Morgunblaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1984 5 Læknaþing norrænna bæklun- arskurðlækna í Reykjavík NORRÆNT þing bæklunarskurðlækna í Reykjavík, hefst á morgun, fimmtu- dag, og er þetta í fyrsta sinn sem slíkt þing er haldid hér á landi, en þau eru þriðja hvert ár á hinum Norðurlöndunum til skiptis. Þátttakendur verða um 350 talsins frá Norðurlöndunum auk Bandaríkjanna, Kanada, Englandi, Holl- andi og Vestur-Þýskalandi. Haldnir verða 145 fyrirlestrar frá sex löndum í húsakynnum Háskólans og Þjóðleikhúsinu, þrír samtímis. Aðalumræðuefni verða bæklunarskurðlækningar á fótum, brjósklos í hryggjarsúlu og hin sívax- andi tíðni bæklunarsjúkdóma. Heiðursfyrirlesarinn kemur frá Chicago, Jorge Galante, og mun hann flytja erindi um áhrif ólífrænna hluta á beinin umhverf- is liðinn (implant materials and bone reactions). Að sögn Dr. Stefáns Haralds- sonar, yfirlæknis bæklunarskurð- deildar, forsta ráðstefnunnar og forseta Norðurlandasambands bæklunarskurðlækna, er þróunin mjög ör í þessari tegund skurð- lækninga. Til þess liggja ýmsar ástæður. Hækkandi meðalaldur fjölgar tilfellum slitsjúkdóma, atvinnusjúkdómum fjölgar með iðnvæðingu og samfara aukinni umferð fjölgar slysum, en um 80% af öllum slysum eru meðhöndluð af bæklunarskurðlæknum. Auk þess bjóðast sífellt nýir möguleikar til lækninga sem enn eykur eftir- spurnina. Áhugi fyrir greininni er einnig mjög mikill eins og sjá má af fjölda fyrirlestranna á þinginu, en þeir hafa ekki verið svo margir hingað til. Tækniþróun við bæklunarskurð- aðgerðir hefur tekið stórstígum framförum með tilkomu gerviliða í stað skemmdra. Sem dæmi um þessa þróun má nefna að á rúmum áratug sem bæklunarskurðdeild Landspítalans hefur starfað hefur verið skipt um mjaðmarlið á um annað þúsund íslendingum og um hnjáliði á annað hundrað sjúkling- um. Yngsti mjaðmarliðsþeginn er 18 ára stúlka og yfir 90% allra skurðaðgerða bera góðan árangur. Nú eru bæklunarskurðlækningar stundaðar á 4 sjúkrahúsum í land- MorgunbladiÖ/G.B.B. Dr. Stefán Haraldsson, yfirlæknir bæklunarskurðdeildar Landspítal- ans og forseti Norðurlandasam- bands bæklunarskurðlækna. inu og 74 rúm eru til fyrir þessa sjúklinga sem annar engan veginn þörfinni fyrir legurými. Á biðlista bæklunarskurðdeildar Landspítal- ans eru u.þ.b. 500 sjúklingar og bið- tíminn eftir sjúkrarúmi eru 1—2 ár. „Hér á Landspítalanum munum við loka 13 rúmum í fjórar vikur í sumar vegna sparnaðar stjórn- valda. Það þykir okkur afar slæmt þar sem þörfin er mjög brýn eins og biðlistarnir sýna. Með bæklunarskurðlækningum er hægt að breyta örorkuþega í vinnandi skattgreiðanda sem hlýtur að vera þjóðhagslega hagkvæmt svo ekki sé minnst á hamingju og velferð sjúklingsins og hans nánustu. Við teljum þennan sparnað í raun dýr- ari fyrir þjóðfélagið en að halda deildinni í fullum gangi. Það hlýtur að vera hverjum manni ljóst að fjárfesting í heilbrigði þegnanna og fyrirbyggjandi aðgerðir skila sér margfalt. Sem dæmi mætti nefna að okkur telst til að það sé fjórfalt dýrara að lækna sjúkling sem kominn er í hjólastól heldur en þann sem enn er ekki svo bæklaður. Við reynum þó allt sem við getum til að hjálpa fólki sem á erfiðast og er jafnvel komið í kör vegna lang- rar sjúkralegu. En eins og fyrr vantar okkur fleiri rúm. í könnun sem gerð var í Svíþjóð 1968, taldist reiknimeisturum að þörfin fyrir legurými samsvaraði 0,6—0,7% af íbúatölu þess svæðis sem þjóna ætti. Það væru um 150 rúm en jafn- framt hefur þörfin aukist síðan þá svo víst er talan nokkuð hærri. Þetta sýnir að íslendingar eiga enn langt í land hvað varðar rými." Aðspurður um úrbætur svaraði Stefán að áætlað væri að bæta við 13 rúmum en hvenær það kæmi til framkvæmda væri alveg óráðið. „Það er nú svo að allar ákvarðanir sem teknar eru um stofnanir sem þessar liggja hjá embættis- og stjórnmálamönnum en sérfræð- ingarnir eru sjaldan hafðir með í ráðum." Mbl./ KEE. Lucia Valentini-Terrani ásamt stjórnanda Sinfóníuhljómsveitar íslands Jean Pierre Jacquillat. Listahátíð: — Lucia Valentini-Terrani syngur í Háskólabíói ÍTALSKA messósópransöngkonan Lucia Valentini-Terrani kom til lands- ins í gærmorgun, en hún heldur tónleika í Háskólabíói í kvöld ásamt Sinfóníuhljómsveit fslands. Stjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar er J.P. Jacquillat og hefjast tónleikarnir klnkkan 20.30. Á efnisskrá óperutónleikanna er meðal annars aría úr óperunni „Rakarinn í Sevilla" eftir Rossini, forleikur og milliþáttamúsík úr óperunni „Carmen" eftir Bizet og intermezzo úr óperunni „Cavall- eria Rusticana" eftir Mascagni. Lucia Valentini-Terrani mun aðeins dvelja á íslandi í tvo daga og því var í miklu snúast hjá henni er blm. Mbl. hitti hana að máli í gær. Aðspurð sagði hún: „Ég fylltist hrifningu en um leið ró er ég kom til Islands í nótt. Því miður gefst mér ekki tækifæri til að skoða landsbyggðina þar sem ég held utan strax að tónleikunum loknum, en það litla sem ég hef þó séð af landinu sannfærir mig um fegurð þess. Ég er ákveðin í því að koma aftur til fslands við fyrsta tækifæri og kynnast betur landi og þjóð,“ sagði Lucia Valentini- Terrani brosandi um leið og hún kvaddi, því tíminn var naumur og stór dagur framundan hjá henni. 28. þing Alþjóða verslunarráðsins „ENDURREISUM atvinnulífið — hlutverk viðskipta'* er yfirskriftin á 28. þingi Alþjóða versíunarráðsins, sem haldið verður I Stokkhólmi 17.—21. júní næstkomandi. Um 5 þúsund þátttakendur víðsvegar að úr heiminum verða á þinginu. Á ann- an tug forsvarsmanna íslenskra fyrirtækja, stofnana og félaga sækja þingið á vegum landsnefndar Al- þjóða verslunarráðsins á íslandi. Fjöldi þekktra manna mun taka þátt í störfum þingsins. Karl Gústav Svíakonungur mun setja þingið, en auk hans munu Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóð- ar, Gaston Thorn, formaður fram- kvæmdastjórnar EBE, Arthur Dunkel, framkvæmdastjóri GATT, og Klaus Sahlgren, fram- kvæmdastjóri efnahagsnefndar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu, ávarpa þingið. Ýmsir þekktir talsmenn at- vinnulífsins munu flytja erindi á þinginu og má þar nefna: Henry Ford II (US), Jan Carlzo, fram- kvæmdastjóra SAS (Svíþjóð), sem heldur erindi um atvinnu- og stjórnunarfrelsi, Hugh Cullan (US) ræðir um eftirlit stjórnvalda með viðskiptum, Pehr Gyllen- hammar, stjórnarformaður Volvo, kynnir nýjar leiðir til atvinnu og fjárfestingar, Jaakko Lassila frá Finnlandi heldur erindi um fjár- festingar, þjóðfélagskröfur og breytileika vinnuafls, Sir Leslie Smith (Bretlandi) mun ræða hvernig bregðast megi við við- skiptahöftum og Ismu Yamashita INNLENJ (Japan) mun ræða atvinnumögu- leika á tímum breytinga. Landsnefnd Alþjóða verslunar- ráðsins á íslandi var stofnuð á síð- asta ári. Hlutverk nefndarinnar er að miðla félagsmönnum sínum stefnu Alþjóða verslunarráðsins og móta stefnu íslands í málefn- um þess auk þess að kynna íslensk málefni á vettvangi Alþjóða versl- unarráðsins. Formaður lands- nefndar Alþjóða verslunarráðsins á íslandi er Brynjólfur Bjarnason, forstjóri. Styrkir úr Minn- ingarsjóði Helgu Jónsdóttur og Sigurliöa Kristjánssonar SAMKVÆMT erfðaskrá hjónanna Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar, kaupmanns, var stofnaður sjóður til styrktar efni- legum nemendum í verkfræði- og raunvísindanámi. Stofnfé sjóðsins var ákveðinn hluti af eignum þeim er þau létu eftir sig, en heimilt er skv. skipulagsskrá að veita styrki af þeim vöxtum sem sjóðurinn ber. Nú er fyrirhugað að veita nokkra styrki úr sjóðnum og hafa þeir verið auglýstir til um- sóknar. Eyðublöð vegna styrk- umsókna fást á aðaískrifstofu Háskóla Islands og ber jafn- framt að skila umsóknum þang- að. Umsóknarfrestur er til 1. ág- úst nk. og er fyrirhugað að til- kynna úthlutun fyrir 20. sama mánaðar. Lágmarksupphæð hvers styrks mun væntanlega nema kr. 50 þúsund. FrétUtilkynning frá stjórn minningar.sjóósins. ÍTALSKA STÓRSTJARNAN LUCIA VALENTINI-TERRANI Tónleikar í Háskólabíói í kvöld fimmtudag 14. júní kl. 20.30. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Stjórnandi: JEAN-PIERRE JACQUILLAT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.