Morgunblaðið - 14.06.1984, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 14.06.1984, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1984 Ast er ... ... að bera sífellt í hana blóm. TM Rea U.S Pat. Otf —all rtghts reserved «1984 Los Angeles Times Syndfcate Það er kaupsUðarlykt af hund- inum. Þá er það ákveðið. fcg segi þér hvar þú getur fundið kjötbeinið en í staðinn segir þú mér af ferð- um kisu. HÖGNI HREKKVÍSI Biblían kennir víst ákveðna náttúrufræði Sóley Jónsdóttir, Akureyri skrifar: Ég mótmæli því sem prófessor Einar Sigurbjörnsson segir í Lesbók Mbl. þann 28. apríl. Þar segir hann: „Biblían kennir enga sérstaka náttúrufræði". Þetta er hin mesta lygi, vegna þess að Bibltan kennir þá nátt- úrufræði að Guð hafi skapað all- ar lifandi verur. Biblían kennir ekki að tegundirnar hafi þróast. Þess vegna getur enginn sem vill byggja á Guðs orði, trúað á þróun. Það er líka fráleitt, vís- indalega séð, að trúa á þróun. Guð skapaði lifverurnar hverja „... eftir sinni tegund" (sjá sköpunarsöguna). Þetta er vís- indaleg staðreynd. Vísindavilla hefur ekki fundist í Biblíunni. Prófessor Einar segir að það sé „barnaleg biblíutrú" og villu- kenning" að trúa því að þróunar- kenning Darwins og sköpunar- sagan séu andstæður. En þetta er einmitt þveröfugt, vegna þess að það er barnaleg biblíutrú og villukenning að trúa þvi að þetta séu ekki andstæður. Prófessor Einar telur það einnig „villukenning", að trúa þvi að Biblian geymi allan sann- leikann. Hvað meinar próf. Ein- ar, þegar hann segir að það sé „villukenning" að við finnum all- an sannleikann i Guðs orði? Hvar ætlar hann að finna allan sannleikann ef ekki í Guðs orði? Prófessor Einar gerir lítið úr Guðs heilaga orði, þegar hann segir að það sé „villukenning", að trúa því að það geymi allan sannleikann. ósamkvæmnin í svörum próf. Einars er áberandi, þar sem hann segir einnig: „Bibl- ían lýsir eilífum sannleika". Það er sannarlega erfitt að átta sig á slíkum svörum, sem próf. Einar gefur. Ég vorkenni nemendum hans. Vissulega er það meira en lítið alvarlegt að fara rangt, „... með orð sann- leikans" (2. Tímóteusarbréf 2:15) og kenna öðrum það einnig. Nokkur orð um gamla góða Ríkisútvarpið Ævar R. Kvaran skrifar: — Ég tel hiklaust að Ríkisút- varpið hafi verið eitt vinsælasta fyrirtæki, sem íslenzka rikið hefur nokkru sinni stofnað. Það hefur nú í rúma hálfa öld verið hvers manns hugljúfi, til skemmtunar og fróð- leiks, og áreiðanlega fslenzkri menningu mikil lyftistöng. Það bar snemma gæfu til þess að eignast mjög góða þuli, sem sumir störfuðu lengi og voru til mikillar fyrirmynd- ar um framburð og lestur. Þessir þulir urðu landsfrægir og vinsælir eins og leikstjörnur með öðrum þjóðum. Hlustendur dáðu þá og virtu og þóttust eiga í þeim hvert bein. Svipað mátti segja um sérlega góða fyrirlesara. Ég tók sem ungur maöur ríkan þátt í þessari aðdáun. Enginn má þó skilja orð mín svo, að mér og öðrum hafi þótt allt jafn- tilkomumikið sem í útvarpi heyrð- ist. Smekkur hlustenda er, og hlýtur alltaf að vera, misjafn. Þegar ein- mitt þess er minnst, þá hlýtur hverjum manni að vera ljóst hve vandasamt er að velja vinsælt efni fyrir jafnólíkt fólk að smekk, og myndar heila þjóð. Já, þvi ef nokk- urt fyrirtæki hefur orðið eign allrar þjóðarinnar, þá er það Ríkisútvarp- ið. Tel ég, þegar alls er gætt, að út- varpinu hafi raunar tekist með full- um sóma að leysa þennan vanda skynsamlega eftir atvikum. Flutn- ingur efnis í útvarp hefur vitanlega alla tíð verið feikna misgóður. Ein ástæðan til þess var sú, að það mátti heita föst venja, að láta höfunda sjálfa flytja efni sitt, en það varð ekki óalgengt að þeir sökum van- kunnáttu í lestri og flutningi efnis síns gjöreyðilögðu það. Þetta held ég að hafi sumpart stafað af því, hve lélega höfundum hefur alla tíð verið greitt af útvarpinu fyrir frumsamið efni, og því reynt að bæta þeim það upp með því að greiða þeim líka fyrir lesturinn. En vitanlega þarf allt aðra kunnáttu til þess að lesa vel upp en að semja. Vantar fleiri barnasýningar í kvikmyndahúsin Jójó skrifar: Kæri Velvakandi. Ég hef lengi ætlað mér að skrifa þér varðandi þetta mál en ekki komið mér að því fyrr en fjórtán ára gamall Vesturbæingur ýtti á eftir mér með skrifum sínum, þann 5. júní síðastliðinn, um léleg- ar eða alls engar myndir í kvik- myndahúsum borgarinnar fyrir börn á aldrinum fjögurra til ellefu ára. Um daginn, nánar tiltekið sunnudaginn 20. maí, ætlaði ég með tvö börn, þriggja og fimm ára, í kvikmyndahús. Þó svo að það væri sunnudagur og talsvert um þrjúsýningar í bíóunum komu einungis tvær myndir til greina. Önnur þeirra var endursýnd en hin hafði verið sýnd nokkurn tíma og afréð ég því að fara með börnin á þá mynd. Úrvalið næstu tvær helgar var í svipuðum dúr þannig að þær myndir sem hægt var að fara með þennan aldurshóp að sjá voru orðnar af skornum skammti. Þegar litið er yfir auglýsingar kvikmyndahúsanna í dag verður manni hugsað til þess sem var fyrir u.þ.b. fimm árum. Þá voru flest kvikmyndahúsin með ákveðnar barnasýningar á sunnu- dögum kl. þrjú. Það er skömm að því að kvik- myndahús borgarinnar, eins og þau eru mörg, geti ekki verið með barnasýningar a.m.k. einu sinni í viku til að koma til móts við yngstu kynslóðina. Kvikmynda- húsin gætu jafnvel skipt þessum sýningum á milli sín þannig aö einungis þrjú eða fjögur þeirra hefðu barnasýningar um hverja helgi. Að lokum skora ég á kvik- myndahúsin að bæta úr þessum vanda og hafa fjölbreytt barna- efni á sunnudögum hér eftir. Síðan sjónvarpið tók til starfa eru — eins og aliir vita — deildir Ríkis- útvarpsins tvær þ.e. sjónvarp og hljóðvarp. Síðarnefnda deildin held- ur áfram því sem frá upphafi var tilgangur útvarpsins, en á nú orðið talsvert í vök að verjast sökum þess, að talsvert af dagskránni í báðum þessum deildum er flutt á sama tíma. Þar stendur sjónvarpið skilj- anlega talsvert betur að vígi, bæði sökum nýmælis, og hins, að sjón er sögu ríkari. Ég tel að sjónvarpið hafi náð furðugóðum tökum, bæði á þeirri nýju tækni sem því fylgir og dagskrá, því það hlýtur að hafa ver- ið miklum örðugleikum bundið, þó ekki sé af öðrum ástæðum en þeim, hve takmörkuðu fé hefur verið leyft að verja til þess. Enda voru margir af þessum og ýmsum öðrum ástæð- um svartsýnir á sjónvarp, en það hefur tvímælalaust þegar unnið sér slíka hylli, að enginn vill af því sjá. Með stofnun sjónvarps hefur verið unnið nýtt afrek í þágu íslenzkrar menningar. Ekki get ég sleppt þessu almenna rabbi um Ríkisútvarpið svo, að ég minnist ekki nokkrum orðum á hina hörðu og oft ósanngjörnu gagnrýni sem þessi vinsæla rfkisstofnun hef- ur orðið fyrir vegna starfsemi sinn- ar og flutts efnis. Ekki er óalgengt að gagnrýnendur séu á þveröfugum meiði hver við annan. Einum þykir alltof mikið af sígildri tónlist þar að heyra, en öðrum alltof mikið af rokkgargi, eins og sumir kalla það. Mér er alveg ómögulegt að skilja hvernig nokkur maður getur til þess ætlast, að allt sem Ríkisútvarpið flytur, hvort sem það er nú hljóð- varp eða sjónvarp, sé sér að skapi. Hvernig getur nokkur maður gleymt því að þetta efni er ætlað öllum landsmönnum, en smekk ólíkra ein- staklinga. Vitanlega er til þess ætl- ast að fólk velji og hafni eftir smekk sínum og áhugamálum. Það er ekk- ert erfiðara að slökkva á sjónvarps- eða viðtæki en kveikja á því! Auðvit- að hef ég, eins og aðrir heyrt og séð sitt af hverju í Ríkisútvarpinu, sem mér þykir lítið til koma. En ég reyni að gleyma því ekki, að hiö sama kann að vera ágætasta skemmtun fyrir aðra. Þá vil ég að lokum skora á dagblöðin að fara nú að vanda bet- ur til þess sem skrifað er í þau um sjónvarp og hljóðvarp, því ég sé ekki betur en alltof oft sé að því kastað höndum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.