Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1984 3 Sjö tilboð í botn- rás Blöndustíflu TILBOÐ í GERÐ botnrásar í Blöndustíflu, það er að sprengja skurð og steypa botnrás og lokuvirki, voru opnuð hjá Landsvirkjun í gær. I frétt frá Landsvirkjun segir, að sjö tilboð hafi borist í verkið og að auki eitt frávikstilboð. Tilboðin voru: 1. Arnardalur sf., Kópav., og Óli óskarsson, Garðabæ, 55,0 millj. kr. 2. Hvítserkur hf., Blönduósi, 55,4 millj. kr. 3. ístak, Reykjavík, 57,7 millj. kr. 4. Norðurverk hf., Akureyri, 59,3 millj. kr. 5. Hagvirki hf., Hafnarfirði (frávikstilboð), 59,7 millj. kr. 6. Ellert Skúlason hf. og Krafttak sf., Njarðvík, 59,9 millj. kr. 7. Hagvirki hf., Hafnarfirði, 61,7 millj. kr. 8. Loftorka sf., Reykjavík, 62,0 millj. kr. Kostnaðaráætlun ráðunauta var 65,1 milljón. í frétt Landsvirkjunar segir: „Tilboðin verða nú könnuð nánar með tilliti til útboðsgagna og borin endanlega saman. Að því búnu mun stjórn Landsvirkjunar taka afstöðu til þeirra og skýra frá niðurstöðum sínum í því efni.“ Baldur Möller um mál Miroslavs Balys: Hvaða yfirvald bannaði framsal? „VIÐ ERUM engan veginn horfnir frá því að sækja Baly til saka fyrir afbrot hans hér á landi, en hann er a.m.k. um sinn allvel geymdur,“ sagði Baldur Möller, ráðuneytis- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, er blm. Mbl. spurði hann að því hvort íslensk yfirvöld hygðust falla frá ákærum á hendur Baly í kjölfar dómsúrskurðar í V-Þýskalandi í vik- unni, þar sem hann var dæmdur í árs fangelsi fyrir stuld á erni úr dýragarði. Baldur sagði málið enn vera fyrir dómi hér heima og niður- staða yrði vart ljós fyrr en með haustinu. Um leið og hún lægi fyrir myndu menn hugsa sér til hreyfings í málinu. Það væri hins vegar alfarið mál Þjóðverjanna hvort þeir teldu sér fært að dæma í þessu úti. Þeim ráðuneytis- mönnum þætti liggja ljóst fyrir, að islenski dómurinn yrði ekki framkvæmanlegur þar. „Við settum strax í gang skýrslutöku í tengslum við brott- för Balys héðan þegar skipstjór- inn á Elizu Heeren kom aftur til landsins," sagði Baldur ennfrem- ur. „Hvort staðreyndir málsins koma í ljós við þá yfirheyrslu er ekki gott að segja til um. En víst er að okkur leikur forvitni á að vita hvaða yfirvald það var, sem bannaði skipstjóranum að fram- selja Baly.“ Sviku tæplega 1,4 millj. úr bókunum Annar mannanna í gæsluvarðhaldi játar, en hinn neitar ANNAR mannanna, sem verið hefur í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs bankabókanna frá skiptaráðanda borgarfógetaembættisins í Reykja- vík, hefur nú að sögn Erlu Jónsdótt- ur, deildarstjóra hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins, játað aðild sína að stuldi bókanna í félagi við hinn sem er í haldi. Umræddur maður var lausráðinn starfsmaður embættisins. Hinn maðurinn, sem er í gæslu- varðhaldi vegna máls þessa, hefur staðfastlega neitað aðild sinni að þjófnaðinum. Hefur hann ekki fengist til að játa þrátt fyrir að nú liggi fyrir framburður þriðja að- ila, sem hefur viðurkennt að hafa að beiðni hinna tveggja annast út- fyllingu á hluta þeirra úttektar- seðla, sem notaðir voru. Að sögn Erlu tókst mönnunum að ná alls 1 milljón og 395 þúsund- um út úr bókunum. Tekið var oftar en einu sinni út úr a.m.k. tveimur bókum, en úttektirnar voru 9 alls. Sagði Erla rannsókn málsins vera komna á góðan rekspöl. Saltfiskuppskipun gengur vel í Portúgal UPPSKIPUN á saltfiski héðan geng- ur nú mjög vel í Portúgal eftir tals- verðar tafir, sem á henni urðu. Upp- skipun úr einu skipi er þegar lokið, unnið er að losun annars og uppskip- un úr því þriðja hefst eftir heígina. Friðrik Pálsson, framkvæmda- stjóri SÍF, sagði í samtali við Morgunblaðið, að losun úr Kefla- vík, sem fór héðan 22. júní síðast- liðinn, hefði lokið á fimmtudag. Aðeins hefði tekið fjóra daga að losa 1.530 lestir úr skipinu í tveim- ur höfnum. Verið væri að losa úr Vesturlandi, skipað yrði upp úr Eldvíkinni eftir helgina og um þessar mundir væri Suðurland að lesta hér síðustu lestirnar af framleiðslu vetrarvertíðarinnar. Afskipanir hefðu því gengið óvenju hratt á þessu ári. Hvað varðaði 12% tollinn marg- umtalaða væri það að segja, að ríkisstjórn Portúgals hefði það mál til umfjöllunar. Gagnasöfnun væri í gangi og hann tryði því, að viðskiptaráðherra Portúgals, Bar- eto, tækist að leysa það mál innan 30 daga frá því hann fór héðan af landi eins og hann hefði nefnt. Viðræður Baretos og Matthías- ar Á. Mathiesen hefðu augljóslega treyst viðskiptasambönd land- anna, en í Portúgal ættum við nú undir högg að sækja í samkeppni við aðrar þjóðir. Þess vegna væri enn brýnna en nokkru sinni fyrr, að íslendingar myndu eftir Portú- gal í innflutningi sínum. Mford »ford ESCORT JSIERRA Þaö er stóra spurningin. Hverjir hreppa 14 glæsilega Ford bíla þann 14. ágúst þegar dregiö veröur. Meö því aö kaupa miðann sem þú hefur fengiö sendan heim, styöur þú æskufólk okkar á Olympíuleikunum í Los Angeles, og hefur um leið möguleika á að hreppa einn af bílunumfjórtán. Verömæti vinninga 4,7 millj. króna VINNINCSVON ÞÍN - VON ÞJÚÐARINNAR UM __ VERÐLAUN i LOS ANGELES StuöningurviáseslaifóRtoldiarí Ias Angcks HAPPDRÆTTI ÓLYMPÍUNEFNDAR ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.