Morgunblaðið - 21.07.1984, Page 12

Morgunblaðið - 21.07.1984, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1984 Kurt Klevás fararstjóri ásamt þeim John Laxá og Johnny Kviserud. John Laxá er 17 ára og lamaður fyrir neðan mitti og félagi hans, Johnny Kviserud, 30 ára, er spastískur. Hann byrjaði ekki að ganga fyrr en 7—8 ára. Hann hefur tekið þátt í Ólympíuleikum fatlaðra og hlotið gull- og silfurverðlaun. Árið 1980 tók hann þátt í hjólreiðamóti þar sem hann hjólaði 3.600 km á 40 dögum eða 90 km til jafnaðar á dag. Báðir hjóla þeir félagar á handknúnu reiðhjóli. Gunnar Selmark, 60 ára, er iðinn við hjólreiðarnar. Hann hjólaði um 570 km leið í Afríku í fyrra. Ljósm. Mbi. óiafur. Egilsstaðir: Eigum vart orð til að lýsa íslenskri gestrisni og íslenskum þjóðvegum — sögðu norsku hjólreiðamennirnir við brottfórina frá Egilsstöðum Egilsstöóum, 17. júlí. í MORGUN hélt héðan með flugi til Reykjavíkur níu manna hópur fatl- aðra norskra hjólreiðamanna ásamt tólf manna liði hjálparmanna og far- arstjóra — en hingað komu Norð- mennirnir í gær hjólandi frá Reyð- arfirði og böfðu þá lagt að baki 800 km á reiðhjólum sínum. Hjólreiðarör þeirra hófst í Keflavík laugardaginn 7. þ.m. og var hjólað um Reykjanes, Suðurland og Austfirði til Egils- staða. „Við höfum hjólað um öll Norður- iönd við misjafnar aðstæður — en þessi íslandsferð okkar er tvímæla- laust sú erfiðasta en jafnframt sú ánægjulegasta,“ sögðu fararstjór- arnir Kurt Arve Klevás og Asbjörn Bye er tíðindamaður Mbl. tók þá sem snöggvast tali á Egilsstaðaflug- velli meðan þeir biðu brottfarar Flugleiðavélar til Reykjavíkur. „Móttökurnar hafa verið frá- bærar, íslensk gestrisni er einstök, hygg ég,“ sagði Asbjörn Bye — „við höfum einkum gist á einka- heimilum á för okkar um landið og þannig kynnst íslendingum betur en ella. Sérstakar þakkir viljum við færa Lionsfélögum á án- ingarstöðum okkar — en þeir önn- uðust alla fyrirgreiðslu og mót- töku. Þá hefur lögreglan verið okkur mjög hjálpleg og ávallt fylgt okkur eftir. Og í dag munum við sitja heimboð ykkar ágæta for- seta, Vigdísar Finnbogadóttur, að Bessastöðum." Kurt Klevás, farastjóri, er íþróttakennari í Fredriksstad í Noregi og hefur hann látið íþróttamál fatlaðra mjög til sín taka. „Starfsemi þessa hjólreiða- klúbbs okkar hófst fyrir u.þ.b. 11 árurn," sagði Kurt — „og mark- miðið er fyrst og fremst að kom í veg fyrir félagslega einangrun fatlaðra og það hefur svo sannar- lega tekist í mörgum tilfellum. Starfsemi klúbbsins hefur stöðugt vaxið ásmegin og nú eru t.d. yfir 400 blindir hjólreiðamenn í Nor- egi. Með okkur í för nú eru tveir blindir. Þeir eru á sérstökum tvímenningshjólum og drífa sjálf- ir hjólin áfram — en fatlaðir fé- lagar þeirra eru eins konar stýri- menn — þannig geta fatlaðir unn- ið saman." Og hvernig stóð svo á því að ferðinni var heitið til íslands? „Það hefur verið á stefnuskrá okkar að hjóla á öllum Norður- löndunum og Ísland var nú eitt eftir. Með því erum við fyrst og fremst að sýna fólki hverju fatlað- ir geta áorkað og að þeir þurfi ekki að lifa einangruðu lífi heldur geti farið út á meðal fólks og notið náttúrunnar — einungis ef vilja- þrekið er nógu sterkt," sagði Kurt Klevás. Gunnar Selmark er 60 ára og einfættur. Aðspurður sagði hann að það væri ekki erfitt að hjóla á asfalti eða steinsteyptum vegum en gamanið færi nú að kárna þeg- ar á íslenska þjóðvegi væri komið. „Þið verðið að vera búnir að laga þessa vegi ykkar áður en við kom- um aftur," sagði Gunnar glað- hlakkalegur. „Eg byrjaði að hjóla fyrir fimm árum og hafði þá ekki stigið á hjól síðan ég var 19 ára. Ég gekk með þær grillur lengi vel að fatlaðir gætu ekki hjólað. Nú get ég óhikað ferðast um og notið náttúrunnar. Þessi ferð hefur ver- ið ógleymanleg — bæði vegirnir og móttökurnar; ég held það hafi sprungið 15 sinnum hjá okkur í ferðinni en íslenska gestrisnin bætti það nú allt upp,“ sagði Gunnar um leið og Ásbjörn farar- stjóri blés til brottfarar. Norski hópurinn mun halda utan á fimmtudag. — Ólafur Ljósm. Mbl. Ingimar Sveinsson. Tveir hinna norsku hjólreiðamanna á tvímenningshjóli eins og þvf sem hópurinn hefur nú fært Lions-klúhhnum Vfðarri að gjöf. Norðmennirnir gefa Lionsklúbbnum Víðarri tvímenningsreiðhjól LIONSKLtlBBURINN Víðarr í Reykjavík skipulagði ferð Norð- manna hér á landi og sá Kristinn Guðjónsson um skipulagsatriði fyrir hönd klúbbsins. Klúbburinn sá meðal annars um að lögreglu- fylgd yrði alla leiðina frá Keflavík tii Egilsstaða, að tekið yrði á móti hópnum á hverjum viðkomustað og einnig var leiðin sem hjóluð var valin af klúbbnum, en Norðmennirnir ætluðu sér í upphafi að hjóla um Vesturland. Kristinn Guðjónsson sagði í samtali við blaðamann Mbl. að hann hefði haft samband við Lionsklúbba á hverjum viðkomu- stað hópsins, sem síðan hefði tekið á móti hópnum við komuna á hvern stað. Norðmennirnir færðu Lionsklúbbnum Víðarri tvímenn- ingshjól að gjöf fyrir brottförina, til að fatlaðir íslendingar fengju þess kost að kynna sér notkun þess. „t kjölfar þessarar gjafar,“ sagði Kristinn það næsta verkefni þeirra Lionsmanna að kynna hjól- ið hjá félagasamtökum öryrkja og gefa þeim kost á að reyna það. „Markmiðið er ekki að kenna ein- um eða tveimur mönnum að hjóla á þessu hjóli," segir Kristinn, „heldur er markmiðið númer eitt að fá fatlaða tll að öfva hreyfingu og auka útivist." Sagði hann að tekið yrði fé úr líknarsjóði klúbbs- ins til þessa verkefnis. Norski hjólreiðahópurinn hyggst svo bjóða tveimur fslend- ingum að taka þátt í hjólreiða- keppni fatlaðra sem haldin verður í Noregi næsta sumar. Kurt Klevás fararstjóri og þjálfari hópsins sagði í samtali við blaðamann Mbl. að hann vonaðist til að þessi gjöf mætti verða til þess að auka útivist fatlaðra á ís- landi og koma þannig í veg fyrir félagslega einangrun þeirra. „Það eru svo margir fatlaðir sem treysta sér ekki til að fara út á meðal fólks, hvað þá að stunda íþróttir eins og heilbrigt fólk. Þessu verður að breyta og þeir fötluðu einstaklingar sem eru í þessum hópi hafa meðal annars sýnt það og sannað, bæði fyrir sjálfum sér og öðrum, að þeir eru fullkomlega færir um að stunda íþróttir.“ Aðspurður um framtíðaráætl- anir hópsins sagði Kurt að hópn- um hefði verið boðið að hjóla í Búlgaríu og í Bandaríkjunum í sumar. Sagði hann almennan áhuga vera fyrir því innan hópsins að hjóla í Búlgaríu, en enn væri ekki ákveðið hvort það yrði gert. „Hins vegar sendum við sennilega fjögurra manna hóp til Bandaríkj- anna, tvo hjólreiðamenn og tvo fylgdarmenn, sem munu auk þess að hjóla vera fulltrúar okkar á al- þjóðaþingi Lionshreyfingarinnar sem haldin verður í sumar í Bandarikjunum. Hlutverk þeirra á þinginu verður að kynna þetta starf fatlaðra, vekja athygli á því og reyna að hafa áhrif á að Lions- hreyfingar sem flestra landa komi og skipuleggi svipað starf i sínum heimalöndum.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.