Morgunblaðið - 14.06.1984, Síða 7

Morgunblaðið - 14.06.1984, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNl 1984 7 FERÐATÖSKUR SKJALATÖSKUR SNYRTITÖSKUR GEYSíBf 1_______ Laugavegi 66, sími 23577. Mikiö úrval af pilsum, bolum, kjólum, buxum tæki- færisfatnaöi og fl. Sendum í póstkröfu. Ntna WahJgren design Svíþjód. Jane Wikstrðm design Svíþjóö. í pólitískum tilgangi Að mati Guðrúnar Helgadóttur alþingismanns Alþýðubandalagsins er ekkert sjálfsagðara en að Alþingi greiði sendingar- kostnað vegna fundarboða er hún sendir til félags- manna Fnðarhreyfingar ís- lenskra kvenna. Samkvæmt reglum Al- þingis er þingmönnum að- eins leyfilegt að senda póst á þess kostnað ef hann er í sambandi við þeirra störf, það er ekki til þess ætlast að Alþingi greiði annan sendingarkostnað. Guðrún Helgadóttir heldur því hins vegar fram að þátttaka í Friðarhreyfingu íslenskra kvenna sé hluti af þing- mannsstarfinu: „Ég starfa í Friðarhreyfingunni I póli- tískum tilgangi," segir þingmaðurinn. Hér verður það látið kyrrt liggja af hvaða hvöt- um Guðrún Helgadóttir tekur þátt í Friðarhreyfing- unni. Það hefur lengi verið Ijóst að störf Alþýðubanda- lagsins innan slíkra sam- taka miðast allt við þau pólitísku not sem af þeim má hafa. Friðarhugsjóninni er varpað fyrir róða ef það hentar. Aftur á móti vaknar sú spurning í framhaldi af þessu hvort þingmaður sem tekur þátt í félagsskap af pólitískum ástæðum geti tekið að sér að senda út fundarboð á þeirra vegum á kostnað Alþingis. Ætli Guðrún Helgadóttir risi ekki upp og úthrópaði þann þingmann sem félagi er í Samtökum um vest- ræna samvinnu fyrir spill- ingu og siðleysi ef hann léti Alþingi borga sendingar- kostnað vegna fundarboða á ráðstefnur samtakanna. Allt eftirlit með því að þingmenn fari að settum reglum í þessu efni er erf- itt Kjósendur sem sýnt hafa þingmönnum það traust að velja þá á löggjaf- arsamkomu þjóðarinnar ætlast til þcss að þeir sanni að þeir séu traustsins verð- ir, en mlsnoti ekki al- mannafé í þágu eigin áhugamála, hvort sem þau AFAKAFFIÐ & ÖMMUKAFFIÐ Friðarhreyfing Lslenskra kvenna: Fundarboð send út á kostnað Alþingis Á KOSTNAÐ ALÞINGIS Einn þingmanna Alþýöubandalagsins, Guörún Helgadóttir, sendi nýlega fundarboö á aðalfund Friöarhreyfingar ís- lenskra kvenna á kostnaö Alþingis. Um þetta er fjallaö í Staksteinum í dag. Þá er birtur hluti greinar er birtist í Alþýöublaöinu í gær sem fjallaöi um fréttaflutning fjölmiöla af skemmtunum unglinga. eni af pólitískum eða öðr- um toga spunnin. Unglingar og fjölmiðlar Alþýðublaðið gerir að umtalsefni hvernig frétta- fiutningi margra fjölmiðla af skemmtunum unglinga um hvítasunnuna er hátt- að. Beinir Alþýðublaðið spjótum sínum sérstaklega að DV og NT. Þar segir meðal annars: „Hvíta- sunnuhelgin er nú nýaf- staðin. Og henni fylgja fastir liðir eins og venju- lega { fjölmiðlum: Ná- kvæmlega er tíundað af hroðalegri drykkju unga fólksins og umgengni þess við landið í útilegum helg- arinnar. Á svipaðan hátt er svo Vershinarmannahelgin af- greidd: Drykkja og svall mikið á Laugarvatni örlítið betra ástand á Þingvöllum ojs-frv. Og blöðin birta myndir af hroðanum; birta myndir af unglingum kófdrukkn- um eða liggjandi eins og hráviði I þungum svefni „brennivínsdauðans" ... Víst er það óumdeilan- legt að drykkjuskapurinn hjá mörgu ungu fólki er gengdarlaus og ástandið lítt björgulegt. Hinu má þó ekki gleyma að lang- stærsti hluti unga fólksins er til fyrirmyndar og skemmtir sér á heilbrigð- an og eðlilegan hátt úti í náttúrunni með félögum sínum. Þessi stóri meiri- hluti fær sjaldnast rúm á síðum dagblaðanna, þegar fréttir eru tíundaðar. Nei, hið jákvæða er ekki frétt. Hinn litli minnihluti fær „skúbiö", sá minnihluti sem hneykslan vekur. Fréttaflutningur af mál- efnum unglinga og ungs fólks almennt lýsir al- gjöru virðingarleysi í garð þessa aldurshóps. Hann á sér fáa formælendur í kerfinu; hann er án kosn- ingaréttar. Unglingsárin eru við- kvæm ár. Þá hefur fólk slitið barnskónum, en á nokkuð í land að öðlast reynslu og þekkingu hinna fullorðnu. Þá er staða fólks ótrygg. Þessi aldurshópur hangir laus, lítt skilgreindur á milli. Það er einatt lenska hjá þeim sera eldri eru aö hafa áhyggjur af æskunni. Á hverjum tíma er venju- lega sagt að unglingarnir séu með versta móti. Hegðun þeirra og tiltektir þeirra njóta oft iítils skiln- ings þeirra sem eldri eru, enda þótt uppátækin séu í eðli sínu mjög svipuð því og gerðist þegar þeir er fordæma voru ungir. Unglingar eru náttúr- lega jafn misjafnir og þeir eru margir. Það er eins með það atriði hjá þeim og öðrum. Hins vegar vilja fjölmiðlar einatt draga allt ungt fólk í sama dilk, alhæfa um stöðu þeirra og tiltæki. Altént verður að gera þá lágmarkskröfu til fólks, fullorðinna, fjöl- miöla, að það virði ungl- ingana sem einstaklinga. Virði rétt þeirra og skoð- anir. Meðferð fjölmiðla á unglingum hvað varðar drykkjuskap þeirra, er t.a.m. óþolandi virðingar- leysi í þeirra garð. Unga fólkið á fullan rétt á helgi síns einkalífs eins og aðrir sem eldri eða yngri eru. Því má aldrei gleyma.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.