Morgunblaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1984 3 Sendiherra Vati- kansins heimsæk- ir Reykjavík SENDIHERRA Vatikansins á Norö- urlöndunum, Luigi Bellotti crkibisk- up, er staddur hér í Reykjavfk. Hann hefur verið sendiherra Páfaríkisins um nokkurt árabil og hefur komið hingað til lands áður. Erkibiskupinn mun lesa messu í Dómkirkju Krists konungs, Landakotskirkju, laugar- daginn kemur kl. 18. Að messunni lokinni gefst kirkjugestum tækifæri til að hitta erkibiskupinn að máli í safnaðar- heimili kaþólskra á Hávallagötu 16. Sovéska sendiráðið: Samkomulag um að færa skerminn NÁÐST hefur samkomulag við sov- éska sendiráðiö um að lækka og færa móttökuskerm, sem nú er á suð-vestur hlið sendiráðsins, á norðausturhlið hússins í innskot er snýr að Garða- stræti. Að sögn Hilmars Guðlaugssonar formanns byggingarnefndar Reykja- víkurborgar var hin nýja staðsetn- ing skermsins kynnt nágrönnum sendiráðsfólksins samkvæmt bygg- ingarreglugerð, og komu fram engin viðbrögð frá þeim um hinn nýja staðT Því væri næsta skrefið að ýta á eftir því að sovéska sendiráðið legði inn umsókn um að færa móttökuskerm- inn á þann stað, sem samkomulag hefði náðst um, og yrði það gert fljótlega. „Eftirlit- ið ekki nógu gott“ — Segir Sveinn Ein- arsson veiðistjóri um varnir refabúanna „ÞAÐ BAR mikið á þessu fyrir nokkr- um árum, þegar fyrstu refabúin voru að taka til starfa, en núna virðast varn- irnar vera komnar í betra lag," sagði Sveinn Einarsson veiðistjóri í samtali við Mbl. er hann var spurur að þvf hvort mikið væri um að alirefir slyppu úr haldi á refabúunum en eins og fram kom hér í blaðinu á miðvikudag þá unnu refaskyttur greni með aliref og íslenskri tófu um Hvítasunnuhelgi. Er það í fyrsta skipti á siðara skeiði íslenskrar refaræktar að slíkt greni finnst en greni hafa fundist undanfarin ár þar sem íslenskur ref- ur og alilæða hafa parað sig saman. Sveinn sagði að þó færri refir virtust sleppa núna en þegar refaræktin var að byrja væru varnirnar engan veg- inn nógu góðar. Slakað hefði verið á kröfum t.d. varðandi girðingar i kringum búin. Þá væri eftirlit held- ur ekki nógu gott. Sveinn sagðist ekki vita hvaðan refurinn sem drep- inn var um helgina hefði komið, þar sem hann hefði verið ómerktur, en vitað væri að nokkrir refir hefðu sloppið frá refabúinu í Krísuvik eftir að það var stofnað. Sagði hann að lifdýr, þ.e. refir sem settir væru á að hausti, ættu að vera merkt en hvolp- ar sem ætti að felda (slátra) að hausti væru ómerktir og ef þeir slyppu væri erfitt að henda reiður á hvaðan þeir væru. Þá sagði Sveinn að grunur léki á að að minnsta kosti 1 eða 2 alirefir til viðbótar þeim sem unnir hefðu verið á Reykjanesskag- anum væru þar enn. Skyndibankar ekki á döfinni hér á landi — íslenzkir VISA- korthafar geta not- fært sér þessa þjón- ustu erlendis á næsta ári í 18 löndum er nú veriö að koma upp 600 skyndibönkum, eða sjálf- sölum fyrir VISA-korthafa, þar sem unnt er að fá peninga í seðlum út á greiðslukort. Eru þessir skyndi- bankar að ryðja sér til rúms í ná- grannalöndum okkar, en að sögn Einars S. Einarssonar, forstöðu- manns VISA-greiðslukorta, verður einhver bið á því að þeim verði komið fyrir hér á landi. Hins vegar gefst VISA-korthöfum kostur á að nýta sér þessa þjónustu erlendis á næsta ári. Þá verða komin á greiðslukortin svokölluð persónu- númer, sem gerir fslendingum kleift að taka út peninga úr skyndi- bönkunum. Erlendis hefur þessum skyndi- bönkum verið komið fyrir þar sem ferðamenn geta auðveldlega notfært sér þá, t.d. á flugvöllum, en síðar er ráðgert að setja þá upp á fleiri stöðum. Þegar sekúndur kipta sköpum þarf réttar upplýsingar strax! v- ' /i a (L ^ í SOS nistiö setur þú allar mikilvægustu persónuupplýsingar ásamt læknisfræðilegum upplýsingum. Blóöflokk þinn, um lyfjaofnæmi, sykursýki, hjartasjúkdóma, lyfjaþörf og fl. og fl. — allt upplýsingar sem geta verið lífsnauösynlegar, hvort heldur sjúkdóma eða slys ber skyndilega að höndum. Sölustaðir: Hjálparsveitir skáta — Skátabúðin við Snorrabraut — einnig flest apótek, ferðaskrifstofur landsins og nokkrar úra- og skartgripaverslanir. SOS- nistið, öryggishlutur og skartgripur í senn. Halsmen □ A1 Stál 370 kr. □ A2 Stál m/gyllingu 390 kr. Á úr-ól □ B1 Stál. (krómhúdað) 12 mm, konur, börn, 270 kr. □ B2 Stál, 18 mm, karlmenn 390 kr. Æ LANDSSAMBAND HJÁLPARSVEITA SKÁTA í armkeðju Q C1 Stál. breið keðja 390 kr Q C2 Stál, grönn keðja 390 kr //í . / ff O / / o r/ O

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.