Morgunblaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1984 t Ástkær eiginkona mín og móðir, AÐALHEIÐUR SIGURRÓS FRIÐRIKSDÓTTIR, Broiöageröi 10, Raykjavík, lést aö morgni miövikudags 13. júnf í Borgarspítalanum. Kristján Arngrímsson og börn. t t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, BERGUR PÁLSSON, Lönguhlfö 25, Raykjavík, lést sunnudaginn 3. júní. Útför hefur þegar fariö fram, í kyrrþey, aö ósk hins látna. Valgerður Briem, Páll Bergsson, Lilja Magnúsdóttir, Valgeröur Bergsdóttir, Asmundur Backman, Þorsteinn Bergsson, Ingibjörg Ásta Pétursdóttir og barnabörn. t i Móöir okkar og tengdamóöir, SOFFÍA JAKOBSDÓTTIR frá Patreksfirói, er lést 6. júní veröur jarösungin frá Garöakirkju föstudaginn 15. 5 júní kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir. Lilja Helgadóttir, Ásdís Helgadóttir, Gústaf Ófeigsson, Jakob Helgason, Brynhildur Garöarsdóttir. t Útför móöur okkar, SIGRÚNAR JÓNSDÓTTUR frá Tungufelli, er andaöist 7. júní sl. fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 16. júní kl. 13.00. Jarösett veröur aö Tungufelli. Hlööver Magnússon, Sverrir Magnússon. t Eiginmaöur minn, ÞORVALDUR Ó. THORODDSEN, hreppsstjóri, Aóalstrssti 67, Patreksfirói, sem lést 7. þ.m. veröur jarösunginn frá Patreksfjaröarkirkju laugardaginn 16. júnf kl. 2 síödegis. Elín Thoroddsen. t Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu mér og fjölskyldu minni samúö og hlýhug viö fráfall eiginkonu minnar, GUONÝJAR GUDMUNDSDÓTTUR, Gnoöarvogi 16. Ásgrlmur Kristinsson. t Þökkum þeim sem hafa sýnt okkur samúö og vinarhug viö fráfall eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, ÓSKARS GUÐFINNSSONAR, Otrateigi 4. Hallveig Ólafsdóttir, Vilhjálmur Óskarsson, Elinborg Proppé, Jónina Óskarsdóttir, Gísli Fannberg, Ólafur Óskarsson, Rannveig Óakarsdóttir, Gerth Larsen og barnabörn. Lokaö Verslunin veröur lokuö fimmtudaginn 14. júní vegna útfarar AÐALSTEINS HALLSSONAR. Valur Fannar gullsmiöur viö Lækjartorg. Bergur Pálsson Minningarorð Fæddur 6. desember 1914. Dáinn 3. júní 1984. Sunnudaginn 3. þ.m. lést hér í bæ Bergur Pálsson, fyrrv. deildar- stjóri, Lönguhlfð 25, á 70. aldurs- ári. Hann lést á sjúkrahúsi eftir stutta legu, en hafði búið við erf- iða heilsu með köflum síðustu ár- in. Bergur Guðmundur, sem hann hét fullu nafni, fæddist í Stykk- ishólmi 6. desember 1914, sonur Páls sýslumanns Bjarnasonar, og konu hans, Margrétar Árnadóttur, sem lifir son sinn á 100. aldursári. Bergur var elstur barna sýslu- mannshjónanna, þeirra sem upp komust. Bergur varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1935 og nam lögfræði í nokkur ár, en hvarf frá námi. Hann átti mjög svo ættir að rekja til lagamanna í báðar ættir föður síns og langt fram í ættir og hafði góðar gáfur til þeirra mennta. En um árabil heilluðu hann enn meir aðrar menntir og munu fáir ef nokkrir hafa fylgst betur með og notið þess listalífs sem lifað var í Unu- húsi og er þar mikil saga órituð, sem hann hefði gjarnan mátt rita. Árið 1946 gerðist Bergur starfs- maður í ríkisbókhaldinu og starf- aði þar um rúmlega 20 ára skeið, en síðan um áratugs skeið í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Þann áratug átti sá er þetta ritar sam- starf við hann, en miklu lengur samleið, í Menntaskóla, lagadeild og í nágrenni í Stjórnarráði. Kynni við Berg urðu, sem vænta má, nánust síðasta áratuginn. í 'dóms- og kirkjumálaráðuneytinu starfaði hann aðallega að málefn- um presta og vann þau störf af mikilli alúð, enda varð hann bæði vinasæll og vel metinn af presta- stétt vegna þeirra starfa. Bergi léku í höndum flest tölfræðileg störf, sem höfðu verið aðalþáttur í starfi hans í ríkisbókhaldi, en fylgdi einnig í mörgu starfi hans að málefnum prestssetra og presta, en þar komu einnig til í auknum mæli mannleg samskipti, sem hann sinnti af nærfærni. Það var ávinningur af kynnum við Berg. Hann var efalaust stórlátur nokkuð að eðlisfari, og hefur sótt það til beggja ætta, en því fylgdi hjá honum mildi og hlýtt viðmót sem gaf innsýn í mjög viðkvæma lund, sem laðaði til vinskapar. Ung giftust þau Bergur og eftir- lifandi kona hans, Valgerður Þorsteinsdóttir Briem, sem hefur staðið við hlið hans nú á fimmta áratug oft við erfiðar heilsufars- ástæður, en staðið þar með reisn. Þau hafa átt barnaláni að fagna. Börnin eru þrjú: Páll Ólafur, kvæntur Lilju Magnúsdóttur, Val- gerður, gift Arnmundi Backman, og Þorsteinn, sem búið hefur hjá foreldrum. Barnabörnin eru orðin mörg. Hafa þau og verið þeim gleðigjafi. Þær mæðgur og nöfnur hafa átt óvenjulega sterka samleið sem listakonur, og veit ég að mín- um stórláta vihi, sem svo marga listamenn hefur þekkt, hefur það veitt ómælda gleði. Hinir mörgu vinir Bergs Páls- sonar minnast hans með hlýju og söknuði, en útför hans hefur verið gerð svo sem hann vildi í kyrrþey. Fjölskyldu hans er vottuð samúð. Baldur Möller Á sunnudaginn annan er var, eða 3. júní, lést í sjúkrahúsi í Reykjavík, eftir þung veikindi, en þó skamma legu, Bergur Pálsson, fv. deildarstjóri í fjármálaráðu- neytinu. Hann hafði verið undir læknis- hendi um nokkurt skeið, en að til þessara málaloka drægi, þegar allt annað var að vakna, átti víst enginn von á. Og allra síst menn sem drukku með honum kaffi, því á þeim stað sögðu menn sjaldan af innanmeinum sínum, héldu þeim mun fastar þeim þræði, er þar fyrir ofan liggur. Umræðuefnin voru saga, skáldskapur og stjórn- mál, ásamt því er efst var á baugi á líðandi stund. Bergur Pálsson var fæddur í Stykkishólmi, sonur Páls V. Bjarnasonar, sýslumanns þar (1873 — 1930) og konu hans, Mar- grétar Árnadóttur frá Höfnum, en hún er enn á lífi, er þetta er ritað, fædd 12. ágúst 1894 og verður því hundrað ára í sumar ef Guð lofar. Páll sýslumaður (Friðrik Vída- lín) var sonur Bjarna E. Magnús- sonar, sýslumanns að Geitaskarði og konu hans, Hildar Sólveigar Bjarnadóttur, amtmanns og skálds, Thorarensen. Bergur ólst upp með foreldrum sínum í Stykkishólmi, og þótt hann færi suður í skóla og kæmi aldrei aftur, var hann samt Breiðfirðingur áfram, eða Hólm- ari, í þeim víðtæka og rétta skiln- ingi, að sá staður gjörði hann ung- an, þegar hann barst í tal. Hvort heldur var ljósið í Gilsfirði, þegar blakkt var yfir Barðaströndinni, eða aðrir smámunir, er svo mikla þýðingu höfðu fyrir útræðið. Bergur var alinn upp við ís- lenska siði og þann alþjóðlega, eða norðurevrópska anda, sem yfir Hólminum er og var, en frá slíkum stað fara menn víst eiginlega aldrei, þótt lögheimilið sé skráð í öðrum sóknum. Ég kynntist Bergi Pálssyni því miður seint. Samt var hann frægðarmaður nokkur, eða maður sem flestir þekktu á götu, a.m.k. áður en borgin sökk í það mann- haf sem hún marar í nú. Og það sem leiddi okkur víst saman fyrst, þrátt fyrir nokkurn aldursmun, voru ýms þýðingarmikil mál, sem ekki eru þó geymd í ríkisfjárhirsl- unni, eða i öðrum mikilvægum stöðum og klaustrum valdsins. Líklega hefur það þó verið sag- an og bókin. Skáldskapur og ann- að brim. Einkamál voru held ég aldrei á dagskrá, því í voru sam- félagi var hlutum haldið aðgreind- um. Ekki heldur starf manna í embættum, nema fyrir kom að til hans var leitað í stjórnarráðið, ef skattstjórinn taldi að hann hefði fengið listamannalaun, eða aðrir innheimtumenn ríkissjóðs, er viss- ar skyldur höfðu. Þá var Bergur fenginn til að finna valdsmann með rétt hjartalag, þannig að allir héldu sínu. En frá þessu er greint til eftirbreytni. Ekki veit ég hvort Bergur Páls- son hafði sjóbúið skip heiðríkj- unnar sérstaklega fyrir þá ferð, sem nú er hafin, því við ræddum eilífðarmál ekki mikið. Þó fann ég inn á það í fyrra, að hann taldi að nú væri orðið áliðið. Þá hafði skáld, sem var á förum kvatt hann og getið þess, sérstak- lega, að þetta yrði þeirra seinasti fundur. Þetta styttist, sagði Bergur mér þá og sýndi mér bekk í trjálundi á Miklatúni, þar sem haustið var að raða rauðu laufi fyrir veturinn. Hann sat á þessum bekk, sagði hann, og við virtum fyrir okkur auðan bekkinn og deyjandi dag- inn. — Ertu viss, spurði ég og hann svaraði. Mikil skáld eru alltaf að deyja. Og nú var komið kvöld og tveggja bakka veður. Meira var ekki sagt þann dag- inn. Að lýsa Bergi Pálssyni í blaða- grein er ekki áhlaupaverk, því þú getur ekki eins og svo oft haldið dauðahaldi í æviferil, þulið miklar ættir, eða mælt metorð, það er gagnslaust núna, þótt af nægu sé að taka. Þú getur aðeins vottað, að hann var manneskja. Vandaður maður, sem var gott að drekka með kaffi, því hann var hafinn yf- ir það smáa. Þú gekkst aðeins inn í nýjan heim og fékkst þér sæti við borð. Bergur var andstæðan sjálf. Félagsvera, en gekk þó aldrei í neitt félag. Áhugamaður um þjóð- mál, án þess að ganga í flokk, stjórnleysingi er studdi samhjálp, eða vildi styðja þá er voru minni máttar. Maður sem vildi fremur gefa en þiggja. — og komst stund- um upp með það. Bergur Pálsson, var maður fjöl- menntaður, lærður með þeim hætti, er ríkti meðan latína og bókmenntir bjuggu við húskulda, en það er nú menntun er virðist eiga svo örðugt uppdráttar í grunnskólum, bak við tvöfalt gler, án þess að við hana sé nokkuð að sakast. Sú menning var orðið, en nóg um það. Enn er lagt á djúpið og enn sem fyrr vitum við ekki hvert ferðinni er heitið, en á þeim stað mun þó Breiðfirðingum vera vel tekið, hefi ég fyrir satt. Hann fæddist við aldaskil, straumskil, eins og þau verða mest í Hvammsfirði, í röstinni þar. Dó á sjómannadaginn og við kvöddum hann í gær. Við bárum út söknuð. Aðrir bera meira. Guð veri með þeim. Jónas Guðmundsson. Einhvernveginn var það svo með vin minn, Berg Pálsson, að fæstir áttuðu sig almennilega á manninum, enda bjuggu í honum andstæður sem ekki var ætíð auð- velt að átta sig á. Til að geta sætt miklar andstæður þannig að úr verði bæði heilsteypt og sönn manngerð þarf í senn sterka skap- gerð og mikla greind. Menn án andstæðna eða innri mótsagna eru rislitlir, flatir og leiðinlegir. Þeir takast aldrei á við neitt í sjálfum sér og ná því aldrei sálarlegum þroska. Þeir verða aldrei nema hálfir menn. Bergur Pálsson var ákaflega heill maður, í öllum þeim fjölbreytileika, breyskleika og styrk sem rismiklir menn búa yfir. Þessi glaðværi spekingur, þessi al- fræðiorðabók mannlegrar lífs- reynslu er nú allur. Hann hefur kvatt lífið sem honum þótti í senn dýrmætara en líka forgengilegra en nokkuð annað. Það er alltaf erfitt að kveðja vini sína, þegar þeir hefja þá för sem enginn snýr úr aftur. Það er erfitt, því þeir taka með sér eitthvað af manni sjálfum. Ég vona þó að Bergur taki ekki uppá því að skila einhverju af þessu aft- ur, því þá þyrftu að fara fram vöruskipti, þar sem ég bæri mjög skarðan hlut frá borði. Þegar ég kynntist Bergi hafði hann að baki allan merkilegasta hluta ævi sinn- ar. Árin með Steini og fleiri höf- uðsnillingum, Unuhús var orðið að endurminningu og engin skáld lengur í landinu sem ritað gátu klassískan texta. Meðan ég starfaði við bókaút- gáfu ræddi ég oft við Berg, hvort hann væri ekki fáanlegur til að segja æfisögu sína og gefa út. Lengi vel þybbaðist hann við, vissi gjörla að margt sérstætt kæmi upp ef hann segði frá öllu sem á daga hans hafði drifið. í því sam- bandi spurði hann mig, hvort hann hefði nokkurn rétt til að eyðileggja goðsögnina um Stein, Halldór og ýmsa fleiri. Hann svar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.