Morgunblaðið - 21.07.1984, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. jtJLl 1984
21
Veróbólgan hefur hjaónaö en . .
Hvað svo?
Kaupmáttur
ráðstöfunartekna á mann
hefur minnkað —
1974: 100
enda hafa þjóðartekjur
á mann lækkað —
1974: 100
millj. kr.
♦ 500
og viðskiptahaili
minnkað.
(Verðlag ársíns 1980)
80 ‘81 '82 ‘83
\ /
En verðbólgan hefur
snarlækkað —
og í þeim efnum hafa
samkeppnisgreinar staðið sig best.
Við höfum lagað okkur að breyttum aðstæðum, lifum ekki eins um
efni fram og höfum nú náð niður verðbólgunni. Næstu skref
framundan í efnahagsmálum ættu því að beinast að því að byggja
upp atvinnulífið, eyða halla á ríkissjóði, draga úr ríkisumsvifum, og
veðja á samkeppnisgreinarnar til að auka kaupmátt launa.
Flutnings-
kostnaður
sem fæst. Eðli vandans er tvenns
konar. Annars vegar er það stað-
reynd, að þegar auðlind er al-
menningseign og ekkert kostar að
nýta hana, mun hún verða ofnýtt.
Hins vegar hafa stjórnvöld á und-
angengnum árum beinlínis ýtt
undir fjárfestingu í fiskiskipum
með hagstæðum lánafyrirgreiðsl-
um. Hér er enn eitt dæmið um
það, hvað mönnum eru mislagðar
hendur, þegar fjármagnsnotkunin
er miðstýrð. Þá er arðsemissjón-
armiðinu ýtt til hliðar og afleið-
ingunum velt yfir á næstu kyn-
slóðir.
Mikilvægt er að finna lausn á
því vandamáli, sem almennings-
eign á fiskimiðunum skapar. Sú
lausn þarf að fela í sér, að sóknin í
fiskinn taki mið af raunverulegum
kostnaði og mögulegum ávinningi.
Um þetta sér markaðurinn bezt,
þegar auðlindir eru í einkaeign.
Þetta má nálgast í tilviki fiskveiða
með sölu veiðileyfa eða þá með
kvótafyrirkomulagi, sem er verri
kostur, að því tilskildu að kvótarn-
ir fái að ganga kaupum og sölum.
Þannig myndi markaðurinn gegna
hlutverki sínu sem leiðbeinandi
um hagkvæmustu nýtingu fram-
leiðsluþáttanna. Til þess að mark-
aðurinn geti stjórnað nýtingu
fiskimiða með hagkvæmum hætti
þarf að koma í veg fyrir að opin-
ber rekstur og samvinnurekstur
nýti forréttindi sín til að kaupa
upp veiðileyfi og ná einokunar-
aðstöðu.
Einna brýnast er þó, að fiski-
skipum fækki og komið verði i veg
fyrir að opinberir sjóðir stuðli að
of stórum fiskiskipaflota með því
að halda hlífiskildi yfir þeim, sem
komnir eru í vanskil. Til að fækka
fiskiskipum er eðlilegast, að Fisk-
veiðasjóður gangi að þeim útgerð-
araðilum, sem eru í mestum van-
skilum, og geta ekki samið um
greiðslur.
Þau skip, sem Fiskveiðasjóður
eignast með þessum hætti, ætti
annað hvort að leggja um stund-
arsakir eða selja, ef markaður er
fyrir hendi innanlands eða utan.
Ef skip er selt innanlands verður
að setja það sem skilyrði, að ann-
að skip af svipaðri stærð sé tekið
úr umferð.
Að sjálfsögðu verður Fiskveiða-
sjóður fyrir tapi af þessum að-
gerðum, en þjóðhagslegi ávinning-
urinn er augljós, minni útgerðar-
kostnaður og meiri afli á skip. Þá
má öllum vera ljóst, sem sjá vilja,
að hluti af útistandandi skuldum
sjóðsins er hvort sem er tapað fé
og nánast bókhaldsatriði hvort
það tap verður skráð í ár eða á
næstu árum.
Nýting orkulinda landsins hefur
verið of hæg og of mikið hik við að
útvega stórkaupendur á raforku.
Ef okkur á að takast að nýta gögn
og gæði landsins þjóðinni til hags-
bóta þarf að verða breyting hér á.
Að undanförnu hafa fjárfest-
ingartækifæri hér á landi verið
nokkuð kynnt erlendis. Því verður
að halda markvisst áfram til að
bæta fyrir vanrækslu fyrri ára.
Hröð nýting á orkulindum okkar
er óhugsandi án nýrra stórkaup-
enda á raforku. Slíkir kaupendur
koma ekki til, nema erlendir aðil-
ar séu reiðubúnir að hefja iðn-
rekstur hér á landi. Til þess að það
verði þurfa Islendingar að vinna
sér traust sem ábyrgur samnings-
aðili og treyst aðgang sinn að er-
lendum mörkuðum með frekari
fríverslunarsamningum. Stöðug-
leiki í stjórnarfari og aðgangur að
markaði er erlendum fjárfest-
ingaraðilum ekki síður mikilvægt
en samkeppnishæft orkuverð.
4.4. Ríkisbúskapurinn
Hér á landi er þátttaka ríkisins
í atvinnurekstri ærið umfangs-
mikil. Ríkissjóður einokar fram-
leiðsiu og sölu á áburði og áfengi,
sölu á grænmeti og þjónustu á
sviði fjarskipta og útvarps. Fá rök
hníga að því að rikissjóður skipti
sér af framleiðslu og sölu ofan-
greindra vara eða þjónustu, hvað
þá að hann hafi einokun á um-
ræddum þáttum.
Auk þessarar einokunar er rík-
issjóður jafnframt eigandi margra
fyrirtækja, sem starfa á sama
sviði og einkarekstur. Ríkisfyrir-
tæki búa ekki viö sama aðhald og
einkafyrirtæki, en njóta ýmislegra
forréttinda. Þau gæta þess vegna
yfirleitt ekki ýtrustu hagkvæmni,
og skattgreiðendur borga brúsann.
Þessu til viðbótar á ríkissjóður
hlutabréf í rúmlega tuttugu fyrir-
tækjum, en engin sjáanleg gild rök
búa að baki slíkri eignaraðild. AÖ
því er virðist er nú vilji fyrir hendi
að losa ríkissjóð (skattgreiðendur
og neytendur) undan þeirri byrði,
sem fylgir þátttöku ríkissjóðs í at-
vinnurekstri. En betur má ef duga
skal. Hér þarf markvisst átak.
Ríkisfyrirtækjum má t.d. breyta í
hlutafélög, en síðar yrði hluta-
bréfaeign ríkissjóðs metin og boð-
in til kaups á almennum markaði
og þannig nýttist sá hvati, sem
tekjuskattslögin skapa til kaupa á
hlutabréfum.
Almenn og vaxandi útþensla
ríkisins er áhyggjuefni. Hún kall-
ar á aukna skattheimtu, sem
takmarkar aðlögunarhæfni at-
vinnurekstrarins og dregur úr
framtaksvilja. Með þessu móti er
dregið úr nýsköpun atvinnutæki-
færa og möguleikunum á greiðslu
hærri launa. Ríkissjóður hefur og
í vaxandi mæli farið út á þá
hættulegu braut að taka erlend
lán til að fjármagna hallarekstur
sinn og veltir þannig vandanum á
undan sér og ógnar því jafnvægi
sem þó hefur náðst í verðlagsmál-
um.
Háir skattar og/eða erlend
neyslulán eru bæði hættuleg og
óþörf fyrirbæri. Benda má á ótal
þætti sem skera má niður í ríkis-
búskapnum þannig að endar nái
saman með lægri sköttum og
minni erlendum lántökum. Sala
ríkisfyrirtækja er eitt dæmi,
niðurfelling útflutningsbóta og
niðurgreiðslur annað, og auknar
sértekjur ríkisstofnana það þriðja,
svo að eitthvað sé nefnt.
Ríkisfjármálin hafa mikla þýð-
ingu fyrir efnahagsframvinduna,
ekki sist það fordæmi sem gefið er
með stjórn fjármála á hverjum
tíma. Því er nauðsynlegt að fjár-
lög fyrir árið 1985 verði hallalaus
án óeðlilegrar erlendrar lántöku,
án skattahækkana og án seðla-
prentunar.
Athugasemd
frá Hafskip hf.
Hr. ritstjóri!
Fyrir skömmu birtist í
Morgunblaðinu grein eftir Jón
Val Jensson, guðfræðing, sem
bar fyrirsögnina „Aðför hers-
ins og hræsni frjálshyggju-
rnanna". Höfundur ræðir m.a.
og dregur í efa samkeppnis-
hæfni íslensku skipafélaganna
og segir m.a.:
„Þegar ég og fjölskyldan
fluttumst heim með búslóð
okkar frá Englandi sl. sumar,
leituðum við hagstæðasta til-
boðs, m.a. frá enskum flutn-
ingafyrirtækjum. Öll voru þau
tilboð þó bundin við þau lág-
marksfraktgjöld, sem íslenzku
skipafélögin settu upp, því að
önnur skipafélög en þau sáu
ekki um íslandssiglingar. (Það
skal tekið fram til marks um
samkeppnina innbyr()is milli
Hafskips og Eimskips, að
nákvæmlega sama gjald var
sett upp hjá báðum fyrirtækj-
unum.) Fulltrúa hinna ensku
flutningafélaga furðaði mjög á
verðinu hjá íslenzku skipafé-
lögunum. Sögðu þeir okkur, að
fyrir sama verð gætu þeir boðið
okkur að flytja búslóðina til
Suður-Afríku! Frá Felixstowe
til Reykjavíkur er nálega 2.250
km sjóleið en um 12.000 km til
Höfðaborgar, meira en fimm-
falt lengri leið! Við þáðum ekki
boðið, heldur tókum víxla og
lán til að geta greitt fyrir
flutninginn á heimaslóðir. En
reikningurinn frá Eimskip
samsvaraði fimm mánaða lág-
markskaupi verkamanns á
þeim tíma.“
Þessar fullyrðar um að ódýr-
INNFLUTNINGUR á nýjum fólks-
bifreiðum hefur aukist mjög það
sem af er þessu ári miðað við sama
tíma í fyrra, eða um rúmlega 54%.
Fyrstu sex mánuði þessa árs hafa
verið tollafgreiddar 4.177 nýjar
fólksbifreiðir og eru Fiat-bifreiðir
þar flestar, eða samtals 598. Af ein-
stökum gerðum bifreiða er Fiat Uno
söluhæst, en af þeirri gerð voru toll-
afgreiddar 313 bifreiðir.
Lada-bifreiðir koma næst á eft-
ir Fiat með samtals 579 bíla og
söluhæsta gerðin af þeirri tegund,
Lada 2107, er einnig í öðru sæti
ara sé að flytja búslóð frá
Bretlandi til Suður-Afríku en
til íslands komu undirrituðum
spánskt fyrir sjónir og leitaði
ég því til Magnúsar Á. Magn-
ússonar, forstöðumanns svæð-
isskrifstofu Hafskips í Ipswich.
Ég bað hann að gera saman-
burð á umræddum kostnaði
með því að setja sig í samband
við þá aðila sem halda uppi
siglingum til S-Afríku. í ljós
kemur að hér er maðkur í mys-
unni og létt farið með stað-
reyndir. Gerður var verðsam-
anburður í sterlingspundum á
flutningskostnaði á búslóð í
einum 20 feta gámi annars veg-
ar frá Southampton til Jóhann-
esarborgar um hafnarborgina
Durban og svo frá Ipswich til
Reykjavíkur:
Fhitnin^sKj. Southampton — Durban £ 1.656,-
Útskipun og kostn. Southampton £ 85,-
Uppskipun og kostn. Durban £ 87,-
Akstur m. fám Durban —
Jóhannesarborg £ 712,-
Akstur m. tóman gám til Durban £ 69,-
Samt $ 2.609,-
Fhitningsgj. Ipswich — Rejkjarík £ 1.123,00
Útskipun og kostn. Ipswich £ 49,50
Losun Reykjavík £ 101,50
Vörugjald Reykjavfk £ 10,75
Samt £ 1.284,35
Mismunur £ 1.324,25
Innifalið í flutningsgjaldi til
íslands er 30% afsláttur sem
Hafskip veitir íslenskum
námsmönnum frá flutnings-
taxta.
Að lokum vil ég aðeins bæta
því við að íslensku skipafélögin
óttast ekki samkeppni við er-
lend félög, ef allir aðilar fá að
sitja við sama borð jafnréttis
og frjálsrar verslunar.
Með þökk fyrir birtinguna.
Jón Hákon Magnússon,
framkvæmdastjóri mark-
aðs- og flutningasviðs.
yfir mest seldu bílana með 304 bif-
reiðir. Mazda er í þriðja sæti teg-
undanna með samtals 349 bíla, en
fimm bifreiðategundir seldust á
bilinu 200 til 300, þ.e. Toyota 280,
Daihatsu og Subaru 271 bifreið af
hvorri tegund, Ford með 266 bíla
samtals frá Evrópu og Brasilíu og
Skoda með 234 bíla. Upplýsingar
þessar koma fram í skýrslu frá
Hagstofu íslands, en skýrslan er
gerð ársfjórðungslega og sýnir
viðbót þá við bifreiðaeign lands-
manna, sem verður á hverjum
ársfjórðungi.
Hitabylgja á Eskifirði:
28—9 gráður í forsælu
Eskinrdi, 18. júli.
SUMARIÐ hefur svo sannarlega
leikió við okkur Austfirðinga. Segja
má að sólin hafi skinið stanslítið
frá því seinnipart vetrar utan eina
viku er þoka lagðist af, en þó var
hlýtt í þokunni, þetta 15—17 stig.
Hiti flesta dagana hefur verið
þetta 15—22 gráður, en i dag er
þó langheitasti dagurinn og má
segja að hér ríki nú hitabylgja og
er hitinn nú 28—29 gráður í for-
sælu og þykir sumum nóg um.
Þessu góða sumri hefur einnig
fylgt mikið logn, svo varla hefur
bærst hár á höfði vikum saman.
Menn nota að vonum þessa heitu
og sólríku daga og alls staðar er
léttklætt fólk á ferð eða við vinnu
í görðum sinum eða liggur og
flatmagar i sólinni, þvi enginn
tollir innandyra nema þeir sem
nauðsynlega þurfa vegna starfa
sinna eða annarra ástæðna.
Ævar
Fjögur þúsund nýjar fólksbifreiðir:
Bifreiðainnflutning-
ur helmingi meiri
en á síðasta ári