Morgunblaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JtJNÍ 1984 23 De Cuellar ánægður með Miðausturferð Jerúsalem, 13. júní. AP. PEREZ DE Cuellar, forseti Samein- uöu þjóöanna, lauk í dag níu daga ferö um Miðausturlönd meö þeim oröum í áheyrn fréttamanna, að hann væri mjög bjartsýnn á aö allan ófrið í heimshlutanum mætti kæfa í fæðingu, þar eö allir þeir leiðtogar sem hann ræddi viö sýndu mikinn vilja á aö leysa ágreiningsmál með friösamlegum hætti. De Cuellar heimsótti Egypta- land, Sýrland, Líbanon, Jórdaníu Veöur víða um heim Akureyri 9 skýjað Amsterdam 20 akýjaó Aþena 26 akýjaö Berlfn 20 akýjaó BrUsael 21 heiöakírt Chicago 33 akýjað Dublin 18 heiöakírt Feneyjar 21 léttakýjaö Frankfurt 22 heióskirt Genl 24 heióskírt Helsinki 15 skýjaó Hong Kong 31 heiðskírt Jerúsalem 26 heiöakirt Kaupmannahöfn 17 heiöskirt Laa Palmas 23 lóttakýjaó Lissabon 31 heiöskirt London 21 skýjað Loa Angeles 24 skýjaö Malaga 24 léttskýjaö Mallorca 25 léttskýjaö Miami 29 skýjaö Montreal 24 skýjaö Moskva 13 akýjaö New York 29 skýjaö Oaló 18 rigning Paris 22 heiðskirt Peking 26 skýjaö Reykjavik 11 skýjað Ríó de Janeiró 32 skýjaö Róm 27 heiöskirt Stokkhólmur 19 skýjaó Sydney 18 heiöskírt Tókýó 22 rigning Vinarborg 18 heíðskirt Þórshöfn 11 akýjaö og ísrael. Hann vildi ekki fara út í smáatriði i viðræðum sínum við fréttamennina, sagði of snemmt að fara út i slíkt, þar eð hann væri enn að melta með sér hinar ýmsu og mörgu hugmyndir sem leiðtog- ar fyrrgreindra þjóða lögðu fram. „Það sem ég get sagt á þessu stigi er út af fyrir sig jákvætt, allir viðmælendur mínir voru hin- ir sáttfúsustu og það í fullri ein- lægni. Þá geri ég mér sjálfur miklu betri grein fyrir stöðu og gangi mála í þessum heimshluta nú en áður,“ sagði forsetinn. Eitt ákveðið deilumál kom upp og lagði De Cuellar fram þá hug- mynd og tillögu að haldinn yrði mikil friðarráðstefna með þátt- töku allra hlutaðeigandi landa í Miðausturlöndum, en undir stjórn Sameinuðu þjóðanna. Leiðtogar arabaríkjanna, sem De Cuellar ræddi við, tóku vel í tillöguna, ráðamenn í Israel höfnuðu henni hins vegar með öllu, á þeim for- sendum að mikils og ákveðins gyð- ingahaturs gætti í sölum Samein- uðu þjóðanna. Poppstjarna úr vaxi Poppstjarnan skæra Boy George leit tvífara sinn úr vaxi í vaxmynda- safni Maddam Tussauds í Lundúnum í dag. „Þaö væri allt of eigin- gjamt aö vilja kaupa gripinn," sagöi goöiö, en gat þess að hann þekkti þá varla í sundur, gínuna og sjálfan sig. Talsvert hefur veriö rætt um þau meintu ummæli Elísabetu Bretadrottningu, aö George væri eins og „of fóröuö gála“. Talsmaður Buckingham-hallar sagöi síöar að drottn- ingin heföi aldrei mælt svo, en George var ekki ánægöur meö það. Hann sagði: „Ég var ánægöur með orö drottningar, ég vil ekki aö fólk sé ánægt meö útlit mitt.“ Útför Berlinguers í Róm: Milljónir fylgdu for- manninum til grafar Kómarborg, 13. júní. AP. HUNDRAÐ þúsundir fylgdu til graf- ar Enrico Berlinguer hinum frá- fallna formanni ítalska kommúnista- flokksins í dag, dagblöð í Róm áætl- uöu að fjöldin gæti hafa náö einni milljón. Margir báru rauða fána og steyttu hnefann til himins og köllu „Enrico“, Enrico". Ýmis stórmenni voru viöstödd útförina, svo sem Mikhail Gorbachev, talinn næst æösti ráöamaður Sovétríkjanna, Yasser Arafat, leiötogi PLO, og Zhao Ziyang, forsætisráöherra Kína. Pieter Dankert, forseti Evrópu- þingsins, var einn af fimm ræðu- mönnum yfir Berlinguer og sagði hann að hefði verið persónugerv- ingur Evrópukommúnismans og hefði sameinað einkar vel hug- myndafræðilega sannfæringu og sjálfstæðiskenndir, en af því hefði meðal annars leitt, að stórlega dró úr aukningu alþjóðlegra hryðju- verka. Einnig tóku til máls Pertini Ítalíuforseti og Bettino Craxi for- sætisráðherra. Enginn af stjórn- málaleiðtogum Ítalíu lét sig vanta. Líbanon: Völd stjórnarinnar eru aukin verulega Noregur: Skrifflnnskan á fallandi fæti HELDIJR ILLA er nú komið fyrir skriffinnskunni norsku og má segja, aö hún sé ekki nema blakt- andi skar. Sem dæmi um það má nefna, aö nú tekur þaö ekki nema viku aö fá byggingarleyfi, en áður, meöan allt lék í lyndi, var slík um- sókn aö velkjast í kerfinu í allt aö eitt ár. Nú tekur það opinbcra matsmenn ekki nema klukkutíma aö meta íbúðir manna, en áöur þóttu þeir ekki of sælir af hálfu ári í slíkt stórvirki. Atlagan að skriffinnskunni var eitt af kosningaloforðum Hægriflokksins norska og þótt ótrúlegt sé, þegar kosningaloforð eru annars vegar, þá er engu lík- ara en það eigi að efna þau. Sú hlýtur a.m.k. að vera ástæðan fyrir því, að búið er að þurrka út 8.000 af 27.000 reglugerðum og opinberum fyrirmælum i Noregi. Átta manns, með Astrid Gjertsen í broddi fylkingar, hafa það verk eitt að kvista niður kerfið og skriffinnskuna og ætla ekki að láta staðar numið fyrr en eftir standa aðeins 6—7.000 reglugerðir. Stefnt er að því, að allt, sem borgararnir geti annast, verði látið í þeirra hendur, og hinni ósveigjanlegu löggjöf frá 1913 um opnunartíma verslana verð- ur breytt. Verslunareigendum á þá að leyfast að afgreiða við- skiptavini eftir klukkan 17.00 virka daga og eftir hádegi á laugardögum. Norðmenn eiga þó eftir sem áður að akta sinn herra, yfir- völdin í landinu, en þá verða þau líka að vinna til þess. Æðstu embættismenn ríkisins voru þess vegna sendir í læri hjá Janne Carlzon, SAS-forstjóra, sem kenndi þeim að brosa og hlusta á undirmenn sína og al- menning. (Úr bladi sænska Vinnu- reitendasambandsins apríl/maí 1984). Beirút, 13. júní, AP. BARDAGAR voru í Beirút í nótt en fjöruöu að mestu út með morgnin- um. Rfkisstjórn Rashids Karamis, sem nýtur stuönings Sýrlendinga, fékk í gær traust þingsins. Ríkisstjórnin frestaði í dag vikulegum fundi sínum og var sagt að það væri gert „af öryggisástæð- um“. Sagði Karami, að ekki hefði unnist tími til að auka gæsluna nægilega um fundarstaðinn en hann er í þorpinu Bikfaya nokkuð frá Beirút. Mestur liðsafli lögregl- unnar hefur í heila viku gætt þinghússins í Beirútborg á meðan þar hafa farið fram umræður um stefnu stjórnarinnar en þeim auk í gær með því að þingið lýsti yfir trausti á stjórnina með 53 atkvæð- um gegn 15. Þingið veitti stjórninni einnig sérstök völd til að stjórna með til- skipunum næstu níu mánuðina en þó aðeins í þeim tilgangi að koma á jafnvægi milli kristinna manna og múhameðstrúar í stjórnkerfi og hernum. Haft er eftir heimildum, að forystumenn trúflokkanna í stjórninni séu enn á öndverðum meiði um það hvernig eigi að endurreisa líbanska herinn. Átökin síðustu daga eru einhver þau mestu, sem orðið hafa í borg- inni og féllu 84 og tæplega 300 særðust. Talsmenn kristinna manna og Amal-hreyfingarinnar, sem eru samtök shita, kenna hvor- ir öðrum um upptökin og ganga klögumálin á víxl. Vestur-Þýskaland: Kosning um kjarnavopn Bonn, 13. júní, AP. ÞAU samtök í Vestur-Þýskalandi, sem berjast gegn uppsetningu meö- aldrægu kjarnorkuflauganna þar í landi, hafa ákveöiö aö efna til at- kvæöagreiðsu um þær samhliða kosningunum til Evrópuþingsins, sem fram fara nk. sunnudag. Hefur þaö ráðslag þeirra valdið deilum. Hægrimenn í Vestur-Þýska- landi hafa gagnrýnt þessar „götu- kosningar" harðlega og í 250 bæj- um og borgum hafa þær verið bannaðar. Aðstandendur þeirra segjast þó hvorki munu hlíta boð- um né bönnum borgaralegra yfir- valda, þeir ætli að afla sér „um- boðs götunnar" fyrir andstöðu sinni við uppsetningu eldflaug- anna. Haldi þeir því einnig fram, að þótt þingið í Bonn hafi sam- þykkt uppsetninguna, þá sé það ekki að marka því að þingið hafi ekki speglað vilja þjóðarinnar. Þeir, sem standa að „götukosn- ingunum“ eru aðallega kommún- istar, jafnaðarmenn, græningjar og nokkrir kirkjunnar menn. Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: HULL/GOOLE: Dísarfell ...... 25/6 Dísarfell ....... 9/7 Dísarfell ...... 23/7 ROTTERDAM: Dísarfell ...... 26/6 Dísarfell ....... 10/7 Dísarfell ...... 24/7 ANTWERPEN: Dísarfell ...... 27/6 Dísarfell ...... 11/7 Dísarfell ....... 25/7 HAMBORG: Dísarfell ...... 15/6 Dísarfell .......29/6 Dísarfell ...... 13/7 Dísarfell ...... 27/7 HELSINKI/TURKU: Arnarfell ...... 18/6 Hvassafell ..... 20/7 LARVIK: Jan ............ 18/6 Jan ............. 2/7 Jan ............ 16/7 Jan ............ 30/7 GAUTABORG: Jan ............ 19/6 Jan ............. 3/7 Jan ............ 17/7 Jan ............ 31/7 KAUPMANNAHÖFN: Jan ............ 20/6 Jan ............. 4/7 Jan ............ 18/7 Jan ............. 1/8 SVENDBORG: Jan ............ 21/6 Jan ............. 5/7 Jan ............ 19/7 Jan ............. 2/8 ÁRHUS: Jan ............ 22/6 Jan ............. 6/7 Jan ............ 20/7 Jan ............. 3/8 FALKENBERG: Helgafell ...... 25/6 Arnarfell ...... 18/7 OSLO: Hvassafell ..... 25/6 GLOUCESTER MASS.: Jökulfell ...... 30/6 Skaftafell ...... 5/7 HALIFAX, KANADA: Skaftafell ...... 6/7 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.