Morgunblaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNl 1984 Minning: Aðalsteinn Halls- son kennari Fæddur 11. febrúar 1903 Dáinn 6. júní 1984 Hann mótaðist af þeirri við- leitni sem fólst í hugsjónum ungmennafélaganna. Ný viðhorf urðu til, með því að vinna saman að hugðarefnum sínum þegar stundir gáfust frá daglegu striti. Við sem getum búist við að flytja yfir á annað svið bráðum, hrökkvum upp þegar einhver okkar er horfinn. Aðalsteinn var kominn af sterk- um ættstofni á Fljótsdalshéraði. Forfeður hans voru stórvaxnir og sterkir, og svo hefur einnig verið sagt um mannkosti þeirra. Foreldrar Aðalsteins voru Hall- ur Einarsson hreppstjóri, Kór- eksstöðum á Úthéraði og Þórunn Björnsdóttir frá Dölum í Fá- skrúðsfirði, systir sr. Stefáns á Hólmum. Systkinin voru sjö. Með- al þeirra er Stefán Hallsson kenn- ari, Keflavík. Langvarandi veik- indi þjáðu heimilið. Erfið sveita- störf þeirra tíma komu í hlut Að- alsteins, sem snemma varð liðtæk- ur til hverskonar vinnu. Jafn- framt því gafst smávegis tími til hugðarefna og voru íþróttir þar efst á blaði. Eftir nám í Eiðaskóla varð hann kennari á Fáskrúðsfirði tvo vetur. Veruleg kynni okkar urðu fyrst í Kennaraskólanum. Fljótlega ákvað hann þar að snúa sér að skólaíþróttum. Við vorum sveitapiltar og skorti okkur þá þjálfun og stil sem störf fim- leikakennara krefjast. Því varð heldur betur að breyta um venjur. Ekki fer hjá því að sjö fimleika- tímar á viku dragi eitthvað úr öðru námi. Þetta varð að gerast til í sumar mun Bindindisfélag öku- manna verða með keppni í ökuleikni á 24 stöðum á landinu, ásamt keppni í vélhjólaakstri á nokkrum stöðum í samvinnu við Umferðarráð. Þetta er sjöunda sumarið sem Bindindisfélag ökumanna heldur þessa keppni. Hún er fólgin í því að ökumenn að vera gjaldgengur á íþrótta- háskólann danska, en þangað var ferðinni heitið. Það sem að mínum dómi einkenndi Aðalstein sem skólabróður, var umhyggja og velvild til bekkjarsystkina og ann- arra félaga. Hann þoldi ekki illt umtal nálægt sér, né að lagst væri á aðra. Vegna þess hve vel hann var í stakk búinn að uppeldi og félagsþroska, einkenndist greindin af sanngjarnri réttsýni um menn og málefni. Hann var ávallt fremst í flokki á félagsfundum okkar og ágætlega máli farinn í ræðu og riti. Ekki voru smáræðis vonir bundnar við kennaraprófið og íþróttaháskólann. En sumar vonir bregðast eins og gengur, en nokk- ur gleði féll þó til, og einhver árangur. Um þetta leyti var íþróttaskólinn danski færður á háskólastig. Nemendur urðu að vera stúdentar eða kennarar og réði prófessor í fimleikafræði því, sem honum þóknaðist. Námið miðaðist við íþrótta- og fimleika- kennslu, leiðbeiningar öðrum til handa og kennslu í heilsu- og lík- amsfræði. Hjallinn var því nokkuð brattur. Það var eins gott að vera ekki haldinn sjálfsvorkunn á þeim bæ, þá tólf mánuði sem vistin tók. Nemendur voru sjálfstæðir kenn- arar og kröfurnar eftir því. Yrði kennslan einhver klaufaskapur eða gutl var æfingakennarinn þar kominn og það gat verið allt annað en þægilegt. Hann hét Ottar og var einn fremsti frömuður Dana í skólafimleikum. Þeim manni áttu nemendur mikið að þakka, þó all herskár gæti verið. svara nokkrum umferðarspurning- um og leysa síðan ýmsar þrautir. Keppt er bæði í karla- og kvennariðli og verða veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hvorum riðli. Ökuleikni hefur átt vaxandi fylgi að fagna og fylgir engin hætta því að taka þátt í henni. Þarna var Aðalsteinn í essinu sínu og naut æfingar sem hann hafði áður fengið við kennslu. Kennarinn var ekki lengi að koma auga á hæfileikana. „En bestur er hann þegar allt er að fara út um þúfur," sagði Ottar. Þessi eiginleiki Aðalsteins varð honum gott vegnesti. Hann þoldi engan klaufaskap í kennslu. Skila skyldi einni ritgerð í fim- leikafræði. Eitt sinn fékk Aðal- steinn þessa athugasemd: „Þetta kalla ég vel gert hjá útlendingi. Aðrir ættu þá að geta það“. Er frá leið vorum við Aðalsteinn minna saman, nema þegar við leystum sameiginleg verkefni. Við vildum vera sjálfstæðir og ganga eigin götur. Vinir vorum við ætíð þetta tímabil, sem við minntumst oftlega með nokkrum söknuði. Vegir skildust á rökum haust- degi í Reykjavík. Á þeim árum var ekki mulið undir unga menn sem eytt höfðu tólf mánuðum í annan eins óþarfa og líkamsmennt. Aðal- steinn var glæsimenni í allri framgöngu. Sérstaklega var til Einu kröfurnar, sem settar eru, eru að viðkomandi hafi ökuleyfi og skoðunarhæfan bíl. Alls hafa 1050 keppendur tekið þátt í þessari keppni og er vonast til að í sumar verði þeir eigi færri en 300.1 haust verður úrslitakeppni og koma sig- urvegarar úr báðum riðlum frá þess tekið hve karlmannlegur hann var og fagur að vexti. Kennsl'a hans var listræn og lif- andi. Honum veittist létt að ná sambandi við börn með duldum hætti góðs kennara. Hann fylgdi nákvæmlega þeim reglum sem skólar hans höfðu kennt honum. Þeim hefðu vel hæft einkunnar- orðin: Til þroska en ekki skaða. Aðalsteinn kvæntist ágætri konu, Halldóru Sigfúsdóttur frá Sandbrekku á Úthéraði. Tvö börn áttu þau hjón, Þórhall, efnisbarn sem dó ungur og Jóhönnu hús- freyju í Kópavogi. Þau slitu sam- vistir. Okkur er ekki öllum gefið að yrkja Sonartorrek og fá útrás fyrir harm okkar með þeim hætti. Aðalsteinn fór ekki á torg með það sem hann þjáði mest. Slíkir menn geta þá staðið frammi fyrir mikl- um vanda, sem ekki verður leystur nema með eigin sannfæringu og æðri krafti. Aðalsteinn var um árabil kennari við Austurbæjar- skólann og Kennaraskólann. Þannig vann hann með börnunum og fyrir börn með kennslu og þjálfun kennaraefna. Þessi ár fann ég hann sjaldan. Dag nokkurn vatt hann sér inn úr mínum dyrum á ísafirði. Við vor- um báðir breyttir, undum þó vel við sameiginleg málefni. Hann var þá kvæntur Ásthildi Briem, hjúkr- unarkonu, sem ég kynntist af góðu einu. Hún er látin fyrir allmörg- um árum. Aðalsteinn var kennari í Reykjanesi við Djúp um tíma, skólastjóri á Suðureyri og Fá- skrúðsfirði. Þessi árin vaknaði áhugi hans fyrir leikvöllum barna, með nýrri gerð, sem þóttu merki- legir vegna nauðsynlegrar hreyf- ingar sem áhöld þeirra veittu. Síðustu árin dvaldi Aðalsteinn á Dalbrautarheimilinu, ásamt Önnu Þorgrímsdóttur, sem reyndist honum hið besta. Að síðustu þetta: Hafi Alli þökk fyrir þapn tíma, sem við þekktumst mest. Það voru góðar stundir. Friðrik Jónasson, kennari. þessum 24 stöðum til Reykjavíkur og keppa um íslandsmeistaratitil- inn. Verðlaun verða vikuferð til Amsterdam með Arnarflugi. Fyrsta keppni sumarsins verður haldin við Laugarnesskólann í Reykjavík 14. júní kl. 20. Önnur verður á Hellu mánudaginn 18. júní og þriðja á Höfn þriðjudaginn 19. júni. Úrslitakeppnin verður haldin í Reykjavík laugardaginn 8. september. Ökuleikni Bindindisfélags ökumanna Hinir vinsœlu handklœða- Nýi Topp-ofninn, gœða Þil-ofninn, fallegur og vandaður. ofnar í mörgum stœrðum. ofn á góðu verði. ---------------------------- H/F OFNASMIÐJAN HÁTEIGSVEGI 7, S: 21220 SMIÐJUBÚÐIN HÁTEIGSVEGI 7, S: 19562-21220 m HÁÞRÝSTI- VÖKVAKERFI SérhæfÓ þjónusta. Aöstoóum vió val og uppsetningu ' hvers konar háþrýstibúnaóar. r ^ RADIAL stimpildælur = HEÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI 24260 LAGER-SÉRPANTANIR-WÓNUSTA Enn styttist í opnun < ^ I iitingiihnsn) i\^'- Víö Sjáuansíðuna /Lmhirsliúsiiiu. 1i\i^i./i^i/n S/w/ /SSju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.