Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 23. MAÍ 1984 Álviðræður íslands og Alusuisse í Ziirich á morgun: Vonir um samninga um hækkun raforkunnar fHttgniiÞlðfrifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 20 kr. eintakið. Olympíuleik- arnir í hættu NÚ GÆTIR meiri bjartsýni en oft áður um að hilli undir samkomulag um hækkun raforkuverðs, stækkun álversins í Straumsvík, og enn meiri hækkun raforkuverðs til nýja hlutans, samkvæmt því sem fram hefur komið í máli viðmælenda Morgunblaðsins um þessi mál. Sverrir Hermannsson sagðist telja að nú færu málin að þokast áfram hraðar, en næsti fundur samninga- nefndar um stóriðju og fulltrúa Alusuisse hefst í Ziirieh nú á morgun. Heimildarmenn blaðsins telja kunnugir þeirrar skoðunar að að verulegur skriður komist á málin nú á þessum fundi og öðr- um, sem boðaður hefur verið í júní, þar sem Alusuisse hafi lýsti því yfir að nú vilji fyrirtækið hraða allri samningagerð, en eins og kunnugt er hefur enginn fund- ur verið haldinn frá því í febrúar, vegna veikinda formanns svissn- esku nefndarinnar, Dr. Ernst. Eru áhugi sá, sem stærstu álfyrirtæki heims, eins og Alcan og Alcoa, hafa sýnt á því að reisa hér álver og reka í samvinnu við íslenska aðila, hafi hert á Svisslendingun- um, þannig að þeir séu nú áfram um að ljúka samningagerð og endurskoðun samninga, áður en nokkuð verði ákveðið af Islands hálfu um samstarf við önnur Rainbow Hope losar í Njarðvík á mánudag — Reykjavíkurhöfn missir af drjúgum tekjum Eftir að Sovétmenn sendu óvígan her inn í Afganist- an ákváðu margar þjóðir með Bandaríkjamenn í broddi fylk- ingar að taka ekki þátt í Olympíuleikunum þegar til þeirra var efnt í Moskvu sumarið 1980. Á þeim tíma hvatti Morgunblaðið forráða- menn íslenskra íþróttamála til að senda ekki neina þátt- takendur héðan til Moskvu. íþróttafrömuðir risu öndverð- ir gegn þeirri hvatningu meðal annars með þeim rökum að það væri út í hött að blanda saman stjórnmálum og íþrótt- um, slíkt væri auðvitað aldrei gert. Þetta var einnig línan frá Moskvu á þessum tíma, að aldrei myndu Sovétmenn leggjast jafn lágt og Jimmy Carter, þáverandi Bandaríkja- forseti, og neita þátttöku í Olympíuleikum á jafn áróð- urs- og fjarstæðukenndri for- sendu og hann. Nú, fjórum árum síðar, hef-« ur það hins vegar gerst að Kremlverjar hafa látið þau boð út ganga um ríki sitt og fylgiríki að enginn íþrótta- maður skuli sendur til Los Angeles þar sem Olympíuleik- arnir fara fram í sumar. Skýr- ingarnar á þessari ákvörðun eru meðal annars þær að þannig verði búið að íþrótta- mönnum á leikunum að öryggi þeirra og lífi verði stofnað í hættu, þess vegna sé óverjandi annað en þeir sitji heima. Sé þessi skýring Sovétmanna tek- in bókstaflega er þess tæpast að vænta að þeir muni nokkru sinni framar senda menn til Olympíuleika, að minnsta kosti ekki í Suður-Kóreu 1988, nema heimsmyndin gjörbreyt- ist og hryðjuverkaménn hverfi úr sögunni. Nei, ótti um öryggi sovésku leikmannanna er ekki ástæðan fyrir því að Kremlverjar tóku ákvörðunina um að hundsa leikana í Los Angeles. Þar búa pólitískar ástæður og hags- munir Kremlverja sjálfra að baki. Að einhverju leyti er um hefndaraðgerðir vegna fjar- verunnar frá Moskvu 1980 að ræða. Þá er Kremlverjum illa við allt sem getur styrkt Bandaríkin út á við á meðan Ronald Reagan er forseti og berst fyrir endurkjöri sínu. En síðast en ekki síst óttast Kremlverjar að þeir geti ekki haft hemil á íþróttamönnun- um frá Sovétríkjunum og öðr- um kommúnistaríkjum í þeim skilningi að þeir hafi ekki nógu marga KGB-menn á sín- um snærum í Bandaríkjunum til að koma í veg fyrir fjölda- flótta úr íþróttabúðum fá- tæktarríkja kommúnismans í allsnægtir auðvaldsheimsins í Los Angeles. Olympíuleikarnir hófust í Grikklandi sem keppni milli einstakra borgríkja fyrir um 2000 árum. Þeir lágu niðri um margar aldir og hin síðari ár hafa þeir orðið að pólitísku bitbeini hvað eftir annað svo að ekki sé minnst á blóðbaðið í Munchen 1972 þegar palenst- ínskir ódæðismenn réðust á íþróttamenn frá ísrael. Vera má að undirrót þessara deilna sé pólitískur metingur sem út- rýma megi að verulegu leyti með því að velja leikunum samastað og kemur þá Grikk- land auðvitað fyrst í hugann. Þar ríkti friður milli borgríkja meðan leikarnir stóðu yfir. Ástæða er til að hvetja full- trúa íslands í Alþjóðaolymp- íunefndinni til að láta kanna það til þrautar hvort framtíð- arfriður geti skapast um Olympíuleikana með því að velja þeim stað í Grikklandi. „Ritskoðun“ prentara Frá því var sagt í frétt Morgunblaðsins fyrir nokkrum dögum að prentarar í London hefðu tekið sér fyrir hendur að hindra birtingu á mynd af Arthur Scargill, leið- toga þeirra námuverkamanna sem nú eru í verkfalli á Bret- landseyjum, en á myndinni sást hann heilsa að sið nasista. Sú kveðja Scargills kemur í sjálfu sér á óvart því að hann hikar ekki við að játa heims- kommúnismanum ást sína og hefur borið blak af innrásinni í Afganistan. Þá hafa þrentar- ar einnig beitt öðrum ráðum til að hindra miðlun frétta af þessu verkfalli sem er mjög umdeilt, ekki síst meðal námu- verkamanna sjálfra. Þessi afskipti breskra prentara af efni þeirra blaða sem þeir starfa hjá sýnir hve öfgastefnur eins og sú sem ræður ferðinni hjá ofan- greindum Scargill geta afvegaleitt jafnvel dagfars- prúða menn. Sagan kennir okkur líka að þegar slíkar stefnur hafa orðið ofan á er það eitt helsta haldreipi þeirra sem með völdin fara að stunda ritskoðun, ekki einvörðungu á fjölmiðlum heldur einnig á bókmenntum og öllu því sem byggist á hugmyndaflugi mannsins og sköpunargáfu. RAINBOW Hope, skip bandaríska skipafélagsins Kainbow Navigation Inc., sem gengið hefur inn í flutninga íslensku skipafélaganna Eimskips og Hafskips á flutningum Bandaríkja- hers til herstöðvarinnar á Keflavíkur- flugvelli, kemur I fyrsta sinn til ís- lands nk. mánudag. Skipið lét úr höfn í Norfolk í Virginíu á austurströnd Bandaríkj- anna sl. föstudagskvöld. Um sextíu 20 feta gámar eru í skipinu, sem getur borið um 100 gáma fulllestað, að sögn Magnúsar Ármanns, um- boðsmanns Rainbow Navigation Inc. á íslandi. Landað verður úr skipinu í landshöfninni í Njarðvík og gámunum síðan ekið upp á Keflavíkurflugvöll á kostnað Bandarfkjahers, rétt eins og herinn ber kostnað af flutningum frá Reykjavík til Keflavíkur þegar ís- lensku skipafélögin annast flutn- ingana. Útilokað er talið að Rainbow Navigation Inc. geti annað öllum flutningunum til Varnarliðsins hér, enda hefur félagið enn ekki nema eitt skip til flutninganna og óákveð- ið er hvort það leigir annað skip af bandarísku sjóferðastofnuninni, sem á sínum tíma leysti til sín Rainbow Hope og systurskip þess. Magnús Ármanii sagðist giska á, að með þessu eina skipi væri hægt að sinna tæpum helmingi flutn- inganna hingað til lands frá Banda- ríkjunum. Hann lagði áherslu á, að þar væri um ágiskun sína að ræða. Áætlað er að Rainbow Hope sigli milli íslands og Bandaríkjanna á 3—4 vikna fresti. Ljóst er að með þvl að uppskipun færist frá Reykjavík til Njarðvíkur verður Reykjavíkurhöfn af nokkr- um tekjum — þær færast yfir til landshafnarinnar í Njarðvík. Ekki tókst í gær að ná í talsmann Reykjavíkurhafnar til að leita upp- lýsinga um af hve miklum tekjum fyrirtækið gæti orðið vegna þessara tilflutninga. Alþingi: HALLDÓR Blöndal, þingmaður Sjálf.stæðisflokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra, var í gær kjörinn í fjárveitinganefnd Alþingis á fundi sameinaðs Alþingis. Samkvæmt heimildum Mbl. mun Pálmi Jóns- son, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, taka við formennsku í fjárveit- inganefnd. Halldór Blöndal tekur við sæti Lárusar Jónssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins úr sama kjör- dæmi, en Lárus hefur sagt af sér störfum í nefndinni þar sem hann tekur við starfi bankastjóra Út- fyrirtæki en Alusuisse. „Meginviðfangsefni þessa fund- ar, verður að ræða hækkun á raf- orkuverði til núverandi verk- smiðju, stækkun verksmiðjunnar og hækkun raforkunnar til þess hluta sem nýr verður," sagði dr. Gunnar G. Schram, alþingismað- ur, í samtali við blm. Mbl. er hann var spurður um samningafund þann, sem hefst í Zurich nú á morgun. Gunnar er einn nefnd- armanna í samninganefnd um stóriðju. „Við gerum okkur vonir um að komast nokkuð áleiðis með samningaviðræður um hækkun raforkuverðsins á þessum fundi," sagði Gunnar. Gunnar sagði að á fundum sér- fræðinga, sem haldnir hefðu verið frá því í febrúarmánuði, hefði ver- ið farið ýtarlega yfir samkeppnis- aðstöðu okkar Islendinga varðandi álbræðslur og sérstakiega hefði verið litið á raforkuverðið og flutningskostnað, auk skattamál- anna. Hann sagði að þar hefði komið í ljós, eins og vitað hefði verið fyrir, að Islendingar væru heldur verr settir en álbræðslur á meginlandinu og í Bandaríkjun- um. Hins vegar hefðu aðilar ekki orðið sammála um hversu mikið óhagræði væri af staðsetningu ál- bræðslu á íslandi og sagði hann að íslenskir sérfræðingar teldu það minna en sérfræðingar Alusuisse, þótt ekki bæri mikið á milli. vegsbanka Islands 1. júní nk. Lárus gegndi formennsku í fjár- veitinganefnd og samkvæmt heimildum Mbl. hefur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins komið sér saman um, að Pálmi Jónsson taki við formennskunni, en hann á sæti í nefndinni. Varaformaður er nú Guðmundur Bjarnason, Fram- sóknarflokki. Lárus Jónsson mun segja af sér þingmennsku áður en þing kemur saman á ný í haust. Varamaður hans í kjördæminu er Björn Dagbjartsson matvælafræðingur. „Fólk búið að fá sig fullsatt af þessum langa vinnutíma“ — segir Magnús L. Sveinsson formaður VR um laugardagslokun verslana í framhaldi af samþykkt fjölmenns fundar í Verslunarmannafélagi Reykjavíkur í fyrradag, þar sem samþykkt var að verslunarmenn vinni ekki í verslunum á laugardögum í 2‘/í mánuð í sumar, verður að öilum líkindum gengið frá samkomulagi í dag á milli VR annars vegar og Kaupmannasam- taka íslands, Vinnuveitendasamands íslands og Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis hinsvegar um lokun verslana á þessum tíma. Samþykkt VR og væntanlegur sama hætti undanfarin ár og virð- samningur gildir fyrir félagssvæði VR sem nær yfir Seltjarnarnes, Kópavog, Mosfellssveit og Kjós- arhrepp, auk Reykjavíkur. Versl- anir í Hafnarfiði og Garðabæ eru þær einu sem standa fyrir utan samkomulagið en Magnús L. Sveinsson, formaður VR, sagði að þær væru ekki vandamál því þær væru ýmist með lokað á laugar- dögum eða þar afgreitt í gegn um lúgu. Þessi sumarlokun verslana á laugardögum hefur verið með ist full eining á meðal verslunar- eigenda um að hafa lokað. „Á þessum fjölmenna fundi okkar í fyrradag var mikil eining og mik- ill baráttuvilji. Fólk er búið að fá sig fullsatt af þessum óheyrilega langa vinnutíma," sagði Magnús L. Sveinsson. Magnús E. Finnsson, fram- kvæmdastjóri Kaupmannasam- takanna, sagði að full samstaða væri innan samtakanna um laug- ardagslokunina enda væri þetta eingöngu framlenging á fyrra samkomulagi. Frekar væri að menn vildu láta laugardagslokun- ina ná yfir lengri tíma. Magnús sagði að þetta gilti alls staðar fyrir starfsfólkið en hugsanlegt væri að einstaka kaupmenn sem væru einir, hefðu eitthvað opið, ómögulegt væri að fygjast með því. Gísli Blöndal, fulltrúi framkvæmdastjóra hjá Hagkaup, sagði að þegar Hagkaup hefði samið við starfsfólk sitt í haust og síðar VR hefði verið um það talað að lokað yrði á laugardögum yfir sumartímann og við það yrði vit- anlega staðið. Væru þeir því alveg sáttir yið ákvörðun VR. Síðan þyrfti að setjast að samningum í sumar og ákveða opnunartímann Halldór Blöndal í fjárveitinganefnd Pálmi Jónsson tilnefndur sem formaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.