Morgunblaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 48
OPIÐ ALLA DAGA — ÖLL KVÖLD Uzfp /'ártenbettj AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆTI, SlMI 11340 ffgUtldflfrUÞ OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 11.45 - 23.30 AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆTI. SÍMI 11633 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Greip óvænt í stýrið og olli bflveltu MINNSTU mátti muna að stórslys yrði skammt frá Munaðarnesi í Borgarfirði á laugardagskvöldið þegar bfll fór út af veginum. Tveir menn um fimmtugt voru í bflnum, ökumaðurinn og vegfarandi, sem hann hafði tekið upp í skömmu áð- ur. Þeir urðu fyrir samskonar axl- armeiðslum, liðir brotnuðu og lið- bönd slitnuðu, ökumaðurinn á hægri öxl, farþegi hans á báðum. Astæða útafkeyrslunnar var sú, að vegfarandinn kippti skyndilega í stýrið hjá ökumann- inum. Við það missti hann stjórn á bílnum, sem fór út af veginum og hafnaði á þakinu. Okumaðurinn, sem er Reykvík- ingur, komst sjálfur út úr bílnum en farþegi hans gat sig hvergi hreyft enda slasaður á báðum öxlum. Hann lét ekkert uppi um hvað honum hafði gengið til með tiltæki sínu. Þeir voru fluttir á sjúkrahús, ökumaðurinn á Borg- arspítalann og farþeginn á sjúkrahúsið á Akranesi. Þeir eru báðir á batavegi skv. upplýsing- um Morgunblaðsins. Kviknaði í há- stökksdýnum SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kallað út á Valbjarnarvöll í Laug- ardal um kl. 19. í gær þar sem kviknað hafði í hástökksdýnum. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins gekk auðveldlega að ráða niður- lögum eldsins, en smávægilegar skemmdir urðu einnig á hlaupa- braut vallarins þar sem svamp- dýnurnar voru staðsettar. Elds- upptök eru ókunn. Sprengjusérfræðingur breska flughersins komu til Keflavíkurflugvallar skömmu eftir miðnætti með Hercules-flugvél. Með þeim var hundur, sem hefur verið sérþjálfaður til leitar að sprengjum. Morgunbiaðift/Júiíus. „Það borð BREZK farþegaþota af gerðinni Boeing 747 lenti á Keflavíkur- flugvelli klukkan 13.47 í gær vegna hótunar um að sprengja væri um borð í vélinni. 233 farþeg- ar og 16 manna áhöfn yfirgáfu vél- ina í skyndi og stóð hún utan brautar fjarri helztu mannvirkjum er Morgunblaðið hafði síðast spurnir af laust eftir miðnætti. Þá hafði engin sprengja fundist, en leit var þá að hefjast í sjálfri þot- unni. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins fannst umslag á salerni í þotunni og var skrifað utan á það: „Berist til flug- stjóra." Er flugstjóri opnaði um- slagið kom bréfmiði í ljós og stóð á honum: „Það er sprengja um borð í þessari vél.“ Hvort um er sprengja um í þessari vélu einhverjar kröfur var að ræða í þessu bréfi fékk Mbl. ekki upp- lýst í gær. Flugstjórinn ákvað um leið og hann hafði móttekið þetta bréf að lenda á Keflavíkur- flugvelli, en þá var þotan 50 míl- ur suður af Keflavík. Leyfi var veitt til lendingar og var slökkvi- lið flugvallarins kallað til að- stoðar. Einnig voru sveitir úr Varnarliðinu á Keflavíkurflug- velli til taks. Þrátt fyrir að nokk- ur hræðsla gripi um sig meðal farþega gekk fólkinu vel að kom- ast út úr flugvélinni. Um 30 manns meiddust þó lítillega er þeir yfirgáfu hana. Tveir voru fluttir á Borgarsjúkrahúsið í Reykjavík, annar þeirra fékk að fara af sjúkrahúsinu fljótlega, en einn farþeganna var þar í nótt. Leitað var í handfarangri farþega er þeir fóru frá borði. Rannsókn hófst þegar er vélin var lent og beindist grunur fljótlega að a.m.k. tveimur far- þegum. Vélin var á leið frá Lond- on til Los Angeles og var áætlað- ur lendingartími klukkan 21.56 í Los Angeles. Ekki var byrjað að leita í vélinni fyrr en að þeim tíma liðnum. Laust fyrir mið- nætti lenti Hercules-vél frá brezka flughernum á Keflavík- urflugvelli og voru sérþjálfaðir leitarmenn, brezkir hermenn og starfsmenn brezka flugfélagsins British Airways um borð í þeirri vél. Einnig kom með Hercules- vélinni sérþjálfaður hundur til sprengjuleitar. Þegar er ósk barst um lend- ingarleyfi fyrir Boeing 747-vél- ina var sett í gang ákveðin neyð- aráætlun fyrir tilvik sem þessi. Pétur Guðmundsson, flugvallar- stjóri, fór með yfirstjórn, en honum til aðstoðar voru Þorgeir Þorsteinsson, lögreglustjóri, Sveinn Eiríksson, slökkviliðs- stjóri, Bogi Þorsteinsson, yfir- flugumferðarstjóri, og yfirmenn Varnarliðsins. Ekki var ljóst um miðnætti hvenær farþegarnir héldu för sinni áfram, en um klukkan 22 kom önnur Boeing 747-flugvél til Keflavíkurflugvallar og var bú- ist við að hún flytti farþegana á áfangastað. Farþegum var kom- ið fyrir á hótelum á Suðurnesj- um, í Reykjavík og á Þingvöllum. Sjá einnig á miðopnu. 100 hvítir íslenskir refir til Noregs í júlí ÞESSAR vikurnar eru refaskytt- kvæmdastjóra SlL, og vonast ur að safna saman yrðlingum af hann til að geta útvegað þá 100 hvíta íslenska heimskautarefa- yrðlinga sem norskur refabóndi kyninu, en Samband íslenskra hefur óskað eftir að fá. SÍL hefur loðdýraræktenda kaupir yrðl- þegar fengið senda 16 yrðlinga, ingana og selur til Noregs þar flesta hvíta, og vitaö er að tófu- sem þeir verða ræktaðir áfram. skyttur úti um allt iand eru með Gengur söfnunin vel að sögn Jóns yrðlinga í fórum sínum. Ragnars Björnssonar, fram- Eru 3-4 ár í nýtt síldarævintýri? „MENN eru almennt sammála um að eftir 3—4 ár geti verið von á stórum sfldargöngum frá Noregi á miðin hér við land. Síðasti árgangur, 1983, virðist vera mjög stór og þegar hann bætist í hrygningarstofninn þar við land eftir 3—4 ár gera menn sér vonir um að hann leiti á haf út og hingað eins og hann gerði fyrir hrunið mikla 1967 og ’68,“ sagði Jakob Jakobsson, fiskifræðingur, í samtali við blaðamann Mbl. í gær í framhaldi af fréttum frá Noregi um að ufsaveiðar á norðurslóð þar gangi treglega vegna þess hve mikil síld hafi gengið á ufsaslóðina. „Mér þykir ólíklegt að Norðmenn séu að veiða smáufsa, sem etur ljósátu eins og síldin," sagði Jakob Jakobsson. „Stærri ufsi etur hins vegar aðra fiska, til dæmis síld og loðnu. Ég vil því ekki dæma um réttmæti þessara skýringa. Það er hins vegar vel mögulegt, að norskir sjómenn fái talsvert af síld saman við ufsa í hringnót, eða það sem menn kalla aukaafla." Jakob sagði að þótt almennt væri talið að síldarstofninn færi mjög stækkandi nú og á næstu árum, þá hefði gengið hægt að byggja hann upp eftir hrun hans fyrir liðlega hálfum öðrum áratug. „Hrygn- ingarstofninn nú er talinn vera um 700 þúsund tonn,“ sagði hann, „og ætti að fara mjög ört stækkandi upp úr 1987. En það tekur væntan- lega nokkur ár til viðbótar að hann nái fullri stærð, sem er talin vera 5—10 milljónir tonna. Árgangur- inn frá í fyrra er eiginlega fyrsta raunhæfa vonin um að við getum átt von á að nú horfi til betri tíðar hvað þetta varðar." — Nú höfum við lausafregnir af því að fyrir Norðurlandi hafi sjó- menn orðið varir við talsverða síld, sem þeir telji vera úr norska stofn- inum. Hvað gæti verið þar á ferð- inni? „Ég var einmitt að biðja rann- sóknarmann okkar á Siglufirði að taka sýni úr bátum þar ef ske kynni að einhver síld væri saman við aflann," sagði Jakob. „Enn vit- um við ekkert um þetta og þurfum að fá sýni áður en hægt er að slá því föstu að þarna sé á ferðinni svokölluð Norðurlandssíld, eða vorgotssíld, fremur en Suðurlands- eða sumargotssíld. Það er allsendis óvíst að þetta sé úr norska stofnin- um enda er hann nú fyrst að ná sér á strik. Þetta væri þá alténd mjög ung síld. Yngsta norska síldin, sem hér hefur veiðst til þessa, var sterk þriggja ára ganga, sem kom upp að iandinu í ágúst 1962. Það verður því ekki fyrr en eftir tvö ár, þegar ’83-árgangurinn verður þriggja ára, sem við förum að huga að norskum síldargöngum í alvöru, nema nýjar rannsóknarniðurstöður gefi tilefni til þess fyrr,“ sagði Jak- ob Jakobsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.