Morgunblaðið - 14.06.1984, Side 34

Morgunblaðið - 14.06.1984, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1984 Akranes: Skipulögð dags- ferð fyrir ferða- menn í sumar Ahugafólk á Akranesi verður í samráði við bsjarstjórn og Ferða- málaráð Akraness með skipulagðar dagsferðir frá Reykjavík til Akra- ness á fimmtudögum í sumar. Lagt verður af stað með fyrstu ferð Akra- borgar og komið aftur til Reykjavík- ur kl. 18.30 sama dag. Á Akranesi tekur við leiðsögn um Byggðasafnið í Görðum, hraðfrystihúsið Heima- skaga hf. og saumastofuna Akra- prjón hf., sem nær eingöngu saumar ullarfatnað. f hádeginu er snætt á Stillholti og áður en lagt er af stað til Reykjavíkur er komið við á litlum útimarkaði þar sem seldar eru leir- vörur og minjagripir. Þórdís G. Arthursdóttir er leið- Sögumaður í þessum ferðum. Hún sagði, er blaðamönnum voru kynntar þessar ferðir: „Hingað koma fjölmargir ferðamenn ár hvert og ráfa hér stefnulaust um bæinn. Okkur fannst kominn tími til að bjóða þessu fólki upp á skipulagðar skoðanaferðir um bæ- inn því hér er margt að sjá. Undir- búningur hefur staðið í allan vetur og við höfum reynt að leggja aðal- áherslu á fiskinn og mikilvægi hans fyrir bæjarfélagið. í Byggðasafninu í Görðum er mjög gott sjóminjasafn auk margra annarra merkra gripa, sem séra Jón M. Guðjónsson safn- aði og gaf bænum. Hann var merkur frumkvöðull og gerði sér ljóst að ýmsir hversdagslegir hlut- ir yrðu seinna að safngripum, t.d. eins og skórnir sem hann safnaði. Einnig eru þar líkön af gamla barnaskólanum, fyrstu útgerðinni í Steinsvör o.fl. Ekki er allt safnið enn til sýnis þar sem rými skortir en til stendur að byggja við hús- næðið sem fyrir er. Utan við safnhúsið stendur kútterinn, sem Kiwanismenn gáfu Akranesbæ 1974. Nú er smiður í fullu starfi við að gera hann upp og áætlað er að ljúka því 1985.“ I hádeginu er snætt á Stillholti. Innifalið í heildarverði ferðarinn- ar er tvíréttaður matur með kaffi. í Stillholti var hafinn rekstur fyrir um þremur árum og hefur það breytt bæjarbragnum talsvert að sögn Þórdísar. Eftir hádegisverð er farið í hraðfrystihúsið Heimaskaga hf. Ekki er leyfilegt að fara inn í sjálfan vinnslusalinn vegna heil- brigðisástæðna en þess í stað er sýnd mynd um vinnslu fisksins þar til hann kemur á borð neyt- andans. í Akraprjóni hf. eru framleidd- ar ullarvörur. Rúnar Pétursson forstjóri sagði að sala á ullarvör- um hefði orðið fyrir skakkaföllum en væri nú að rétta úr kútnum. í Akraprjóni eru kynnt hin ýmsu vinnslustig ullarinnar og einnig gefst kostur á að kaupa ullarvör- ur. Ein af nýjungunum, sem boðið l'timarkaðurinn á Akratorgi. Ljósmyndir: Árni Árnason. er upp á í Akranesferðunum, er lítill útimarkaður sem settur hef- ur verið upp á Akratorgi í tilefni ferðanna. Að honum standa þrír leirkerasmiðir í bænum: Margrét Jónsdóttir, Anna Kamp og Júlía Baldursdóttir. Þær selja bæði með minjagripi og leirmuni. „Okkur langar til að lífga örlítið upp bæj- arlífið hér og þetta er kjörin leið,“ sögðu þær stöllur. Þótt miðinn (kr. 900,-) gildi að- eins í dagsferð er möguleiki að dvelja á hótelinu á Akranesi og nýta heimferðina daginn eftir. Gisting er þó ekki innifalin í verð- inu. „Við vonumst til að þessar ferðir eigi eftir að mælast vel fyrir hjá ferðamönnum. Seinna viljum við svo reyna sérstaka dagskrá fyrir skólafólk og eldri borgara," sagði Þórdís að lokum. Áætlað er að halda ferðum alla fimmtudaga frá maílokum og fram í ágúst. skoðun í aðalskoðun Bifreiðaeftirlits ríkisins: Eigandi bifreiðarinnar getur nú farið með bifreiðina til viðgerð- ar á bifreiðaverkstæði, sem Bifreiðaeftirlit ríkisins hefur viöur- kennt, og að lagfæringu lokinni nægir áritun verkstæðisins um það í skoðunarvottorð bifreiðarinnar, þannig að ekki þarf að færa bifreiðina til endurskoðunar hjá bifreiðaeftirlitinu. Til reynslu verður þessi háttur aðeins hafður á til að byrja með við bifreiðir, sem skráðar eru á A númer. Eftirfarandi verkstæði í þessu umdæmi haf fengið viðurkenn- ingu Bifreiðaeftirlits ríkisins til að framkvæma þessa tilraun: Bifreiöaverkstæðið Kambur. Grundargötu 1-6, Dalvík Bifreiðav. Sigurðar Valdimarssonar, Oseyri 5A. Akureyri Bifreiðav. Þórshamar. Tryggvabraut. Akureyri Bílasalan hf., Strandgötu 53, Akureyri Bílaverkst. Dalvíkur, Dalvík Bláfell s.f., Draupnisgötu 7, Akureyri Höldur s.f, Tryggvabraut 14, Akureyri Jóhannes Kristjánsson hf., Gránufélagsgötu 47, Akureyri Vagninn s.f , Furuvöllum 7. Akureyri Víkingur s.f., Furuvöllum 11, Akureyri Bifreiðav. Bjarnhéðins Gíslasonar, Fjölnisgötu 2A, Akureyri. Bílgreinasambandið Bifreiðaeftirlit ríkisins Þórdís G. Arthursdóttir (t.v.) og bflstjórinn Sveinn Darrason (t.h.). í Byggðasafninu í Görðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.