Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1984 41 LjÓ8m. Mbl. EBB. Frí blaðamannafundi Tölvufræðslunnar sf. Á myndinni eru talið frá vinstri: Ellert Ólafsson framkvæmdastjóri, Gylfl Gunnarsson leiðbeinandi, Grímur Friðgeirsson leiðbeinandi og Kristjín Ingvarsson skólastjóri. Þeir þrír síðast- nefndu verða leiðbeinendur á námskeiðunum úti á landi í sumar og auk þeirra Kristín Steinarsdóttir, sem ekki var viðstödd þegar myndin var tekin. Tölvukennsla á landsbyggðinni — Tölvufræðslan sf. efnir til nám- skeiða á rúmlega 50 stöðum á landinu TÖLVUFRÆÐSLAN SF. hefur nú gert út tvo námskeiðahópa sem ferðast munu um allt land í sumar og halda námskeið í undirstöðuatriðum varðandi tölvur, forritun í BASIC, ritvinnslu og áætlanagerð. Tveir kennarar munu annast kennslu á hverju námskeiði og alls verður efnt til námskeiða á rösklega 50 stöðum á landinu. Hvert námskeið er 18 kennslustundir og verður kennt á kvöldin í skólum á viðkomandi stöðum. Námskeiðagjald er 2.500 krónur fyrir einstakling og eru námsgögn innifalin í gjaldinu. Þetta kom meðal annars fram á blaðamannafundi sem Tölvu- fræðslan sf. boðaði til í síðustu viku. Fyrirtækið hefur starfað frá síðustu áramótum og hefur fram að þessu eingöngu haldið námskeið í Reykjavík. Nú hyggst það aftur á móti „koma til móts við þarfir landsbyggðarmanna, þar sem að- stöðumunur milli þeirra og hinna sem búa í þéttbýlinu við Faxaflóa er afar mikill," eins og forsvars- menn fyrirtækisins komast að orði. Á hverju námskeiði verða 10 tölvur til notkunar og er gert ráð fyrir því að tveir nemendur verði um hverja tölvu, þannig að þátt- tökufjöldi er takmarkaður við um 20 manns hverju sinni. Aðspurðir um kynningu námskeiðanna sögðu forsvarsmenn Tölvufræðslunnar að umboðsaðilar væru á hverjum stað og myndu þeir að nokkru leyti sjá um kynningu námskeiðanna og einnig skráningu þátttakenda. Fyrirtækið hefur skipulagt nokk- ur unglinganámskeið í sumar í samstarfi við ýmis æskulýðsfélög og eru þau námskeið sérstaklega ætluð unglingum á aldrinum 12—18 ára. Forsvarsmenn fyrir- tækisins vildu taka það fram að fatlaðir gætu tekið þátt í nám- skeiðinu þeim að kostnaðarlausu. Margvísleg störf sem fatlaðir ættu gott með að vinna tengdust tölvu- notkun og fyrirtækið vildi með því að bjóða þeim ókeypis kennslu, stuðla að því að þeir ættu auðveld- ara með að taka þátt í atvinnulíf- inu. Þá kom fram á blaðamanna- fundinum að þó að námskeiðin fari fram á kvöldin, hafi nemendur að- gang að tölvunum allan daginn og leiðbeinendur verða á staðnum all- an daginn þá fjóra daga sem hvert námskeið stendur yfir. Símaskráin 1984 Afhending símaskrárinnar 1984 til símnotenda hefst fimmtudaginn 24. maí. í Reykjavík veröur símaskráin afgreidd á Póststof- unni, Pósthússtræti 5, gengiö inn frá Austurstræti, og póstútibúunum Kleppsvegi 152, Laugavegi 120, Neshaga 16, Ármúla 25, Arnarbakka 2 og Hraunbæ 102. Afgreiðslutími mánudaga til föstudaga kl. 9 til 17. í Hafnarfirði veröur símaskráin afhent á Póst- og símstööinni, Strandgötu 24. í Kópavogi veröur símaskráin afhent á Póst- og sím- stöðinni, Digranesvegi 9. Varmá í Mosfellssveit veröur símaskráin afhent á Póst- og símstööinni. Þeir notendur sem eiga rétt á 10 símaskrám eöa fleiri, fá skrárnar sendar heim. Símaskráin verður aöeins afhent gegn afhend- ingarseölum, sem póstlagðir hafa verið til símnot- enda. Athygli skal vakin á því aö símaskráin 1984 gengur í gildi frá og með föstudeginum 1. júní 1984. Þó gildir þetta ekki hvað varöar ný 6 stafa símanúmer á Sel- tjarnarnesi, sem gert haföi veriö ráö fyrir aö kæmi í gagniö um leiö og símaskráin. Þau veröa ekki tilbúin fyrr en í lok júní nk. Þangað til gilda gömul símanúm- er þar, en þaö eru raunar sömu númerin og eru í nýju skránni aö frátöldum fyrsta staf, sem er 6. Aö ööru leyti fellur símaskráin 1983 úr gildi frá 1. júni 1984- Póst- og símamálastofnunín. Húsavík: Sinfóníu- hljómsveit- in vekur lukku Húsavík 21. maí. MESTI listviðburður ársins á Húsa- vík var í gær, þegar Sinfóníu- hljómsveit íslands hélt hér tónleika með Pétur Þorvaldsson sem einleik- ara og Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur sem einsöngvara, en henni var sér- staklega vel fagnað. Efnisskráin fannst mér í þyngsta lagi, en allir nutu stund- arinnar vel og þakka gestunum komuna og vonast eftir þeim sem fyrst aftur. Páll P. Pálsson stjórnaði Sin- fóníuhljómsveitinni. Fréturiuri. SKÁKSAM BAND STOFNAB g LAN D S DRENGJA- OG TELPN AMEIST ARAMÓT ÍSLANDS í SKÁK 1984 hefst föstudaginn 25. maí nk. kl. 19 aö Grensásvegi 46. Mótiö er opið öllum unglingum 14 ára og yngri. Tefldar veröa 9 umferðir Monrad sem hér segir: 1.—3. umf. föstud. 25. maí kl. 19. 4.—6. umf. laugard. 26. maí kl. 14. 7.—9. umf. sunnud. 27. maí kl. 14. Skráning á mótsstaö kl. 18.30—19.00 föstudaginn 25. maí. Þátttökugjald kr. 150.- Stjórn Skáksambands íslands. ^SÖLUBOÐ Jarðaber 822 gr [•jV Tekex 1 200 gr 0 Holtabót 6tegundirkex EPI ,| Rauð # RYVIl rji Hrökkbrauð IA 200 gr jaí\sl. nio Sykur 2 kg ^diK"" j<i Bonner rúsínur 425 gr ...vöruverð í lágmarkí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.