Morgunblaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1984 • Konurnar úr Stjörnunni sem sýna í Garöabæ í kvöld og í Noregi um aöra helgi. ir. ■ l- H ■rjht* Æizm, jrim <æ w • vJ r P1 Br íaí, w W ... m RrÍ j m /ír Fimleikahópar til Noregs Tveir sýningarhópar Irá islandi halda til Noregs til þétttöku i norrænni fimieikahátíó. Slíkar hátíöir eru árlegur vióburöur og næsta ár verður hún haldin hár á landi. Hóparnir sem fara utan eru frá Stjörnunni í Garóabæ og ÍMA á Akureyri. Hátíó þessi mun standa dagana 24.—30. júní og munu vera um 600 þátttakendur. Á sama tíma fara átta stúlkur úr Björkunum til italíu og munu þær sýna þar í nokkrum bæjum. Þessi hópur sýndi einnig á síöasta ári á italíu. Hóparnir frá Björkunum og Stjörnunni munu halda sýningu i Garðabæ i kvöld og hefst hún kl.20.30 í Ásgaröi. Tveir leikir í kvöld: V-Þjóðverjar hefja titilvörn sína TVEIR leíkir fara fram í Evrópu- keppninni í knattspyrnu í kvöld. V-Þjóðverjar leika gegn Portúgal í Strassborg og Rúmenar mæta Spánverjum í St. Etienne. Leikur Þjóöverja og Portúgala veröur mjög í sviösljósinu. Flestir telja V-Þjóðverja mjög sigur- stranglega í keppninni en liö Portúgala er gott og gæti hæglega komiö á óvart. Portúgalir slógu Rússa út úr keppninni og hafa leik- iö vel aö undanförnu. Leikmenn liösins eru eingöngu frá Benfica og Porto. ( liði V-Þjóöverja eru átta leik- menn sem uröu Evrópumeistarar áriö 1980. Liöin í kvöld veröa þannig skipuð: V-Þýskaland: Schumacher, Briegel, Karl-Heinz Förster, Stiel- ike, Bernd Förster, Rolff, Brehme, Buchwald, Rummenigge, Voller, Allofs. Portúgal: Bento, Joao Pinto, Eurico, Lima Perreira, Alvaro, Carlos Manuel, Frasco, Pacheco, Chalana, Diamantino, Jordao. Fyrsti sigur ÍBV EINN leikur fór fram í 2. deild í gærkvöldi, Njarövík lék á heima- velli gegn líðí ÍBV og varö aö sætta sig vió tap, 0—1. Þetta er fyrsti sigur ÍBV í 2. deildinni á keppnistímabilinu. Það var Sigur- jón Kristjánsson sem skoraöi sig- urmark ÍBV á 67. mínútu leiksins. Leikmenn Njarövíkur sóttu mun meira i fyrri hálfleiknum, en tókst ekki aö skora þrátt fyrir aö eiga sæmilega góö tækifæri. Fram aö marki ÍBV sóttu leikmenn Njarö- víkur meira, en eftir markiö gáfu þeir eftir og ÍBV átti þá mun meira í leiknum. Mark iBV kom úr fyrsta upphlaupi þeirra í síöari hálfleik. OT/ÞR. • Geysilegur fjöldi þátttakenda er í maraþonhlaupum erlendis oftast nær. Reiknaó er meö um 200 þátttakendum í hlaupiö hér heima. Reykjavíkurmaraþon í ágúst — Puma-fyrirtækiö veitir glæsileg verðlaun SUNNUDAGINN 26. ágúst nk. fer fram á götum Revkjavíkurborgar alþjóólegt maraþonhlaup, hiö fyrsta sinnar tegundar á Islandi. Hlaupió, sem hlotið hefur nafniö „Reykjavíkur maraþon", er alþjóólegt hlaup, er allur almenningur getur tekió þátt í, konur og karlar. Auk þátttöku ísiendinga er búist vö þátttöku erlendra skokkara, sem tekiö hafa þátt í álíka hlaupum víóa um heim. íslenskir sem erlendir þátttak- endur geta valiö um tvær vega- lengdir: 42 km, sem er maraþon vegalengdin; eða hálft maraþon — 21 km. Auk þess á landinn kost á Islandsmet í skriósundi Ragnar Guðmundsson, sonur Guðmundar Haröarsonar sund- þjálfara, setti á dögunum tvö ís- landsmet í skriösundi. Hann synti 1500 metra skriósund á 16.53.1 en Valur • Dregiö hefur veriö í happ- drætti knattspyrnudeildar Vals. Vinningsnúmerió var 115. gamla metið, sem hann átti sjálf- ur, var 17.09.73 mínútur. í þessu sama sundi setti hann einnig ís- landsmet í 800 metra skriði en hann synti þá vegalengd á 9.03.40. Á móti í Noregi sigraði hann síðan í 400 metra skriósundi á 4.21.0 mínútum. Systir hans, Þórunn Guðmundsson, setti einnig íslandsmet I 400 metra skriósundi en hún synti vega- lengdina á 4.40.8 mínútum. Landskeppni í fimleikum A sunnudaginn lauk lands- keppni milli Skotlands og íslands í fimleikum og fór keppnin fram í Aberdeen. Úrslit í piltaflokki uróu þau aö Skotar sigruöu meö 249.05 stig en íslenska sveitin hlauf 221.55 stig. í stúlknaflokki sigruðu Skotar einnig, hlutu 173.70 stig en íslensku aúlkurnar hlutu 151.90 stig. Heimir Gunn- arsson, úr Ármanni, náói bestum árangri piltana en Hulda Ólafs- dóttir, úr Björkunum, var stiga- hæst íslensku stúlknanna. Á morgun keppir íslenska kvennalandsliðiö viö Wales og veröur keppt ytra. aö velja sér nokkru styttri vega- lengd, eöa 8—10 km. Er þaö sér- staklega hugsaö fyrir byrjendur. Aöaláhersla er lögö á aö vera meö og aö Ijúka hlaupinu, en ekki aö veröa fyrstur í mark. Til marks um þaö veröur einnig boöiö upp á 3ja manna sveitakeppni, þannig aö þrír þátttakendur í stystu vega- lengdinni (8—10 km) mynda sveit. Dregið veröur um sérstök verölaun úr hópi 10 fyrstu sveitanna. Aö ööru leyti veröa veitt verölaun i eft- irfarandi flokkum: Karlar 39 ára 40—49 ára 50 ára og eldri Enginn getur maraþon vegalengdinni sem ekki er oröinn 16 Konur 35 ára 36—40 ára 41 árs og eldri þó tekiö þátt í 42 km, ára eöa verður þaö á árinu. Hlaupið hefst kl. 10:00 f.h., sunnudaginn 26. ágúst í Lækjar- götu og er áætlaö aö þaö endi á sama staö u.þ.b. 4 tímum síöar, en bestu hlaupararnir Ijúka 42 km á u.þ.b. 2 klst. og 25 mínútum. Hlaupið er austur aö Elliöaám, til baka vestur á Seltjarnarnes og endar hálft maraþon (21 km) síöan í miöbænum þar sem þaö hófst, en þeir sem keppa á maraþoni (42 km) hlaupa annan hring. Brautir veröa merktar meö 5 km millibili eöa oftar eftir því sem þarf. Auk þess verða vegalengdir merktar. Matar- og drykkjarstööv- ar veröa einnig á 5 km millibili. Þaö eru Feröaskrifstofan Úrval hf., Flugleiöir hf„ Frjálsíþróttasam- band íslands og Reykjavíkurborg, sem standa aö Reykjavíkur mara- þoni. Um veröur aö ræöa víötækt samstarf mjög margra aöila aö framkvæmd þessa viöburöar og má þar nefna auk þeirra sem áöur voru nefndir, lögreglu, ýmsar stofnanir borgarinnar auk fjölda einstaklinga bæöi innan íþrótta- hreyfingarinnar og utan. Þá hefur veriö ákveöiö aö ganga til mjög víötæks samstarfs viö þýska íþróttavörufyrirtækiö Puma, sem kemur til meö aö styrkja keppnina verulega. Auk þess mun Puma veita ýmis aukaverölaun, m.a. mun sigurvegari í 42 km, sem hleypur á Puma-skóm, hljóta ferö til Þýska- lands í verölaun. Undirbúningur aö Reykjavikur maraþoni hófst fyrir nokkrum mánuöum meö útgáfu bæklings á ensku. Hefur dreifing og kynning erlendis fariö fram í samvinnu viö markaðsdeild Flugleiöa hf. og söluskrifstofur í hinum ýmsu lönd- um, auk þess sem Feröaskrifstof- an Úrval hf. hefur haldiö uppi kynningu í gegn um sína umboös- menn. Þá hefur Frjálsíþrótta- samband islands kynnt máliö á erlendri grund viö ýmis tækifæri. Óhætt er aö fullyröa aö hlaupiö kemur til meö aö setja verulegan svip á borgina, en slík hefur raunin oröiö erlendis þar sem hlaup sem þessi eru haldin. í sumum tilvikum flykkist fólk þúsundum saman til þátttöku og nægir þar aö nefna London marathon, er haldiö var 13. maí sl. meö þátttöku 21.200 manns. REYKJAVIK MARATH0N 26Augustá 1MB •Cni ANDiC ATHtfe'T;C UNIOK • Forsíðan á enskum kynn- ingarbæklingi sem gefinn er út til þess aö kynna Reykjavíkur- maraþoniö. Magnús áfram meó UBK Þrálátur orörómur hefur gengiö um bæinn nú é síöustu dögum um aö Breiðablik hafi rekið þjálf- ara meistaraflokks karla í knatt- spyrnu, Magnús Jónatansson. í samtali viö Mbl. sagöist Magnús ekki hafa heyrt þetta fyrr en á æfingu á þriöjudagskvöldiö og taldi hann ekkert hæft ( þessu. Hann sagöist aö vísu ekki vera ánægóur meö gengi liösina að undanförnu en bæði hann og leikmenn geröu sér grein fyrir hvaö væri aó án þess þó aó hann vildi ræöa um þaö í fjölmiölum. Gunnar Þórísson, formaður meistaraflokksráös karla, sagöi aö hann heföi ekki heyrt á þetta minnst og lagöi áherslu á aö þetta stæði alls ekki til af hálfu félagsins. „Þaö ríkir mjög góöur andi í liöinu og þetta stendur alls ekki til,“ sagöi Gunnar. SUS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.