Morgunblaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1984 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1984 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakið. Viðskiptin við Portúgal Athyglisverðar upplýsingar komu fram í ræðu Frið- riks Pálssonar, framkvæmda- stjóra Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda á aðalfundi samtakanna i síðustu viku um viðskipti okkar við Portúgal. Undanfarin ár hefur það valdið verulegum áhyggjum, að inn- flutningur frá Portúgal hefur verið margfalt minni en út- flutningur þangað. Þessi óhagstæði viðskiptajöfnuður milli landanna hefur valdið óánægju þar og valdi nokkurri óvissu í viðskiptum milli land- anna. Það eru þess vegna ánægju- leg tíðindi, sem Friðrik Pálsson skýrði frá, að allt stefnir í það, að jöfnuður náist nokkurn veg- inn í viðskiptum milli land- anna á þessu ári. Að vísu stafar það að hluta til af minni út- flutningi þangað en áður en á hinn bóginn hefur innflutning- ur þaðan aukizt verulega. Um þetta sagði fram- kvæmdastjóri SÍF: „Mikill fjöldi innflytjenda hefur brugðizt vel við óskum okkar og tilmælum opinberra aðila hérlendis að reyna að stuðla að innflutningi frá Portúgal og fullyrða má, að í fjöldamörgum tilfellum er það íslenzkum neytendum líka mjög í hag.“ Fréttir frá Portúgal þess efnis, að settur verði 12% inn- flutningstollur á innfluttan saltfisk frá íslandi til Portúgal vekja hins vegar ugg hér á Is- landi eins og vonlegt er og þá alveg sérstaklega, þegar haft er í huga, að þessi tollur á að- eins að vera 3% á innfluttan fisk frá ríkjum, sem veita Portúgölum fiskveiðiréttindi innan sinnar lögsögu. Það kem- ur auðvitað ekki til greina af okkar hálfu að veita slík fiskveiðiréttindi, enda erfitt að sjá hvar sú þróun mundi enda, ef við veittum fiskveiðiréttindi til þess að tryggja sölur á af- urðum okkar. Hvaða þjóð kæmi þá næst og tilkynnti inn- flutningstoll á íslenzkar sjáv- arafurðir, ef slík fríðindi yrðu ekki veitt? Jöfnuður í viðskiptum milli landanna á þessu ári sýnir, að við íslendingar höfum lagt áherzlu á að koma til móts við Portúgala um aukinn innflutn- ing frá þeim. Við hljótum að vænta þess, að þeir muni skilja aðstöðu okkar í þessum efnum. Norrænir athafnamenn Samstarf á milli Norður- landanna er orðið svo um- fangsmikið og margbreytilegt, að mörgum þykir nóg um. Og vafalaust má spyrja, hvort menn hafi erindi sem erfiði í tíðum ferðum á milli landanna til þess að sitja samkomur af ýmsu tagi. Þetta samstarf hefur fyrst og fremst verið á milli stjórn- málamanna, embættismanna og sveitarstjórnarmanna. Nú hefur það hins vegar gerzt, að stofnað hefur verið til sam- starfs á milli fulltrúa atvinnu- lífsins á Norðurlöndunum. Þar eru engir aukvisar á ferð held- ur stjórnendur nokkurra stór- fyrirtækja á Norðurlöndum, með Per Gyllenhammar, for- stjóra Volvo-verksmiðjanna í fararbroddi. íslenzki fulltrúinn í þessari nefnd er Erlendur Einarsson, forstjóri SÍS. Verkefni nefndar þessarar, sem starfar algerlega sjálf- stætt, verður að kanna mögu- leika á samstarfi á milli Norð- urlandanna í efnahags- og at- vinnumálum. Það verður fróð- legt að fylgjast með því, hvort þessum athafnamönnum tekst að skila meiri árangri með sínu starfi, en stjórnmálamönnum og embættismannakerfi. Sannleikurinn er auðvitað sá, að norræn samvinna í at- vinnulífinu hlýtur að vera freistandi kostur fyrir okkur íslendinga. Nú þegar erum við í samvinnu við norskt stórfyrir- tæki um járnblendiverksmiðj- una í Hvalfirði og annað norskt stórfyrirtæki er aðili að upp- byggingu í fiskirækt hér. Fyrirtækjasamsteypur á Norð- urlöndum sérstaklega í Sví- þjóð, Noregi og að nokkru leyti í Finnlandi, eru orðnar svo öfl- ugar, að þar gæti hugsanlegur samstarfsaðili verið á ferð um stóriðju hér. Þess vegna hljóta menn að bíða með nokkurri eft- irvæntingu eftir þeim árangri sem verða kann af störfum hinna norrænu iðnjöfra. Boeing 747-farþegaþotan var yfirgenn í fljótheitum og sést hér á myndinni hvar rennibrautirnar, sem fólkið renndi sér niður á, eru enn utan á flugvélinni. Mbl. Kristján Einarason. Slösuðust á leið niður bratta neyðargangana Nokkur ótti greip um sig meðal farþeganna þegar þeir yflrgáfu Boeing 747-farþegaþotuna á Keflavíkurflugvelli í gær og slösuðust nokkrir hinna 233 farþega er þeir yflrgáfu flugvélina. Farið var með þá á sjúkrahús á Keflavíkurflugvelli en tveir voru síðan fluttir á Borgarsjúkrahúsið í Reykjavík. Meiðsli reyndust ekki mjög alvarleg þrátt fyrir að rennibraut- irnar sem fólkið þurfti að fara niður séu allbrattar. Um klukkan 22.00 í gærkvöldi kom farþegaþota á vegum British Airways til Keflavíkurflugvallar og með henni ýmsir starfsmenn flugfélagsins, en síðan átti hún að fljúga vestur um haf með farþegana. Yflrumsjón með framgangi mála á Keflavíkurfhigvelli var í höndum þeirra Péturs Guðmundssonar (lengst til hægri) flugvallarstjóra, Sveins Eiríkssonar, slökkviiiðs- stjóra á Keflavíkurflugvelli, og Þorgeirs Þorsteinssonar, (lengst til hægri) lögreglu- stjóra á Keflavíkurflugvelli. Hér sést hvar þeir eru að störfum í stjórnstöð. Starfsmenn British Airways ganga niður landganginn á Boeing 747-farþegaþot- unni sem send var hingað til lands til að sækja farþegana, sem voru á leið vestur um haf. l.jÓMmynd Mbl. Július. Eins og sjá má á þessari mynd er þak fiskimjölsverksmiðjunar á Suðureyri mjög mikið skemmt, eftir brunann þar í fyrrinótt. Bruninn f fiskimjölsverksmiöjunni á Suðureyri: Ekki vitað hve tjónið er mikið eða víðtækt Bolungarvík, 13. júnf. í DAG hefur verið unnið að rannsókn á brunanum sem varð í flskimjölsverk- smiðjunni á Suðureyri við Súganda- fjörð í gærkvöldi. Rannsóknarlögregl- an á ísaflrði hefur verið við rannsóknir á brunastaðnum í dag, og einnig hafa verið þarna fulltrúar frá rafmagnseft- irliti ríkisins og Samvinnutryggingum og Brunabótafélaginu. Það þykir nokkuð ljóst að auk skemmda á mjölbirgðum er þak verksmiðjuhússins mjög mikið skemmt, sömuleiðis raflangir og rafmótorar, og aðrir viðkvæmir hlut- ir. Þó er engan veginn fullvíst hversu mikið eða víðtækt tjónið er. En telja Brith Bifröst Borgarfirði, 13. júní. Frá Agnesi Braga- dóttur, blaðamanni Mbl. MIKLAR umræður urðu á aðalfundi Sambandsins um skipulagsbreytingar SÍS, og einkum þó tillögur sambands- stjórnar um breytingar á samþykktum eða lögum Sambands íslenskra sam- vinnufélaga. Hörð gagnrýni kom fram á þær tillögur, m.a. frá Magnúsi Finn- bogasyni, Lágafelli, Þresti Ólafssyni og Guðmundi Gíslasyni, en hinn síð- asttaldi nefndi hugmyndirnar um breytta stjórn fyrirtækisins „þríeyki forstjórans, aðstoðarforstjórans og formannsins" og lét i Ijós efasemdir um ágæti slfks stjórnarfyrirkomulags. Þegar þessar tillögur voru ræddar á fundinum var borin fram tillaga af Þresti Ólafssyni, Magnúsi Finn- bogasyni og Sigurði Jóhannssyni um að afgreiðslu þessara breytingartil- lagna yrði frestað, og kjörin yrði fimm manna nefnd til að starfa að málinu ásamt sambandsstjórn. Niðurstöður yrðu kynntar á aðal- fundi árið 1985, en síðar i umræð- unni var þessi tillaga dregin til baka þar sem Valur Arnþórsson, stjórn- arformaður, bar fram málamiðlun- artillögu þess efnis að kjörin yrði nefnd sem starfaði á fundinum og kynnti aðalfundi álit sitt. Valur lagði á það talsverða áherslu í máli sínu, að tillögur þessar, sem hann sagði vera í beinu framhaldi af skipulagsbreytingum þeim sem þeg- ar hefðu átt sér stað innan Sam- Líklegt er að þær mjölbirgðir sem voru í fiskimjölsverksmiðjunni séu að verulegu leyti skemmdar ef ekki ónýtar eftir brunann. Ljósm. Mbl. Friðþjófur. bandsins, yrðu afgreiddar á þessum fundi. Hann lýsti því ennfremur yfir er gagnrýni kom fram á þá breyt- ingartillögu sambandsstjórnar að formaður hennar yrði í fullu starfi, að hann hygðist ekki gefa kost á sér í slíkt starf heldur láta af störfum í síðasta lagi 1986, þ.e. um leið og Er- lendur Einarsson, forstjóri Sam- bandsins, lætur af starfi sínu. Valur kynnti á fundinum í gær breytingar þær á skipulagi Sam- bandsins sem þegar hafa verið gerð- ar, og í framhaldi þess kynnti hann tillögur þær sem nú liggja fyrir að- alfundi um breytingar á samþykkt- um Sambandsins. Tillögur sam- bandsstjórnarinnar gera m.a. ráð fyrir því að formaður sambands- stjórnar starfi að málefnum Sam- bandsins, einkum á félagssviði, í fullu starfi samkvæmt erindisbréfi, sem sambandsstjórn setur honum. Jafnframt gera tillögur ráð fyrir því að stjórnin ráði forstjóra Sam- bandsins, eins og hún reyndar gerir nú, en forstjórinn ráði síðan aðstoð- arforstjóra og framkvæmdastjóra einstakra deilda, en samkvæmt nú- verandi fyrirkomulagi tekur stjórn- in slíkar ákvarðanir. Valur sagði þessar tillögur fram komnar til að auka virkni í ákvarð- anatöku, en í umræðum um þetta mál kom fram gagnrýni á slíkt fyrirkomulag, og lýstu fundarmenn yfir þeirri skoðun sinni að þvert á móti mundi það draga úr lýðræði og áhrifum einstakra félaga. Valur sagði að ljóst væri að ekki væri ein- ing um þetta mál innan Sambands- ins, og því legði hann áherslu á að yrði af þessum breytingum yrði að vera sterk eining um þær. Lagði hann til að nefnd yrði kjörin sem í sætu tveir almennir fundarmenn og tveir stjórnarmenn ásamt for- manni. Valur gerði að tillögu sinni að auk hans sjálfs yrðu Þröstur Ólafsson, Magnús Reynir Guð- mundsson, Aðalbjörn Benediktsson og Heimir Kristjánsson kjörnir í nefndina, og var það samþykkt sam- hljóða á fundinum. \ :>• . SMrn 69,3 milljóna króna hagnað- ur Sambandsins á síðasta ári — Sjávarafurðadeild jók veltu sína um 134% skýrslu stjórnarinnar, og að henni lok- inni flutti Erlendur Einarsson forstjóri Sambandsins skýrslu forstjóra. í árslok 1982 voru Sambandsfé- lögin 42 talsins, en nú eru þau 43 þar sem á aðalfundi Sambandsins í gær bættist Kaupfélag Ólafsvíkur í hóp- inn. Kristján Karlsson er formaður stjórnar kaupfélagsins, og sótti hann fundinn sem fulltrúi þess. Heildarvelta Sambandsins á ár- inu 1983 nam 7,1 milljarði króna, og var þar um 95,3% aukningu að ræða frá fyrra ári, en þá var hún um 3,1 milljarður. Þyngst í veltuaukningu vega aukin umsvif Sjávarafurða- deildarinnar, en velta hennar jókst á árinu um 134%. Velta deildarinn- ar árið 1982 voru rúmir 1,2 milljarð- ar, en 1983 rúmir 2,8 milljarðar. í skýrslu Sambandsins segir að fjármagnskostnaður á liðnu ári hafi lækkað vegna lækkunar verðbólgu úr 10,3% í 7,7%, og laun hafi farið úr 18% í 16%. Útflutningur Sambandsins á síð- asta ári var samtals 3,4 milljarðar, en árið 1982 var hann 1,5 milljarðar. Þannig jókst útflutningurinn um 123%. Útflutningur SÍS var 16,6% af heildarútflutningi landsmanna 1983, en hafði árið áður verið 16,7%. Launakostnaður á liðnu ári var 477,7 milljónir króna en árið 1982 var hann 304,4 milljarðir króna, svo kostnaðurinn jókst um 57% milli ára. Heildarfjárfestingar Sambands- ins á síðasta ári námu 175 milljón- um króna. Fjárfest var í fasteignum við Holtabakka og Holtagarða. Jafnframt var framkvæmdum við Lindargötu (Edduhúsið) lokið á liðnu ári. Bifröst í Borcarfirði 13. júní. Frá Agnesi Bragadóltur hlaöamanni Mbl. Á 82. aðalfundi Sambands íslenzkra samvinnufélaga, sem settur var á Bif- röst í Borgarflrði kl. 9 í gærmorgun kom fram að hagnaður af rekstri Sam- bandsins á sl. ári var 69,3 milljónir króna. Aðalfund Sambandsins sitja 117 fulltrúar kaupfélaganna af 121, sem seturétt hafa. Auk þeirra sitja um 60 áheyrnarfulltrúar, sem ýmist eru starfsmenn Sambandsins eða fulltrúar fyrirtækja þess. Valur Arnþórsson formaður Sambandsstjórnar flutti má líklegt að þær mjölbirgðir, sem í húsinu voru séu að verulegu leyti skemmdar ef ekki ónýtar. Meirihluti mjölsins var geymdur í eins og hálf tonna sekkjum, en einnig var þarna geymt mjöl í 50 kg pokum. Eins og áður sagði er verið að vinna að rann- sókn þessa máls ásamt mati á því eignatjoni sem þar hefur orðið. I íbúðarhúsinu, Eyrargötu 4, sem er beint á móti mjölverksmiðjunni býr Guðbjörn Kristimannsson ásamt fjölskyldu sinni. Það var sonur Guð- björns, Þorsteinn, sem fyrstur varð eldsins var. I samtali við blm. Mbl. sagði Þorsteinn, að hann hefði tekið eftir reyk upp úr verksmiðjunni sem sér hefði ekkert fundist neitt óeðli- legt, þar sem oft og tíðum legði upp reyk þaðan. Nokkru seinna tók hann eftir að þarna var eitthvað óvenju- legt á ferðinni, hann fór því að verk- smiðjuhúsinu til að athuga það nán- ar. Þorsteinn sagðist hafa opnað rennihurð, sem er neðan til á bygg- ingunni, og hefði þá verið í húsinu mjög mikill reykur. Hann kvaðst þó ekki hafa greint neinn eld í reykhaf- inu, enda reykjarmökkurinn mjög þykkur. Eftir að hafa orðið þessa áskynja fór Þorsteinn og kveikti á brunaboða slökkviliðsins, sem stað- settur er þarna skammt frá. Gunnar. Hörð gagnrýni á tillögur stjórnar um breytingar á samþykktum SÍS Fundur Útvegsmannafélags Norðurlands: Þjónar litlum tilgangi að sigla skipum í land Akureyri, 13. júní. FUNDUR Útvegsmannafélags Norður- lands var haldinn í Sjallanum á Akur- eyri í dag, og voru þar til umræðu viðbrögð útgerðarmanna á þessu svæði við þeim alvarlegu horfum, sem nú eru uppi í málefnum útgerðarinnar. í máli fundarmanna kom fram að litl- um tilgangi mundi þjóna að sigla skip- um til hafnar líkt af Austflrðingar hefðu ákveðið, en jafnframt að skammt kynni að verða í að öll útgerð ( landinu lamaðist af sjálfu sér. Ekki þyrfti annað til að koma en viðskipta- fyrirtæki útgerðanna stöðvuðu úttekt- ir, þá væri sjálfhætt. Þá kom og fram hjá mönnum lítil trú á að stjórnvöld myndu á næstunni grípa til ráðstafana sem dygðu og allir virtust sammála um að skuldbreytingar þær sem um væri rætt leystu ekki vanda útgerðarinnar, heldur væri þar aðeins um að ræða frestun vandans. Takast yrði á við meinið sjálft, sem væri það að rekstr- argrundvöllur væri ekki fyrir hendi. Eftirfarandi tillaga var samþykkt samhljóða á fundinum: „Fundur í Útvegsmannafélagi Norðurlands haldinn á Akureyri 13. júní 1984 ályktar. Taprekstur útgerðar und- anfarinna ára hefur skapað greiðsluvanda í sjávarútvegi sem ætíð hefur verið velt á undan sér. Eigið fé fyrirtækjá hefur rýrnað við þessi skilyrði og með vaxandi hraða á síðustu mánuðum. Því er nú svo komið að fyrirtækin eru ekki hæf til frekari lántöku. Mikill hluti útgerð- ar mun því stöðvast af sjálfu sér á næstu vikum, hvort sem samtök verða um það eða ekki. Útflutningstekjur af sjávarútvegi eru 70—80% af heildarútflutnings- tekjum, og er grunnur þjóðartekna okkar í samræmi við það. Taprekst- ur útgerðar undangenginna ára endurspeglar stjórnvaldsaðgerðir í efnahagsmálum á hverjum tíma. Þó efnahagsaðgerðir á liðnu ári hafi almennt bætt stöðu atvinnu- rekstrar hefur sjávarútvegur ekki notið góðs af því. Aftur á móti hafa verzlunar- og þjónustufyrirtæki nýtt sér aukið svigrúm sem þeim fyrirtækjum hefur verið skapað. Það er því krafa fundarins að þessi skilyrði verði jöfnuð og má í því sambandi benda á að hækkun á inn- kaupsverði olíu verði mætt með því að ganga á eigið fé olíufélaganna í" stað þess að hleypa hækkuninni út í verðlagið. Sama mætti raunar segja um aðrar þjónustugreinar við sjáv- arútveg. Fundurinn bendir á að nú- verandi rekstrarskilyrði sjávarút- vegs leiða til fólksflótta frá grein- inni vegna óvissu og rýrnandi lífs- kjara umfram aðrar atvinnugrein- ar.“ Þá voru eftirtaldir fjórir menn kjörnir í nefnd til viðræðna við stjórnvöld um ástand í útgerðar- málum á Norðurlandi: Sverrir Leós- son, Akureyri, Ingvar Hólmgeirs- son, Húsavík, Valdimar Bragason, Dalvík og Bjarki Tryggvason, Sauð- árkróki. G. Berg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.