Morgunblaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1984 Austfirskir sveitarstjórnamenn: Sveitarfélög- in að komast í greiðsluþrot SAMTÖK sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi hafa sent frá sér ályktun fundar formanns, varaformanns og framkvæmdastjóra sambandsins frá 5. júní sl. þar sem vakin er athvgli á „þeim gífurlega vanda sem viö er að glíma í sjávarútvegi á Austuriandi“ þar sem rekstrarstöðvun „blasir við í flestum fyrirtækjum í sjávarútvegi með ógnvænlegum afleiðingum fyrir landshlut- ann“. Sagt er að sveitarfélögin séu hvert af öðru að komast í greiðslu- þrot vegna þess að burðarásar þeirra, útgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtækin, geti ekki greitt til sveitarsjóðanna. Þá er ítrekuð fyrri ábending SSA um að hafinn sé fólksflótti af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins. „Takist ekki að bægja frá aðsteðjandi vá, mun sá flótti magnast, en það er von okkar að það sé stefna ríkis- stjórnar íslands að viðhalda bú- setu á landsbyggðinni," segir að lokum í ályktuninni. Undir álykt- unina skrifa Þorvaldur Jóhanns- son, Kristinn V. Jóhannsson og Sigurður Hjaltason. Á myndinni sést grunnflötur nýju steypuverksmiöjunnar í Garðabæ. Lengst til hægri á myndinni heilsar Hákon Ólafsson, Rannsóknastofnun byggingariðnaðar- ins, Olafi Björnssyni, Ósi hf., sem er eigandi nýju verksmiðjunnar. Ný steypuverk- smiðja í Garðabæ í GARÐABÆNUM er nú að rísa steypuverksmiðja, sem búin verður nær alveg sjálfvirkjum tækjabúnaði og er framleiðsla öll tölvustýrð, allt frá hráefnisblöndun þar til varan kemur fullunnin út úr verksmiðjunni. f upp- hafi verður megináhersla lögð á að framleiða rör, brunna, „fittings", milli- veggjaplötur og hellur og steina af ýmsum gerðum. Jafnframt mun verk- smiðjan framleiða steypu til húsbygg- inga. I verksmiðjunni og í tengslum við hana munu vinna 25—30 manns. Áætlaður kostnaður við verksmiðj- una er rösklega 70 milljónir króna. Eigandi er Ós hf. og framkvæmda- stjóri er Einar Þ. Vilhjálmsson. Samkvæmt áætlun hefst framleiðsla síðsumars. (pr rrétuiilkynningu) Listahátíð í Reykjavík Frá æfingu á Brúðuheimilinu í fyrradag. Laura Joensen, (t.v.) Elín Moritsen og Pétur Einarsson í hlutverkum sínum Morgunblaðið/Emilía. Nýstárleg uppfærsla á Brúðuheimili Ibsens: Einstök samvinna leik- ara tveggja frændþjóða FYRRI sýning leikflokks Noröur- landahússins í Færeyjum á hinu þekkta verki Henrik Ibsen, Brúðu- heimilinu, veröur í Félagsstofnun stúdenta í kvöld kl. 20.30. Síðari sýningin verður á sama stað og tíma annað kvöld. Leikstjóri verksins er Sveinn Einarsson, en uppsetning hans vakti mikla at- hygli í Færeyjum og sóttu um 2500 manns þær 7 sýningar, sem efnt var til í Þórshöfn í vor. Þessi uppsetning á Brúðu- heimilinu hefur vakið verðskuld- aða athygli og ekki að ófyrir- synju. Auk þess sem leikararnir eru blanda af íslenskum og fær- eyskum starfsbræðrum þeirra er uppsetningin byggð upp á tveim- ur þýðingum. Annars vegar þýð- ingu Sveins Einarssonar, sem stuðst var við þegar Brúðuheim- ilið var sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir rúmum áratug, og hins veg- ar þýðingu Jens Pauli Heinesen. Samvinna íslendinga og Fær- eyinga á leiklistarsviðinu er ekki ný af nálinni og þá heldur ekki samvinna Leikfélags Reykjavík- ur, sem teflir þessu verki fram á Listahátíð vegna örðugleika við að setja á svið sýningu með eigin leikurum, sem eru í leikför í Noregi um þessar mundir, og frænda vorra í Færeyjum. Tutt- ugu ár eru liðin frá því LR fór t.d. fyrst í leikför til Færeyja. Leikararnir í þessari uppsetn- ingu á Brúðuheimilinu báru að Dagskrá Lista- hátíöar í dag 20.30 HÁSKÓLABfÓ: Tónleikar Slnfóníuhljómsveitar ís- lands undir stjórn J.P. Jacquillat. Einsöngvari er ítalska mezzósópr- ansöngkonan Lucia Valentini Terrani. 20.30 FÉLAGSSTOPNUN STÚDENTA Brúóuheimilíö eftir Henrik Ibeen. Gestaleikur frá faareyaka Norraana húainu á vegum Leikfélaga Reykja- víkur. Leikstjóri: Sveinn Einaraaon. samvinnan hefði gengið með miklum ágætum og litlir erfið- leikar komið upp. Að þeirra sögn er ákaflega gaman að leika í Norðurlandahúsinu, sem sé þannig úr garði gert að mögu- leikarnir séu margfaldir á við það sem áður var. Sviðsmyndin við verkið er eft- ir Trónd Patursson og er sama fyrirkomulagið haft hér og var í Færeyjum, þ.e. leiksviðið er í miðjum sal og áhorfendur til beggja handa. Félagsstofnun stúdenta reyndist eina húsið í Reykjavík, sem uppfyllti þær kröfur sem gerðar voru með til- liti til uppfærslunnar. Komast um 220 manns fyrir í sætum. Sjö hlutverk eru í Brúðuheim- ilinu. Elín Mouritsen fer með hlutverk Nóru en Pétur Einars- son leikur mann hennar, herra Helmer. Borgar Garðarsson fer með hlutverk Krogstad. Aðrir leikendur eru Laura Joensen, Olivur Næss, Johanna Maria Djuurhus og Kristina Hansen. r Ljósm. Mbl./Július. A ferð í miðbænum með unga sína Margir hafa orðið til að nota sér góðviðrisdagana undanfarið, spókað sig úti og litið á bæjarlífið. Þeirra á meðal var þessi myndarlega önd, sem fékk sér göngutúr með ungana sína, frá Reykjavíkurhöfn og niður að Tjörn. Vegfarendur sem urðu á vegi andarinnar slógust með í förina og fylgdu hópnum að Tjörninni. Gekk ferðin áfallalaust og bflstjórar sýndu andahópnum kurteisi í hvívetna, enda ekki á hverjum degi sem slík fjölskylda fer á bæjarrölt. Dalarallí 1984 Búóardalur, 12. júní. DALARALLÍ 1984 verður haldið dagana 15. og 16. júní. Að keppninni standa Dalabúð, Bifreiðaíþrótta- klúbbur Reykjavíkur ásamt fyrir- tækjum hér á staðnum. Keppni þessi er næststærsta keppni ársins og gef- ur stig til íslandsmeistaratitils í rallíakstri. Allir þekktustu rallíöku- raenn taka þátt í keppninni. Keppnin hefst við Dalabúð kl. 15 föstudaginn 15. júní. í fyrri hluta keppninnar verður ekið um Dali, suður Bröttubrekku um Borgarfjörð og Kaldadal, þar sem snúið verður við og ekið sömu leið til baka. Áætlað er að keppendur hafi lokið þessum hluta leiðarinn- ar á föstudagskvöld milli 23 og 24 við Dalabúð í Búðardal. Síðari hlutinn hefst klukkan 2.30 aðfara- nótt laugardags og verður þá ekið um Dali, norðanvert Snæfellsnes- ið, fyrir jökul og síðan sömu leið til baka. Búist er við keppendum til Búðardals um hádegið á laug- ardag. Um kvöldið verður verð- launaafhending og lokahóf. í Dalabúð verða veittar allar upp- lýsingar um gang keppninnar. Einnig verður sýnt af myndbandi frá keppninni jafnóðum og myndir berast ásamt myndum úr fyrri keppnum og annað efni. Veitingar verða á boðstólum allan tímann á veitingastöðum í Búðardal og far- ið í hópferðabílum Kristjáns Sæmundssonar um nágrenni Búð- ardals og á útsýnisstaði ef næg þátttaka fæst. Upplýsingasímar keppninnar verða 4300 og 4126. — Kristjana Ólafsvík: Mikið líf í handfæra- veiðunum Ólafsvík, 12. júní. EKKI er hægt að segja að mikið sé að gerast til sjávarins hjá okkur þessar vikurnar. Þó eru bátar á tog- veiðum, dragnót og á rækju. Afli hef- ur vcrið freraur slakur. Mesta lífið er líklega í hand- færaveiðunum en héðan er gerður út fjöldi smábáta á þann veiðiskap og hefur afli þeirra verið allgóður. Atvinna er hér fyrir alla en vinnu- tími skammur. — Helgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.