæst hefði
verið á það í nefndinni að aðal-
ræðumaður yrði Guðmundur J.
Guðmundsson, formaður Dags-
brúnar.
Einn viðmælandi blaðsins sagði
í gær, er hann var spurður álits á
því hvað væri að gerast þarna:
„Þetta tengist allt innanflokkserj-
um Alþýðubandalagsins, sem risu
hvað hæst þegar Guðmundur J.
Guðmundsson og hans fylgifiskar
risu fyrst upp gegn samningunum,
en þurftu svo að kokgleypa allt
saman, bara í fleiri orðum.“
Hann sagði jafnframt að þessi
afstaða Dagsbrúnararmsins hefði
vakið reiði margra annarra for-
ystumanna verkalýðshreyfingar-
innar. Til að mynda hefði Aðal-
heiður Bjarnfreðsdóttir neitað að
vera fundarstjóri á fundinum á
Lækjartorgi, sem segði ekki svo
litla sögu um afstöðu Sóknar.
Fölsuðu ávísanir
til fíkniefnakaupa
ÞRJÚ ungmenni um tvítugt — tveir
menn og stúlka, voru handtekin að-
faranótt miðvikudagsins grunuð um
tékkamisferli, innbrot og þjófnaði.
Rannsóknarlögregla ríkisins setti í
gærkvöldi fram kröfu um gæzluvarð-
hald yfir þeim til 9. maí.
Ungmennin hafa viðurkennt að
hafa keypt tékkhefti af reiknings-
hafa gagngert til þess að falsa ávís-
anir. Ennfremur hafa þau viður-
kennt innbrot í báta á Suðurnesjum
og stuld á lyfjum. Ávísanaheftið
fengu ungmennin skömmu fyrir
páska og ávisuðu grimmt um bæna-
dagana. í gær höfðu komið fram
ávísanir, sem þau höfðu falsað, að
upphæð um 60 þúsund krónur.
Féð notuðu ungmennin til þess að
fjármagna fíkniefnakaup. Þau hafa
reykt hass, étið pillur og sprautað
sig.