Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1984 17 Grendill kom- inn til landsins Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Bjólfskviöa. Halldór B. Björnsson íslenskaöi. Pétur Knútsson Ridgewell sá um útgáfuna. Alfreð Flóki myndskreytti. Fjölvaútgáfan 1983. Jötunninn Grendill er kominn til landsins í íslenskum búningi Halldóru B. Björnsson og teiknað- ur af Alfreð Flóka. Koma hans hingað er ólíkt gæfulegri en þegar hann forðum ruddist inn í Hjart- arborg Hróðgeirs Danakonunngs og drap og át vaska hirðmenn. Bjólfskviða (Béowulf) er forn- enskt kvæði varðveitt í handriti frá 10. öld. Efni kvæðisins er að miklu leyti norrænt, enda upprun- inn greinilega norrænn þótt það hafi verið ort á Englandi. Vand- ræði Hróðgeirs Danakonungs leysir kappinn Bjólfur af Gaut- landi. Enginn er honum fremri í því að ráða niðurlögum jötna og hvers kyns ófreskja. Bjólfur bíður Grendils í höllinni. Þegar Grendill birtist á ný tekst honum ekki að hremma nema einn mann úr liði Gauta. Bjólfur tekur hart á móti óvættinni og þegar hann hefur slitið af henni annan arminn legg- ur hún á flótta. Danir fagna Bjólfi og þakka honum með dýrlegri veislu. En Hjartarborg er ekki laus við hina útskúfuðu ættkvísl. Úr fúlu feni kemur móðir Grendils að hefna sonar síns. Hún nær að granda nánum vini konungs áður en Bjólfur tekur til sinna ráða. Hann eltir skrímslið í síki eitt í skóginum, kafar þangað niður og vinnur á því. Þar niðri er hræ Grendils og hefur Bjólfur upp með sér höfuð hans. Af þessum afrek- um varð Bjólfur enn frægari. Þetta er í stuttu máli söguþráð- ur fyrri hluta Bjólfskviðu, en í síð- ari hlutanum segir meira frá Bjólfi og loks endalokum hans. En eins og Pétur Knútsson Ridgewell ingakerfið. Hvergi er getið um, að munur kunni að vera á stjórn, sem byggir á samþykki þegnanna og þeirri, sem byggir á valdi einvörð- ungu, á muninn á lýðræði og ein- ræði eða alræði, á muninn á milli innrásar erlends ríkis og sam- komulagi beggja aðila. Það þarf ekki að rekja frekar það, sem í þessum bæklingi stend- ur. Það hnígur allt að þeirri niður- stöðu, að friðarfræðsla sem sér- stök fræðigrein sé ekki til. Þess vegna verði hún lítið annað en grautargangur, fimbulfamb og fjöldamargt bendi til að það hafi þann tilgang að innræta nemend- um þá skoðun, að einhliða afvopn- un Vesturlanda sé eina skynsam- lega varnarstefnan. Höfundarnir ganga þess ekki dulnir, að viðfangsefni friðar- fræðslunnar er mjög verðugt. f því felast ýmsar spurningar, sem ástæða er til að leita svara við. Spurningar á borð við: Hvað er friður? Er greinarmunur á rétt- látum og óréttlátum friði? Hvern- ig er friður bezt tryggður? Er hægt að tryggja frið án þess að réttlæti ríki i samskiptum þeirra aðila, sem halda friðinn? Breytir eyðileggingarmáttur vopna ein- hverju um eðli friðarins? Og svo mætti lengi halda áfram. Til að svara þessum spurningum þarf kunnáttu í stjórnmálafræði, heim- speki, hernaðarlist og fleiru. En ekkert af þessu er hluti af friðar- fræðslu. Þar fer engin réttnefnd kennsla fram, enda engin leikni, sem hægt er að þjálfa. Það er ekki hægt að kunna eitthvað, sem ekk- ert er. skrifar í formála: „Efni kviðunnar er þó öllu meira en söguþráður einn, því í hinum fjölmörgu útúr- dúrum hennar er tæpt sundurleitt á atburðum úr fornsögu Dana, Gauta og Svía, sem erfitt er að átta sig á við fyrsta lestur." Bjólfskviða er ekki slíkt kvæði að það ljúkist strax upp fyrir lesand- anum. Það þarf að marglesa kvæð- ið. Gott er að grípa til þess eftir að það hefur nokkrum sinnum verið lesið í heild. Bjólfskviða er ævintýraleg, mælsk og skrautleg í lýsingum sínum. Hana skortir einfaldleik og hnitmiðun norrænna kvæða þrátt fyrir tengsl sín við þau. Kristi- legur andi kviðunnar veldur hér nokkru um. Siðferðileg markmið eru augljós. Oftar en einu sinni er vikið að hinu fordæmda kyni Kains bróð- urbana: Undi darraðardrótt dándislífi heillum seild, uns að höndum sendi firn feiknleg fjandi í helju. Var grimmur draugur Grendill að heiti, magnað meivœtti á mörkum lifði í fúlum fenjum, meðal fimbulskrímsla útskúfuð ættkvísl við ósæld bjó síðan Skaparinn sagði upp dóminn: allri ætt Kains álög morðingja, æðstur Drottinn vegna Abels dauða. Fæð sú var þung, fór hann einn vegar. Vegna þess meinverks frá mannkyni bægt. Af honum illþýði uppvaknaði jötnar og álfar og árar vondir, einnig illskutröll sem ofsóttu Herrann löngum stundum; launin þeim hann galt. Um Bjólf gegnir öðru máli: Hann nam þetta fregna Hugleiks kappi góður með Gautum, Grendils ódæði. Sá var manna hverra meginsterkastur sem um þá daga þekktust lífs, hetja hugumstór. Hét hann elliða góðan að gera. Kvaðst gunnkonung sækja vilja heim um svanvegu, mæran þjóðstjóra, er var manna þörf. Þessi tvö dæmi verða að nægja, en af nógu er að taka. Halldóra B. Björnsson sem þýddi Bjólfskviðu úr frummáli hefur náð undraverð- um tökum á máli og stíl kvæðis- ins. Hún keppist við að varðveita einkenni frumkvæðisins, oft með þeim hætti að árangurinn verður allsérstæður og ekki alltaf sam- kvæmt íslenskum braghefðum. Það verður síst lastað. Eins og Pétur Knútsson Ridgewell segir í formálanum eru fornenska og ís- lenska náskyldar tungur. „Hall- dóra færir sér skyldleika þeirra ríkulega í nyt. Þýðing hennar gef- ur íslenskum lesenda glögga mynd af máli frumtextans, hljómfalli þess og merkingarsviði..." Halldóra B. Björnsson var skáld gott og eftir hana liggja margar prýðilegar þýðingar, einkum á ljóðum eskimóa og Afríkumanna. Henni entist ekki aldur til að ganga endanlega frá þýðingu sinni á Bjólfskviðu til prentunar, en ekki verður annað sagt en útgáfan hafi tekist vel. Fræðileg útgáfa kviðunnar mun væntanleg síðar. Alfreð Flóki hefur myndskreytt Bjólfskviðu. Hann nær vel að túlka hið ævintýralega andrúms-' Grendill teiknaður af Flóka. loft kviðunnar. Mikils er um vert hve fyndin lýsing þeirra Grendils og móður hans er, einkum mynd á bls. 77 sem sýnir móður Grendils fást við Bjólf. Nafnaskýringar aftast í bókinni eru til glöggvunar. Það er menningarlegur ávinn- ingur að fá Bjólfskviðu í útgáfu eins og þessari. LAUGARDALSVÖLLUR Baráttuleikur í dag kl. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.