Morgunblaðið - 21.07.1984, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1984
15
Vinningsskák Jóns L. gegn Miles
Skák
Margeir Pétursson
JÓN L. Árnason tekur um þess-
ar mundir þátt í alþjóðlegu skák-
móti í Esbjerg í Danmörku, hinu
svonefnda Vesturhafsmóti, sem
haldið er annað hvert ár. Öflug-
ustu skákmenn Dana, að Bent
Larsen undanskildum, taka þátt í
mótinu auk nokkurra þekktra er-
lendra skákmanna. Mótið er það
sterkasta sem háð hefur verið f
Danmörku og er f 10. styrkleika-
flokki FIDE. Þegar síðast fréttist
af mótinu sem á að Ijúka nú um
helgina höfðu skipst á skin og
skúrir hjá Jóni. Hann hafði unnið
Tony Miles, en tapað fyrir Nigel
Short og heimamanninum Jens
Ove Fries Nielsen og gert fjögur
jafntefli.
Staðan á mótinu eftir að sjö
umferðir af ellefu höfðu verið
tefldar var mjög jöfn:
I. —3. Lars Karlsson (Svíþjóð),
Nigel Short (Englandi) og Jon-
athan Mestel (Englandi) 4)4 v.
4. Istvan Csom (Ungverjalandi)
4 v. og biðskák.
5. Erling Mortensen (Dan-
mörku) 4 v.
6. Anthony Miles (Englandi) 3Vi
v. og biðskák.
7. —10. Jón L. Árnason, Michael
Wiedenkeller (Svíþjóð), Curt
Hansen og Jens Kristiansen 3 v.
II. Jens Ove Fries Nielsen 2V4 v.
12. Ole Jakobsen (allir Dan-
mörku) 1 xk v.
Fyrirfram var Miles álitinn
sigurstranglegastur, en hann
hefur ekki teflt af nægu öryggi.
Með góðum lokaspretti gæti
hann þó enn náð efsta sætinu.
Danir hafa orðið fyrir miklum
vonbrigðum með sína menn, ekki
sízt Norðurlandameistarann
Curt Hansen, sem tapaði tveim-
ur fyrstu skákum sfnum. Mort-
ensen er sá eini sem gæti upp-
fyllt vonir þeirra um heimasig-
ur, en hann er nýkominn frá
móti f Sovétrfkjunum þar sem
hann stóð sig mjög vel.
Islenskum skákmönnum hefur
löngum gengið brösulega með
Tony Miles, fremsta skákmann
Englendinga um árabil. Á mót-
inu f Esbjerg beitti hann Caro-
Kann vörn gegn Jóni L. Árna-
syni, en með henni sigraði hann
Karpov sl. haust. Jón svaraði
með leynivopni sínu gegn þeirri
byrjun og Englendingurinn
reyndist ekki hafa svar á reiðum
höndum. Hann fékk mun þrengri
stöðu og eftir að Jóni tókst að
vinna peð í 22. leik voru úrslitin
ráðin.
Hvítt: Jón L. Árn&son
Nvart: Tony Miles
Caro-Kann vörn
1. e4 — c6, 2. d4 — d5, 3. Rd2 —
dxe4, 4. Rxe4 — Bf5, 5. Rc5!
99% skákmanna leika 5. Rg3
án umhugsunar, en Jóni er slíkt
undanhald ekki að skapi. Hann
hefur líka góða reynslu af 5. Rc5,
sigraði t.d. bandaríska stór-
meistarann Seirawan með hon-
um á móti f London 1981. Þar
varð framhaldið. 5. — b6 (5. —
e5!?), 6. Rb3 - Rf6, 7. Rf3 - e6,
8. g3 - Bd6, 9. Bg2 - Dc7, 10.
0-0 - Rbd7, 11. Hel - 0-0, 12.
De2 - Hac8, 13. Re5 - c5, 14.
Rxd7 — Rxd7, 15. dxc5 — bxc5,
Jón L Árnason
16. Bd2 - Rb6,17. c4- Ra4!, 18.
Hadl - Bc2,19. Hcl - Bg6, 20.
Hcdl - h6, 21. Ba5!? - Db8, 22.
Hd2 - Bc7, 23. Hd7 - hfd8, 24.
Hedl - Bb6?!, 25. Bxb6 -
Dxb6?? (Eftir 25. - Rxb6 hefði
staðan verið í jafnvægi) 26. Bc6!!
og eftir 26. — Dxc6, 27. Hxd8+ —
Hxd8, 28. Hxd8 vann Jón auð-
veldlega.
Db6, 6. Rf3 — e6, 7. Rb3 — Rd7,
8. Bd3 — Bg6, 9. (W) — Rgf6, 10.
c4 — Dc7,11. Hel — Bb4?!
Dæmigert fyrir Miles. Hann
kýs fremur að flækja taflið en
sætta sig við hið rólega fram-
hald 11. — Bd6 og síðan 12. —
0-0.
Tony Miles
12. He3 — (WW), 13. h3
Tilraunir til að fanga biskup-
inn enda með ósköpum: 13. c5?
- Rg4, 14. He2 - Bxd3, 15.
Dxd3 — Rxc5!
Bd6, 14. Bxg6 — hxg6, 15. Rg5!
Þessi riddari verður ekki
hrakinn á brott og hvftur heldur
því óþægilegum þrýstingi á f7
peðið um ófyrirsjáanlega fram-
tíð.
Hhf8, 16. Hf3 — e5?
Það voru til betri leiðir til að
verjast hótuninni 17. c5 — be7,
18. Bf4. 16. — c5 kom til greina,
en bezt er vafalaust 16. — Rc5!
17. c5 — Be7, 18. De2 — Hde8
Nú nær hvítur að þvinga fram
vinningsstöðu, en það er allt
annað en auðvelt að benda á
betri leiki fyrir svart.
19. Dc4! — e4
20. Bf4! — Dd8, 21. Da4! — Rd5
Svartur verður að sætta sig
við peðstap, því eftir 21. — exf3,
22. Dxa7 blasir mátið við.
22. Rxe4 — Rxf4, 23. Hxf4 - Kb8,
24. Hf3 - Rf6, 25. Red2 — Dd7,
26. Rc4 — Bd8, 27. Rba5 — Bxa5,
28. Rxa5
Jón gerir ekki þau mistök að
hörfa undan með feng sinn, en
heldur sókninni áfram af fullum
krafti.
Hc8, 29. Ha3 — Hc7, 30. Rc4 —
a6, 31. Rd6 — Hd8, 32. Hdl —
re8, 33. Rc4 — Df5, 34. Db3 —
de4
Örvæntingarfull tilraun til að
ná mótspili.
35. Hxa6 - He7
Einfaldasta svarið við 35. —
Hxd4, 36. Hxd4 — Dxd4 er vafa-
laust 37. Ha4!, en jafnvel 37. Ha3
og 37. Db4 (með hótuninni 38.
Ha8+) gera sama gagn.
36. Ha4 — Hxd4, 37. Hxd4 —
Dxd4,38. Dg3+ — Rc7, 39. Rb6 —
De5, 40. Rd7+! og Miles gafst
upp.
ENN EINN
I KAPLAKRIKA I DAG KL. 14.
Markahæstu menn 2. deildar
IBI
Forleikur kl. 13.30, framtíö FH, hinn óviöjafnanlegi 6.
flokkur leikur.
Ingibjörn
Pálmi Jónsson
RAFB0ÐI HF.
Skaiðarási 3, Garöaba, almi 52537.
SALTSALAN HF.
Hjaröarhaga 17, aími 11120.
g » HAGVIRKI HF
O 53999
VERKTAKI