Morgunblaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNl 1984 „FYRIRHEITNA LANDIÐ ER í AUGSÝN“ Fyrsta predikun undir hvelfingum Hallgrímskirkju Prédikun flutt í guðsþjónustu í ófullgerðu kirkjuskipi Hallgrímskirkju á hvítasunnudag af sóknarprestinum, sr. Kagnari Fjalari Lárussyni. Biðjum öll saman og upphátt: Vertu Guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd ég hafni. í fimmtu Mósebók standa þessi orð: Á fertugasta ári birti Móse ísraelsmönnum allt það, sem Drottinn hafði boðið honum ... og síðar í sama riti: Þann sama dag talaði Drottinn við Móse og sagði: Far þú upp á Nebófjall og lít yfir Kaanans land, sem ég gef ísraelsmönnum til eignar ... og handan yfir skalt þú fá að líta landið ... Amen. Gleðilega hvftasunnuhátíð. Mér hefir oft fundist vera líking með smíði Hallgrímskirkju og för Móse um eyðimörkina, er hann fór fyrir ísraelslýð til fyrirheitna landsins. Öllum er okkur sú saga í stór- um dráttum kunn. Margar hættur og mótlæti mætti á þeirri för, óvinir sóttu að, sundrung var meðal lýðsins, en leiðtoginn lét aldrei villa sér sýn, hann hélt ótrauður áfram, því að hann gekk í nafni Drottins, og talaði við hann eins og maður talar við mann. Á fertugasta ári birti Móse Israelsmönnum allt það sem drottinn hafði boðið honum ... þá var ferðinni miklu að ljúka og fyrirheitna landið blasti brátt við. Á fertugasta ári frá því, að fyrsta skóflustunga var tekin að þessu mikla húsi, ávarpa ég ykkur í háreistum en hálfreistum kirkjusal. Fjörutíu ár er langur tími af mannsævinni, þó að þau séu það ekki í sögu heillar þjóðar. Og á þessum fjörutíu árum hefir ieiðin oft verið erfið: mótblástur og andbyr af ýmsum toga, skortur á fjármagni, illleysanleg vanda- mál í stórbyggingu, sem enga á sér iíka á voru landi íslandi. En alltaf hefir þó verkinu miðað, allt- af verið stigin spor fram á við, alltaf einhverjir sigrar unnir. Og hér við hlið mér eru frumherjarn- ir, dr. Sigurbjórn Einarsson bisk- up og dr. Jakob Jónsson, fyrstu sóknarprestar Hallgrímssafnað- ar, sem hafa eins og Móse og Aron leitt lýðinn og yfirstigið hverja hindrun með Guðs hjálp og góðra manna. Þeir hafa eflaust margs að minnast frá löngu liðnum dög- um, bæði vonbrigða og sigra og báðir eru þeir miklir baráttu- menn fyrir framgangi þessa máls. Þetta er mikil kirkja og fögur. Hugmyndin að henni er komin beint út úr fslenskri náttúru: hraundrangar, stuðlaberg og jöki- ar spelgast í henni. Þar gefur að líta landið okkar tignarlegt og ægifagurt i leiftursýn. Faðmur hennar breiðir sig á móti öllum, sem að henni ganga, og turn hennar er sem hendur lagðar saman til bænagjörðar, með fing- urna upp til hæða. Og efst upp á turni hennar gnæfir hinn hvíti kross, sem er tákn hans, Drottins vors og frelsara, Jesú Krists. Þessi kirkja er reist til minn- ingar um mesta skáldjöfur þjóð- arinnar, sem kvað sig svo inn í hjörtu landsins barna, að enn eru sálmar hans bænavers barnsins, og með þá að förunaut er lukt hinni hinstu hvílu, þeir og boð- skapur þeirra eru farareyrir yfir á landið handan Hel. Enginn Islendingur hefir á því- líkan hátt og séra Hallgrímur leitt þann fram sem er frelsari minn og þinn, né látið oss krjúpa svo nærri krossi hans. Hallgríms- kirkja færir okkur því þrennt: stórbrotið land vort í útlínum sín- um, minninguna um skáldið sem „svo vel söng, að sólin skein í gegnum dauðansgöng,“ og frá honum til hans, sem er Drottinn vor og frelsari. Hallgrímskirkja er fyrst og fremst kirkja Jesú Krists, það er hlutverk hennar og aðalsmerki. Á fertugasta ári birti Móse ísraelsmönnum allt það, sem Drottinn hafði boðið honum. Á fertugasta ári í byggingar- sögu kirkjunnar boða ég yður og þjóð minni: Fullgerum þetta must- eri sem fyrst. Látum það ekki leng- ur opið standa fyrir veðri og vind- um. Ég vil þakka stuðning ríkis- valds, sérstaklega veglegan á þessu ári, ég þakka borgaryfir- völdum, og ekki síst vinum kirkj- unnar meðal almennings stuðning í þessu máli, en betur má ef duga skal. Ég skora á íslensku þjóðina að fullgera landskirkjuna á næstu tveimur árum. Á tvöhundruð ára af- mæli Reykjavíkurborgar skal hún vígð. Ég segi eins og IJrban páfi sagði á sínum tíma, er hann hvatti menn til krossferða: Guð vill það. Já, Guð vill það, að á bygginganna öld Ijúki þessari byggingu sem fyrst, svo að þaðan megi blessun streyma til landsins barna. Fyrirheitna landið er í augsýn. Ég horfi upp til hárra hvelfinga, hvítra og fagurra. Ég segi burt með þenn- an skóg af timbri, látum allar hvelf- ingarnar koma í Ijós, svo að þar megi hljóma og enduróma orð Drottins, söngur og hljómar, Drottni til dýrðar. Guð vill það. í Jesú nafni. Amen. Morgunblaðift/Friðþjófur. Frá messu í Hallgrímskirkju á hvítasunnudag, talið frá vinstri: dr. Jakob Jónsson, Sigurbjörn Einarsson biskup, herra Pétur Sigurgeirsson biskup, sr. Miyako Þórðarson, sr. Ragnar Fjalar Lárusson og sr. Karl Sigurbjörnsson. Fjölmenni við hátíðar- messu í Hallgrímskirkju Fyrsta skipti messað í kirkjuskipinu Mikið fjölmenni var í Hallgrímskirkju á hvítasunnudag þegar messað var í fyrsta skipti í kirkjuskipinu. Mikið fjölmenni var við hátíðar- messu í Hallgrímskrikju á hvíta- sunnudag, en þá gafst almenningi í fyrsta skipti tækifæri til að sjá hin- ar gotnesku hvelfingar kirkjunnar. Búið er að ganga frá tveimur hvelf- inganna. Guðsþjónustuna önnuðust fyrrverandi og núvenandi prest- ar Hallgrímskirkju, þeir Sigur- björn Einarsson, biskup, en hann var prestur sóknarinnar 1941—1944, dr. Jakob Jónsson er gegndi embætti 1941—1974, sr. Ragnar Fjalar Lárusson og sr. Karl Sigurbjörnsson. Herra Pét- ur Sigurgeirsson biskup flutti ávarp. Sr. Miyako Þórðarsson heyrnleysingjaprestur leiddi for- bæn. Kirkjukór Hallgrímskirkju söng ásamt Mótettukórnum und- ir stjórn Harðar Áskelssonar. Þá spilaði blásarakvintett Ásgeirs Steingrímssonar. í framhaldi af hátíðinni var opnuð sýning í forkirkjunni á byggingarsögu Hallgrímskirkju og Skólavörðuho'ltsins. Þar eru sýnd líkön, teikningar og ljós- myndir og verður hún opin í allt sumar. Að sögn sr. Karls Sigurbjörns- sonar er stefnt að því að klárað verði að setja þak á kirkjuna jafnframt því sem hvelfingarnar verði fullfrágengnar á þessu ári. Verið velkomin. ópavogsbúár athugið! Við bjóðum alla almenna hársnyrtingu svo sem: Permanent, klippingu, lagningu, hárþvott, litun, blástur, strípur, skol, djúpnæringu o.s.frv. Opið frá kl. 9—18 á virkum dögum. Lokaö á laugardögum í sumar. Pantanir teknar í síma 40369. HÁRGREIÐSLUSTOFAN ÞINGHÓLSBRAUT 19. ILAWN-BOYl Hún slær allt út og rakar líka Þú slærö betur meö LAWN BOY Rafeindakveikja tryggir örugga gangsetningu 3.5 HP sjálfsmurð tvígengisvél. Hún er hljóðlát. II/ Hún slær út fyrir kanta og upp að vegg. Bk ' Auðveldar hæðarstillingar wk Fyrirterðalítil, létt og meðfærileg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.