Morgunblaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1984
Höfum setið á okkur
til að tæknibrellur
skyggi ekki á verkið
Rætt við Ágúst Guðmundsson, leikstjóra, um jólaleikrit sjón-
varpsins, Gullna hliðið, og þá tækni sem notuð er við leikmynd-
ina
„ÞAÐ ER rétt eins og skáldið hafí
á sínum tíma verið að skrifa fyrir
sjónvarp. Þá tilfínningu fékk ég
við að lesa handritið yfír með sjón-
varpstökur f huga og það hefur
komið á daginn að litlu þurfti að
breyta til að færa leikinn af sviði í
sjónvarp," sagði Ágúst Guð-
mundsson, leikstjóri. Nú er lokið
myndatökum fyrir jólaleikrit sjón-
varpsins í ár, Gullna hliðið, leikrit
Davíðs Stefánssonar um kerling-
una úrræðagóðu sem tókst að
koma „sálinni hans Jóns míns“
inn um Drottins dyr.
„Við byrjuðum að vinna við
Gullna hliðið stuttu eftir síðustu
áramót og lukum kvikmyndatök-
unum mánudaginn 28. maí. Þó er
ekki þar með sagt að allt sé búið,
því að það er eftir að vinna úr
þessu, en ég á von á að myndin
verði fullunnin í ágúst," sagði
Ágúst.
Gullna hliðið er annað sjón-
varpsleikritið sem Ágúst leik-
stýrir. Hann leikstýrði „Skóla-
ferð“, auk þess sem hann hefur
unnið við gerð tveggja stuttra
barnamynda. Auk hans eru
helstu aðstandendur Gullna
hliðsins þeir Andrés Indriðason,
framkvæmdastjóri myndarinn-
Ágúst Guðmundsson, leikstjóri.
ar, Gunnar Baldvinsson, sem
hannaði leikmynd og Snorri
Sveinn Friðriksson, sem gerði
málverk fyrir leikmyndina.
„Handrit Davíðs er að mestu
notað óbreytt í myndinni, þó að
hann hafi á sfnum tíma skrifað
fyrir leiksvið. En til þess að færa
það frá leiksviðinu notum við
nýstárlega leikmynd, sem er
hreint augnayndi. Hún er í formi
vatnslitamynda sem varpað er
inn á myndflötinn, þannig að
leikararnir virðast ganga um I
málverkunum. Frumdrögin að
myndunum vann Gunnar Bald-
ursson, en Snorri Sveinn Frið-
riksson málaði þær.“
- Er þetta algengt form á
leikmynd?
J'Iei, það hefur ekki verið mik-
ið notað hér á landi og aldrei á
jafn viðamikinn hátt og í Gullna
hliðinu. Þessi tækni fellur mjög
vel að öllum „fantasíum" og þess
vegna var hún kjörin fyrir þetta
verkefni. Út af fyrir sig er sviðs-
verkið Gullna hliðið ekki sérlega
heppilegt sjónvarpsverkefni, en
með þessari útfærslu er hægt að
draga fram það ævintýralega við
ferð kerlingarinnar til himmna-
ríkis."
- Finnst þér erfiðara að leik-
stýra mynd eftir alkunnri sögu,
en eftir eigin handriti?
„í raun er það auðveldara.
Annars hafa mér fundist öll
vandamál við þetta verkefni
Ljósm. Mbl./ Július.
Helstu aðstandendur myndarinnar: F.v. Snorri Sveinn Friðriksson, sem
gerði málverk við leikmynd, Gunnar Baldvinsson, leikmyndahönnuður,
Ágúst Guðmundsson, leikstjóri og Andrés Indriðason, framleiðandi.
leysast með næstum undraverð-
um hætti. Allir sem störfuðu að
þessu virtust á sömu skoðun um
að þessi vinnslumáti félli vel að
leikriti Davíðs. Þetta skapaði
snemma bjartsýni, sem hafði
jákvæð áhrif á endanlega út-
komu.“
- Hvernig kemur svo „sálin
hans Jóns míns“ fyrir almenn-
ingssjónir?
„Eftir sem áður er skjóðan
hennar höfuðaðsetur. Að vísu er
ætlunin að sýna inn i skjóðuna,
þegar sálinni liggur mikið á
hjarta.
Þetta kann nú að hljóma eins
og myndin sé ekkert nema leikur
með tæknibrellur, en alloft höf-
um við setið á okkur til að tækn-
in skyggði ekki á verkið sjálft.
Frumtextinn er eftir sem áður
aðalatriðið. Á sama hátt höfum
við haldið tónlist Páls ísólfsson-
ar óbreyttri," sagði Ágúst Guð-
mundsson, leikstjóri að iokum.
Leikarar í Gullna hliðinu eru á
fjórða tugi, um tuttugu I hlut-
verkum með texta og um 15 í
aukahlutverkum. Kerlinguna
leikur Guðrún Þ. Stephensen,
sem lék hlutverkið í síðustu upp-
færslu Þjóðleikhússins á
verkinu. Sálina leikur Jón Sigur-
björnsson, Arnar Jónsson er
óvinurinn og Róbert Arnfinns-
son Lykla-Pétur, Steindór Hjör-
leifsson er Páll postuli, Þráinn
Karlsson leikur bóndann, Edda
Björgvinsdóttir Helgu og Vil-
borgu grasakonu leikur Sigur-
veig Jónsdóttir. VE
Þríhyrningurinn frægi, Ólafur bóndi, (Haraldur Halldórsson), Skáld-Rósa
(Hanna Marfa Helgadóttir) og Natan Ketilsson (Hálfdán Theodórsson).
Leikendur í Skáld-Rósu.
Sesselja vinnukona (Soffía Valdimarsdóttir) og Jón bróðir Rósu (Hannes
Kristjánsson).
Hveragerði:
Blómlegt félagsstarf
í Gagnfræðaskólanum
Halldór Sigurðsson, kennari og leikstjóri, heldur á blómvendi og útskorinni
gestabók, gjöf frá nemendum í 9. bekk. Bókin er fagurlega skreytt og
inniheldur Ijóðið: „Þó að kali heitur hver“ eftir Skáld-Rósu og innilegar
þakkir til Halldórs fyrir samstarfíð allt. Bókina smíðaði og skreytti listamað-
urinn Sigurður Sólmundarson.
Hveragerði 26. maí.
GAGNFRÆÐASKÓLA Hveragerðis
var slitið um miðjan þennan mánuð
að viðstöddum foreldrum og vinum
nemenda skólans. Er það mál
manna hér í bæ, að félagslíf skólans
hafi verið með miklum blóma og trú-
lega aldrei þróttmeira en nú. Lauk
því með þremur sýningum á Skáld-
Rósu, leikriti Birgis Sigurðssonar.
Leikstjórn annaðist Halldór Sigurðs-
son kennari en hann er félagsmála-
fulltrúi skólans.
Ég hitti Halldór kennara að
máli og bað hann að segja frá fé-
lagsstarfinu í vetur og fer frásögn
hans hér á eftir: „í vetur byrjuð-
um við á að halda kvöldvöku sem
var sett upp með 9. bekk og for-
eldrum barnanna þar. 7. og
8.-bekkingar og foreldrar þeirra
settu síðan upp svona kvöldvökur
síðar um veturinn. Voru þetta
mjög góðar kvöldvökur, þar sem
ýmislegt var til skemmtunar svo
sem upplestur á sögum, kvæðum,
söngur, leikrit, danssýningar og
margt fleira. Komu fram bæði for-
eldrar og nemendur en stjórn á
kvöldvökunum annaðist Halldór
Sigurðsson kennari. Dansað var á
öllum kvöldvökunum og kom þar
svo sannarlega í ljós að foreldrar
og nemendur geta skemmt sér
saman.
Jólakvöldvaka var haldin síð-
asta dag fyrir fyrir jólafrí og þar
var margt gert sem tilheyrir á
jólavöku, en aðalefnið var flutn-
ingur popp-óperunnar „Saga Jós-
efs“ eftir Webber og Rice, sem
flutt var þrisvar sinnum, auk þess
sem óperan var flutt nokkuð stytt
í sjónvarpinu. Uppsetningu og
stjorn annaðist Róbert Darling,
tónlistarkennari skólans, en þýð-
ingu úr ensku önnuðust þeir Sig-
urður Davíðsson, enskukennari
skólans, og Hjörtur Jóhannsson,
íþróttakennari.
Vísnakvöld var haldið í apríl en
þar komu fram ýmsir skemmti-
kraftar úr kennaraliði skólans
ásamt nokkrum nemendum. Einn-
ig komu fram kennarar úr fjöl-
brautaskólanum á Selfossi og spil-
uðu og sungu nokkur lög við mikla
lukku. Eftir að skipulagðri
dagskrá var lokið var öllum heim-
ilt að „troða upp“ og kom þá í ljós
að margt er listamannsefnið í
Hveragerði.
Aðalverkefni vetrarins var upp-
færsla á leikritinu Skáld-Rósu eft-
ir Birgi Sigurðsson. Allir nemend-
ur 9. bekkjar, 20 talsins, voru með
hlutverk og tveir léku tvö hlut-
verk. Aðalhlutverk voru I höndum
Hönnu Maríu Helgadóttur, Har-
aldar Halldórssonar og Hálfdáns
Theodórssonar. Búninga og leik-
muni annaðist Þórunn Friðriks-
dóttir en hún er móðir eins nem-
andans í 9. bekk. Leikmynd hann-
aði Sigurður Sólmundarson, hand-
menntakennari skólans, og var
leikmynd unnin í hópvinnu nem-
enda 9. bekkjar undir stjórn leik-
stjóra og Sigurðar. Leikritið var
síðan fært upp þrisvar sinnum, nú
síðast fyrir ellilifeyrisþega I