Morgunblaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1984 37 Minning: Margrét Stefáns- dóttir Sigurðsson Fædd 26. júní 1891. Dáin 4. júní 1984. Margrét Stefánsdóttir Sigurðs- son er látin, nær 93ja ára að aldri. Margrét var mikilhæf kona, sterk og kjarkmikil. Hún fæddist að Stóra-Knarr- Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmalis og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. I'annig veröur grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. t>ess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. arnesi á Vatnsleysuströnd, dóttir hjónanna Guðrúnar Einarsdóttur og Stefáns Jónssonar. Fyrstu æskuárin ólst hún upp í glaðvær- um hópi sex systkina, sem nú eru öll látin, að undantekinni yngstu systurinni, Jennýju. Margrét fór mjög snemma að vinna fyrir sér, svo sem títt var á þeim tíma. Hún giftist ung Ragnari Páls- syni Leví, sem i áraraðir átti kunna tóbaksverslun í Austur- stræti hér í bæ. Þau eignuðust þrjú börn: Rögnu, gifta undirrit- uðum, Pál, kvæntan Hanne Vest- gard, og Sigurð, er dó 32ja ára, ókvæntur. Þau Margrét og Ragnar skildu. Eftir það rak Margrét í mörg ár hattaverslun af miklum mynd- arbrag, uns hún giftist Magnúsi Sigurðssyni, bankastjóra, sem verið hafði ekkjumaður um árabil. Þau slitu samvistir. Nú fór Margrét að búa með yngri syni sínum, Sigurði, mikið veikum. Hann dó árið 1949. Á þessum árum kom best fram mikil fórnarlund Margrétar og jafn- framt sannaðist það, sem margir hafa fyrr og síðar reynt, að einlæg guðstrú getur veitt aðdáunarverð- an styrk í erfiðasta mótlæti. Eftir dauða Sigurðar bjó Mar- grét ein, lengi við sæmilega heilsu. Þegar aldurinn færðist yfir, tók heilsan að bila, og sjúkrahúslegur, stuttar eða langar, urðu æ tíðari, lengst og síðast á Hvítabandinu. Á öllum þessum deildum fékk Mar- grét ákjósanlega meðferð og frá- bæra ummönnun, vinsamlega og kærleiksríka, sem hún kunni vel að meta, og sem nánustu aðstand- endur hennar þakka nú af einlæg- um hug. Margrét var örlát mjög, vinnu- söm og afar smekkvís, hún var glaðlynd að eðlisfari og entist kímnisgáfan frá æskuárunum henni langt fram eftir ævi. Sjálf var Margrét stórglæsileg kona, og mun samferðamönnum hennar seint úr minni líða sérstæður persónuleiki hennar. Ofarlega í hugum margra verða þakkir fyrir langa og ánægjulega samfylgd. Jón Sigurðsson. ÞÚ BÓNAR TIL REYNSLU ULTRA GLOSS er svo frábært bón, að þú verður að hafa reynt það til þess að trúa því. Kauptu þér brúsa og gerðu tilraun, smáa eða stóra. VIÐ ENDURGREIÐUM ónotaðar eftirstöðvar ef þú ert ekki fyllilega ánægður með árangurinn. • Auðvelt i notkun • Hreinsar • Margföld ending • Gefur glæsilega áferð • Stöðvar veðrun (oxyderingu) • Vernd gegn upplitun ULTRA LOSS Eina raunhæfa nýjungin í bílabóni Það sem gerir ULTRA GLOSS svo frábrugðið er, að það inniheldur engin þau efni, sem annars er að finna í hefðbundnum bóntegundum, svo sem harpeis, vax, plast eða polymer efni. Grunnefnið i ULTRA GLOSS eru glerkristallar, auk bindiefna og herða. Þegar bónað er með ULTRA GLOSS, þá myndast þunnt glerungslag á yfirborði lakksins, sem bæði styrkir það og kemur i veg fyrir að óhreinindi nái að bíta sig föst við lakkið. Vamarskelin er það góð, að sé bónið borið á ál eða silfur þá fellur ekki á málminn. Með öðrum orðum, veðrun (oxydering) á sér ekki stað. Framleiðendur benda auk þess á, að ULTRA GLOSS endist langt umfram hefðbundnar bónteg- undir. Þetta þarf engum að koma á óvart, því ef borin er saman ending á vax- eða plasthúð annars vegar og glerhúð hins vegar, þá er nokkuð augljóst hvaða efni endist lengst. En ULTRA GLOSS hefur fleiri kosti, þvi eins og kunnugt er þá dregur gler úr virkni útfjólublárra geisla, en þeir eru höfuðorsök þess að lakk á bilum upplitast. Erlendar umsagnir: ’ General Motors Engineenng Staff GM GM Dessert Proving Ground We have tested your product m vanous departments and divisions Your product seems to be supenor in every way œmpared to other product of simHar nature We are íhorooghly satisfied with your product. . SK5n Cl.estor R. \ I’urrhajing DeþartnAt Ford 1550S Roscoe Bouleward Sepulveda. Cal 91343 We believe ULTRA GLOSS is exceptionaHy line product and would enthusiasticallyTecommend itto any deatet S'9n GALPIN MOTORSy INC. S&r-* Bert Boeckmann Owner-President Einkaumboð á islandi Háberg hf. Skeifunm 5a. Utsölustaðir: Bensinafgreiðslur Oliufélagiðhf .E Állt trá hatti oní skó H E R RA D E I LD SUMARIÐ ER KOMIÐ Viö bjóðum ,,Thermo-Clear“ tvöfalt og þrefalt plastgler fyrir gróöurhús, garöstofur, verandir, sólskýli, sundlaugar, iönaöarhúsnæöi og margt fleira. Thermo-Clear er auðvelt í uppsetningu. Plötustærðir allt að 2,1 m x 6,0 m Plötuþykktir: 4,5 mm, 6 mm, 8 mm, 10 mm, 16 mm. Athugið að 16 mm platan er þreföld á við þrefalt gler. Við veitum tæknilega ráðgjöf, ef óskað er. — ---------------------------- %IÁ\ASTIL\(ill« W ¥ Höfum til afgreiðslu strax fánastengur úr áliilengdum 6-8-10-12-14-16 metra. ¥ Fánastengumar eru með öllum fylgihlutum, hún, nál, línu og jarðfestingu. ¥ Uppsetning er auðveld, leiðbeiningar fylgja með. jíl siGm Ólafur Kr. Sigurðsson HF Suðurlandsbraut 6, síml 83499

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.