Morgunblaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNl 1984 Páfí óskar eftir meiri samvinnu kirknanna Bern, 13. júní, frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Mbl. JÓHANNES Páll páfi II er á sex daga ferð um Svíss. Þetta er 23. utanlandsferð hans og við komuna til Ziirich á þriðjudag kraup hann niður og kyssti jörðina eins og hans er vandi á ferðum sínum. Hann ferð- ast um landið þvert og endilangt, flýgur milli borga, fer með lestum og keyrir um á skotheldna páfabflnum. Hann heimsækir kirkjur, klaustur og söfnuði, hlýðir á og syngur mess- ur innan dyra og utan og veifar mannfjöldanum. Heimsóknin vekur athygli í fjölmiðlum en allir lands- menn eru ekki hæst ánægðir með hana. Helmingur þjóðarinnar er mótmælendatrúar og þykir lítil ástæða til að gera svona mikið með einn mann og nokkrir þrýstihópar mótmæltu heimsókninni áður en hann kom en það hefur farið lítið fyrir þeim síðan. Kaþólska kirkjan bauð páfa til landsins. Heimsóknin stóð til fyrir þremur árum en henni var frestað þegar honum var sýnt banatil- ræði. Sviss er skipt í sex biskups- dæmi og biskuparnir skiptast á um að eiga forsæti í biskuparáð- inu. Erkibiskup er enginn í land- inu. Foreti biskuparáðsins og for- seti landsins tóku á móti páfa á flugvellinum. Hann mun hitta rík- isstjórnina á fimmtudag en það er lítið gert úr því. Páfi hefur minnst á mikilvægi samvinnu allra krist- inna manna í ræðum sínum en nokkurrar óánægju gæti þó eftir fund hans með fulltrúum kirkj- unnar manna á þriðjudag. Svo virtist sem bilið milli kaþólsku kirkjunnar og annarra kirkna væri síður en svo að minnka, auk- in samvinna lengra undan en von- að er. Tveir Svisslendingar, Zwingli og Kalvín, voru meðal upphafsmanna mótmælendakirkjunnar á 16. öld. Zwingli hafði mikil áhrif í Zurich og austurhluta landsins en Kalvín var í Genf og hafði mikil áhrif erlendis. Trúarstríð var háð í landinu og svo fór að mjög skýr mörk voru dregin milli svæða samkvæmt trúarbrögðum. Þessi mörk eru að sjálfsögðu óljósari í dag en þó verður þeirra enn vart. Kantónan Jura var til dæmis stofnuð árið 1978 á kaþ- ólsku og frönskumælandi svæði sem tilheyrði kantónunni Bern áð- ur. Meirihluti íbúa Bern eru mót- mælendur og þýskumælandi. Svissneskir kaþólikkar hafa tekið vel á móti trúarleiðtoga sín- um. Um 27.000 manns sóttu messu hans í Tessin, ítalska hlutanum, á þriðjudag, og mörg þúsund manns voru viðstaddir messu í Fribourg í dag. Stemmningin er þó ekki hin sama og sagt hefur verið frá á ferðum páfa í Asíu og suður- Ameríku. Svisslendingar eru ró- lyndari og sýna minni hrifningu en blóðheitara fólk sunnar á hnettinum. En góðmennskan skín úr andliti páfans þegar hann heilsar fólkinu og ánægjan ljómar af þeim sem fá tækifæri til að snerta hann. Jóhannes Páll páfi II kom í gær f höfuðstöðvar Alkirkjuráðsins í Genf og var tekið þar með virktum. Hér er hann að kæla teið sitt, sem hon- um þótti fullheitt. AP Svenn Stray hljóp á sig Osló, 13. júní. Frá Jan Krik Laure, fréttaritara I SVENN Stray, utanríkisráðherra, var full fljótur á sér þegar hann boð- aði formleg mótmæli norskra stjórn- valda við Iraksstjórn vegna Treholt- -málsins. Þremur mánuðum eftir yf- irlýsingu hans liggja mótmælin enn harðlokuð niðri í skúffu og verða líklega aldrei send. Stray lét ummælin falla þegar ljóst var, að Arne Treholt hafði ekki aðeins njósnað fyrir KGB heldur einnig selt leyniþjónustu íraka upplýsingar. Það þykir hins vegar ljóst nú, að Treholt hafði sjálfur samband við íraka og þess vegna hafi þeir ekki brotið nægi- lega af sér til að eiga skilið form- leg mótmæli. Treholt segist hafa fengið 50.000 dollara frá Irökum fyrir upplýs- ingarnar en þeirra aflaði hann sér sem sendimaður í aðalstöðvum Sþ í New York. Ekki er talið líklegt, að upplýsingarnar hafi skaðað hagsmuni Norðmanna á neinn hátt. ítalski kommúnistaflokkurínn: Nýr leiðtogi víkur vart af stefnu Berlinguers Berlinguer greiðir atkvæði I kosningum í fyrra, en þá hlaut flokkurinn talsvert verri útkomu en 1976 og 1979. Árið 1976 hlaut flokkurinn 34% atkvæða, 30,4% 1979 og í fyrra fór fylgið niður fyrir 30%. ÓLÍKLEGT er að breyting verði á stefnu eða störfum ítalska komm- únistaflokksins við fráfall Enrico Berlinguer, leiðtoga flokksins und- anfarin 12 ár, sem átti þann draum að leiða flokk sinn til valda með lýðræðislegum kosningum en ekki með byltingu. Margir þykja koma til greina sem eftirmenn hans, en búist er við að tilkynnt verði hver verður nýr leiðtogi flokksins í dag. Berlinguer var 62 ára er hann féll frá á mánudag, fæddur 25. maí 1922 í bænum Sasari á Sard- iníu. Hann gekk í ítalska komm- únistaflokkinn 1944 og tók virk- an þátt í starfi ungliðadeildar flokksins í Mílanó og Rómaborg. Tók hann sæti í miðstjórn kommúnistaflokksins 1945, 23 ára að aldri. Gegndi hann starfi vararitara 1968—1972 ug var leiðtogi flokksins frá 1972 til dauðadags. Hann var kosinn á þing 1968. ítalski kommúnistaflokkurinn er stærstur sinnar tegundar á vesturlöndum og næststærstur stjórnmálaflokka á Ítalíu, en hefur ekki átt aðild að stjórn frá 1947. Berlinguer sveigði flokkinn af Moskvulínunni og hans verður minnst sem aðalhöfundar evrópukommúnismans, sem hann kallaði tilraun til að aðlaga hugmyndafræði marxista að vestrænu lýðræði. I því sam- bandi beitti hann sér fyrir víð- tæku bandalagi vinstri manna í Evrópu á miðjum síðasta áratug er afsagði sér leiðsögn frá Moskvu. Berlinguer þótti hófsamur í samanburði við ýmsa frammá- menn í flokki sínum. Þannig var hann ákaft gagnrýndur af göml- um harðlínumönnum í flokknum er hann fordæmdi innrás Rússa í Afganistan, setningu herlaga í Póllandi og aðrar ráðstafanir valdamanna í Kreml. Þótti ágreiningur hans við Kreml minna í ýmsu á deilur Stalíns og Títós Júgóslavíuforseta eftir stríð. Hann kallaði reiði Kremlverja oft yfir sig, einkum þegar hann tók upp samband við kínverska kommúnistaflokkinn eftir 17 ára vinslit, en aldrei rofnaði sam- bandið við Moskvu alveg. Tók hann t.a.m. afstöðu með Sovét- mönnum til staðsetningu nýrra meðaldrægra kjarnaflauga Atl- antshafsbandalagsins í Evrópu. Talið var að Berlinguer hafi ætlað til Moskvu á þessu ári til að bæta sambúöina við ráða- menn þar, sem verið hefur stirð frá því herlög voru sett í Pól- landi í desember 1981. Hann fór síðast til Moskvu í nóvember 1982 til þess að vera við útför Brezhnevs, en átti engar viðræð- ur við Kremlverja. Hitti hann Brezhnev síðast í ágúst 1979. En þrátt fyrir afstöðu hans til Kremlverja var efast um einurð hans og lögðust Bandaríkjamenn þannig hart gegn stjórnaraðild kommúnistaflokksins, sem bauð kristilegum demókrötum „sögu- legar sættir" og stjórnarsam- starf eftir góða frammistöðu flokksins í kosningum 1976. Leiddi það til þess að kommún- istar tryggðu minnihlutastjórn kristilegra demókrata í sessi, en fengu aldrei ráðherrastóla, sem þeir sóttust lengi eftir. Fráfall Aldo Moro og aukin hryðjuverkastarfsemi Rauðu herdeildanna leiddu til meiri einangrunar kommúnistaflokks- ins og harðrar gagnrýni úr röð- um flokksmanna. Sá Berlinguer þá ekki önnur ráð en skera á samstarfið við stjórnina og varð þess valdandi að hún varð að fara frá í janúar 1979. Hófst þá lengsta stjórnarkreppa Ítalíu, /J/jUt* v *ooi& VeA/osá Á Enrico Berlinguer með flokks- málgagnið Unita þegar úrslit í þingkosningunum 1976 lágu Ijóst fyrir, en frammistaða flokksins í þeim kosningum þótti einhver glæsilegasta í sögu hans. sem endaði með kosningum i júní. í þeim hlaut kommúnista- flokkurinn slæma útreið miðað við 1976. Fráfall Berlinguer var bæði óvænt og skyndilegt og flokkur- inn ekki undir það búin. En er hann lézt á mánudag var mið- stjórnin kvödd saman til að velja eftirmann. Varist hefur verið frétta af fundinum. Heimildum ber þó saman um að nýr leiðtogi muni tæpast boða meiriháttar stefnubreytingu. Sem eftirmenn Berlinguer eru helzt nefndir Alessandro Natta, formaður eftirlitsnefndar flokksins, Alfredo Reichlin, ef- nahagssérfræðingur flokksins, en hann kom næstur Berlinguer að áhrifum, Renato Zangheri, borgarstjóri í Bologna, Ugo Pecchioli, sem sæti á í skipulags- nefnd flokksins, og Luciano Lama, leiðtogi öflugra launþega- samtaka, CGIL. Talið er að Natta sé einna lík- legastur eftirmaður Berlinguers, en sú ályktun er dregin af því að eftir veikindi Berlinguers á fimmtudag, var hann valinn til að taka sæti hans í sérstöku kosningasjónvarpi í fyrradag. Stuttfréttir Aðgerðir Unita l’arí.s, 13. júní. AP. TALSMENN Unita-skæruliða sem aösetur hafa í Parfs, sögðu í dag að þeim hefði orðið vel ágengt í nokkrum herförum gegn stjórnarher Angóla í byrjun þessa mánaðar. Aðgerðir Unita fóru fram í 7 sýslum og drápu skæruliðarnir 75 stjórnarhermenn og 9 kúb- anska hermenn, auk þess sem þeir eyðilögðu 20 herflutnings- bifreiðir. Fallbyssuskothríð á Víetnama Bangkok, Thiilandi. 13. júni. AP. VÍETNAMSKA ríkisútvarpið greindi frá því í dag, að fall- byssusveitir Kínverja á landa- mærum ríkjanna hefðu haldið uppi mikilli skothrfð á borgina Ha Giang f annað skiptið á þrem- ur síðustu vikum. Ekkert var lát- ið uppi um mannfall. Klnverjar sögðust á móti hafa drepið „fjölda“ víetnamskra hermanna sem höfðu ætlað sér að laumast yfir landamærin til hryðjuverka á sex stöðum. Hlutlausir aðilar hafa ekki tjáð sig um þessi síðustu tfðindi f landamæraófriði Kína og Víet- nam, en ýmsir vestrænir stjórn- arerindrekar bæði f Peking og Bangkok telja sig hafa ástæðu til að ætla að ekki sé barist af þeirri hörku sem deiluaðilar láta af. Harðir dómar í Túnis Túnisborf;, 13. júní. AP. DÓMSTÓLL í Túnisborg kvað upp í dag harða dóma yfir nokkr- um ungmennum sem voru gripin við óspektir er óeirðir brutust út þar í janúar á þessu ári. Um fimm ungmenni var að ræða, 19 til 20 ára, og fengu þau 15 til 20 ára fangelsisdvöl hvert með til- heyrandi þrælkunarvinnu. Fjögur þeirra voru gómuð eftir að hafa velt bifreið og lagt eld að henni, það fimmta var gripið með fulla vasa af sælgæti við sælgæt- isverslun þar sem það hafði brot- ið rúðurnar og látið síðan greipar sópa. 80 manns létu lífið í óeirð- unum sem hófust er það fréttist að stjórnvöld hefðu í hyggju að hækka mjög verulega verð á mat- vöru í landinu. Sluppu í frelsiö llanover, 13. júní. AP. TVEIR Austur-Þjóðverjar unnu það afrek í dag að feta sig yfir þétt jarðsprengjubelti yfir landa- mæri Austur- og Vestur-Þýska- lands og sleppa til sföarnefnda landsins án þess að austur-þýskir landamæraverðir gætu rönd við reist. Þetta voru 30 ára gamall kenn- ari og 24 ára tæknifræðingur, en nöfn þeirra voru ekki gefin upp. Staðurinn, þar sem þeir læddust yfir er í Neðra-Saxlandi, sem á 550 kilómetra langa landamæra- línu við Austur-Þýskaland. Nú hafa 42 Austur-Þjóðverjar slopp- ið yfir landamærin það sem af er þessu ári, og er það lægri tala en oftast áður. Ólæti í kröfugöngu Lundúnum, 13. júní. AP. Verkalýðsleiðtogar og vinnu- veitendur settust á rökstóla f dag til að finna lausn á hinu 13 vikna gamla verkfalli kolanámumanna, sem þykir hafa alið á óeiningu í röðum námumanna heldur en hitt. Aðeins hluti kolanámu- manna er í verkfalli og margir þeirra eru því mótfallnir. Til átaka kom í kröfugöngu hóps námumanna sem eru f verk- falli f Bickershaw i Lancashire og þurfti lögreglan að handtaka 30 slagsmálaseggi. Enginn fékk alvarlega áverka, einungis glóð- araugu og sprungnar varir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.