Morgunblaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNl 1984 19 Hátíðahöld á 17. júní í Reykjavík BORGARYFIRVÖLD hafa falið Æskulýðsráði Reykjavíkur að ann- ast störf þjóðhátíðarnefndar og sjá um dagskrárgerð og framkvæmd 17. júní-hátíðahaldanna. Dagskrá þjóðhátíðar í Reykja- vík 1984 verður með hefðbundnum hætti fram að hádegi. Markús Örn Antonsson, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig frá Reykvíking- um á leiði Jóns Sigurðssonar í kirkjugarðinum við Suðurgötu og hefst athöfnin kl. 10.00. Síðan verður dagskrá við Austurvöll og hefst hún kl. 10.40. Þórunn Gestsdóttir, varaformaður Æsku- lýðsráðs Reykjavíkur, setur hátíð- ina. Forseti íslands leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, flytur ávarp. Þá verður ávarp fjallkonunnar og Karlakórinn Fóstbræður syngur og Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. Kl. 11.15 verður guðsþjónusta í Dómkirkjunni, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir predikar og dómkórinn syngur ásamt Elísa- betu F. Eiríksdóttur. Dagskrá í miðbæ Reykjavíkur hefst kl. 13.30 og fara öll hátíða- höld fram í miðbænum. Dag- skránni lýkur síðan með dansleik á tveimur stöðum, í miðbænum og í Höllinni. Af einstökum atriðum má nefna að félagar úr Fornbílaklúbbi ís- lands aka bifreiðum sínum um borgina og að Kolaporti, þar sem fram fer sýning á gömlum bifreið- um. í Hljómskálagarðinum sýna skátar tjaldbúðar- og útistörf. I Lækjargötu skemmta Tóti trúður og Break-bræður og félagar úr Fé- lagi tamningamanna sýna hesta sína. Þjóðdansafélag Reykjavíkur sýnir þjóðdansa og þjóðbúninga á Kjarvalsstöðum. Kl. 15.20 hefst skrúðganga frá Hlemmtorgi undir stjórn skáta og Lúðrasveitar verkalýðsins, og verður gengið að Arnarhól þar sem fjölskyldu- skemmtun hefst kl. 16.00. Á skemmtuninni, sem er í umsjón Leikfélags Reykjavíkur, koma fram 13 leikarar leikfélagsins auk hljóðfæraleikara. í Gerðubergi verður sýning á munum og Iistaverkum, tengt sögu lýðveldisins. Sýningin er unnin af nemendum Fossvogs- skóla. Sýningin stendur yfir til 1. júlí. Um kvöldið kl. 20.00 hefst síð- an kvöldskemmtun í miðbænum. Lúðrasveitin Svanur leikur létt lög í Lækjargötu og síðan hefst kvöldskemmtun og dansleikur á Lækjartorgi. Hljómsveit Magnús- ar Kjartanssonar ásamt Jóhanni Helgasyni, Ernu Gunnarsdóttur og HLH-flokknum skemmta til kl. 23.30. Leikhúsið „Svart og sykurlaust" býður þjóðhátíðargestum í ferða- lag inn í Laugardalshöll þar sem miðnæturdansleikur í samvinnu Listahátíðar og Æskulýðsráðs Reykjavíkur hefst kl. 23.00. Fram koma hljómsveitirnar Stuðmenn og Pax Vobis auk leikhópsins „Svart og sykurlaust“.Gert er ráð fyrir að skemmtuninni ljúki kl. 03.00. Strætisvagnar Reykjavíkur aka frá Lækjartorgi að Laugardalshöll kl. 23.30 og síðan aka vagnarnir kl. 03.30 um nóttina frá Laugardals- höll í hverfi borgarinnar. FrétUtilkynning frá Æskulýé.s- rádi Reykjavíkur Kór Gagnfræðaskólans flytur popp-óperuna „Sögu Jósefs" í Hveragerðis- kirkju á jólaföstu síðastliðinni. Hveragerði og vistfólk á dvalar- heimilinu Ási og Ásbyrgi. Sýning- ar fóru allar fram í hinu nýupp- gerða Hótel Ljósbrá í Hveragerði. Vill gagnfræðaskólinn sérstaklega þakka hinum nýju eigendum fyrir velvild þeirra og hjálpsemi. Ýmislegt fleira var á döfinni hjá skólanum í vetur, svo sem „opið hús“, diskótek, leikhúsferðir til Reykjavíkur og náms- og vett- vangsferðir. Síðaferð í skíðaskála Víkings var farin í mars. Var dvalið frá hádegi á föstudag fram á miðjan sunnudag. Þó veðurguð- irnir hafi ekki verið hliðhollir nemendunum yfir þessa helgi, var samt glatt á hjalla og góðar kvöld- vökur á kvöldin. Þarna, svo sem oft áður í vetur, unnu foreldrar gott starf við aðstoð og stjórnun ásamt félagsmálastjóra. Til að halda uppi svo öflugu fé- lagsstarfi, svo sem hefur verið í vetur við gagnfræðaskóla Hvera- gerðis, þarf samvinnu allra, skóla- stjóra, sem er mjög jákvæður fyr- ir allri félagsstarfsemi, kennara, nemenda og ekki síst foreldra, en samstarf þessara aðila hefur verið til fyrirmyndar í vetur. Foreldra- félagið á þakkir skildar fyrir þróttmikið starf og var ótrúlega stór hópur foreldra sem lagði fram sinn skerf í vetur. Má einnig geta þess að 14. mars í vetur kenndu foreldrar einn dag, er kennarar unnu að „þema“-verk- efni. Tókst þessi „kennsla“ mjög vel og allir virtust ánægðir. í stjórn foreldrafélagsins eru: formaður Ólafur Óskarsson, Val- gerður Jóhannesdóttir, Hugrún Valdimarsdóttir ásamt félags- málafulltrúum skólanna, frá barnaskólanum Eyrún Ingi- bjartsdóttir og Halldór Sigurðs- son frá gagnfræðaskólanum. Skólanum var slitið um miðjan maí við hátíðlega athöfn, var margmenni við skólaslitin," sagði Halldór að lokum. Ég vil bæta því við, að skólinn hefur haft sérstaklega góðu starfsliði á að skipa síðustu árin, en nú stendur til mikil breyting því fjórir eða jafnvel fimm kenn- arar hugsa til hreyfings og ýmist fara til náms eða starfa annars staðar, innanlands og utan. Er mikil eftirsjá að þessu góða starfsfólki og fylgja þeim öllum þakkir og góðar framtíðaróskir héðan úr Hveragerði. Vonandi fáum við jafnhæfa kennara í stað- inn, því „enginn er lastaður þó einn sé lofaður". — Sigrún Nú líka á íslandi: Geimblómió og þú hefur ekki áhyggjur af íslenskum febrúarstormum! 3 stæröir O Blómaskáli 15 fm © Garðstofa 25 fm © Garðstofa með heitum potti (eöa sumarhús) 35 fm Fallegt — Orkusparandi — Veðurfast Afgreitt © Fullfrágeng- ið í þínum garði © Tilbúið til uppsetningar © Með eða án glers ® Aö þinni ósk Sendum um allt land. Skýringar fylgja. Greiðsluskilmálar. Upplýsingar: Einkaumbod á íslandi og Skandinavíu Blómaval 36770—686340 T.B. 28033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.