Morgunblaðið - 14.06.1984, Side 20

Morgunblaðið - 14.06.1984, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1984 LISTAHÁTÍÐ í REYKJAVÍK 01-17 JÚNÍ 1984 MIÐASALA: Gimli v/Lækjargötu: Opiö frá kl. 14.00—19.30. Sími 621155. Vörumarkaöurinn Seltjarnarnesi og Mikligarður v/Sund: Fimmtud. kl. 14:00—10:00 Föstud. kl. 14:00—21:00 Laugard. kl. 10:00—16:00 NYIR TJALDVAGNAR Nú getum viö boöiö 2 geröir af dönskum tjald- vögnum og 2 geröir af þýskum. Vagnarnir eru| mjög fallegir, vel útbúnir og auöveldir í uppsetn- ingu. Veröiö er frá 86.000,- meö öllu: dýn- um, eldunaraðstööu o.s.frv. Viö getum hugsanlega lánaö í vögnunum allt aö einu ári. Ath. aðeins örfáir vagnar óseldir. Gísli Jónsson & Co hf., Sundaborg 41. Sími 68-66-44. 1 « Itfpmi*!! '&lfritjfr s Mctsl'úuHcu) á hverjum degi! AF ERLENDUM VETTVANGI eftir SVEIN SIGURÐSSON Kosið til Evrópuþingsins: Styrkleikapróf milli flokka og óskin um aukið valdsvið þingsins KOSNINGAR standa nú fyrir dyrum til þings Efnahagsbandalagsríkj- anna, Evrópuþingsins, og munu þær ýmist fara fram í dag, 14. júní, eða þann 17. Almennt er gert ráð fyrir, að þáttakan verði meiri nú en fyrir fimm árum og er ástæðan fyrst og fremst þeir erfiðleikar, sem hafa komið upp innan bandalagsins, hagsmunaárekstrar milli ríkjanna og jafnvel efasemdir margra um framtíð EBE. Evrópuþingið hefur fremur lítil völd samkvæmt sáttmála EBE en þingmennirnir líta á sjálfa sig og stofnunina sem samvisku Evrópu og eru hreyknir af árangrinum í utanríkismálum Höfuðstöðvar Efnahagsbandalagsins í Briissel. Iskoðanakönnun, sem stjórn- arnefnd EBE gekkst fyrir meðal kjósenda í aðildar- löndunum 10, kemur raunar fram, að 64% þeirra ætla í kosn- ingunum að láta hugmyndir sín- ar um Evrópu sem heild ráða meiru en þjóðmálin, en frétta- skýrendur og talsmenn EBE hafa ekki mikla trú á, að þannig verði það í raun. Þeir eru vissir um það eins og fyrr segir, að hagsmunir einstakra ríkja muni að lokum verða þyngstir á met- unum. í skoðanakönnuninni kom einnig fram, að kosningaþátt- takan verður um 64% nú en var 62% fyrir fimm árum. Að sjálf- sögðu verður hún misjöfn eftir ríkjum, hvað minnst í Bretlandi, 36%, en mest í Belgíu, 92%, en þar er það lagaleg skylda að kjósa í kosningum. Aöeins í Lux- emborg fara kosningarnar til Evrópuþingsins saman við al- mennar þingkosningar í landinu en þrátt fyrir það leggja flokk- arnir mikið kapp á að standa sig sem best enda kosningarnar taldar vera góð vísbending um styrkleika þeirra. í Frakklandi er litið á kosn- ingarnar til Evrópuþingsins sem fyrstu lotuna í þingkosningunum árið 1986 og Francois Miitterr- and, forseti, á undir högg að sækja. Vinsældir hans hafa aldr- ei verið minni en nú og er þá langt til jafnað enda eru hægri- flokkarnir staðráðnir í að veita vinstrimönnum þung slög. Frakkar eiga 81 sæti á Evrópu- þingingu og um þau berjast 1053 frambjóðendur 13 flokka. { Bretlandi, þar sem kosið verður 14. júní, eru kosningarn- ar nokkurs konar vinsældapróf fyrir Margaret Thatcher og rík- isstjórn hennar, en Verka- mannaflokkurinn og kosninga- bandalag jafnaðarmanna og frjálslyndra gera sér góðar vonir um að geta fylgt eftir þeim góða árangri, sem þeir náðu í sveitar- stjórnarkosningunum 3. maí sl. Eins og oft áður er það Thatcher sjálf, sem er aðalkosningamálið hjá íhaldsflokknum, en miklu skiptir einnig fyrir Neil Kinn- ock, hinn nýbakaða leiðtoga Verkamannaflokksins, að flokksbræðrum hans vegni vel. í Vestur-Þýskalandi er það sama uppi á teningnum hvað varðar átök milli stjórnar og stjórnarandstöðu en á Ítalíu hef- ur áhuginn á Evrópuþingskosn- ingunum verið heldur lítill og svo er einnig með írland. í Hol- iandi setur umræðan um kjarn- orkuvopnin sinn svip á kosn- ingarnar, í Belgíu strangar efna- hagsráðstafanir og í Grikklandi verða kosningarnar prófsteinn á vinsældir ríkisstjórnar sósíal- ista. í kosningunum til Evrópu- þingsins munu Danir hafa al- gera sérstöðu enda hafa þeir lengi verið hinum aðildarþjóðun- um óþægur ljár í þúfu. I Dan- mörku verður í raun og veru tek- ist á um áframhaldandi veru þjóðarinnar í EBE og samkvæmt skoðanakönnunum hefur and- staðan við bandalagið sjaldan verið meiri en nú. Þegar kosningarnar verða um garð gengnar munu flestir þing- mennirnir að Dönum undan- skildum sameinast um krefjast meiri valda til handa þinginu. og ýmsum öðrum málum, sem ríkisstjórnirnar hafa ekki sinnt sem skyldi. Af þeim má t.d. nefna súrt regn, megnun af út- blæstri bifreiða og flutning eit- urefna. Evrópuþingið hefur einnig fengið framgengt ýmsum jafn- réttismálum kvenna og fyrir minnihlutahópa eins og sígauna og kynvillinga en fyrst og fremst er Evrópuþingið vettvangur þar sem fulltrúar þjóðanna lýsa skoðunum sínum á siðferðisleg- um efnum. Hófsamir miðjumenn hafa verið í meirihluta á Evr- ópuþinginu og störf þingsins og ályktanir hafa að sjálfsögðu ver- ið í samræmi við það. Samt sem áður hafa sumar samþykktir beinst gegn hagsmunum eða framferði einhverrar aðildaþjóð- ar eða þjóða og þegar á allt er litið þykir þingið hafa sýnt, að það er sjálfstæð stofnun, sem Íætur ekki segja sér fyrir verk- um. Þingmennirnir benda líka á, að þingið njóti miklu meiri virð- ingar á alþjóðavettvangi en ráðherraráðið og til þess leita þeir eftir hjálp, sem hafa orðið fyrir ofsóknum af hendi harð- stjóra og einræðisafla. Sem dæmi um það má nefna „mæð- urnar á Mayo-torgi“, argent- ínsku konurnar, sem leitað hafa barna sinna árum saman; flótta- menn frá Chile og Afganistan, fólk sem hefur hrökklast úr landi í Nicaragua fyrir sandin- istum, félagar í Samstöðu í Pól- landi, stjórnarandstæðingar í Suður-Afríku og sovéskir flótta- menn. Evrópuþingið er líka í raun eini vettvangurinn, þar sem Vestur-Evrópubúar koma saman til að ræða sameiginleg öryggismál sín og varnarmál. Eins og fyrr segir verður það næsta baráttumál Evrópuþings- ins að auka valdsvið sitt og jafn- vel Mitterrand, Frakklandsfor- seti, hefur látið í ljós nokkurn stuðning við þá hugmynd. í aug- um þingmannanna flestra er það eina leiðin til að komast út úr þeirri úlfakreppu, sem Efna- hagsbandalagið er nú í, og eina leiðin ef takast á að koma í veg fyrir, að Vestur-Evrópa verði bara útkjálki og annes út úr meginlandinu. Ágreiningur Efnahagsbandalagslandanna er hvað mestur í landbúnaö- armálunum og hefur margoft komið til átaka af þeim sökum, einkum þó í Frakklandi. Hér eru franskir bændur að mótmæla kjötinnflutningi frá Bretlandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.