Morgunblaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1984 27 Ályktun Útvegsmannafélags Vestfjarða: Rekstrarstöðvun óhjákvæmileg verði ekki skjótt við brugðist Á FUNDI Útvegsmannafélags Vestfjarða, sem haldinn var á ísafirði í gær var eftirfarandi ályktun samþykkt einróma: Fundur í Útvegsmannafélagi til, hefur sjávarútvegurinn mátt Vestfjarða haldinn á ísafirði 12. júni 1984 vekur athygli á alvar- legri fjárhagsstöðu íslenzks sjáv- arútvegs. Ljóst er að með sama áframhaldi munu mörg fyrirtæki í þessari atvinnugrein leggja upp laupana, fjöldi fólks verða fyrir eignatjóni, atvinnuleysi hefja víða innreið sína og fólksflótti bresta á af landsbyggðinni. Þrátt fyrir hagfellt árferði til sjávarins mörg undangengin ár hafa sjávarútvegsfyrirtæki hrannað upp skuldum og fjölmörg þeirra ekki getað staðið í skilum. Eðlileg endurnýjun atvinnutækj- anna hefur í reynd verið ókleif og mjög hefur gengið á eigið fé fyrir- tækja í sjávarútvegi. Á sama tíma hafa þjónustufyrirtæki er starfa í tengslum við þau sýnt umtalsverð- an tekjuafgang. Stjórnvöld játa í orði mikilvægi sjávarútvegsins, en þessa gætir alls ekki í reynd. Við skiptingu þjóðarkökunnar, sem þessi atvinnugrein hefur lagt drjúgum sæta því að verða settur til hliðar á meðan að aðrir hafa fengið sitt. Mikilvægir viðskiptaaðilar sjáv- arútvegsins borga starfsmönnum sínum allt að fjórðungi umfram kauptaxta, og senda fiskiðnaðar- og fiskveiðifyrirtækjunum síðan reikninginn. Vandamálum heillar iðngreinar skipasmíðaiðnaðarins er velt yfir á herðar útgerðar án þess að neitt komi á móti. Full- trúar ríkisvaldsins eru í stöðugum samningaumleitunum við erlenda aðila um verðlagningu á raforku, en fiskiðnaðurinn, sem er einn stærsti orkukaupandi landsins, er látinn greiða það verð fyrir orkuna, sem stjórnvöld ákveða hverju sinni. Þar gildir enginn samningsréttur. Loks er ljóst að undanfarin ár hafa milljarðaverðmæti verið flutt frá útflutningi til innflutn- ings, eins og best sést af þeim al- varlega viðskiptahalla, sem Is- lendingar hafa búið við. Á þennan hátt hefur orðið til mikil fjár- munatilfærsla frá sjávarútvegi til annarra greina með ófyrirséðum afleiðingum fyrir atvinnugreinina og hinar dreifðu byggðir landsins. í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar segir m.a.: „Ráðstaf- anir verði gerðar án tafar til þess að mæta rekstrarvanda sjávarút- vegsins." Þessar ráðstafanir hafa ekki verið gerðar. Útvegsmannafélag Vestfjarða ályktar því að verði ekki skjótt brugðist við með full- nægjandi aðgerðum muni rekstr- arstöðvun verða óhjákvæmileg. Jafnframt skorar félagið á stjórn LÍÚ að boða tafarlaust til al- menns félagsfundar, þar sem al- varleg staða útgerðarinnar verði rædd og afstaða tekin til frekari aðgerða. Atvinnuleysi í maí: Batnaði lítið frá fyrra mánuði ATVINNULEYSI í maímánuði minnkaði lítið frá mánuðinum á und- an, aprflmánuði. Atvinnuleysisdagar voru skráðir tæplega 24.000, sem jafngildir því að 1.100 manns hafi að meðaltali gengi atvinnulausir í mán- Amnesty International: Nýr formaður íslandsdeildar SÉRA Bernharður Guðmundsson, sem verið hefur formaður ís- landsdeildar Amnesty Internation- al sl. starfsár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs á síðasta aðalfundi félagsins sem haldinn var 30. aprfl sl. Hjördís Hákonardóttir, borg- ardómari, var kjörin í hans stað. Aðrir í stjórn félagsins eru Bergljót Guðmundsdóttir, læknaritari, Sigríður Ingvars- dóttir, lögfræðingur, Ævar Kjartansson, dagskrárfulltrúi, og Haraldur Ólafsson, lektor. Varamenn eru séra Bernharður Guðmundsson og Jóhanna Jó- hannesdóttir tæknifræðingur. Af starfi íslandsdeildarinnar í vetur má t.d. nefna „Herferð gegn pyntingum" sem mun standa yfir allt árið. Margir nýir félagar hafa bæst í hópinn á starfsárinu og ýmislegt er á döf- inni, segir m.a. í frétt frá deild- inni. I haust eru liðin 10 ár frá stofnun Islandsdeildarinnar og af því tilefni hefur verið ráðist í þýðingu og útgáfu á „Handbók" Amnesty International og von- ast er til að bókin komi út fyrir árslok. Hjördís Hákonardóttir uðinum, en það er 0,9% af mannafla á vinnumarkaði. Samsvarandi tölur fyrir aprflmánuð voru 25 þúsund at- vinnuleysisdagar eða 1200 manns at- vinnulausir. Skólafólks er lítið farið að gæta í þessum tölum fyrir maímánuð. I því sambandi má benda á að í Reykjavík er meðaltal atvinnu- lausra í mánuðinum 300, en siðasta dag mánaðarins komu til atvinnu- leysisskráningar 774 og voru 432 skólanemendur í þeim hópi. Atvinnuleysið í maímánuði skiptist þannig eftir landshlutum, atvinnuleysisdagar og tala atvinnulausra að meðaltali. Sam- svarandi tölur fyrir 1983 innan sviga: Höfuðborgarsvæðið 9.231 (7.543), 426 (348), Vesturland 1.695 (1.110), 78 (51), Vestfirðir 339 (170), 16(8), Norðurland vestra 2.093 (2.859), 97 (132), Norðurland eystra 5.580 (3.377), 257 (155), Austurland 1.425 (1.133), 66 (53), Suðurland 2.481 (1.139), 114 (53), Reykjanes 794 (944), 37 (44). Eins og sjá má er atvinnuleysi meira í ár í öllum landshlutum, nema í Norðurlandi vestra og á Reykjanesi, þar sem atvinnuleysið er minna nú en það var í fyrra. Atvinnuleysisdagar voru árið 1983 samtals 18.275, árið 1982, 7.454, og 1981, 5.690. Vinir Doxa í myndinni „Ægisgatan“ sem tekin hefur verið til sýninga f Nýja bíói. „Ægisgata“ NÝJA BÍÓ hefur tekið til sýninga myndina „Ægisgata“ (Cannery Row). Hún er gerö eftir skáldsögum John Steinbecks „Cannery Row“ frá 1945 sem út kom í islen.sk ri þýðingu Karls ísfelds 1947 og „Sweet Thursday“ frá 1954. Leikstjóri og höfundur handrits er David S. Ward og framleiðandi Michael Phillips, sem m.a. hefur gert „Close Encount- ers of the Third Kind". Aðalhlutverk leika Nick Nolte og Debra Winger. Myndin gerist í Monterey í Kali- forníu og fjallar um haffræðing- inn Doxa og unga stúlku, Suzy, sem hvergi hefur skotið rótum og flækst víða. Hún ræður sig í vinnu á eitt öldurhús borgarinnar þar sem rekin er fjölbreytt starfsemi, miður siðvönd. Sögumaður er John Huston. „Hiti og ryk“ REGNBOGINN hefur tekið til sýn- inga bresku myndina „Hiti og ryk“ (Heat and Dust), sem byggð er á samnefndri sögu Ruth Prawer Jhabvala. Leikstjóri er James Ivory. Með aðalhlutverk fara Julie Christie, Greta Sacchi og dáðasti leikari Indverja, Shashi Kapoor. Myndin fjallar um unga stúlku sem fer til Indlands að kanna af- drif annarrar breskrar konu sem sextíu árum áður hafði yfirgefið eiginmann sinn þar í landi. Sögur kvennanna eru fléttaðar saman í kvikmyndinni. Margt hefur breyst á þessum sextíu árum þó enn sé þar að finna menningu sem er gjörólík hinni vestrænu. ('atharine Deneuve í hópi illvirkja. „Tvöföld áhætta“ STJÖRNUBÍÓ hefur nú tekið til sýninga frönsku sakamálamyndina „Tvöföld áhætta" (A Nous Deux). Leikstjórar eru Daniel Deschamps og Junstine Heroux og með aðalhlut- verk fara Jacques Duaronc og Cath- arine Deneuve. Myndin fjallar um samband Francoise, sem er eftirlýst af lög- reglunni fyrir fjárkúgun og Sim- on, sem er margfaldur þjófur og hefur setið meira en þriðjung ævi sinnar í fangelsi. Þau eru á flótta undan lögunum, þegar leiðir þeirra liggja saman og komast síð- an með ýmsum ráðum til Amer- íku. „KOSTARHANN EKKIMEIRAr ® CHRYSLER cnfi\s t vökva e sk'Piöar oð Prmáttaf „flDeTT1 „ r,n •S?.* *»¥**"' oh,86^0° Ver»Kr .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.