Morgunblaðið - 21.07.1984, Side 14

Morgunblaðið - 21.07.1984, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1984 Um samstarf háskóla við fyrirtæki og sveitarfélög — eftir Guðmund . Magnússon 1 Reykjavíkurbréfi Morgunblaðs- ins sl. sunnudag var vikið að árang- ursríku samstarfi háskóla og at- vinnufyrirtækja í Bandaríkjunum og víðar. Guðmundur Magnússon, háskóla- rektor, ritaði fróðlega grein um þetta mál í ritið „Skipulagsmál höfuðborg- arsvæðisins" í aprfl sl. og hefur Morgunblaðið fengið leyfi hans til að birta greinina. Fer hún hér á eft- ír í kjölfar olíukreppunnar uppúr 1970 og minnkandi framleiðni í iðnaði varð fyrirtækjum enn ljós- ara en áður hve nauðsynlegt er að hafa gott samstarf við háskóla og aðrar rannsóknarstofnanir ef tak- ast á að keppa á alþjóðamarkaði á sviði hátækniiðnaðar. Einnig hafa sveitarfélög lagt sitt af mörkum til að efla samvinnu af þessu tagi i því skyni að auka tekjur og at- vinnu. Segja má að við allflesta stærri skóla í Bandaríkjunum séu komnar tækniþróunarmiðstöðvar. Sömu sögu er að segja um Evrópu. Sérstaklega í Bretlandi og á Norð- urlöndum hafa risið „vísindagarð- ar“. Það er því ekki að furða að ^831 mál séu til umræðu hér á landi um þessar mundir og að háskólinn, fyrirtæki og Reykjavík- urborg velti fyrir sér hvernig megi efla rannsóknir og þróunarstarf- semi í tengslum við Háskóla Is- lands. Menntun há- skólakennara f Árbók Háskóla íslands fyrir háskólaárið 1980—1981 er að finna skrá er sýnir menntun kenn- ara við háskólann eftir stúd- entspróf. Þar kemur berlega í ljós hve fjölþætt það undirbúnings- starf er sem menn hafa lagt af mörkum til þess að gera sig hæfa til háskólakennslu og rannsókna. Þar kemur t.d. fram að 91 af 230 kennurum skólans hefur dokt- orspróf frá 42 mismunandi há- skólum, og það yfirleitt þeim bestu í heiminum á þeirra sviði. Það er þvi augljóst að við háskól- ann er samankominn mikill þekk- ingarforði sem klaufaskapur er að ríkið og Reykjavíkurborg nýti ekki sem best til rannsókna á sviði nýj- unga og tækni. Skipting tekna Háskóla íslands og rannsóknarstarfsemi Eins og kunnugt er nýtur há- skólinn þess að hafa Happdrætti Háskóla íslands að bakhjarli. Hann fær 80% af tekjuafgangi þess, en 20% (eða andvirði þeirra) renna til annarrar rannsóknar- starfsemi í landinu. Lætur nærri að 15% af tekjum Hl komi frá happdrættinu, 80% úr ríkissjóði og 5% eru þjónustutekjur. Eru þá ekki taldar með tekjur Háskóla- bíós og Reykjavíkurapóteks sem háskólinn rekur. Reyndar er þessi mikli fyrirtækjarekstur óvenju- legur á evrópska vísu. Sé borið saman við aðra skóla er skiptingin við Tækniskólann i Stokkhólmi sú að 67% tekna koma á fjárlögum, 28% frá rannsóknarráðum og 5% eru þjónustutekjur. Við Minne- sota-háskóla er tekna frá fylk- inu, annar þriðjungur frá alríkis- stjórninni (mest samkvæmt rann- sóknarsamningum) en afgangur- inn er skólagjöld og ýmsar aðrar tekjur. Svo við hverfum aftur til Is- lands þá eru að sjálfsögðu í gangi fjölmörg rannsóknarverkefni og þarf ekki annað en líta á Árbók Háskóla Islands og ársskýrslur stofnana hans til aö sannfærast um það. Tekjur af útseldri þjón- ustu eru mestar af Reiknistofnun háskólans en um helmingur tekna hennar er frá utanskólaaðilum en síðan frá stofnunum í verkfræði- og raunvísindadeild og lækna- deild. Raunvísindastofnun háskól- ans hefur sérstakan fjárhag og þar eru rannsóknir á tæknisviðinu lengra komnar og fjölþættari en í hinni ungu Verkfræðistofnun. Rétt er að vekja hér athygli á því hvernig fjárveitingum til rann- sókna á Islandi er háttað. Árið 1981 er talið að 76,3% af fénu hafi komið frá opinberum aðilum, 19,4% frá einkafyrirtækjum og 4,3% frá erlendum aðilum. Jafn- framt er talið að það ár hafi 86,8% af rannsóknum verið framkvæmd af opinberum stofnunum (þar með töldum æðri menntastofnunum). Hlutur hins opinbera er því miklu meiri hér á landi en annars stað- ar. Er því ekki óeðlilegt að leita sér leiða til þess að virkja fyrir- tækin meira en áður til beinnar þátttöku í rannsóknarstarfi og þróun tækninýjunga. Nokkur dæmi um hvaö er að gerast annars staðar Aðstæður eru á einhvern hátt sérstæðar i hverju landi jafnvel við hvern einstakan háskóla og því hafa verið farnar margar mis- munandi leiðir til að efla rann- sóknir og atvinnulif. M.a. er vænt- anleg skýrsla frá OECD þar sem dæmi um mismunandi samvinnu eru rakin. Það er ekki unnt að gefa einhverja ákveðna formúlu fyrir því hvernig á að stofna vel heppn- uð fyrirtæki og græða á nýjung- um. Það virðist þó að saman verði að fara nálægð við góðan háskóla á tæknisviðinu, verkkunnátta, markaðsþekking, dirfska og áhættufé. Þekktustu dæmin, sem nú jafnvel eru orðin klassisk, eru frá Silicon Valley kringum Stan- ford-háskólann í San Francisco- svæðinu og „Vegur 128“ nálægt Massachusetts Institute of Technology (MIT) í Boston og Cambridge á Nýja-Englandi i Bandaríkjunum. 1 Evrópu má einnig nefna Cambridge í Eng- landi, Kista nálægt Tækniháskól- anum í Stokkhólmi, fyrirtæki i kringum Chalmers-tækniháskóla i Gautaborg, Uleáborg i Norður- Finnlandi. Að þvi er varðar sam- starf milli háskóla og sveitarfé- laga eru mér efst i huga vísinda- garðar i Bretlandi og það samstarf milli háskóla og sveitarfélaga sem nú er i gangi á Norðurlöndum og er það einna nýjast Idéon ( Lundi, þar sem ýmis stór fyrirtæki hafa ákveðið að reisa byggingar og verja fé til rannsóknarstarfsemi. Rétt er að greina þetta frá þvi sem ég vildi nefna þróunarmið- stöðvar við háskólana sjálfa eins og SINTEF i Þrándheimi sem er eins konar þróunarfyrirtæki i eigu \ \Æl Guðmundur Magnússon Eftir viðræður við menn innan og utan há- skólans er ég um þessar mundir að vinna að stofnun þróunarmið- stöðvar eða þróunarfyr- irtækis Háskóla ís- lands. háskóla, iÖnaÖarsamtaka og ríkis- ins. Samanburður á Massa- chusetts og Svíþjóð Svo vill til að nýlega var gerður samanburður á þróun hátækniiðn- aðar i Massachusetts i Banda- ríkjunum annars vegar og i Svi- þjóð hins vegar. I því skyni að reyna að einangra þær forsendur sem stuðlað gætu að framförum á þessu sviði ætla ég að fara um þetta nokkrum orðum. Ástæðan fyrir þvi að Massachusetts var valið til samanburðar við Svíþjóð er sú að fólksfjöldi er svipaður. Áþekkur fjöldi starfsmanna er í tækniiðnaði, um 250 þús. Á báðum stöðum eru laun tiltölulega há, menntastig hátt o.s.frv. 1 ljós kom að erfitt var að finna einhverja tiltekna gerð fyrirtækis sem var likleg til þess að verða ofan á eða undir. Þau atriði sem virtust mestu máli skipta voru viðfeðm stjórnunarþekking, þ.e. kunnátta bæði á markaðssviðinu og tækni- sviðinu, svo og aðgangur að áhættufé. Almenna reglan er sú að þ að eru nýju fyrirtækin sem eru í fararbroddi með nýja tækni og hugmyndir þótt stórfyrirtækin kaupi þau ósjaldan upp siðar. Það gæti að visu brenglað tölurnar að hugvitsmenn sem starfað hafa við stórfyrirtækin hverfi á braut og stofni sín eigin fyrirtæki. Banda- rísku fyrirtækin höfðu meira fé milli handanna i byrjun og fjár- magnsmarkaður er þar virkari en i Svíþjóð. Hins vegar gegndu stór- fyrirtækin í Svíþjóð því hlutverki að útvega minni fyrirtækjunum fé með því að ráða þau sem undir- verktaka. I Massachusetts þekktu allir alla en það kom mér á óvart að i Svíþjóð vissi einn ekki hvað annar var að gera á sama sviði. Nálægð við tækniháskóla skipti miklu máli báðum megin Atlantshafs- ins. Má í því sambandi nefna að af hverjum 10 nýjungum komu sex hugmyndir frá kaupendum, 3 frá háskólunum og 1—2 annars staðar frá. Háskóli íslands og Reykjavíkurborg Reykjavikurborg veitti Háskóla Islands gifurlegan styrk með hinni höfðinglegu gjöf háskólalóð- ar á 50 ára afmæli hans 1961 og með veitingu lands fyrir starfsemi tilraunastöðvarinnar í meinafræði að Keldum. Það er þó fyrst nýlega að formlegt samstarf við Reykja- víkurborg hefur hafist með því að háskólinn og Reykjavíkurborg hafa ráðið sér starfsmann sameig- inlega til þess að vinna að eflingu hátækniiðnaðar á Reykjavikur- svæðinu. Sömuleiðis var tekið til- lit til þess við samninga háskól- ans, rikisins og Reykjavíkurborg- ar um framtfðarafnot af Keldna- holtinu að þar gætu risið stofnan- ir og fyrirtæki sem hefðu hag af nálægð við háskólann og rann- sóknarstofnanir atvinnuveganna á Keldnaholti. Þróunarmiðstöð Háskóla íslands og fyrirtæki í tengslum við hana 1 Háskóla Islands er nú verið að vinna að fjölda áhugaverðra þró- unarhugmynda á sviði rafeinda- tækni, hugbúnaðar og líftækni o.fl., sem geta leitt til framleiðslu á nýjum háþróuðum iðnaðarvör- um til sölu heima og erlendis. Á fjölmörgum tæknisviðum eru ekki starfandi á íslandi fyrirtæki sem geta notfært sér og styrkt rann- sóknarstarfsemi í landinu. Það er áhugavert að stuðla að stofnun slíkra fyrirtækja svipað og gert hefur verið erlendis. Einnig má geta þess að margir efnilegir Is- lendingar eru nú i framhaldsnámi erlendis og er mikilvægt að þeir nýtist vel þegar heim kemur að námi loknu. Auk þess hefur ekki farið fram hjá neinum að þriðji hver íslendingur hefur nú nám i Háskóla fslands og þann mannauð þarf að virkja ekki síður en fall- vötnin, jarðhitann, sjávarafla og landbúnaðarvörur. Þjónusturannsóknir og tilraunir í háskólanum eru orðnar það fjöl- þættar að nauðsynlegt er að beina þeim í skipulegan farveg. Hin opna frjálsa rannsóknarstarfsemi við háskóla hentar heldur ekki alltaf þegar komið er út i harða samkeppni þar sem vinna þarf hratt, með leynd og fyrir áhætt- ufé. Einnig þarf að leysa ýmis flókin höfundarréttarmál jafn- framt því sem virkja þarf ein- staklingsframtakið í rannsóknum og framleiðslu. Eftir viðræður við menn innan og utan háskólans er ég um þessar mundir að vinna að stofnun þró- unarmiðstöðvar eða þróunar- fyrirtækis Háskóla íslands. Markmiðið yrði að efla hagnýt- ingu rannsókna við háskólann, nýsköpun og vöruþróun á sviði há- tækniiðnaðar með því að auðvelda starfsmönnum háskólans að koma hugmyndum sínum í framkvæmd með bættri starfsaðstöðu og starfsliði, með ráðgjöf á sviði markaðsmála og nægilegu áhættufé til að stunda markvissa og öfluga þróunarstarfsemi; að efla nýsköpun og fjölbreytni í ís- lensku atvinnulifi og stuðla að efl- ingu háþróaðra iðngreina hérlend- is til að fjölga atvinnutækifærum fyrir háskólamenntaða menn og aðra þegna þjóðfélagsins; að efla möguleika á áhugaverðum störf- um við háskólann fyrir islenska námsmenn þegar þeir koma aftur heim frá sérfræðinámi erlendis. Fyrirtækið heyrði undir háskóla- ráð, en væri sameign háskólans, fyrirtækja og fjármálastofnana. Það starfaði á viðskiptalegum grundvelli eftir deildum og annað- ist samninga við aðila innan og utan skólans. Það yrði þvi eins konar umsýsluaðili sem ekki framkvæmdi rannsóknir sjálft nema þá að litlu leyti. Leiði þróun- arstarfsemin til söluhæfra hugm- ynda gæti það síðar leitt til stofn- unar fyrirtækja samkvæmt al- mennri löggjöf þar sem eignar- aðild gæti verið með ýmsum hætti, þ.e.a.s. gæti verið eign há- skóla og fyrirtækja eða þá ein- stakra háskólakennara í sam- vinnu við ýmsa aðila eða jafnvel alfarið i eigu utanskólaaðila. Ég tel heppilegast m.k. á þessu stigi að ríki og Reykjavíkurborg eigi ekki beina aðild að þróunarmið- stöðinni. Hins vegar hlýtur fé og aðstaða að koma frá þeim með ýmsum hætti. Ég bind miklar von- ir við samstarf af þessu tagi og trúi því að með því sé unnt að flýta þróun hugmynda um mörg ár sem út af fyrir sig er yfirleitt bráðnauðsynlegt í þeirri hörðu samkeppni sem ríkir á flestum sviðum. Sömuleiðis bind ég miklar vonir við að við getum haslað okkur völl á sviði ýmisskonar hugbúnaðar. 1 slikum tilvikum skiptir afskekkt lega landsins ekki miklu máli. Svo vill til að sala hugbúnaðar á alþjóðamarkað vex nú um 40% á ári þegar sala á hrá- efni stendur i stað eða jafnvel dregst saman. Einnig treysti ég því að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til í efnahagsmálum og ráðgerðar eru til eflingar at- vinnulífs í landinu verði til styrkt- ar samstarfi milli háskóla og fyrirtækja. Á ég þar við hjöðnun verðbólgu og hækkun raunvaxta sem leiðir til meira framboðs á sparifé og áhættufé svo og þær breytingar á hlutafjárlöggjöf og lögum um viðskiptabanka sem væntanlegar eru. Allar tilraunir koma ekki til með að takast, en höfum við efni á að sitja auðum höndum? Guðmundur Magnússon er rektor Háskóla íslands. Fékk stórlúöu á handfæri Hún er engin smásmið þessi lúða sem Magnús Jónsson fékk á færi á dögunum. Lúðan sem er 180 sm löng og 70 til 80 kfló fékk Magnús um fjórtán mflur norðvestur af deild. Magnús rær með Elíasi Ketils- syni á bát þess síðarnefnda, mb. Sæbirni. Þeir sögðu að færi Magnúsar hefði fest og fór þá Elias að keyra á það, eftir smástund losnaði það og þegar það kom upp voru aðeins þrír önglar eftir á slóðanum og lúðan á þeim neðsta. Þeir sögðu að lúðan hefði aldrei tekið neitt verulega i og ekki hefðu veriö nein vandkvæði á að innbyrða hana. Myndin er af Magnúsi Jónssyni við lúðuna. Gunnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.