Morgunblaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1984 33 spurt og svarad Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS B Y GGING ARMÁL Hér birtast spurn- ingar lesenda um byggingarmál og svör Hákons Ólafssonar yfirverkfræðings og Péturs H. Blöndals Pétur H. Hákon framkvæmdastjóra. Biöndai óiafsson Sameiginlegur kostnaður við endaraðhús? Sigurður Pálsson spyr: Er vinna við enda á raðhúsum sameigin- leg, t.d. pússning, frágangur á þakkanti og málning eða skiptist það á milli eigenda íbúða í við- komandi raðhúsi og hvernig þá. Svar: Spurningin fjallar um stofnframkvæmdir og í slíkum tilvikum fer svarið eftir ýmsu. T.d. skiptir máli hvort aðilar hafa gert með sér bygginga- samning. Ef svo er, falla fram- kvæmdir við veggi milli íbúöa og gaflar undir þann samning. Ef ekki hefur verið gerður slíkur samningur, verður að líta til fleiri atriða. Þá skiptir máli, hvernig viðkomandi lóð var út- hlutað. Líta þarf á úthlutunar- skilmála og lóðaleigusamning. Svar við spurningunni byggist á því, hvort hægt er að líta á hverja íbúð sem sjálfstæða ein- ingu. Ef veggir milli íbúða eru t.d. tvöfaldir og hver eigandi byggir sitt hús, sem mun vera algengt, ber hver maður kostnað af sínum hluta. Þegar þannig háttar er svarið við spurning- unni nei. Sá sem á endaíbúðina verður að standa straum af framkvæmdum við gaflinn. Ef veggir á milli íbúða eru aftur á móti einfaldir vaknar spurning um það hver kosti þá og gaflana. Þá gæti kostnaður við gaflinn skipst á milli allra húseigenda í eignarhlutföllum. Svarið við spurningunni er svo vandasamt vegna þess að hús sem almennt eru kölluð raðhús eru með svo margvíslegu lagi. Sum eru svo lauslega tengd, að spurningin er hvort ekki er um mörg einbýlishús að ræða. Ef reynt er að skilgreina raðhús nánar, lenda menn í vandræðum. Eru fjölbýlishúsin við Ásvalla- götu raðhús? í lögum um fjölbýl- ishús segir, að þau gildi um raðhús eftir því sem við getur átt. Því þarf alltaf að meta hvort ákvæði laganna eigi við raðhús. Um viðhald og viðgerðir gegn- ir öðru máli. Ef raðhúsið fellur undir lög um fjölbýlishús, greiða húseigendur kostnaðinn allir samkvæmt hlutfallstölu íbúða sinna. (Sjá lög um fjölbýlishús nr. 59/1976, 4. ml. 11. gr. og 1. ml. 13. gr.) Rétt er að benda á að hér er um mjög flókið lögfræðilegt mál að ræða og enginn afgerandi dómur er til hliðsjónar. Lög- fræðingur Húseigendafélags Reykjavíkur getur svarað nánar um hvert einstakt mál varðandi raðhús sem og öðrum spurning- um húseigenda. Nuddpottur og sólhús Hjón í Garðabæ spyrja: Okkur langar að forvitnast um heita nuddpotta í garð. Er ódýrara fyrir okkur að steypa pottinn sjálf? Þá reiknum við með potti með vatns- og loftnuddi, eða borgar sig fyrir okkur að kaupa pottinn tilbúinn og „með öllu“? Hver er ódýrasta leiðin til að setja upp sólhús áfast við húsið? Hvers konar sólhús eru hentug í íslenskri veðráttu og hver gæti kostnaðurinn við slíka uppsetn- ingu orðið? Hvert getum við snúið okkur til að fá upplýsingar um upp- setningu verandar sem yrði áföst við húsið? Hver gæti kostnaðurinn við slíka uppsetn- ingu orðið? Er yfirleitt miðað við að veröndin snúi í ákveðna átt (suður til dæmis?). Svar: Unnt er að kaupa nudd- potta á mjög mismunandi verði. Grunnverð er nálægt 60.000 kr. og með nauðsynlegum fylgihlut- um svo sem yfirbreiðslu, slöng- um, stútum, nuddrörum o.fl. u.þ.b. 80.000 kr. Slíkir pottar eru rúmlega 2 m í þvermál með sæt- um fyrir 5—7 manns. Ef kaupa þarf vinnu við að hanna, steypa og ganga frá steyptum potti tel ég ólíklegt að það verði ódýrara. Ef viðkom- andi hefur þekkingu og aðstöðu til að framkvæma verulegan hluta af þessari vinnu sjálfur getur hann aftur á móti sparað nokkurn útlagðan kostnað. Svar mitt má því draga saman á eftirfarandi hátt: kaupið pott tilbúinn og „með öllu“ nema þið hafið góða faglega þekkingu á viðfangsefninu og aðstöðu til að vinna við það sjálf. Varðandi sólhús eða verönd áföst við húsið þá eru valkostirn- ir tveir: annað hvort að sér- hanna viðkomandi mannvirki eða kaupa staðlaða gerð. Kostnaður við fyrri ieiðina ræðst mjög af þeim aðstæðum sem fyrir eru í hverju tilviki. Eðlilegast er að leita til hönnuð- ar t.d. arkitekts og fá hjá honum tillögu að fyrirkomulagi og kostnaðaráætlun. Ég veit um eitt fyrirtæki sem selur sólhús sem tengd eru íbúð- arhúsi og það er Gísli Jónsson hf. Húsin eru að mestu úr gleri en styrkt með álprófílum. Breiddin er 2,5 m og lengd 3,8—5,0 m. Verð er 25.000— 35.000 kr. Uppsetning er einföld og ætti ekki að vera kostnaðar- söm. Sólhús eru almennt sett upp til þess að gera mönnum kleift að njóta sólar í sem ríkustum mæli. Því er heppilegast að þau snúi í suður þótt aðstæður ráði vissulega hvernig þeim verður best komið fyrir í hverju tilviki. Nauðsynlegt er að fá samþykki viðkomandi byggingarnefndar áður en sólhús eða verönd er sett upp. Ráðstöfun um viðgerðir Vigfús Þorsteinsson spyr: Get ég fengið ábendingar um aðila sem taka að sér áætlanagerð um viðgerðir á húsum? í mínu til- felli er aðallega um að ræða raka í húsi og ég vildi gjarnan fá upp- lýsingar um hver veitir ráðgjöf um viðgerðir, hvað þarf að gera og hvernig hægt er að gera við það sem þarfnast viðgerðar. Svar: Ef um er að ræða við- gerðir vegna eðlilegs viðhalds húsa koma allir byggingafróðir menn til greina sem ráðgjafar. Ef aftur á móti, um er að ræða viðgerðir vegna þess að ekki er allt með felldu þ.e.a.s. upp koma skemmdir eða gallar þar sem orsakir eru ekki ljósar, þarf oft sérfróða menn á viðkomandi sviði. Slíkar skemdir stafa oftast af því að hönnun eða fram- kvæmd er áfátt eða efnisnotkun röng. Ráðgjöf um viðgerðir getur verið flóknari og krafist betri fagþekkingar en við frumhönn- un. Lítið er um ráðgjafa á þessu sviði en ég vil þó benda á eftir- farandi: 1. Eðlilegt er að leita til hönnuð- ar viðkomandi húss. Hann hefur sagt til um gerð þess og efnisval og ætti því að vera í stakk búinn til að meta orsakir galla sem kunna að koma fram, auk þess sem hann ber ábyrgð á því að hönnun og efnisnotkun sé í lagi. Hann getur leitað aðstoðar Rannsóknastofnunar bygging- ariðnaðarins ef hann telur þess þörf. 2. Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins ræður yfir sér- þekkingu varðandi byggingar- galla og viðgerðaraðferðir og jafnframt hefur hún tæki sem nota má við skemmdagreiningu. Þangað má því leita. Gallinn er sá að ekki er unnt að anna öllum þeim fyrirspurnum, sem berast og því er oft vísað á verkfræði- stofur eða bent á rit eða Rb-tækniblöð um viðkomandi efni. 3. Verkfræðistofur. Þær geta leitað til Rb um aðstoð við skemmdagreiningu ef þurfa þyk- ir en annast síðan sjálfar áætl- anagerð og ráðgjöf. Tvær slíkar hafa sérhæft sig á sviði steypu- viðgerða, Línuhönnun hf. og Vídd sf. 4. Viðgerðaraðilar búa sumir yf- ir langri reynslu og þekkja ákveðnar tegundir skemmda. Þeir annast oft áætlanir um við- gerðir. Helsti ókosturinn er að þeir búa sjaldnast yfir fagþekk- ingu til að geta greint orsakir skemmdanna. Varðandi þitt vandamál þ.e. a.s. hátt rakastig í húsinu, án þess þó að um beinan leka sé að ræða vil ég benda á: a) Rb-blað, sem fjallar um þetta efni og heitir „Rakaþétting á gluggum" og var gefið út hjá Rb í júlí 1981. b) að leita eftir ráðgjöf frá Rb. firestone Firestone UT-2000 radial hjólbaröinn hentar vel við allar aðstæður, jafnt á malbiki og á malarvegum. Sérhannað mynstur sem hreinsar sig sjálft og losar sig jafnharðan við steina. Firestone SAT-2000 er sérstyrktur drifhjólbarði, hannaður fyrir hinar erfiðustu aðstæður. JÖFUR HF NYBÝLAVEGI2 KÓPAVOGI SÍMI 42600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.