Morgunblaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 36
r-'-frr** r» r' rrxT rr t rp 36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1984 Hinn nýji bátur Bolvíkinga, Sólrún IS 1. Bolungarvík: Nýtt 300 tonna skip í flotann Bolunearvík 6. júní. NYTT fiskiskip er væntanlegt í flota Bolvíkinga um næstu helgi. Skipið, sem er smíðað hjá Skipa- smíðastöð Njarðvíkur, er 300 brúttólestir að stærð og hefur því verið gefið nafnið Sólrún og ber einkennisstafina ÍS 1. Eigandi skipsins er Einar Guðfinnsson hf. hér í Bolungarvík. Sólrún, sem er tveggja þilfara skip er hannað til tog-, neta-, línu- og nótaveiða. Skipið hefur verið sérstaklega útbúið til rækjuveiða. Til dæmis er það bú- ið flokkunarvél, sem flokkar rækjuna í fjóra stærðarflokka. Þá er búnaður til þess að sjóða rækju um borð og jafnframt til frystingar á rækju, bæði til laus- frystingar og til frystingar í blokk. í skipinu eru þrjár að- skildar frystilestir. Aðalvél skipsins er af gerðinni Mirrlees-Blackstone, 1000 hest- öfl, og er með tvo rafala. Auk þess er minni ljósavél, sem ætluð er að anna rafmagnsþörf skips- ins í höfn. Auk þess er skipið búið öllum fullkomnustu sigl- inga- og fiskileitartækjum. Skipstjóri á Sólrúnu verður Jón Guðbrandsson, 1. stýrimað- ur Ólafur Svanur Gestsson, 1. vélstjóri Þór Helgason og 2. vél- stjóri Ingþór Karlsson. Skipið er nú að prófa veiðar- færa- og tækjabúnað og var far- ið á rækjuslóðina í Kollál til þeirra hluta. Eins og áður sagði er Sólrún væntanleg til heima- hafnar nú um hvítasunnuhelg- ina og gert er ráð fyrir að skipið fari til rækjuveiða strax í næstu viku. Gunnar. Ólafsvík: Tveggja stafa töliir á hitamæli Ólafsvík, 12. júní. MIKID góðviðri hefur verið hér í vor enda þótt sóifar hafi ekki verið mik- ið. Tveggja stafa tölur hafa verið á hitamæli nær því dag hvem en það var sjaldgæft í fyrra, eins og allir muna. Þó að grasið spretti nú ört eru ennþá miklar fannir í lautum og brekkum til fjallsins og jafnvel allt dag hvern niður að sjó. Mikið hefur orðið vart við refi hér í grennd og grenjavinnsla er hafin en ekki heyri ég mikið talað um mink. Vegirnir okkar frægu eru nú að jafna sig eftir aurtím- ann og þykja eftir atvikum góðir. - Helgi. Sigríður Kristjáns dóttir - Kveðjuorð Fædd 13. júní 1917 Dáin 17. maí 1984 Nú þegar ég kveð vinkonu mína og samstarfsstúlku Sigríði Krist- jánsdóttur, ættaða frá Dýrafirði, þá kemur margt í hugann, eins og þegar ég hitti hana fyrst, fyrir tíu árum, er ég réðst til mötuneytis Olíufélagsins Skeljungs í Skerja- firði. Þá kom hún svo brosandi og bauð mig velkomna og síðan átt- um við eitthvert besta samstarf sem ég mun aldrei gleyma. Sigga var með eindæmum skap- góð, en stóð fast á sínu. í tíu ár störfuðum við hlið við hlið yfir pottum og pönnum í Skerjafirði, svo aldrei bar skugga á. Naut ég góðs af og lærði margt af Siggu, hún enda þrælvön matreiðslu, hafði um árabil verið ráðskona hjá strákunum sínum í línunni og við vegavinnu og munu margir minnast hennar af öllu góðu. Hún æðraðist aldrei yfir neinu þótt mikið væri að gera, þetta var sko allt í lagi, í rólegheitunum gekk þetta. Sigga var þeim eiginleikum gædd að laða að sér fólk á öllum aldri og hún sagði alltaf þegar unglingarnir voru að byrja á vor- in, að það þyrfti að vera hlýlegur við þá af því að þeir væru svo feimnir svona fyrst, alveg ókunn- ugir, enda varð fljótlega oft margt hjá henni í eldhúsinu. Hún hafði alltaf tíma þótt fullt væri að gera, þrátt fyrir allt stóð aldrei á neinu hjá henni og nú að leiðarlokum þakka ég fyrir að hafa fengið að starfa með henni þessi tíu ár. Það skarð verður vandfyllt. Ég bið Guð að vera með móður hennar aldraðri og systrum. Ólafía mín, þinn missir er mikill. Elsku Hlynur, þú og vinkona sökn- um hennar mikið. GH Margrét Ketils- dóttir — Minning Fædd 23. febrúar 1898 Dáin 13. desember 1983 í des. síðastliðnum lést að Hrafnistu í Hafnarfirði Margrét Ketilsdóttir og var hún til moldar borin í kirkjugarði Grindavíkur við hlið eiginmanns síns og sonar. Margrét var hvíldinni fegin og dó södd lífdaga. Heilsu hennar hafði hrakað mjög seinustu árin, sérstaklega tók hún það nærri sér hvað andlegu atgervi fór aftur, því hún var alla tíð vönd að virðingu sinni og var stórgáfuð kona. Hún hætti t.d. alveg að skrifa bréf, því henni fannst þau ekki lengur frambærileg, hvorki skriftin eða stíllinn. Margrét varð fyrir þungum áföllum síðustu tvö árin áður en hún flutti að Hrafnistu. Stefán, eiginmaður hennar, dó í jan. 1976 eftir erfið veikindi og Baldur son- ur þeirra fórst voveiflega af slys- förum í Grindavíkurhöfn í apríl 1978. Það eina sem hélt í henni lífslönguninni seinustu árin voru ferðirnar austur til átthaganna á sumrin. Eftir að heilsan leyfði þær ekki lengur var í rauninni ekkert eftir nema biðin. Gáfur Margrétar voru lítið nýttar á mælikvarða dagsins í dag. Hún gekk ekki menntaveginn, þó hana langaði mjög til að læra eitthvað þegar hún var ung. Slíkt hnoss auðnaðist fáu alþýðufólki í þá daga, allra síst kvenfólki. En Margrét var sérlega hyggin og ráðdeildarsöm húsmóðir og var heimili hennar alltaf vel bjarg- álna þó hart væri í ári. Hún var útsjónarsöm og vandvirk sauma- kona, snillingur í að sauma upp úr gömlu svo sem nýtt yrði og nýta lítil efni í góðar flíkur. Móður sína tók hún til sín og annaðist hana í veikindum hennar þar til yfir lauk, en hún dó úr krabbameini aðeins sextug að aldri 1927. Yngsta systir Margrét- ar, Ásta, fylgdi móður þeirra og dvaldist hún áfram á heimili hennar þangað til hún giftist um tvítugt. Barnabörnum sínum var hún ætíð ákaflega góð og áttu þau at- hvarf hjá þeim hjónum þegar þau vildu og sum þeirra þar sitt annað heimili. Margrét fæddist þann 23. febrú- ar 1898 að Þingmúla í Skriðdal, dóttir hjónanna Ketils Sigurðs- sonar og Jónínu Jónsdóttur. Hún var elst sex systkina sem eru: Sig- urður, Valgerður, Guðlaugur, Sig- urveig og Ásta. Þau eru öll á lífi nema Sigurveig, sem dó um þrí- tugt. Ung að árum flutti hún með foreldrum sínum suður til Horna- fjarðar og ólst upp þar um slóðir. Vorið 1919 giftist hún manni sínum, Stefáni Eiríkssyni, sem fæddur var í Krosshjáleigu í Beru- firði. Voru þau þá bæði í vist í Eydölum í Breiðdal. Næstu árin unnu þau á ýmsum stöðum í Fá- skrúðsfirði og Stöðvarfirði en hófu síðan búskap, fyrst að Grund í Stöðvarfirði en síðan að Hvalsnesi í sömu sveit. Þar bjuggu þau síðan í sex ár (1924—1930) en fluttu þá norður að Krossi í Mjóafirði og bjuggu þar sem leiguliðar í sex ár til ársins 1936 er þau keyptu Minni-Dali, jörð, sem liggur norð- an fjarðarins út við opið hafið. Ár- ið 1944 fluttu þau aftur að Krossi og keyptu þá jörðina. Árið 1952 brugðu þau búi og keyptu hús í Neskaupstað þar sem þau dvöld- ust til ársins 1966 að þau fluttu til Grindavíkur ásamt Baldri syni sínum. Þar lést Stefán 17. jan. 1976 og Baldur 24. apríl 1978, en Margrét fluttist að Hrafnistu í Hafnarfirði sama ár. Margrét og Stefán eignuðust finn börn. Það fyrsta, andvana fæddan dreng f. 1.1. 1921, Baldur f. 13.4. 1922, Egil f. 23.1. 1924 býr í Mjóafirði, Ragnheiði f. 6.10. 1926 býr á Nes- kaupstað, og Jón f. 2.2. 1933 býr í Kópavogi. Með Margréti er gengin ein af aldamótakynslóðinni, þeirri kynslóð, sem varð að láta sér nægja lítil efni og þröngan stakk, og þar sem hagsýni og ráðdeild- arsemi voru helstu kostir þeirra sem vildu vera sæmilega bjarg- álna og sjálfum sér nógir. I sjálfu sér er ég fegin þvi að hún frænka mín gamla hefur fengið hvíldina, því hennar hafði hún lengi beðið, enda var ekki eft- ir nema hluti af henni sjálfri, lítið meira en skelin. En ég mun samt alltaf minnast hennar með sökn- uði, gáfna hennar og andlegs hug- arflugs. Nanna Gunnarsdóttir 300 manns á fjölumdæmis- þingi Lions-klúbba á íslandi Frá vinstri: Helgi V. Karlsson (Lionsklúbbnum Ásbirni) og Magnús Guðmundsson (Lionsklúbbi Hafnarfjarðar) fundarritarar, í ræðustól flyt- ur Jón V.ísberg fráfarandi fjölumdæmisstjóri ársskýrslu sína. Lengst til hægri er Ásgeir Ólafsson þingforseti. 29. Fjölumdæmisþing Lions- hreyfingarinnar var haldið fyrir skömmu í Víðistaðaskóla og stóð í tvo daga. Var það haldið í boði Lionsklúbbsins Ásbjarnar og Lionsklúbbs Hafnarfjarðar. Þingið sóttu 270—280 fulltrúar auk Lionsklúbba á íslandi og makar auk gesta frá Norðurlöndum. Á þinginu var ráðið um helstu fjáröflunarleiðir næsta ár. Ákveðið var að efna til lands- söfnunar með rauðu fjöðrinni. Ágóði hennar á að renna til kaupa á línuhraðali fyrir geisla- lækningar á Landspítalanum. Fyrri safnanir rauðu fjaðrarinn- ar hafa farið til uppbyggingar augnlækninga. Einnig var lagt fram uppgjör síðasta árs og ársskýrslur. Kosið var í stjórnir og embætti. Umdæmisstjóri 109A, syðra umdæmi, sem er svæði sem afmarkast af línu dreginni frá Akranesi og norðan við Vopnafjörð, er nú Þórður H. Jónsson aðstoðarforstjóri Brunabótar. Umdæmisstjóri nyrðra umdæmis er Jón V. Karlsson, Sauðárkróki. Fjöl- umdæmisstjóri, æðsti embættis- maður Lionshreyfingarinnar á íslandi, var kosinn Svavar Gests hljómplötuútgefandi. í framhaldi af landsþinginu héldu Lionessur sitt fyrsta landsþing í Lionsheimilinu í Reykjavík. Lionessur eru nú um 200 talsins í 5 klúbbum og vinna að sömu markmiðum og Lions- menn. Séó yfir þingsalinn í Víðistaðaskóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.