Morgunblaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNl 1984 39 aöi spurningunni sjálfur áður en ég hafði aiveg áttað mig á raun- verulegri alvöru hennar. „Nei, þann rétt hef ég ekki, þann rétt hefur enginn, svona vill þjóðin hafa það.“ Þó var svo komið mál- um að hefjast átti handa við frá- sögn og ritun æfisögunnar, þá gerðust skringilegir hlutir, sem urðu orsök þess að Bergur dró sig inní skel sína, og hætti við allt- saman. Skrásetjari verksins vildi fá annan útgefanda en Mál og menn- ingu. Bergur neitaði strax og sagð- ist ekki segja sögu sína til að láta einhverja útsmogna peninga- plokkara græða á sér og sínum vinum. Það var ómetanlegur skaði íslenskri menningarsögu að Berg- ur skyldi renna æfiskeið sitt á enda án þess að skilja eftir sig frásögn af þeirri merkilegu skáldakynslóð sem hann lifði svo náið með. Þessi litríka saga er glötuð að eilífu og eftir situr fá- tækari þjóð. Bergur Pálsson hafði meira gaman af fólki en öðrum fyrirbær- um lífsins. Ég man eftir því þegar við rákumst saman fyrst í matsal stjórnarráðsins fyrir réttum 15 árum og hann bauð mér sæti við fastaborð sitt í horninu: „Sestu hérna að borðinu, það er í þér ein- hver vestfirskur djöfladómur sem mig langar til að kynnast." Eftir það bar fundum okkar saman eins oft og kostur var og alltaf var um- ræðuefnið mannlífið, mannleg ör- lög, þjóðin og framtíð hennar og stjórnmál. Hann var það heil- brigður að honum leiddust efna- hagsmál og prettvísi í víðari merkinu. Mannfólkið er misjafnt og margþætt. Okkur sem búið er að spilla með of langri og ófrjórri skólagöngu er gjarnt að hafa gam- an af einhverjum takmörkuðum viðfangsefnum, þröngum sviðum eða dauðum hlutum. Við hólfum mannlífið niður í skúffur og bút- um manninn sjálfan í marga parta. Bergur Pálsson var heillaður af manninum eins og hann kemur fyrir, hugsun hans, tilfinningum og örlögum. Húmanisminn var hans stóra ídeal, þar sem mann- legt líf og örlög eru mælikvarði og viðmiðun alls. Lífið var honum til- gangur og takmark í senn. „Þú kynnist aldrei lífinu," sagði hann, „nema í gegnum sársaukann, hann er sönnunargagnið. Þú mátt aldrei reyna að forðast hann.“ Vitur maður hefur sagt, að helsti munur á íslendingum og Evrópubúum sé sá, að þeir síðar- nefndu væru hræddir við dauðann, en hefðu engan beyg af lífinu, þessu væri öfugt farið með íslend- inga, þeir óttuðust lífið en ekki dauðann. Sé þetta rétt, þá var Bergur Pálsson líkari Evrópubúa en venjulegum Islendingi, enda fyrirleit hann lífshræðslu og þau þægindi og átakaleysi sem henni fylgja. Hann hafði orð á því, að nauðsynlegt væri að halda opnum glugga til Evrópu svo við koðnuð- um ekki í því menningarlausa lífsgæðakapphlaupi, sem hefði tekið við af lútherskunni sem þjóðtrú íslendinga. Sjálfur hélt hann glugga sínum eins opnum og aðstæður hans leyfðu. Bergur var mjög vandlátur maður, bæði á smekk, fólk, en þó helst á skáld- skap. Þegar ég hitti hann síðast færði ég honum bók eftir ísaak Babel og talið barst að austur- evrópskum gyðingum, sem við bárum báðir djúpa lotningu fyrir. Hann var alæta á slíkar bækur og ég lofaði honum annarri af svipuð- um toga næst þegar ég kæmi. Við töluðum um ferðina, sem við höfð- um ætlað að fara í þrjú ár undir eggtíð með Guðmundi joð. Þá átti að fara vestur í Hólm og útí evjar, fyrir Jökul og á slóðir séra Arna. Ur henni verður víst ekkert meir og bókinni umtöluðu hef ég stung- ið upp í skáp aftur. Nú er sviðið autt og ekkert brosmilt andlit ræðir við mig lengur um heimssýn gyðinga og hnýtir aftaní hnytti- sögu af Steini. Far vel Bergur, far vel. Haf þökk fyrir ómetanlegar ánægju- stundir og dýrmæta vináttu. Ast- vinum votta ég dýpstu samúð. Þröstur Olafsson Sama er mér, hvað sagt er hér á Suður- [nesjum. Svört þó gleymskan söng minni hirði, senn er vor í Breiðafirði. Þessar ljóðlínur Steins Steinars komu í hugann þegar ég frétti lát Bergs Pálssonar, fulltrúa, sem andaðist í Reykjavík sunnudaginn 3. júní. Bergur hefði orðið sjötug- ur að aldri 6. desember að vetri, og vorum við vinir hans farnir að horfa fram til þess dags með nokkurri tilhlökkun, vegna þess að þá hefði gefist tækifæri til að hafa uppi nokkur orð um hann, þó ekki hefði verið til annars en tjá hon- um hver snilldarmaður hann var á alla lund, þótt aldrei mætti hann heyra þann veg um sig talað og hefði frá öllum öðrum meira að segja en sjálfum sér. Bergur fæddist í Stykkishólmi, sonur hjónanna Páls Vídalín Bjarnasonar. sýslumanns, og Margrétar Arnadóttur frá Höfn- um á Skaga. Bergur var með ætt- göfugustu mönnum í landinu, kominn af Bjarna Thorarensen og fleira stórmenni. Ekki heyrði ég hann minnast á ættir sínar, og væri bryddað upp á slíku vék hann því frá sér með stórum hlátri og sneri talinu að öðru fólki. En ein- um stað hélt hann fram öðrum fremur, og lét hvergi á sig halla um ágæti hans. Það var Stykkis- hólmur. Og þegar voraði um Breiðafjörð þá var hann þar. Bergur Pálsson var gagnmennt- aður maður og las mikið fram til síðustu daga. Hann var mjög vel heima í þeim höfundum breskum, sem skrifuðu að jafnaði í New Statesman og las menn á borð við Macholm Muggerigde. Tilvitnanir í það sem hann las voru á hrað- bergi í samræðum. Einnig var hann fróður vel á gamla og góða vísu og kunni margt fyrir sér frá fyrri tíð; var minnugur á menn og andsvör þeirra og bar sú þekking hans því vitni, að hann hefur snemma tamið sér að hlusta. Hann fylgdist mjög náið með þróun og viðhorfum hérlendis, bæði á sviði stjórnmála og menn- ingar, og lagði sitt eigið sjálfstæða mat á þá hluti. Oft var stórfelld upplýsing að hlusta á hann fjalla um einstök atriði og vega þau og meta í ljósi sögulegra staðreynda og nýrri þarfa. Byggði hann við- horf sín á mikilli þekkingu og samtölum við þá menn, sem voru kunningjar hans og stóðu nærri atburðum. Maður, sem bjó yfir slíkum vitsmunum og þekkingu, hefði getað notað yfirburðina til að halda ákveðnum skoðunum að þeim sem minna vissu. Því var ekki til að dreifa um Berg. Hann sagði aldrei neitt annað en það, sem hann vissi sannast og réttast, og viðhorf hans lýstu sjónarmið- um mannúðar, sem stóðu ætíð ofar skoðanasýki og dægurþrasi. Bergur Pálsson sat með skáld- um á yngri árum og hafði mikið samneyti við Stein Steinar. Þá var hann gestur í því fræga Unuhúsi á meðan þar stóð skáldaþing og samkoma skrýtinna manna, en gætilegum orðum fór hann ætíð um það mannþing. Þó mátti á góð- um stundum heyra sögu detta, einkum um Stein og var það alltaf gleðiefni. Þeir voru miklir vinir og er eftirsjá að því, að frá Bergi skyldi ekki koma minni um þetta góða skáld, en harðskeytta og meinfyndna mann, sem aðrir er minna þekkja til hafa mært svo mjög á liðnum árum. Bergur og Steinn voru tíðum saman, bæði hér heima og erlendis, og eitt sinn kvaddi Steinn vin sinn með frægri vísu, eftir að þeir höfðu setið veislu í Stokkhólmi uns langt var liðið á nótt. Þegar Bergi þótti nóg komið í það sinn stóð hann upp og kvaddi, en Steinn kvað að skilnaði: Þó að fley þitt fljóti ei fínansmegin héðan, Herrann segi „Hej pá dig“, hinir þegi á meðan. Eva Björnsson (f. Borgen) — Minning Fædd 12. júlí 1898 Dáin 3. júní 1984 Það var ekki lítil upphefð í því í heimi barnsins, að eiga norska ömmu, vera fjórðapart norskur. Og gömlu hlutirnir, sem amma hafði flutt með sér frá Noregi, höfðu yfir sér ævintýrablæ. Þeirra á meðal var undratæki sem gerði manni kleift að sjá i þrívídd myndir frá æskuárum ömmu Evu. Þar gat að líta litla stúlku í ljósum sumarkjól, umkringda háum trjám, og í baksýn var myndarlegt norskt timburhús. Svo lifandi voru myndirnar, að engu var lík- ara en vindurinn bærði hár á höfði hennar og laufin á trjánum. Og vildi svo til að amma sæti við pí- anóið, sem hún oft gerði, og spilaði eitthvert norsku barnalaganna, sem við lærðum á 17. maí-hátíð- arhöldunum, varð sýnin sem veru- leiki. Amma bar alltaf sterkar taugar til ættlandsins, þótt hún eyddi mestum hluta langrar ævi á Is- landi. Hún saknaði margs frá Nor- egi, sérstaklega sumarblíðunnar sem hún hafði notið við Oslófjörð- inn. I Noregi hafði hún vanist úti- veru, m.a. farið á unglingsárum með nokkrum stallsystrum sínum í margra daga gönguferð um há- lendi Noregs og hún hafði mestu unun af trjám og öðrum gróðri. Sú Reykjavík sem hún kom til í janú- armánuði 1924, eftir erfiða sjó- ferð, var gróðursnauð; hér fundust vart tré í görðum. En það var ekki í ömmu eðli að láta deigan síga. Þau afi Valgeir gróðursettu strax tré er þau eignuðust eigin garð, en meðan enn naut ekki skjóls af þeim grófu þau „holu“ í garðinum, þar sem mátti dúka borð og drekka kaffi úti er vel viðraði. Seinna meir vann hún með öðrum Norðmönnum við að planta trjám í Heiðmörk og þangað fengum við barnabörnin stundum að fara með í sunnudagsbíltúr. Útilífs naut hún eftir mætti og lét ekki á sig fá þótt aðrir vildu fremur liggja á meltunni eftir sunnudagsmatinn en fara út að ganga, gönguskórnir voru teknir fram og alltaf fékkst einhver til fylgdar. Skíði stundaði hún á yngri árum, meðan skíða- konur voru enn sjaldgæf sjón, og sund fram til hins síðasta. Amma hafði einnig gaman af handavinnu og prjónaði forláta norskar og íslenskar peysur á alla í fjölskyldunni. Þegar hún bað okkur að máta hálfprjónaða flík, sem hún kvað ætlaða litlum frænda eða frænku í Noregi, viss- um við upp á hár hvað við fengjum næst í afmælis- eða jólagjöf. Tungutak hennar var alltaf norskuskotið, mest vegna þess að henni fannst lítið vit í ýmsum at- riðum íslenskrar málnotkunar, svo sem því að fallbeygja sérnöfn, og beygja töluorð mismunandi eft- ir kyni þeirra. Það var því af þrjósku einni að hún átti til að taka svo til orða: „Hvar eru súkku- laðin? Eru þeir allir búnir? Ég kom með þrjár!" Við hentum oft gaman að sérstæðum framburði hennar á erfiðum orðum. Hún þreyttist seint á því að segja „kartöflur" aftur og aftur ef hún var beðin um það, þó svo við velt- umst um af hlátri á meðan. Ékki voru upphrópanirnar af verri end- anum. „Nej men du store verden," táknaði t.d. að nú væri hún alveg hlessa, en „nej men for Sören“ var aftur frekar neikvætt. Er henni fannst hraða nútímans gæta um of í fari fjölskyldunnar við mat- borðið, var viðkvæðið: „Nu skal vi ta det med ro!“ Það var gestkvæmt hjá ömmu og afa á Laufásveginum, enda var ömmu Evu einkar lagið að láta fólki líða vel í návist sinni. Hún var lífsglöð og félagslynd og fylgd- ist af áhuga með atburðum líðandi stundar. Hún hlustaði af athygli á viðmælanda sinn, nema svo vildi til að hallað væri orði á einhvern: þá var sem hún tæki ekki eftir því sem sagt var. Sérstaklega vorum við barnabörnin, og seinna barna- barnabðrnin, kærkomnir gestir. Umhyggja hennar kom ekki síst fram í því að bera fram sérlega góðan mat, sem hún vildi að við fengjum okkur minnst tvisvar af. Þó var þar ekki óhóf, hún kunni manna best að matreiða afganga. „Við lærðum það í Noregi í fyrra stríði að fleygja aldrei mat,“ sagði hún. Kæmi það fyrir að ungl- ingsstelpa heimsækti ömmu sjaldnar en venjulega, var hún vís- ast til í megrun, því amma kallaði hverja þá heimsókn stutta sem ekki stóð minnst fjóra tíma og innihélt minnst tvær máltiðir. Eitt það fyrsta sem amma og afi fengu sér í búið var píanó. Amma var við píanónám í Kaupmanna- höfn er hún kynntist afa, en hann lagði þar stund á verkfræðinám samtímis Sjur, bróður hennar. Hún hafði mikið yndi af tónlist, var meðlimur í Tónlistarfélagi Reykjavíkur frá stofnun þess og reglulegur gestur á tónleikum, og stytti sér stundir hin síðari ár með því að leika fjórhent á píanó með vinkonu sinni. En þótt henni væri klassísk tónlist kærust lét hún sig ekki muna um að standa 84 ára í unglingasæg á Lækjartorgi og hlusta á Grýlurnar. Þar lék ein sonardóttirin á bassa og amma var ákveðin í að fylgjast með. Rokkmyndina „Með allt á hreinu" sá hún tvisvar og hafði gaman af. Þótt hún eignaðist fljótt góða vini á Islandi, hélt hún mikilli tryRRÖ við ættingja sína í Noregi; skrifaðist t.d. reglulega á við bróð- ur sinn meðan hans naut við og Wenche, mágkonu sína, alla tíð. Hún var áskrifandi af norsku dagblaði, og ætíð vel heima í því sem þar gerðist, lét t.d. oft á tíðum senda sér nýjustu bækurnar það- an. Amma dró sig ekki í hlé þótt aldurinn færðist yfir. 75 ára hélt hún með tveim norskum vinkon- um sínum í siglingu norður með norsku fjörðunum, til að „kveðja Noreg", eins og hún sagði. Er hún átti viku ólifaða sat hún brúðkaup sonardóttur sinnar og hafði mjög gaman af, sérstaklega að horfa á fólkið dansa. Sama dag og hún varð bráðkvödd lagði hún ásamt dóttur sinni og vinkonu hennar á ráðin með það hvernig þær gætu best notið Listahátíðar, séð sýn- ingár og hlustað á Ashkenazy leika á píanó. Við kveðjum hana í dag, en hún lifir með okkur áfram sem ákjós- anleg fyrirmynd um jákvætt við- horf til lífsins. Guð blessi hana. Eva, Valgeir, Herdís, Rannveig Tryggvi. Æviskeiði er lokið. Silfurþráður klipptur sundur. Eva Björnsson er ekki lengur meðal okkar. Fagur og hlýr sunnudagur varð hennar siðasti dagur. En sunnu- dagur er til sigurs, segir máltækið. Hún var, eins og svo oft áður, á leið til að svala fegurðarþrá sinni, á listsýningu, er lífshnoða hennar rann á enda. Við í norska saumaklúbbnum minnumst geislandi lífsorku Evu og áhuga hennar fyrir öllu, er til framfara horfði í samfélaginu, og fölskvalauss, víðfeðms listáhuga Með Bergi hverfur í jörð merki- leg, óskráð saga af þeim félögum og er það skaði, þótt lítill sé hjá því að missa manninn sjálfan. Persónulega vil ég þakka Bergi vini mínum fyrir gott samneyti á liðnum árum. Hann jók að vits- munum og drengskap alla um- ræðu þar sem hann var þátttak- andi. Þó var mestur fengur að kyrrlátri návist hans, og þeim lif- andi og leiftrandi viðbrögðum, sem ávallt einkenndu hann í sam- tölum, þangað til undir það síð- asta að erfiður sjúkdómur deyfði hinn sívakandi hug. Bergur var svipmikill maður og bar sig höfð- inglega eins og hann átti kyn til. Nú er hans ekki lengur að vænta á Skála eða Borg. Og það kemur ekki símtal. Hin djúpa en bjarta rödd heyrist ekki lengur. Við slíkt verður ekki ráðið. Þrátt fyrir mik- il vísindi og góðan vilja lækna verður dauðinn ekki uppnuminn. Ég og kona mín vottum eftirlif- andi konu Bergs Pálssonar, Val- gerði, börnum þeirra þremur, Páli, Þorsteini og Valgerði yngri og öðr- um aðstandendum, samúð okkar á þessari sorgarstundu. Indriði G. Þorsteinsson hennar. Og táknrænt var það — og henni trúlega að skapi — að er hún steig sín síðustu skref, var hún að ganga á vit listagyðjunnar og daginn hafði hún helgað ýms- um þáttum á hennar vegum. Líklega mun þó músíkin hafa átt dýpstar rætur í hug Evu. Og sjálf lék hún vel á píanó. Útilíf átti einnig ríkan þátt í þessari fjöláhugakonu. Meðan kraftar og heilsa leyfðu, stundaði hún göngur, sund og skíði. Heið- mörk var henni kær staður, hraunið, gróðurinn, og fjær fagur fjallahringurinn. Og heima — garðurinn hennar að Laufásvegi 67, með ilmandi litfögrum blóm- um, trén og grasið fagurgrænt. Alls þessa naut Eva. Það var hluti hamingju hennar og lífs. Öllu þessu unni hún og umgekkst með ástúðlegri umhyggju. Eva er horfin úr hópi Norð- manna og íslenskra vina. Eftir áratugadvöl hér, var hún bæði Norðmaður og íslendingur, og brást hvorugum. Við söknum hennar, og það gera allir, er henni kynntust. Eva var elst okkar í sauma- klúbbnum. En á lífsfjöri hennar og áhugamálum voru engin elli- mörk. Og á klúbbfundum okkar léku prjónarnir í höndum hennar við lopapeysurnar, eða nálin við munstur dúkanna. Alltaf voru ein- hverjir, sem áttu afmæli, og ár- lega voru jól. Og meðal gjafanna vildi hún gjarnan hafa eitthvað, sem hún hafði sjálf unnið. I samræðum um dag okkar og veg og annað, sem bar á góma, var Eva ávallt skemmtilegur þátttak- andi. Og oft voru glettnin og al- varan samofnar. Mann sinn, Valgeir Björnsson, missti Eva fyrir tæpu ári síðan. Þótt hún færi dult með, var það henni mikið áfall. Og síðustu árin voru henni um sumt erfið. Vegna slyss varð hún að styðjast við staf, sem mun ekki hafa verið henni að skapi. Göngur og skíði varð hún því að kveðja. En hún lét það ekki buga sig. Lífsfjörið og áhuginn voru vakandi og virk, eins og „prógramm" síðasta dags hennar vitnar um. Listahátíðarinnar ætl- aði hún að njóta. Og vafalaust meira en einn dag. Með hjálp elskulegrar dóttur sinnar, Dagnýjar, gat hún sinnt ýmsum hugðarefnum. Og með hennar aðstoð mætti hún á klúbb- fundum okkar og lét sig aldrei vanta. En er við komum saman að hausti, verður sæti hennar autt, og í hópnum skarð opið og ófullt. Hennar mun saknað. En sam- verustundirnar geymum við í minningasjóði. Fjölskyldu hennar sendum við samúðarkveðjur. Og Evu árnum við heilla á nýrri lífsbraut. Biess- uð sé minning hennar. Saumaklúbburinn okkar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.